Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
25
Þarsem Allah
gleymdi olíunni
Ég leit við í Tanger í Marokkó um
daginn og rakst þar á íslenskan
mann á götu. Hann sagði mér að
hassið væri ódýrara þarna en víð-
ast hvar annars staðar og menn
frekar afslappaðir gagnvart hassr-
eykingum. Hann var búinn að vera
þarna í hálft ár og var ekki á heim-
leið.
Það er kannski tímanna tákna
að menn eru hættir að fara til
Nepal og Indlands til að leita að
sannleika og ódýru hassi. Nú fara
menn til Marokkó þar sem engum
dettur í hug að nokkurn sannleika
sé að finna en nóg er af hassi.
Marokkómönnum er vel ljóst eftir
hverju norðanmenn eru að slægjast
í Tanger. Manni er boðið hass þar
á hverju horni en allnokkrar til-
raunir mínar til þess að komast inn
í moskur enduðu með undrun og
skapvonsku heimaríkra trúmanna
en engri innsýn í sannleika Mú-
hameðs.
Alltfalt
Auk hassins eru allar venjulegar
ferðamannavörur þriðja heimsins
falar í þessari borg, minjagripir,
fatnaður og konur. Einn maður
byrjaði á því að bjóða mér kaffi og
síðar te þegar kaffiboði var hafnað.
Því var einnig fálega tekið og þá
bauð maðurinn hass og leðurvörur
en ég kvaðst ekki í verslunarhug-
leiðingum. Maðurinn kvað það
bærilega í lagi en spurði hvort ég
vildi ekki konu. Ég setti upp lúter-
skan rétttrúnaðarsvip við þessu
boði en maðurinn afsakaði sig þá
fyrir misskilninginn og spurði
hvort ég vildi þá ekki eitthvað
annað en í sömu veru. Þegar því
var þunglega tekið var spurt hvort
ég vildi alls ekki kaffi eða te eða
hass.
Svo eru menn að karpa um opn-
unartíma sölubúða á íslandi og
hvort sjoppur megi selja þetta eða
hitt. Þetta er miklu frjálsara þarna
suður frá. Eiginlega paradís neyt-
andans, samkeppni, þjónusta og
vöruval.
Marokkó miðjulaus
Konungurinn þarna, Hassan, er
líka frjálslyndur maður um margt
en allstrangur um annað. Hann
segir landið ekki einungis vin
Vesturlanda heldur beinlínis hluta
af Evrópu. Hann hefur gert ítrek-
aðar tilraunir til þess að fá inn-
göngu i Efnahagsbandalag Evrópu.
Þegar ég var þarna um daginn var
þessi skilningur kóngsins á landa-
fræði, stjórnmálum og menningu
ítrekaður í blaði og því haldið fram
að Marokkó ætti að vera hluti af
þremur heimum, Evrópu, Afríku
og arabaheiminum.
Hassan kóngur lætur sér ekki
þessa þrjá heima nægja, því hann
er að eigin sögn trúarlegur leiðtogi
þjóðar sinnar og með merkilegri
spámönnum á seinni tíð.
Þetta og ýmislegt fleira bæði við
Hassan og Marokkó þykir frekar
Jón Ormur
Halldórsson
skrifar frá Haag
óevrópskt í höfuðborgum Efna-
hagsbandalagsins.
Fyrir kónginn og menn hans
snýst þetta hins vegar ekki um
skyldleika í menningu, lýðræði eða
eitthvað úr þeirri áttinni heldur
um stórfelld efnahagsleg vandræði,
sem munu versna með inngöngu
Spánar og Portúgals í Efnahags-
bandalag Evrópu. Marokkó er
eina landið meðfram strönd Norð-
ur-Afríku þar sem Allah kom ekki
fyrir olíu undir sandinum. Menn
erfa þetta ekki við Allah og virðist
moskuræknir í besta lagi og til-
búnir að verja guðshús sín fyrir
heiðingjum að norðan. Þetta veld-
ur hins vegar almennum vandræð-
um í landinu og fátækt, sem er
svona álíka og það sem skást gerist
sunnar í álfunni en mun verri en
annað við Miðjarðarhaf, þó að
Egyptalandi kannski slepptu.
