Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Page 11
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
11
Stundum á maður erfitt með að
átta sig á atburðarásinni. Aðeins
nokkrar vikur eru liðnar frá því
úrtölur og hrakspár voru vinsæl-
asta umræðuefni stjómmálanna og
almenningur var milli vonar og
ótta um framtíð sína. Verðbólga
stefndi í hæðir, fiskvinnslan heimt-
aði gengisfellingu og verkalýðs-
hreyfingin beit i skjaldarrendur og
bjó um sig í skotgröfunum. I
landinu búa tvær þjóðir, sögðu
sérfræðingarnir, önnur lifir í vel-
lystingum praktuglega, hin á vart
til hnífs og skeiðar.
En svo er eins og hendi hafi verið
veifað og skyndilega er góðæri á
hvers manns vörum og á næsta
leiti. Olían fellur í verði, útgerðin
er farin að græða og ríkisstjórnin
tekur aðilum vinnumarkaðarins
opnum örmum og lofar gulli og
grænum skógum. Það liggur við
að maður haldi að þjóðin fái kræs-
ingar og kaupbæti á silfurfati og
nú sé ekkert eftir annað en að
skrifa undir nýja kjarasamninga
þar sem kaupmáttur verði tryggð-
ur, skattar lækkaðir og gengið
harðlæst.
Og hvað varðar okkur þá um
smáskítlegt þras um stöðuveiting-
ar, karp um lánasjóð námsmanna
eða flokkadrætti í litlum og áhrifa-
lausum flokkum þegar góðærið
bíður okkar hinum megin við hor-
nið? Hvað varðar okkur um gjald-
þrot Hafskips og Víðis, skoðanir
Davíðs Schevings á Þróunarfélag-
inu, vanda ullariðnaðarins eða
frammistöðu foringjanna í sjón-
varpinu? Hvað varðar okkur um
verkfallsrétt kennara eða aðvö-
runarorð fiskvinnslunnar? Já,
hvað varðar okkur yfirleitt um
dægurmálin þegar góðærið er á
næsta leiti og þjóðin getur aftur
farið að hafa það gott? Eða hvað?
Undarleg pólitík
Fyrir þá sem eru eldri en tvævet-
ur er þetta bjartsýnistal heldur
undarleg pólitik. Það þótti aldrei
góð latina i gamla daga í íþróttun-
um að ganga sigurviss til leiks.
Góðærið er sýnd veíði en ekki gefin
og reynslan hefur sýnt að stjórn-
völdum hefur tekist að klúðra
meira góðæri en því sem nú er spáð.
Einhvern veginn hafa menn haft
lag á því að éta útsæðið löngu fyrir
uppskeru. Nú heyrir maður ekki
betur en að til standi að bjóða til
veislunnar og útdeila guðsgjöfun-
um áður en nokkur veit hvað verð-
ur til skiptanna. Menn eru farnir
að reikna út gróðann af miklum
móði og helst er að skilja að aðilar
vinnumarkaðarins eigi ekki annað
eftir en að skipta kökunni á milli
sín.
Er nú ekki skynsamlegra að
ganga hægt um gleðinnar dyr?
Aflinn er ekki kominn á land enn
og hver veit hverju arabarnir taka
upp á í olíuverðstríðinu? Svona
verðhrun eins og átt hefur sér stað
að undanförnu getur varla staðist
til lengdar, nema þá með þeim af-
leiðingum að helftin af olíufram-
leiðsluríkjunum fari á hvínandi
hausinn.
Menn kunna að segja að eins
dauði sé annars brauð. Nú sé komið
að öðrum að blæða en okkur að
njóta. Og víst mun til að mynda
ríkisstjórnin njóta góðs af þótt hún
hafi kannski átt minnsta þáttinn í
þeim bata sem reiknað er með. Eða
er það ekki kaldhæðnislegt, í það
minnsta grátbroslegt, að Saudiara-
bar skuli koma hnípinni ríkisstjórn
til bjargar á einni nóttu, eftir að
Steingrímui' og kompaní hafa ár-
angurslaust bisað við efnahags-
þrengingar í marga mánuði?
