Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Síða 10
10
DV. LAU GARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON
Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Krónan er marklaus mynt
Vel hefur komið í ljós á síðustu dögum, hversu mikil-
væg er skráning gengis krónunnar í tilraunum stjórn-
valda til að halda friði í þjóðfélaginu. Ef þeim tekst að
komast hjá gengislækkun, spara þau sveiflu á verð-
bólguhjólinu og létta af kaupkröfuþrýstingi.
Að þessu sinni var fyrsta krafa Alþýðusambandsins,
að gengi krónunnar yrði fryst. Þetta var gert með stuðn-
ingi Vinnuveitendasambandsins. Ríkisstjórnin var ekki
sein á sér að lofa þessu umfram annað. Hún hagnýtti
sér þar með hagstæðar breytingar á ytri aðstæðum.
Verðhrun olíu og verðhækkun fiskafurða á erlendum
markaði hefur linað þrýsting útflutningsgreina á geng-
islækkun. Talið er, að útgerð og fiskvinnsla hafi undan-
farnar vikur verið rekin nokkurn veginn taplaust.
Gengisfrysting setur þau ekki á höfuðið að sinni.
Aratugum saman hefur eitt meginmarkmiða hverrar
ríkisstjórnar á fætur annarri verið að halda afkomu
sjávarútvegs í núlli. Þetta hefur verið framkvæmt á
þann veg, að afkoman hefur verið höluð úr taprekstri
upp í núllið, oftast með síðbúnum gengislækkunum.
Þær hafa svo reynzt ríkisstjórnum þungbærar, því
að þær hafa aukið verðbólguna og kallað á kaupkröfur,
sem hafa meira eða minna étið upp árangur lækkaðs
krónugengis. Þannig hafa gengislækkanir verið eitt
auðþekktu sporanna í verðbólgudansinum.
Það er hátíð í bæ ráðamanna, þegar þeim tekst að
komast hjá gengisfellingu, svo sem tekizt hefur í vetur.
Enn meiri er gleðin nú, þegar breytingar ytri aðstæðna
gera þeim kleift að horfa fram á gengisfryst ár. Þetta
sparar þeim ótrúlega mikið af vandræðum.
Slíkir hamingjutímar standa sjaldan lengi. Ytri að-
stæður sveiflast til og frá. Fyrr en varir standa stjórn-
völd andspænis roknatapi útflutningsatvinnuvega og
neyðast þess vegna til að lækka gengi krónunnar og
þá venjulega meira en lítið hverju sinni.
Nú eru liðin tíu ár síðan fyrst var lagt til í leiðurum
þessa blaðs, að stjórnvöld væru losuð við þetta dýr-
keypta hagstjórnartæki, sem raunar er ekkert annað
en vanabindandi og hættulegt deyfilyf. Tímabundnar
þjáningar eru linaðar á kostnað útflutningsgreina.
Hin opinbera gengisskráning er skýrasta dæmi ís-
lenzkra efnahagsmála um heimatilbúið vandamál, sem
bakar meiri erfiðleika í náinni og íjarlægri framtíð en
sem svarar þeim þjáningum, er hún linar á líðandi
stund. Verst er, hversu handhæg og freistandi hún er.
Fyrir tíu árum var hér í blaðinu bent á, að góð lausn
þessa vanda fælist í að leggja krónuna niður og taka
upp einhvern alþjóðlegan mælikvarða, eins og við tók-
um á sínum tíma upp metrakerfið í staðinn fyrir álnir
vaðmáls og fjórðunga fiska.
Hugmyndin hefur loks náð þeirri útbreiðslu, að
Alþýðubandalagið og Morgunblaðið hafa sameinazt um
að vara við henni. Þessir hugsjónabræður telja hana
vera uppgjöf í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. íslenzk
mynt sé forsenda efnahagslegs sjálfstæðis okkar.
Staðreyndin er hins vegar sú, að íslenzka krónan er
ímynduð og marklaus mynt. Gengisskráning hennar
hefur ekki hið minnsta gildi í útlöndum, hefur þvert á
móti orðið okkur til siðferðilegs og efnahagslegs hnekk-
is og spillt stöðu okkar á báðum sviðum.
Margar fjölmennari og ekki síður virtar þjóðir nota
aðra mynt en sína og losa sig þar með við freistingu,
sem hefur valdið okkur efnahagslegu ósjálfstæði.
