Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Side 16
16 DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan „Það deyr enginn í næsta lagi" Engar Dúkkulísur í jólapökkum Aðdáendur Dúkkulísanna leit- uðu dyrum og dyngjum að plötu hljómsveitarinnar sem átti að koma út fyrir jólin. Sú leit reyndist árangurslaus enda kom platan aldrei út. Ástœðan er sú að platan var til- búin þegar skammt var til jóla og útgefendumir, Skífan, vom smeyk- ir um að hún myndi týnast í jóla- plötuflóðinu. Því var ákveðið að fresta útgáfunni fram á vor. Þetta er sem sagt skýringin og verða aðdáendur stúlknanna að sýna þolinmæði til vors. -ÞJV - ódauðlegur konsert Kuklsins á Borginni Björk. Þrettándaskemmtunin á Borg- inni síðasta mánudagskvöld verður lengi í minnum höfð. Ekki aðeins vegna þess að Kukl kvaddi þar jólin með pomp og prakt heldur að þetta vom seinustu tónleikar hljómsveitarinnar hér á landi næsta hálfa árið eða svo. Þetta var auglýst nokkuð ræki- lega fyrir tónleikana og aðdáendur Kuklsins trúðu því eins og nýju neti. Líka eins gott því þeim var alvara. Svona byggir Kukl pýramída. Stjórnandi framkvæmdanna fremst á myndinni. DV-myndir G. Bender Einar M. Holidays in Europe verður gefin út á meginlandinu 24. janúar. Það er Crass sem gefur plötuna út eins og The Eye og er einsdæmi að það íyrirtæki gefi út fleiri en eina plötu með hljómsveit. Er þetta góð viður- kenning fyrir Kuklið. 1 byrjun febrúar mun hljómsveit- in svo halda í hljómleikaferð og verður víða komið við á meginl- andinu. Að ferðinni lokinni er svo í deiglunni að taka upp 12.tommu plötu í Englandi. Góða ferð, Kukl. -ÞJV Þegar mig bar á Borgina rétt fyrir hálftólf var Kuklið byrjað að flytja annál nýliðins árs. Aðaluppistaðan var af The Eye og Dismembered/ söngur hljómaði kunnuglegast. Þessi dagskrá var keyrð í gegn og gaf Kuklið ekki tækifæri á klappi fyrr en gamla árið var um garð gengið. Þá tóku viðstaddir líka vel við sér og þökkuðu pent fyrir. Þétt var setið og staðið í fremri sal Borgarinnar. Aftari helmingur- inn hafði verið lokaður af, væntan- lega fyrir hótelgesti. Þrátt fyrir þrengsli var létt yfir gestum og biðu karlar og konur nú óþreyjufull eftir meiru. Gunnlaugur. Einarö. Hljómsveitin The Voice ku hafa riðið á vaðið þetta kvöld. Um frammistöðu drengjanna get ég hins vegar ekki dæmt. Ég var ekki á staðnum, því miður. Kuklið lét ekki sitt eftir liggja. Einar Örn tilkynnti að næst yrðu fiutt lög af nýju plötunni, skellti þegar skífunni á fóninn og hljóm- sveitarmeðlimir öpuðu eftir söng og hljóðfæraleik. Eftir að þessum „flutningi" lauk var hlegið ofsalega. Hljómsveitin og gestir skemmtu sér konunglega yfir þessu skrípói í anda tónlistar- myndbanda. Og þeim tókst bara nokkuð vel upp. I Skonrokk með þau! Aftur til spilamennskunnar. Næst lék Kuklið nýtt efni, enn nýrra en af nýju plötunni. Það fékk góðan hljómgrunn og að mínu mati var þetta besti kafli tónlei- kanna. míkrófónninn hennar Bjarkar hefði þegar sungið sitt síðasta. hita og þunga spilamennskunnar og Einar Örn, nafni hans Melax og Björk tóku undir með söng, trompet, flautublístri og hljóm- borðsleik. Það er greinilega kominn ferða- hugur í mannskapinn. Birgir. r Gómsætur biti var þó eftir. Megas steig á svið með skjannahvítan rafmagnsgítar og tók nokkur lög við undirleik sveitarinnar. Megas tók þesssi sömu lög á tónleikunum í Gamla bíói í haust og ég er á því að þessi flutningur hæfi þeim best. Þymirós, Heilræðavísur, Doctor Saxi, Kuklblús og fleiri vom keyrð í gegn af eldmóði og Megas, Björk og Einar skiptust á að syngja text- ann. Þegar hér var komið var klukkan orðin eitt en fyrir þrábeiðni áheyr- enda voru tekin tvö aukalög. Megas spilaði Spáðu í mig og Kuklið tók Söngul aftur þó að Sigtryggur. Þeir sem lögðu leið sína á Borg- ina þetta þrettándakvöld fengu nóg fyrir peningana sína. Hljómsveitin á sér orðið fastan aðdáendahóp hér á landi og verðskuldar þær vin- sældir fyllilega. Hún er eina fram- sækna rokksveit landans í dag. Hljómsveitarmeðlimir gáfu greinilega það sem þeir áttu í flutn- inginn og spilagleðin bókstaflega geislaði af þeim. Að venju báru Sigtryggur, Birgir og Gunnlaugur X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.