Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Page 15
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. 15 Harrison og Ringo Starr, til tónlist- arsögunnar harla lítið. Strax á fyrstu árum Bítlanna sýndi Ringo Starr að hann gat verið liðtækur leikari. Þrátt fyrir fjöldann allan af kvik- myndum hefur hann ekki enn getað sannfært gagnrýnendur um að hann. sé betri á hvíta tjaldinu en bak við trommurnar. Ringo býr nú til skiptis í íbúðum sínum í Beverly Hills, Monte Carlo eða London og er ný- orðinn afi. Þá syngur hann inn á hljómplötur með jöfnu millibili - svpna af gömlum vana. HARRISON Á meðan situr George Harrison í höll sinni í miðborg Lundúna og • ræktar rófur í garðinum. George er nú 42 ára gamall og þó að hann hafi aldrei setið í framsætinu í Bítlavagn- inum er hann rann sem greiðast, hefur hann aldrei skort fé. Hann er sá eini af Bítlunum sem heldur tryggð við austræna dulspeki, speki sem félagar hans litu á sem stundar- gaman þegar blómin voru látin tala og pípurnar reyktu sig allt að því sjálfar. Annað áhugamál George Harrison er kappakstur. Hann á safn kapp- akstursbíla og marga félaga í stétt ökumanna. Þá hefur hann fjármagn- að ýmsar kvikmyndir sem vakið hafa heimsathygli og ber þar hæst The Life of Brian og Time Bandits með Monthy Pyhton-hópnum. Árið 1971 gaf George Harrison út stórplötuna All Things Must Pass, heilar þrjár skífur í einum pakka. Var þar margt góðra laga, til dæmis My Sweet Lord sem dómstólar ák- váðu síðar að væri alls ekki eftir George Harrison. Tónsmíðar George Harrison eftir það hafa helst minnt á kennslubókardæmi um hvemig milljónamæringar eyða tíma sínum í hljóðverum þegar tíminn er nægur og buddan í lagi. - EIR. •KULDABRÉFUM iR STÓRGOÐA \ FYLLSTA IÚR ERLENDRI OG SKAPA Ð FYRIR ÞIG, VRNABÖRN ? Fjárfestir þú í hefðbundnum spari- skírteinum getur lánstíminn lengst orðið 14 ár. Binditíminn er þrenns konar, að þínu vali, 3, 4 eða 6 ár. Veljir þú þriggja ára binditíma eru ársvextir 7,0%, fjögurra ára bréf bera 8,5% vexti og sex ára bréf 9,0% vexti. Að binditíma liðnum er þér heimilt að innleysa skírteinin og þá getur ríkissjóður einnig sagt þeim upp. Segi hvörugur aðilinn skírtein- unum upp bera þau áfram ofan- greinda vexti til loka lánstímans. Verðbætur, vexti og vaxtavexti færðu greidda í einu lagi við inn- lausn. B. Spariskírteini með vaxtamiðum. Á spariskírteinum með vaxtamið- um er lánstíminn lengst 14 ár. Tvisvar á ári færð þú greidda vexti gegn framvísun vaxtamiða sem skírteinunum fylgja. Vextirnir eru 8,16% á ári. Fjórum árum eftir útgáfu skír- teinanna er þér heimilt að innleysa þau, og þá getur ríkissjóður einnig sagt þeim upp. Segi hvorugur aðil- inn skírteinunum upp bera þau áfram ofangreinda vexti til loka lánstímans. SDR Gengistryggð spariskírteini. Þú getur einnig valið gengistryggð spariskírteini með fimm ára láns- tíma. Vexti færðu greidda í einu lagi að lánstíma loknum og ársvext- ir eru 8,5%. Verð skírteinanna við innlausn, þ.e. höfuðstóllinn, vextir og vaxtavextir, breytist í hlutfalli við þá hreyfingu sem orðið hefur á gengisskráningu SDR á lánstíma- bilinu. SDR er vegið meðaltal af dollar, pundi, japönskú yeni, þýska markinu og franska frankanum. Gengi SDR er skráð daglega í gengisskrá Seðlabankans. Allir geta keypt spariskírteini ríkissjóðs. Spariskírteini ríkissjóðs eru gefin út í þremur verðgildum; 5.000, 10.000 og 100.000 krónum, nema skírteini með vaxtamiðum sem að- eins eru í 50.000 króna verðgildum. Sala hefst 10. janúar á öllum hefð- bundnum sölustöðum. RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS Paul McCartney: Tæpir tveir milljarðir i árstekjur. George Harrison: -Heldur tryggð við austræna speki og ræktar rófur í Lundúnum. Ringo Starr: -Beverly Hills, Monte Carlo eða London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.