Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 38
38 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Handknattleikur unqlinqa Handknattleikur unglinga Týrsarar bæta stöðu sína í 2. flokki í A-riðli 2. flokks karla bættu Týrsarar frá Vestmannaeyjum nokkuð stöðu sína frá því í síð- ustu umferð. Fóru þeir beint úr 3. sæti í það fyrsta og unnu alla leiki sína í 2. umferð. I leik um efsta sætið sigruðu þeir félaga sína úr Þór með 11 mörkum gegn 10. Njarðvík, sem var í 2. sæti fyrir þessa umferð, féll í það þriðja enda töpuðu þeir með 7 marka mun gegn Tý og með 5 mörkum gegn Þór. ÍBK og Haukar eiga tæpast eftir að blanda sér í toppbaráttuna en geta hæglega ákveðið hvaða lið fara í úrslit með því að taka stig af hinum liðunum þremur. 2. flokkur karla, A-riðill. Úrslitleikja: UMFN-fBK 26 17 UMFN-Týr Ve. 16-23 UMFN Þór Ve. 13-18 UMFN Haukar 17 13 IBK-Týr 14-17 ÍBK-Þór 9-12 ÍBK-Haukar 32-22 Týr Þór 11 10 Týr-Haukar 33-21 Þór-Haukar 21-13 Staðan eftir 2. umferð: Týr 4 84- 61 4 0 0 8 Þór 4 61- 46 3 0 1 6 UMFN 4 72- 71 2 0 2 4 ÍBK 4 72- 77 1 0 3 2 Haukar 4 69-103 0 0 4 0 Náðum ekkí nægilega vel saman sagði Stefán Steinsen í Vfldngi Við vorum lélegir þessa helgi. Við náðum einfaldlega ekki nægilega vel saman. Menn vildu reyna of mikið og við það kom óánægja í leikmenn og allt fór að ganga á afturfótunum. Við rifumst of mikið í dómurum og vorum reknir út af. Það kann ekki góðri lukku að stýra, sagði Stefán Steinsen úr 2. flokki Víkings. Við töpuðum gegn HK, liði sem við eigum að vinna. Við skutum ekki rétt á markvörðinn og töpuðum með 3 mörkum. Ég hef samt þá trú að við komumst í úrslit. Annað kemur ekki til greina. Við-ætlum að taka ÍR-ingana í síð- ustu umferðinni. - Nú tekur þú þátt í undirbúningi 18 ára landsliðsins fyrir Norður- landamótið í apríl. Hvemig finnst þér undirbúningurinn vera? Mér finnst hann ekki nægilega mikill enn sem komið er. Eg tók þátt í undirbúningnum í fyrra og á svip- uðum tíma og nú fannst mér vera kominn meiri heildarsvipur yfir þetta. Menn eru enn að sýna sig fyrir þjálfaranum og sanna getu sína. Þannig eru menn ef til vill meira stressaðir nú en í fyrra. Það sem er breytt frá því í fyrra er að lykilmenn eru meiddir, en án þeirra er erfitt að æfa eins markvisst. En ég vona að leikmenn fari að ná meira saman og fari að kynnast betur. Ég er mjög hrifinn af Geir sem þjálfara, hann er sífellt að kenna manni eitthvað nýtt og æfingamar erufjölbreyttarogskemmtilegar. Sumir þjálfarar eru alltaf með það sama og það verður tilbreytingarlít- ið. - Að lokum? Ég vona að okkur komi til með að ganga vel á mótinu í Danmörku. Höfum æft ^ handbolta í 2 ár Staðan samtals eftir 1. og 2. umferð. Týr 8 165-130 6 1 1 13 Þór 8 143-111 6 0 2 12 UMFN 8 148-135 5 0 3 10 ÍBK 8 157 157 2 1 5 5 Haukar 8 132-212 0 0 8 0 KRog Framí öðrusæti í 4. flokki kvenna 4. flokkur kvenna, C-riðill. Úrslit leikja: Reynir-Fram 1-8 Víkingur-HK 3- 3 KR-UBK 3- 0 Reynir-HK 1- 2 Fram-KR 