Ekki hefur maður að minnsta
kosti orðið var við að góðærið hafi
sprottið af ræðuhöldum í þinginu,
stólaskiptunum í stjóminni eða
viskunni í lýðskrumurunum.
Alvörusvipurinn
Einhver hafði orð á því á dögun-
um að nær væri að þingmenn fjöl-
luðu um þessi tíðindi af einhverju
viti í stað þess að þvæla um aukaat-
riði og smámál daginn út og daginn
inn.
Raunar hef ég þá skoðun að þing-
með málverkum og styttum upp um
alla veggi. Ferðamaðurinn dáist að
listaverkunum og hugvitinu sem
þúsund ára saga hefur varðveitt en
einstaklingarnir, sem að þeim
stóðu, hafa ekki lengur þýðingu.
Þó er ekki að efa að konungar og
stjómmálaleiðtogar þeirra tíma
hafa tekið sig fullt eins alvarlega
og kollegar þeirra í dag og senni-
lega gert ráð fyrir að minning
þeirra og veldi yrði skráð á spjöld
sögunnar um ókomnar aldir.
menn geri best með því að segja
sem minnst. Langlokur og enda-
laus málatilbúnaður, sem virðist á
stundum helst í þeim tifgangi að
friða samviskuna, er enginn mæli-
kvarði á ágæti þingmanna, hvað
þá einkunn um pólitíska frammi-
stöðu. Sumir hafa jafnvel eyðilagt
gjörsamlega fyrir sér alla áheyrn
og árangur með orðavaðli í síbylju.
Annars held ég að fólk taki
stjórnmálaumræður of alvarlega.
Og það sem verra er: það gera
stjónmálamennirnir líka. Þeir sjá
sig í sögulegu samhengi og halda
að hvert orð, sem hrýtur af vörum
þeirra, sé meitlað í stein sem skipti
sköpum fyrir framtíðina.
Það var nokkuð hnyttið hjá ein-
um nýliðanum í pólitíkinni í sjón-
varpinu um daginn þegar hann
velti því fyrir sér hvaða afleiðingar
það hefði að nú þyrfti hann að fara
að vanda orðaval sitt eins og allir
hinir stjórnmálamennimir. Það er
einmitt pytturinn sem þeir detta í.
Ellert B. Schram
skrifar:
Glaðbeitti frambjóðandinn, sem
okkur leist svo mætavel á, er allt
í einu orðinn að grafalvarlegum
stjómmálaforingja sem sér ekki
handa sinna skil í nýja hlutverk-
inu.
I Ijósi sögunnar
Um það leyti sem góðærið skall
á brá ég mér bæjarleið til Sevilla
á Spáni. Gestgjafarnir sýndu mér
sögulegar menjar staðarins, meðal
annars borgarmúrana sem upp-
haflega voru reistir árið 847. Þar
vom einnig uppistandandi hallir
og listaverk sem báru nöfti kon-
unga og listamanna í löngum bun-
um. Auðvitað var það skrítin upp-
lifun fyrir íslendinginn að sjá
mannvirki sem reist höfðu verið
löngu fyrir landnám íslands, ekki
síst þar sem nafli alheimsins er
gjarnan manns eigin fæðingarstað-
ur. En um leið opnast augun fyrir
þvi hversu mannkynssagan ber
litla virðingu fyrir mannslífinu.
