Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Page 5
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
5
Atvinnumál Atvinnumál
Sigurfari II til Akraness:
Mikiil vandi
verður að reka
svo dýrt skip
— segir Haraldur Sturlaugsson,
f ramkvæmdastjóri HB & Co á Akranesi
„Við ákváðum að bjóða í þetta skip
vegna þess að nokkrar líkur voru á
því að skipið færi ekki til sins
heima,“ sagði Haraldur Sturlaugs-
son, framkvæmdastjóri Haraldar
Böðvarssonar & Co á Akranesi, í gær
eftir að ljóst var að fyrirtækið fengi
togarann Sigurfara II.
„Það var jafnframt okkar ákvörð-
un að ef við yrðum inni í myndinni
þá töluðum við eingöngu við samn-
ingamenn Fiskveiðasjóðs. Við töluð-
um aldrei við þingmenn Vesturlands
eða settum þrýsting á nokkurn mann
og enginn talaði við okkur heldur.
Ég skýrði Hjálmari Gunnarssyni,
Grundarfirði, frá þessu er við höfðum
hafið samningaviðræður við Fisk-
veiðasjóð.
Það var vitað að þetta yrði við-
kvæmt og þess vegna höfum við full-
an skilning á bréfi því sem þingmenn
Vesturlands sendu sjávarútvegsráð-
herra. Hins vegar teljum við að ef
skipið hefði átt að verða áfram gert
út frá heimahöfn í Grundarfirði hefði
átt að vera búið að bjarga málunum
áður en skipið var boðið upp.
Á eftir okkur voru Norðlendingar
sem hefðu fengið skipið ef við hefðum
ekki staðist þær ströngu kröfur sem
stjórn Fiskveiðasjóðs setti fram í
þessum samningum. Útgerðarfélag
Akureyringa, sem er eitt það sterk-
asta á landinu, var næst á eftir okkur
og ef skipið átti ekki að fara heim
aftur vonum við að Grundfirðingum
sé sama hvort það fer hingað eða
norður til Akureyrar.
Við vitum hér hjá þessu fyrirtæki,
sem átt hefur 35 skip í gegnum tíðina,
að mikill vandi verður að reka svo
L
másagnakeppni istahátíðar í jfv eykjavík
R
AÐEINS 2 MÁNUÐIR
TILSTEFNU
Frestur til að skila inn smásögum í keppnina rennur út
10. APRfL
UMTILHÖGUN
SAMKEPPNINNAR
Yrkisefni
| sagnanna skal sótt í íslenskt nútímalíf, en að
öðru leyti hafa höfundar frjálsar hendur.
Skilafrestur
_______I er til 10. apríl 1986. Sögurnar skulu merkt-
ar dulnefni en rétt nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi
sem er merkt með dulnefninu og sendast í pósthólf Listahá-
tíðar, númer 88,121 Reykjavík.
Dómnefnd
| smásagnasamkeppninnarskipa þau Þórdís
Þorvaldsdóttir borgarbókarvörður, Stefán Baldursson leik-
hússtjóri og Guðbrandur Gíslason bókmenntafræðingur.
liIMiJBl verða tilkynnt við opnun Listahátíðar 1986 þann
31. maí. Stefnt er að þvi að gefa út bestu sögurnar í bók
og er áætlað að bókin komi út á afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst.
Verðlaun
eru mjög vegleg og veröa visitölutryggð en þau eru:
1.
2
3.
verðlaun
■ verölaun
verölaun
250.000,
100,000,
50.000,
Aðeins ein saga hlýtur hver verölaun.
Ekki eðli-
legir við-
skipta-
hættir
— að taka upp viðræður
við Grundfirðinga, segir
Davíð Ölafsson
„Við töldum það ekki eðlilega við-
skiptahætti að taka upp viðræður
við Grundfirðinga," sagði Davíð
Ólafsson seðlabankastjóri, formaður
stjórnar Fiskveiðasjóðs, um söluna á
togaranum Sigurfara H.
Eins og fram kom í DV í gær hafn-
aði stjóm Fiskveiðasjóðs þeim til-
mælum sjávarútvegsráðherra og
allra þingmanna Vesturlands að rætt
yrði við Grundfirðinga áður en geng-
ið yrði frá sölu togarans til Haraldar
Böðvarssonar & Co á Akranesi.