4- 5 UBK-Víkingur 2- 6 HK-Fram 2- 7 Víkingur- KR 4- 5 Reynir-UBK 2- 4 Fram-Víkingur 5- 5 UBK-Fram 2-10 Reynir-KR 5- 9 UBK-HK 7- 1 Reynir-Víkingur 3- 5 HK-KR 2-11 Staðan eftir 2. umferð: KR 5 33-15 5 0 0 10 Fram 5 34-15 3 1 1 7 Víkingur 5 23-22 2 2 1 6 UBK 5 15-28 2 0 3 4 HK 5 10-29 113 3 Reynir 5 12-28 0 0 5 0 Staðan samtals eftir 1. og 2. umferð: KR 10 70-30 9 0 1 18 Fram 10 63-32 7 1 2 15 Víkingur 11 46-42 4 3 3 11 UBK 10 29-56 3 1 6 7 HK 10 20-58 2 1 7 5 Reynir 10 33-63 2 0 8 4 - segja þær Áslaug Pálsdóttir og Ólöf Linda Sverrisdóttir úr 4. flokki Fylkis Áslaug Pálsdóttir og Ólöf Linda Sverrisdóttir eru leikmenn í 4. flokki Fylkis. Fylkisstelpurnar halda uppi merki félagsins og eiga mikla mögu- leika á að komast í úrslit en þær eru nú í 2. sæti í sínum riðli á eftir Gróttu. Við tókum þær tali og spurðum þær hve lengi þær hefðu æft handbolta? Við höfum æft í 2 ár, sögðu þær Áslaug og Ólöf Linda. Okkur finnst alveg frábært að spila handbolta. Við erum báðar í jassballett en Ólöf er einnig í fótbolta og ég er í dansi, sagði Áslaug, þannig að áhugamálin eru mörg. Þær sögðu að á æfingum væri mest um þrekæfingar og armbeygjur og væri mætingin góð og mórallinn ágætur. Takmark þeirra Fylkis- stelpnanna í vetur væri að komast í úrslit og síðan að ná íslandsmeist- aratitli, sögðu þær Ólöf og Áslaug að lokum. UMSJÓN: GAUTI GRÉTARSSON Stjaman yfirburðalið Stjarnan úr Garðabæ sigraði and- stæðinga sína nokku létt í C-riðli 2. flokks. Undir stjórn þjálfara síns, Brynjars Kvaran, sigruðu þeir Gróttu með 5 mörkum, UBK með 12 mörkum, Ármann með 12 mörkum og Val með 18 mörkum. Virðist sem þeir hafi æft vel frá því í síðustu umferð því framfarir liðsins eru tölu- verðar. Hin liðin hafa staðið nokkuð í stað ef undan er skilið lið UBK sem sýndi mikinn baráttuvilja en þeir höfðu bara ekki nægilegt úthald í langa leiki. Lið Gróttu var hálfvæng- brotið enda margir lykilmanna liðs- ins meiddir, meðal annars Árni Frið- leifsson. Valsmenn eru öruggir með að komast í úrslit en þeir sigruðu Gróttumenn með talsverðum yfir- burðum í leik um annað sætið. Unnu þeir leikinn með 12 marka mun. Sjá mátti að Gróttuliðið mátti ekki við miklu því er staðan í leiknum var 8-7 fyrir Gróttu meiddist Halldór Ingólfsson og við það hrundi leikur liðsins og skoruðu Valsmenn 18 mörk gegn 5 það sem eftir var leiks- ins og sigruðu, 25-13. 2. flokkur karla, C-riðill. Úrslit leikja: Valur-Ármann 22-21 Valur-Grótta 25-13 Valur-UBK 30-24 Valur-Stjaman 13-31 Ármann-UBK 32-21 Ármann-Grótta 21-24 Ármann-Stjaman 17-29 UBK-Grótta 20-28 UBK-Stjaman 19-31 Grótta-Stjaman 22-27 Staðan eftir 2. umferð: Stjaman 4 118- 71 4 0 0 8 Valur 4 90- 89 3 0 1 6 Grótta 4 87- 93 2 0 2 4 Ármann 4 91- 96 1 0 3 2 UBK 4 84-121 0 0 4 0 Staðan samtals eftir 1. og 2 umferð: Stjaman 8 215-138 8 0 0 16 Valur 8 176-170 5 1 2 11 Grótta 8 161-164 3 1 4 7 Ármann 8 160-184 2 0 6 4 UBK 8 151-207 0 2 6 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.