Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Qupperneq 36
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1 986. Þyrlan sem Landhelgisgæslan fær í marsmánuði. Landhelgisgæslan: SKIPTIR r A ÞYRLUM Landhelgisgæslan skiptir á þyrlum við þýskt fyrirtæki í byrjun mars- mánaðar. Gæslan lætur litlu þyrlu sína, TF-GRÓ, en fær í staðinn not- aða þyrlu af gerðinni AS 350 B Ecureuil. Gunnar Bergsteinsson forstjóri samdi um þessi skipti fyrir hönd Landhelgisgæslunnar fyrir rúmri viku. Gæslan greiðir þýska fyrirtæk- inu um 5,9 milljónir króna af sínu eigin fé i milligjöf. Minniháttar lag- færingar á þyrlunni og þiálfun tæknimanna eru innifaldar i verð- mismuninum. Ecureuil-þyrlan er smíðuð af frönsku Aerospatiale-verksmiðjun- um, þeim sömu og smíðuðu Dauphin-þyrlu Gæslunnar, TF-SIF. Þessar þyrlur hafa sömu tegund hreyfíls. Ætti því að nást meiri hag- kvæmni í þyrlurekstrinum. Ecureuil-þyrlan er ívið stærri og burðarmeiri en gamla þyrlan, TF-GRÓ. Hún getur flutt 4-5 farþega eða 1-2 sjúkrabörur ásamt tveim farþegum. -KMU. HEIMSKERFI TIL HEIMANOTA 1 Geysilegur fugladauði vegna mengunar á Seyðisf irði: „Fjörumar hér eins og kirkjugaröur Á Seyðisfirði eru menn nú mjög uggandi vegna geysilegs fugla- dauða þar í vetur vegna grútar- mengunar og enn jókst fugladauð- inn eftir otíuslysið á annan dag jóla. „Fjörurnar hér eru eins og kirkjugarður. Ég sé ekki fram á að það verði ein einasta kráka eftir þegar fer að vora, verði ekkert að gert,“ sagði Seyðfirðingur einn í samtali við DV. Fuglarnir, sem fallið hafa í valinn vegna mengunarinnar, eru einkum æðarkollur en einnig flestar aðrar tegundir sjófugla. Alíta svartsýn- ustu menn að fuglalífið við fjörðinn sé í stórhættu. Hilmar Eyjólfsson, starfsmaður Vélsmiðju Seyðisfjarðar, er mikill fjörulalli. Sagði hann í samtali við DV að í vetur hefðu loðnubræðsl- umar tvær, sem eru sín hvorum megin við fjörðinn, farið mjög óvarlega við losun grúts út í fjörð- inn, svo og bátarnir. Þætti ýmsum bæjarbúum sem yfirvöld væru harla aðgerðalítil í málinu. Stein- inn hefði þó tekið úr eftir olíuslysið en mikil olia væri 1 og við fjörurn- ar. Sagðist Hilmar hafa gengið um fjörurnar um síðustu helgi og lægi þar ótölulegur fjöldi fugla ýmist dauður eða í dauðateygjunum með mikla olíu í sér og á. „Það er rétt að hér hefur drepist töluvert af fugli,“ sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri Seyðis- fjarðar. „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu, enda er verið að vinna í málinu. Við höfum verið að berjast við grútarmengunina og reyna að fmna ráð við henni. Og ekki bætti olíuslysið úr skák. Reyndar koma hingað eftir helgina menn frá Siglingamálastofnun til að athuga hvað megi gera. Hins vegar er ljóst að það verður mjög erfitt að hreinsa olíu úr fjörunum. Þau efni, sem hægt er að nota við það, geta reynst fuglalífinu enn skeinuhættari svo vel getur verið að náttúran sjálf verði að sjá um hreinsunina þótt það geti tekið tíma,“ sagði Þorvaldur Jóhanns- son. - KÞ NARVILHJÁLMSSON MTAMAÐUR ÁRSim Samtök íþróttafréttamanna útnefndu í gær Einar