Jónas Kristjánsson
Af
heimsendi
fsmeygileg er lýsingin á heims-
endi í Nýjatestamentinu, í stað
þess að útmála tortíminguna í
smáatriðum snýst textinn upp í að
vorkenna þeim sem eftir lifa. „En
vei þeim sem þungaðar eru, og þeim
sem börn hafa á brjósti, á þeim
dögum,“ segir í Matteusi. Endalok-
in koma fyrirvaralaust og óvænt
og allt er um seinan: „Sá sem er
uppi á þakinu, fari ekki ofan til að
sækja það sem er í húsi hans; og
sá sem er á akrinum, snúi eigi aftur
til að taka yfirhöfn sína.“
Segja má að heimsendir sé inn-
byggður í kristnina sem eins konar
áróðursbragð eða patent til að
hræða menn til átrúnaðar með
útmálun á yfirstandandi eyðingu
og vísu athvarfi á himni:
„Og þá munu menn sjá manns-
soninn komandi í skýjum með
miklum mætti og dýrð. Og þá mun
hann senda út englana og hann
mun safna saman sínum útvöldum
frá áttunum fjórum, frá endimörk-
um jarðar til endimarka himins."
(Markús 13)
Löngum olli það kristnum mönn-
um miklum heilabrotum að miða
út þennan yfirvofandi heimsendi
og búa sig undir hann.
Árið 1000 þótti lengi líklegt sem
heimsendaár, en þegar það brást
hengdu menn hatt sinn á 1033,
þ.e.a.s. þúsund árum eftir líflát
Krists. En það virðist hafa farið á
sömu leið. Síðan voru menn út allar
miðaldir á útkikki eftir halastjörn-
um og öðrum uppákomum í himna-
gangverkinu sem væru líklegar til
að boða endapunktinn.
Matteus sýnist þó vera alveg klár
á kenningunni, heimsendir kemur
þegar allir menn hafa meðtekið
boðskapinn:
„Og þessi fagnaðarboðskapur um
ríkið mun prédikaður verða um
alla heimsbygðina, til vitnisburðar
öllum þjóðum; og þá mun endirinn
koma.“ (Matteus 24)
Eftir því að dæma, ber kristni-
boðið endalokin í sér.
Ragnarök heiðninnar eru ólík
kristnum heimsendi að því leyti að
þau virðast fyrst og fremst bitna á
goðunum, það er þeirra heimur sem
ferst, og taka afganginn af móverk-
inu með sér í fallinu.
Pétur
Gunnarsson
ITALFÆRI
Voldugar endalokamyndir eru
dregnar upp í Völuspá um 1000:
Sól tér sortna
sígur fold í mar
hverfa af himni
heiðar stjörnur
geisar eimi
og aldurnari
leikur hár hiti
við himin sjálfan
En að ragnarökum afstöðnum og
fimbulvetri, rís ný jörð úr sæ með
nýrri gullöld sem virðist draga dám
af sjálfvirkniparadís tölvualdar:
menn þurfa aldr ei framar að dýfa
hendiíkaltvatn.
Það er svo ekki fyrr en á „vorum
dögurn" að heimsendir er mættur
til leiks sem ber enga umbun í sér.
Alger tortíming og þarflaust að
spekúiera eða spá í hvenær hann
muni koma, guð og goðin eru hér
orðin að utangátta áhorfendum,
það eru mennirnir sem hafa heims-
endi í hendi sér, hann er af manna-
völdum.
Hann er bara þarna, hversdags,
svo yfirþyrmandi að ögrar velsæmi
að minnast á hann.
Því rækilegar hefur hann tekið
sér bólstað í undirvitund hvers og
eins og brýst upp á yfirborðið jafn-
an þegar snurða hleypur á þráðinn
eða vanagangurinn fipast. Ekki
þarf nema að lyfta festist milli
hæða eða skammhlaup verði í raf-
magni, þota sprengi hljóðmúrinn
og mönnum ber saman um að allra-
fyrst hafi þeim komið í hug kjarn-
orkusprenging.
Ótti sem grúfir yfir, hamfarir sem
eru svo yfirnáttúrlegar að umfangi
að menn takast ekki einusinni á
við þær í huganum, ekki frekar en
hinn keppnisglaði Jón Páll gerði
sig líklegan til að lyfta Esjunni.
Algerleiki þessara endaloka felst
ekki í því að öllu sé lokið heldur
einmitt hinu: hve þeir sem eftir lifa
eru illa settir.
Að lokinni sjónvarpssýningu
„ÞRÁÐA“ á mánudagskvöldið var
sátu menn eins og lamaðir og
komið geislavirkt bragð af köldu
kaff inu. Augnablik sem brenndu
sig í vitundina og bjuggu um sig
til frambúðar.
Einna eftirminnilegust held ég
að mér verði setning úr munni'-
forsvarsmanns almannavarna í
forspjallinu. Hann hafði látið
reikna það út að ef hvellurinn hefði
orðið í Keflavík þá um morguninn
hefði, þvert ofan í spár sem taka
mið af ríkjandi vindátt, hluti af
Reykjavík hugsanlega sloppið.
Hann sá í því ljósan punkt,
maðurinn.
I því sambandi mætti velta því
fyrir sér hverjar lífslíkur okkar
væru ef hér væru engin víghreiður.
Eða er herstöðin orðin svo rótföst
í þjóðarvitundinni að menn veðja
helst á hagstæða vindátt til að
sleppa lifandi?