Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Side 23
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
23
HVAÐ
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
MIG
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
IV SEM PRESTUR”
ommi í Sprengisandi
itsínum, Breiðuhvammi í Hveragerði.
inn háum trjám. Fyrst mun hafa
verið byggt þarna sumarhús og
síðan prjónað við bústaðinn í
nokkrum áföngum með misjöfnu
árabili. í garðinum niðri við ána
er sundlaug.
„Ég var búinn að leita lengi að
húsi í Hveragerði og reyndar hætt-
ur að leita þegar ég datt niður á
þetta. Það eru rúm tvö ár síðan ég
keypti Breiðuhvamm,“ útskýrir
hann um leið og húsið er skoðað.
„Það er engu líkt að búa í Hvera-
gerði. Þetta er lítið þægilegt sam-
félag og mér finnst fólk sýna hvert
öðru hér mikla nærgætni."
Nýjungagjarn
og eirðarlaus
„Já, ég er bæði nýjungagjarn og
eirðarlaus,“ svarar Tommi. „Ég vil
takast á við hluti og set mér tak-
mörk. Ég held að fólk verði að
standa og falla með því sem það
gerir. Á meðan þú ert leitandi
þroskast þú en um leið og þú ert
orðinn viss um flest í kringum þig
og hættur að byggja upp ert þú á
niðurleið og grotnar."
Helga og Tommi unnu nánast dag
og nótt þegar fyrsta Tommastaðn-
um við Grensásveg var komið á
laggirnar. Nú eru þau komin í sama
farið aftur, að vinna myrkranna
milli.
„Ég hét því að gera þetta aldrei
aftur, “segir Helga um fyrsta tíma-
bilið þeirra „en tíminn á Grensás-
veginum var góður tími. Við sváf-
um sjaldnast nema fimm tíma á
sólarhring. Núna erum við komin
aftur í sama farið."
Þá gerðust á tíu mánuðum stórir
hlutir. Nú er aftur staðið í stórræð-
um á Sprengisandi. „Sprengisand-
ur er okkar annað heimili nú en
þegar þú ert að vinna að verki fyrir
sjálfan þig er þessi mikla vinna
skemmtileg," bætir Helga við fyrri
orð.
„Verkkvíði, jú, það kemur oft
fyrir mig. Það koma þær stundir
að mér finnst allt ómögulegt og
óframkvæmanlegt. En þá fer ég í
heitt bað og sofna á eftir. Næsta
dag get ég byrjað aftur,“segir
Tommi.
Átta ár í Versió
Þegar Tommi hafði selt alla sex
Tommastaðina fór hann til Amer-
íku.
„Ég fór í andlega og líkamlega
uppbyggingu. Ég var orðinn eins
og Coca Cola flaska í laginu. Svo
skoðaði ég hótelrekstur og pældi í
hlutum,“ segirhann.
„ Veistu, það tók mig átta ár að
klára fjóra bekki í Versló. Ég segi
þetta gjarnan til að stappa stálinu
í þá sem gengur illa í skóla. Þegar
út í lífið er komið er ekki spurning-
in efst um einkunnir og gáfur held-
ur viljann til að standa sig. Ég er
annars lærður kokkur, lærði á
Hótel Loftleiðum. Lærifeður mínir
höfðu litla trú á mér. Einn þeirra
sagði að ég gæti ekki soðið vatn
án þess að brenna það við. Annar
sagði að ég hefði fimmtán þumal-
fingur og þrjár vinstri hendur. En
ég lauk háskólaprófi á Flórída í
hótel- og veitingahúsarekstri. Þar
var ég í tæp þrjú ár.“
Afmælisferðin
Rúm fimm ár eru liðin síðan
Tommi fór'í meðferð á Sogni. Hann
átti fimm ára afmæli í fyrrasumar
sem óvirkur alkóhólisti. Til að
halda upp á daginn gekk hann frá
Sogni til Reykjavíkur.
„Ég komst í bæinn alveg að nið-
urlotum kominn, það varð að bera
mig út úr bílnum inn í líkamsrækt-
arstöð og í heitt bað,“segir hann
um þessa afmælisferð sina.
Verslunarskólagenginn kokkur,
veitingamaður í dag og langar í
lögfræði en vill enda ævina sem
prestur. Vill gera margt annað. Og
með framkvæmdaáætlun upp á
vasann nokkuð fram á næstu öld.
Þetta erTommi.
„Ég er alinn upp á lögmanns-
heimili, hjá afa mínum, Lárusi
Fjeldsted. Við áttum heima í Tjarn-
argötunni, húsinu sem nú er barna-
heimilið Tjarnarborg. Kannski
kemur áhuginn á lögfræðinni frá
afa. Mér líkar útsjónarsemin og
pælingarnar í lögfræðinni Ég fékk
undanþágu og byrjaði í lögfræði í
háskólanum hér. Ég held að það
hafi verið 1980. Já, ég var þar að
minnsta kosti í eina viku.“ Hann
horfir sposkur fram fyrir sig.
„Ég asnaðist til stjörnufræðings
úti í Ameríku og hann sagði mér
að bíða með það í fjögur ár að fara
í lögfræðina. Núna væri tíminn
fyrir mig til að sprikla, sagði hann.
Ég fer í lögfræðina síðar. Og guð-
fræðina.“
Pólitík
Árið 2021 verður Tornrni 72 ára.
Okkur vantar að vita hvað fleira
sé á 35 ára áætluninni.
„Veistu, þegar ég var á Flórída
átti ég ekki til hnifs og skeiðar og
varð að vinna með náminu. Um
tíma vann ég sem þjónn í rótgrón-
um klúbbi en gestirnir þar voru
flestir vellauðugir Bandaríkja-
menn. Einu sinni var þar fullorðin
norsk kona gestur, hún var þarna
með syni sínum. Þessi kona virkaði
mjög vel á mig. Hún varð mikill
aðdáandi minn og vildi vita margt
um ísland. Þegar hún kvaddi mig
með innilegu handabandi sagði
hún: „Þú átt eftir að verða forsæt-
isráðherra á Islandi. Ég varð hálf
vandræðalegur en ég trúði henni
þá. Og ég trúi henni enn. Þarna
ertu komin með svarið. Ég ætla í
pólitík."
DV-myndir: Kristján Ari Einarsson
<
.VERÐA.........LOGFRÆÐINGUR”