Vilhjálmsson spjótkastara íþróttamann ársins 1985. Einar hlaut 70 stig og greiddu allir fjölmiðlar honum atkvæði í fyrsta sætið. Einar náði stórglæsilegum árangri á síðasta ári og er vel að þessum titli kominn. Þetta er í annað sinn sem Einar hlýtur þennan eftirsótta titil, einnig 1983. Það var faðir Einars, Vilhjálmur Einarsson, fyrsti íþróttamaður ársins á ís- landi, sem afhenti syni sinum verðlaunagripinn glæsilega. Annar í kjörinu í gær varð Eðvarð Þór Eðvarðs- son, sundmaður frá Njarðvík, og hlaut hann 62 stig. Sjá nánar um kjör íþróttamanns ársins á bls. 11. ^ DV-mynd Bjarnleifur. -SK. Erf iðleikar hjá Kjötvinnslu Suðurlands: HELMINGI STARFS- FÓLKS SAGTUPP Rúmlega helmingi starfsfólks Kjö- tvinnslu Suðurlands á Hellu var sagt upp störfum í gær. Er ástæðan fjár- hagserfiðleikar og verkefnaskortur. Er jafnvel hugsanlegt að fyrirtækið verði lagt niður. Kjötvinnsla Suðurlands var sett á stofn fyrir tveimur og hálfu ári. Þar hafa starfað níu manns og var fimm þeirra sagt upp í gær. Kjötvinnslan er hlutafélag og eru hluthafamir margir, einkum einstaklingar. Kaup- félagið Þór á tíu prósent í fyrirtæk- inu, en stærstu hluthafamir em eigendur Holtabúsins. Að sögn Emils Gíslasonar, kaup- félagsstjóra Þórs á Hellu og for- stöðumanns Kjötvinnslunnar, er alls óvíst hvað verður um Kjötvinnsl- una. Hann vildi þó tala um skipu- lagsbreytingar hjá fyrirtækinu frek- ar en það væri að hætta. Sagði hann að verið væri að leita að verkefnum fyrir Kjötvinnsluna og ætti eftir að sjá hvað úr því yrði. KÞ LOKI Það er alveg mengað strandlífið á Seyðis- firði! Skríðurað komastá framboösmál á Akureyri: K0NURNAR BÍÐA ÁTEKTA Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: „Það er ákveðið að það skuli vera óákveðiö um sinn hvort við bjóðum fram eða ekki. Við ætlum að bíða og sjá hvemig okkur líst á hina listana, sérstaklega hvort þeir verða skipaðir konum að einhverju ráði í efstu sætin,“ sagði Valgerður Bjamadóttir, bæjarfulltrúi Kvennaframboðsins við DV. Skriður er nú að komast á fram- boðsmál flokkanna á Akureyri fyrir sveitarstjómarkosningamar sem verða í vor. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri kemur saman í dag til að ræða framboðsmálin. „Stjóm fulltrúaráðsins mun leggja til á fúndinum að það verði prófkjör,“ sagði Einar Bjamason, formaður fúlltrúaráðsins. „Ég á von á því að það verði prófkjör með einhverjum hætti hjá okkur,“ sagði Sigurður Jóhannes- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins og forseti bæjarstjómar á Akureyri. „Ég reikna með því að innan skamms verði skoðanakönnun meðal flokksbundinna Alþýðu- flokksmanna um fylgi einstakra manna og í framhaldi af því verði ákveðið hvort prófkjör verður hjá okkur eða ekki,“ sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins. 1 „Ekkert ákveðið ennþá," sagði Sigriður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins. „Það er nefnd að skoða málið. Hún á að skila tillögum innan skamms. Síð- ast var forval hjá okkur í tveim umferðum og sú gæti oröið raunin aftur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.