Allir þessir konungar, bygginga-
meistarar og verkamenn, sem hafa
lagt hönd á plóginn við hönnun og
byggingu múranna og hallanna í
Sevilla, em löngu gleymdir og
grafnir. Samt gerðu þeir sitt besta
til að varðveita ódauðleika sinn
Stundin er stutt
í þessu ljósi er það hálfhlægilegt,
jafnvel afkáralegt, þegar smápeð
og afdalafólk, eins og við hér uppi
á íslandi, tökum okkur svo alvar-
lega að það er nánast upp á líf og
dauða hvort við missum út úr
okkur misheppnaða brandara eða
hálfvolgar skoðanir. Má það ekki
einu gilda þegar mannkynssagan
hefur búið um okkur í grafreit þess
Qölda sem kemur og fer og skilur
ekkert eftir sig nema bautastein
með nafni sem enginn þekkir?
Svona er nú lífið ef maður vill
vera mjög heimspekilegur og
gleyma því hvar maður er staddur
í tilverunni. Hin lifandi stund er
stutt.
Máttarvöldin hafa úthlutað
mörgum góðærum um dagana, að
minnsta kosti til þeirra sem hafa
notið eldanna. Það hefur ekki skort
auðinn og ríkidæmið þegar hallirn-
ar voru reistar í Sevilla á miðöld-
unum og þau eru ekki dónaleg,
húsakynnin hjá Spánarkonungi,
þegar honum þóknast að heim-
sækja þegna sína i Andalúsíu. En
það er ekki víst að þrælarnir, sem
kveiktu eldana og strituðu í auð-
mýkt, hafi notið þeirra og góðæris-
ins sem kóngafólkið hossaði sér á.
Það er ekki víst að góðærið hafi
verið notað til að veita almúganum
aðgang að svignandi borðum alls-
nægtanna. Og enda þótt við Is-
lendingar séum blessunarlega laus-
ir við hirð og guðs útvalda höfð-
ingja þá kemur manni í hug sagan
um brauðið og molana. Þeir njóta
ekki alltaf eldanna sem fyrstir
kveikja þá.
Tekið við fagnaðarlátunum
Ekki skal kvartað undan góðær-
inu ef máttarvöldin sýna okkur þá
miskunn að muna eftir ckkur hér
uppi á Fróni.
Spumingin er hins vegar sú
hvernig við nýtum okkur byrinn.
Er ekki hættan sú að stjórnvöld
láti það gott heita, taki við fagnað-
arlátunum og þökkunum og láti
síðan allt sitja við það sama? Hver
kallar á breytingar eða boðar bylt-
ingar þegar fiskurinn veður í sjón-
um, arabarnir drepa sig í verðstríð-
inu og stjórnvöld bjóða til veislu-
halda?
Ekki slaka þeir á kverkatakinu,
flokkarnir sem baða sig í sviðsljósi
góðærisins, og ekki sleppa þeir
spón úr aski sínum, stjórnmála-
mennirnir sem vilja hafa vit fyrir
fólkinu. Og ekki verða þeir rústað-
ir, múramir sem samtryggingin
hefur reist um sig til verndar þeim
heilögu véum sem stjórnmála-
flokkarnir telja sig vera.
Hættan er sem sé sú að bjartsýn-
istalið um góðærið komi í veg fyrir
þá uppstokkun sem löngu er tíma-
bær í íslenskum þjóðmálum og allt
sitji við það sama. Flokkapólitíkin
haldi öllu í sínum heljargreipum.
Og svo koma kosningar og kjós-
endur flykkjast á kjörstaði til að
votta sínum gömlu flokkum þakk-
læti sitt fyrir góðærið, sem ara-
barnir bjuggu til, og vegsama mol-
ana sem hrukku af veisluborði
höfðingjanna. Ráðherrarnir halda
áfram að úthluta pólitískum bitl-
ingum, frambjóðendur upphefja
englasöng með gítarspili og sam-
eiginlega skáka þeir uppboðum og
útboðum á Kolbeinseyjum og Sig-
urförum til umbjóðenda sinna eftir
pólitískum þörfum og atkvæða-
magni. Og áfram munu tvær þjóðir
búa í landinu.
- Ellert B Schram