„Sú stefna sem stjórn sjóðsins hef-
ur fylgt er í þremur meginatriðum
þessi:
í fyrsta lagi að fá sem hæst verð.
I öðru lagi að fylgt sé eðlilegum
viðskiptaháttum.
í þriðja lagi að eingöngu sé tekið
raunhæfum tilboðum,“ sagði Davíð
Ólafsson.
-KMU
Davíð Ólafsson, formaður stjórnar
Fiskveiðasjóðs.
dýrt skip sem Sigurfarinn er. Fyrir-
tækið á fjögur skip fyrir og staða
þess er góð og það er frábæru starfs-
fólki, bæði á sjó og í landi, að þakka
að hægt var að bjóða í skipið," sagði
Haraldur Sturlaugsson.
-KMU
Lvnsás hf.__________________________________________
OPNUM í DAG
Bílabankinn Lyngás hf. býður öllum landsmönnum upp á sérþjónustu varðandi bílasölu með
„opinni skráningu“ sem kemur öllum þægilega á óvart. - „Opin skráning“ er þannig
uppbyggð að bíleigandi, hvar sem hann er staddur á landinu, getur lyft upp símtólinu og
hringt til okkar og skráð til sölu bílinn sinn. Hann gefur okkur nákvæma lýsingu á bílnum
sínum ásamt verðhugmyndum og greiðsluóskum ásamt nafni sínu og símanúmeri gegn föstu
gjaldi sem er í dag kr. 2.000, sama hvort bíllinn kostar fimm þúsund eða fimm milljónir, og
þar með er bíllinn kominn inn í „opna skrá“ sem er opin öllum landsmönnum. „Opna skrá-
in“ felur það í sér að hver sem er getur hringt til okkar þegar hann er að leita fyrir sér og
við gefum honum upp þær lýsingar sem við höfum í „opnu skránni“ og hann er að leita
eftir, ásamt nafni og símanúmeri eiganda bifreiðarinnar. Innifalið í skráningargjaldinu er
frágangur á afsali og tilkynningu -þegar viðkomandi aðilar hafa samið.
Greiðsla á skráningargjaldi er bifreiðaeigandi skráir inn bílinn sinn í „opna skráningu“ getur
farið fram með 6 mismunandi aðferðum: Hann greiðir með símaávísun - póstávísun - Euro-
card-Vísakorti - gíróseðli eða bara kemur á staðinn og staðgreiðir.
Munið að „opna skráin“ hjá Lyngáshf. er opin öllum landsmönnum - aðeins að hringja
og við gefum allar upplýsingar.
Jafnhliða „opinni skráningu“ rekur bílasalan Lyngás hf. bílasölu í hinu hefðbundna formi
bílasölu þar sem menn skrá inn bílinn sinn upp á gamla mátann - án skráningargjalds - en
greiða 2% í sölulaun þegar við höfum selt bílinn - og lágmarkssölulaun eru kr. 4.000.
Bílasalan Lyngás hf. rekur einnig skráningarþjónustu fyrir bifreiðaeigendur. Við færum bílinn
til skoðunar fyrir þig - eða sjáum um nafnaskiptí fyrir þíg - eða umskráum fyrir þig. Við
öflum allra gagna er til þarf, við sækjum bíiinn til þín heim eða á vinnustað og skilum honum
á sama stað að verki loknu.
Einnig þessi þjónusta er með föstu gjaldi, kr. 1.500.
Bílasalan Lyngás hf. mun verða með sérstakan sýningarbásfyrirsölu á „antik bílum“.
Jafnframt rekur Lyngás hf. bílaleigu.
Allir félagar í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda - FÍB - fá 10% afslátt af allri okkar þjónustu.
Sértu ekki félagi í FÍB getum við aðstoðað þig til að svo megi verða og jafnframt því getum
við upplýst þig um alla kostina við það að vera félagi í FÍB.
Lyngási 8 • 210 Garðabæ
Símar: 651005 - 651006 - 651669
BÍLASALA - BÍLABANKI BÍLALEIGA - BÍLAMIÐLUN - BÍLASKRÁNING
Lyngás hf.