Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR1986
13
Byltinqin í lífi
Nastössju Kinski
Nastassja Kinski er um eitt
hundrað og sjötíu sentímetrar á
hæð, skinn hennar er svo mjúkt
að minnir á dún, sjávargræn augun
minna á eilífðina og hún er létt á
fæti eins og folald. Lif hennar hefur
einkennst af ástríðum og tilfinn-
ingahita en þó er hún aðeins tutt-
ugu og fjögurra ára gömul. Það er
að minnsta kosti álit margra en
vera má að þeim hafi eitthvað
skjátlast því að hún var aðeins 16
ára er hún fór að vera með Roman
Polanski og svo getur verið að
einhverjir ætli henni þá eiginleika
sem hún sýnir svo oft á hvíta tjald-
inu. Hún var unga töfrandi stúlkan
í Tess, kynþokkafulli sakleysing-
inn í The Cat People og tilfinninga-
ríka stúlkan í Paris, Texas. Þegar
hún var barn virtist hún oft fullorð-
insleg en nú minnir hún oft á barn.
Mikil breyting
Nú, á tuttugasta og fimmta ald-
ursárinu, virðist hafa orðið mikil
breyting á Nastössju Kinski. Hún
er orðin móðir, hún er gift, orðróm-
ur hefur gengið um skilnað sem nú
er þó sagt að ekki verði af, hún
hefur misst fóstur og gengur nú
með barn á nýjan leik. Jafnframt
hefur hún nýlega leikið í tveimur
kvikmyndum. í Harem lék hún á
móti Ben Kingsley og skömmu eftir
að töku þeirrar myndar lauk hóf
hún leik í Revolution (Bylting sem
nú er sýnd í Háskolabíói og kom á
markaðinn í þessum mánuði). Þar
leikur hún á móti A1 Pacino og
Donald Sutherland. Álagið í einka-
lífinu og á vinnustað hefur tekið
sinn toll því að hún er nú óvenju
grönn og þreytuleg; árið sem var
að líða var erfitt fyrir hana.
„Talaaldrei um
einkalíf mitt“
Ýmiss konar orðrómur hefur
gengið um Nastössju að undan-
förnu og það hefur orðið til þess
að auka nokkuð á vandamálin í
einkalífi hennar. „Ég tala hins
vegar aldrei um einkalíf mitt,“
segir hún með nokkrum sársauka,
„og get því ekki skilið hvaðan
blöðin fá allar þessar upplýsingar
sínar. Og það er einkennilegt að
þau gagnrýndu mig ekki fyrir að
eignast barn; aðeins fyrir að gifta
mig. Þó giftist ég föður barnsins.
Þetta særði mig.“ Svo þagnar hún
um stund og borðar dálítið af
matnum sem hún er með á diskin-
um fyrir framan sig. („Ég er að
reyna að fitna,“ segir hún í afsök-
unartón.) „Annars myndi það mig
engu skipta þótt það yrði aldrei
minnst á mig í neinu tímariti fram-
ar. Mig langar til þess að vinna og
til þess að hugsa um barnið mitt.
Til annars langar mig ekki.“
Eiginmaðurinn 37 ára
Þótt hún hafi aðeins gefið þessa
yfirlýsingu fyrir sjálfa sig, en ekki
fyrir mann sinn, þá er ljóst að hann
er henni nátengdur. Ibrahim Mo-
ussa hefur haft veruleg áhrif á líf
hennar og starf. Hann er 37 ára og
því 13 árum eldri en hún. Hann
hefur stundum verið sagður fulltrúi
gimsteinasala í Róm en stundum
egypskur kvikmyndagerðarmaður
og kvikmyndatökumaður. Lítið er
um hann vitað í raun og veru og
ef til vill er áreiðanlegustu heimild-
irnar um hann að finna i ævisögu
Romans Polanski. Polanski kom til
Los Angeles 1976. „Meðal þeirra
sem heimsóttu mig í Beverly Wils-
hiregistihúsið,“ segir hann, „var
Ibrahim Moussa, umboðsmaðurinn
sem ég hafði áður hitt í Róm. Hann
var nu fluttur til Los Angeles.
