Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Page 16
16
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan
Músíktilraunir Tónabæjar eru
nú orðnar árlegur viðburður.
I ár verður þessi hljómsveita-
keppni haldin í íjórða sinn og hefur
þegar verið ákveðið hvenær til-
raunakvöldin svokölluðu fara
fram. Þau eru þrjú talsins og verða
fimmtudagana 10., 17. og 24. apríl.
Áætlað er að 5-7 hljómsveitir
komi fram á hverju tilraunakvöldi.
Flytur hver þeirra fjögur frumsam-
in lög. Á þessum tilraunakvöldum
munu áheyrendur sjá um að gefa
hljómsveitunum stig eftir frammi-
stöðu. Tvær stigahæstu hljómsveit-
imar hvert kvöld komast svo í
úrslitakeppnina sem haldin verður
25. apríl.
Og til nokkurs er að vinna. Þær
hljómsveitir sem skipa þrjú efstu
sætin fá hver í sinn hlut 20 tíma í
hljóðveri. Sigurvegararnir komast
auk þess á samning hjá borginni
sem felur í sér tónleika til handa
viðkomandi sveit (líklega í tilefni
200 ára afmælis höfuðstaðarins).
Frami Dúkkulísanna mestur
Það er óþarft að fjölyrða um gildi
Músíktilrauna. Hér gefst ungum
hljómsveitum víðs vegar að af
landinu kostur á að koma fram
opinberlega. Slík tækifæri bjóðast
ekki oft. Fyrir utan gildi þess að
vera með er líka til mikils að vinna.
Þeim hljómsveitum, sem hafa
borið sigur úr býtum í Músíktil-
raunum, hefur vegnað misvel.
Dúkkulísumar frá Egilsstöðum,
sem sigruðu 1984, hafa án efa náð
ndirbúningur
úsíktilrauna hafínn
Þungarokkssveitin Gypsy sigraði í Músíktilraunum í fyrra.
mestum frama. Þær hafa þegar sent
frá sér eina plötu og önnur er
væntanleg með vorinu. Minna
hefur farið fyrir þungarokkssveit-
inni Gypsy sem sigraði í fyrra. Þeir
notuðu þó alltént hljóðverstímana
sem þeim féll í skaut. Þær upptökur
voru meðal annars leiknar í ungl-
ingaþætti í útvarpinu þó ekki
kæmust þær á plast.
Líka útvarpsstjörnur
Nokkur gróska er í tónlistarlífi
yngri kynslóðarinnar. Þess báru til
dæmis vitni tónleikarnir sem
haldnir voru í tengslum við listahá-
tíð unga fóksins.
En ekki er ráð nema í tíma sé
tekið og ekki seinna vænna fyrir
þær hljómsveitir sem ætla sér að
taka þátt í keppninni að fara að
huga að undirbúningi. Sem fyrr
munu aðstandendur Músíktil-
rauna reyna að gera hljómsveitum
af landsbyggðinni kleift að vera
með, til dæmis með því að taka
þátt í ferðakostnaði. Ætlast er til
að hljómsveitir tilkynni þátttöku í
Tónabæ í síma 35935. Allar nánari
upplýsingar eru veittar í því núm-
eri.
Ekki sakar svo að geta þess að
fyrirhugað er að útvarpa úrslita-
kvöldinu beint á Rás 2. Það ætti
að auka á hróður þeirra sem kom-
ast í úrslitakeppnina. Það er ekki
á hverjum degi sem hljómsveitum
gefst kostur á að spila fyrir alla
þjóðina.
-ÞJV
er liðinn “
— segir rokkarinn Bjartmar
Kótelettumorðinginn
- Hvað er á efnisskrénni hjá ykkur?
„Ég er með ný og gömul lög, af plötunum
mínum tveimur. Pétur tekur aftur á móti lög eins
og Seinna meir, Priving in the City, og Jenny
Darling. Síðan klykkjum við saman út með kóte-
lettumorðingjanum og Sumarliða."
- Hverjir spila undir hjá ykkur?
„Bæði í Sjallanum og Skansinum hafa hljóm-
sveitir húsanna spilað með okkur. Það hefur
reynstmjög vel.“
- En hvemig stendur annars á því að þið Pétur
fómð að syngja saman?
„Það er nú þannig að mér finnst ég alltaf hafa
þekkt Pétur. Hann hefur verið einn af mínum
uppáhaldspoppurum í gegnum tíðina.
„Hevrðu, er ekki í lagi að ég hringi í þig á
eftir. Eg er að baða dóttur mína eins og stendur."
Bjartmar Guðlaugsson er venjulegur maður,
allavega dagsdaglega, passar komunga dóttur
sína og sinnir hefðbundnum heimilisstörfum. En
það sem af er nýju ári hefur hann tileinkað
tónlistinni helgamar. Um þessa helgi eru Bjart-,
mar og Pétur Kristjánsson staddir á Akureyri, í
annað sinn á tveimur vikum.
„Þetta hefur gengið aldeilis ljómandi vel,“
útskýrir Bjartmar í símann eftir að hafa komið
dótturinni í ró. „Við Pétur komum fyrst saman
á nýárskvöld á Hótel Sögu og fengum glimrandi
viðtökur. Síðan höfum við komið fram í Ypsilon
(Kópavogi), Skansimun (Vestmannaeyjum), og
Sjallanum (Akureyri, hvar annars staðar) og alls
staðar verið vel tekið.“
Það varð úr að ég fékk hann til að syngja með
mér Stúdentshúfuna á síðustu plötu.
Síðan komum við aftur saman á nýárskvöldinu
á Sögu og ákváðum eftir gott gengi þar að halda
samstarfinu áfi'am."
Rokkið á uppleið
Og samstarfið mun vara lengur en fram yfir
þessa helgi. Bjartmar og Pétur fara jafhvel aftur
til Eyja og þeir hyggjast spila á fleiri stöðum á
næstunni.
Við spilum alls staðar þar sem fólk vill heyra
rock and roll. Rokkið er á uppleið núna. Það er
engin spuming. Tími þverslaufupoppsins er lið-
inn.“
Fleira er í bígerð. „Mig dreymir um að gera
12 tommu, fjögurra laga plötu,“ heldur Bjartmar
áfrarn. Ég er önnum kafinn núna við að vinna
nýtt efni og það er hugsanlegt að slík plata líti
dagsins ljós með vorinu. Ýmsar hugmyndir eru
uppi í tengslum við útgáfuna en of snemmt er
að reifa þær að svo stöddu. Eigum við bara ekki
að segja að þetta skýrist allt í fyllingu tímans."
Hvað sem síðar verður þá er það víst að Bjart-
mar (og auðvitað Pétur) verður í Sjallanum í
kvöld. Venjulegur maður á virkum dögum en um
helgar er það rokkið sem blívur.
-ÞJV