Egyptar eru heldur skár settir en
ekki munar miklu og útlitið til
lengri tímá þar sennilega raunar
enn verra.
Marokkómenn hafa selt mikið af
ávöxtum til Efhahagsbandalagsins
en með inngöngu Spánar í banda-
lagið um síðustu áramót versnar
aðstaða til þeirrar verslunar.
Dýrt stríð
Það sem þó er dýrara og daprara
fyrir landsmenn er það stríð sem
þeir hafa að forsögn kóngsins kosið
að heyja um það land sem áður hét
Spánska Sahara og þeir innlimuðu
þegar Franco dó en lítt reyndur
kóngur kom í staðinn. I þetta stríð
fer ógrynni fjár sem að hluta kemur
raunar frá vestrænum ríkjum.
Fyrir Marokkómenn er þetta hins
vegar spurning um þjóðarstolt og
fyrir svoleiðis hluti eru menn oft
tilbúnir að svelta fátækari hluta
þjóða sinna.
Það sést vel á milli Spánar og
Marokkó. Það virðist ekki lengra
á milli en úr vesturbænum upp á
Akranes. Þegar farið er á milli má
svo sjá merki Evrópusögunnar,
Gíbraltar undir breskum fána.
Þessir fáeinu kílómetrar af sjó
skilja hins vegar tvo heima. Það
eru víða glögg skil milli þjóða en
óvíða gleggri í þessum heimshluta.
Marokkó er ekki hluti af Evrópu
í neinum skilningi, hvað sem kóng-
inum finnst. Landið er hluti af
þriðja heiminum og er sá hluti hans
sem næst liggur Vestur-Evrópu. Þó
ástandið þarna sé skárra en víða
um heiminn má strax kenna það
sem skilur þriðja heiminn frá hin-
um tveim.
Götulíf í Tanger; þar falbjóða menn margt sem ekki fæst á frjálsum markaði annars staðar.
Vinnandi menn!
Á rútustöðinni í Tanger vinna
átta manns við að koma fólki inn
í eina rútu. Þrír öskra á fólk og
hóta vondum málum ef menn hypja
sig ekki inn í rútuna sem síðan
bíður tímunum saman eftir fleiri
farþegum. Hinir fimm skiptast á
við að opna og loka liurðum eða
gefa skipanir um framkvæmd
slíkra verka. Þeir eru þó öllu fleiri,
ungu mennirnir í blóma lífsins, sem
hanga i kring og horfa á þessa
vinnandi menn. Og enn fleiri bíða
til sveita eftir að komast í borgirn-
ar. Efnahagskerfið er hins vegar
ekki sniðið að því þarna frekar en
annars staðar að veita mönnum
vinnu. Þetta er tímasprengjan sem
tifar um þriðja heiminn allan. Og
kannski í Evrópu líka, þar sem
áttundi hver maður er nú atvinnu-
laus.
Það er hins vegar vel hægt að
koma til Marokkó án þess að sjá
þriðja heiminn. Það er búið að
byggja þarna ósköpin öll af hótel-
um fyrir túrista og þar er meginá-
'hersla lögð á að menn hafi ekki
grun um hvar í veröldinni þeir eru
staddir. Sú formúla hefur reynst
vel annars staðar. Fyrir þá sem eru
þreyttir á gömlu ströndunum sín-
um er þó boðið upp á þægilega
skammta af meintri menningu
landsins, sem auðvitað á ekkert
skylt við lífið í landinu.
fTFffT^fTi
vandaðaðar vörur
Hleðslutæki
6,12 og 24 volta.
Margargerðir.
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 681722 og 38125
vandaðaðar vörur
Verkfæra-
kassar
Fyrirliggandi
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 681722 og 38125
♦
■ ■
Oryggið
í ÖNDVEGI
MEÐ PHILIPS BÍLPERUM
Á bensínstöövum Shell
fást ódýrar og endingargóð-
ar Philips bílperur í öll Ijós
bifreiðarinnar.
Skeljungur h.f.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655