Hann sá myndir af Nastössju í
Vogue og vildi fá hana til þess að
leika í kvikmynd.“
Sent eftir Nastössju
Polanski og Moussa ákváðu að
standa í sameiningu straum af
kostnaðinum við að láta Nastössju
og móður hennar koma til Los
Angeles og að greiða kostnaðinn
af enskunámskeiði sem hún ætti
að fara á. Moussa gerði síðan
samning við hana um að leika í
ódýrri þýskri mynd sem færði
honum og Polanski það mikið í
aðra hönd að þeir fengu greiddan
allan kostnaðinn við Bandaríkja-
dvöl hennar. Síðan er ekki til þess
vitað að neitt samband hafi verið
á milli þeirra Nastössju og Moussa
fyrr en 1983 er þau fóru að vera
saman. Sonur þeirra, Alyosha,
fæddist svo 30. júní 1984.
Moussa er sagður
Nastössju erfiður
Þeir sem fylgst hafa með
Nastössju að starfi segja að Mo-
ussa reynist henni erfiður því hann
hafi truflandi áhrif á hána þegar
hún er að leika því hann vilji
stjórna henni. Erfitt er að segja
hvort rétt er að taka eins mikið
mark á þessum ummælum og sumir
vilja gera. Það er hins vegar ljóst
að Moussa hefur fáa vini eignast í
hópi vina, ættingja eða samstarfs-
manna Nastössju. Það er aftur á
móti ljóst að það kann a"ð vera
erfitt að vera kvæntur konu sem
er jafnung, fræg og sjálfstæð í
hugsun og hún. Þá eru þau úr ólík-
um jarðvegi sprottin og Nastassja
er lítt gefin fyrir hömlur. „Ég hef
lifað lífinu eins og mér hefur þótt
best,“ segir hún. „Fólk var vant að
segja við mömmu: „Er hún ekki að
verða allt of fullorðinsleg fyrir sinn
aldur?“ Ég var eins og ungur hest-
ur sem fær frelsið."
Hjónabandið ný reynsla
Fram til þessa hefur Nastassja
getað snúið baki við þeim karl-
mönnum sem komið hafa við sögu
í lífi hennar án þess að þurfa að
líta um öxl. Hjónabandiö er henni
því ný reynsla. „Ég var vön að
velta því fyrir mér hvers vegna ég
yrði aldrei vör við neinn sárs-
auka,“ segir hún. „Nú er þetta allt
breytt. Hjónabandið er svo ólíkt.
Það verður svo oft að semja um
hlutina og það er erfitt. En er ekki
allt, sem einhvers virði er, erfitt?“
spyr hún. „Svo er það auðvitað
barnið.“
Sonurinn gengur fyrir
„Sonur minn gengur fyrir,“ segir
Nastassja og það bregður fyrir
glampa í augum hennar. „Hann er
mér allt. Og það finnst manninum
mínum líka. „Hvað sem kemur
fyrir,“ segir hann, „þá má ekki
rjúfa fjölskylduböndin. Þau verða
alltaf að vera sterk.“ “ Það hefur
hins vegar ekki alltaf verið auðvelt
fyrir Nastössju að lifa í samræmi
við þessa skoðun. Þegar ættingjar
hennar og vinir fréttu að hún ætti
von á barni þá tók að rigna yfir
hana ráðleggingum um að eiga það
ekki. „Þegar ég gekk með það
sögðu flestir við mig að ég ætti
ekki að eiga það þvf að ég yrði
ekki hamingjusöm með það. Það
voru aðeins einn eða tveir vinir
sem sögðu: „Eigðu það.“ En mér
stóð á sama um hvað fólk sagði því
að ekkert fannst mér réttara en að
eiga barnið.“ Og í andliti Nastössju
gætir nú andúðarinnar sem ein-
kennir hana þegar henni líkar ekki
eitthvað enda er hún vön að fara
sínu fram.
Ætlaði í ársfrí, en...
Hún hafði ákveðið að taka sér frí
frá störfum fyrsta árið eftir barns-
burðinn. Hún fæst hins vegar ekki
til þess að segja frá því hvað það
var sem fékk hana til þess að skipta
um skoðun en það virðist þó aug-
ljóst að starfið hefur haft nokkra
þreytu í för með sér. „Við erum
með barnfóstru, sem er frá Ma-
rokkó, og barnið er hjá mér. Ég
myndi aldrei skilja son minn við
mig en þegar ég er að leika þá sé
ég hann bara á morgnana og kvöld-
in. Ég sakna hans hins vegar því
það er svo skemmtilegt að vera með
honum. Og þegar ég kem heim á
(Pacino), til þess að berjast fyrir
land sitt. Atburðarásin er flókin
og leiðir skiljast en svo hittast þau
aftur. Nastassja Kinsky og A1
Pacino eru óvenjulegt par á hvíta
tjaldinu og Warner-kvikmynda-
verið væntir mikils af myndinni.
í ólíku hlutverki
á móti Kingsley
Það er einnig búist við miklu af
myndinni Harem þar sem Nastas-
sja leikur á móti Ben Kingsley. Það
hlutverk hennar er gerólíkt því sgm
lýst var hér að framan því í þessari
mynd leikur hún verðbréfasala í
New York sem er rænt og flutt í
kvennabúr olíufursta. Margar og
ólíkar tilfinningar koma við sögu
í myndinni og þar kemur ljóst fram
munur ólíkra menninga.
kvöldin þá er mér sagt að hann
hafi verið að gera þetta eða hitt
og þá verð ég sár af því að ég vildi
hafa getað fylgst með því.“ Nastas-
sja er nú komin sjö mánuði á leið
og hefur tekið fasta ákvörðun um
að leika ekki í kvikmynd fyrr en
ár er liðið frá fæðingunni.
Listin nærirhana
Sumir segja að því fylgi eins
mikið álag fyrir Nastössju að vera
ekki við störf eins og að vera að
störfum því að listin næri hana.
Allt frá því að hún var 13 ára hefur
hún gert sér grein fyrir því hvers
virði listin er henni og það er skoð-
un hennar að án listar væri líf
hennar ekki fullkomið. Hún "talar
nú þannig gjarnan um það hve
örvandi henni fannst að starfa við
hlið Als Pacino í Revolution. „Mér
finnst hann alveg ótrúlegur og
hann er gefinn fyrir samræður.
Hann er ekki einn af þessum leik-
urum sem kemur bara til vinnu og
fer. Hann vill gjarnan ræða við-
fangsefnið svo að atriðin verði góð.
Hann fer sér hægt og íhugar hvert
atriði margsinnis. Svo leikur hann
það hvað eftir annað svo að loks
verður allt eins og það á að vera.
Við lögðum okkar eigin túlkun í
hlutverkin og loks varð þetta allt
mjög létt.“
Um hvaðfjallar
nýja myndin?
Revolution (Bylting) fjallar um
frelsisstríðið í Bandaríkjunum.
Nastassja leikur Daisy, uppreisn-
argjarna dóttur efnaðs kaupsýslu-
manns í New York sem tekur af-
stöðu með Bretum. Daisy vill taka
þátt í að móta nýtt þjóðlíf og hvetur
unga menn, þar á meðal Tom Dobb
„Ég hef svo margt fyrir stafni,"
segir Nastassja. „Ég veit ekki hvers
vegna. Það hefur eitthvað með fólk
að gera. Það lætur mig finna að
það þarfnist mín og það gerir mig
ánægða með sjálfa mig. Það lætur
mig finna að það vilji að ég veiti
því ánægju og það er einmitt það
sem mig langar til að gera. Svo fer
ég stundum að velta því fyrir mér
hvernig á því stendur að ég skuli
vera að leika með jafngóðum leik-
urum og Ben eða A1 Pacino. Hvers
vegna var ég valin til þess?“ Nast-
assja er ekki að sýna af sér falska
hlédrægni þegar hún segir þetta.
Hér örlar hins vegar á þeim efa-
semdum sem hún hefur um sjálfa
sig. Hún er harðasti gagnrýnandi
sjálfrar sín og sjálf segir hún: „Ég
ástunda mikið sjálfsskoðun og það
ágerist með aldrinum."
„Nastassja er afar óörugg með
sjálfa sig,“ segir Dudley Moore,
sem lék í Unfaithfully Yours með
henni, en myndin gekk ekki vel.
Nastassja tók því vel hugmynd
Pacino um að hún færi til kennara.
„Mig langar mjög mikið til þess
því það dregur úr álaginu. Þá getur
maður einnig séð sjálfan sig betur.
Ég veit að ég bý yfir hæfileikanum
til þess að verða mikil leikkona en
ég verð að finna hvatningu og
öðlast kraft til þess að njóta mín
og geri ég það ekki, sem kemur oft
fyrir, þá líður mér illa. Þá legg ég
líka of hart að mér. Það þreytir
mig svo of mikið og þá verð ég að
hvíla mig.“
Hefur starfað í
ellefu ár
Þótt Nastassja sé aðeins 24 ára á
hún þó að baki ellefu ára starfs-
feril. Þýski leikstjórinn Wim
Wenders uppgötvaði hana þegar
hún var að dansa í rokkklúbbi í
Munchen. Þótt faðir hennar, Klaus
Kinsky, sé leikari þá hafði hún
hugsað sér í bernsku að verða rit-
höfundur eða ljóðskáld eins og
móðir hennar, Brigitte. Foreldr-
arnir skildu hins vegar þegar hún
var ung og nú hittir hún föður sinn
aðeins af og til. Samband hennar
og móður hennar er þó mjög náið.
Hún var í kvöldverðarboði með
móður sinni er hún kynntist Ro-
man Polanski. Þá var hún aðeins
15 ára. „Hann var að taka myndir
fyrir Vogue og hað mig um að sitja
fyrir,“ segir Nastassja. Svo varð
hann elskhugi hennar og fræðari.
Hann gerði sér grein fyrir því að
hún bjó yfir leikhæfileikum og fékk
hlutverkið í Tess handa henni. Hún
var því farin að lifa lífi fullorðinna
er hún var táningur en nú vill hún
hægja svolítið á.
Lauk ekki námi
„Ég er ennþá með minnimáttar-
kennd af því að ég lauk ekki
námi,“ segir hún. „Ég hef að visu
lært margt í lífsins skóla og sumt
af því er meira virði en það sem
hægt er að læra i skóla en samt
finn ég til menntunarskortsins. Úr
því langar mig til að bæta.“ Þá
langar hana einnig til þess að
skrifa handrit og leikstýra. Hún er
þegar búin að skrifa eitt handrit
og vildi gjarnan leikstýra mynd-
inni. Væri hún ekki svona feimin
myndi hún biðja Jessicu Lange að
leika aðalhlutverkið. Hún dáir
Lange mjög mikið, bæði fyrir leik-
hæfileika hennar og hæfileikann
til þess að ala upp börn samhliða
kvikmyndaleiknum. Nastassja
verður döpur þegar hún hugsar til
þess að henni kunni ekki að takast
barnauppeldið eins vel.
Hætti við að leika
í London
Af því að Nastassja gengur nú
með annað barn hefur hún hætt
við að taka að sér hlutverk á sviði
í London í Seagull (Mávurinn). Þá
hefur einnig verið á kreiki orðróm-
ur um að hún hafi átt að leika
Ingrid Bergman í kvikmynd sem
gera á um ævi hennar. Én getur
hjónaband Nastössju, sem stendur
ekki allt of traustum fótum, staðið
af sér ágjöfina? Þolir hún til
lengdar að gagnrýna sig og jafnvel
kvelja á þann hátt sem hún gerir?
Þegar hún stendur yfir vöggu Aly-
oshas, dökkhærða drengsins síns,
segir hún: „Stundum finn ég til
ægilegrar sektartilfinningar af því
að mér finnst ég ætti að vera hjá
honum allan sólarhringinn en get
það ekki. Ég hef svo margt að gera
utan barnaherbergisins.“
Er hún sinn eiginn
örlagavaldur?
Er það Nastassja sjálf sem mestu
ræður um sína eigin hamingju?
Hún er vön því að hlýða tilfinning-
um sínum og þær eru sterkar. Geri
hún það ekki finnst henni hún vera
stefnulaus í lífmu. „Ég verð að
leggja mig fram eins og ég get við
það sem ég tek mér fyrir hendur,“
segir hún og það kemur við hjartað
■ í manni að heyra hana segja það.
„Þó get ég það ekki alltaf.“ Svo
lítur hún upp og segir: „Ég tók við
hlutverkinu í Revolution (Bylting)
af því að mér fannst að það gæti
hjálpað mér. Það svaraði til tilfinn-
inga minna. Ég vil gera byltingu
gegn því sem er rangt og óréttlátt
og gegn því sem erbara hálfvelgja.“
Þýð: ÁSG