Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 44
 Haflr þú ábendÍDgn eða vitn- eskju nm frétt - hringdn þá í sima 687858. Fyxir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónnr. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónnr. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við töknm við fréttaskotum allaw sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986 jt* Bifreiðin var á leið norður Löngu- hliðina þegar maðurinn varð fyrir henni. DV-mynd S. Hlaut þungt höðuðhögg Fullorðinn maður hlaut höfuð- áverka þegar hann varð fyrir biíreið á mótum Lönguhlíðar og Drápuhlíð- ar síðdegis í gær. Var maðurinn á leið austur yfir Lönguhlíðina og átti skammt eftir að gangstéttinni aust- anmegin þegar bifreið á leið norður götuna ók á hann. Skall höfuð mannsins á gluggakant og framrúðu bifreiðarinnar. Maður- inn var fluttur þungt haldinn á Slysadeild. Hann var þó með meðvit- und en ekki er vitað hvers’i alvarleg meiðsli hans reyndust. -GK Stórsmygl á amfetamíni: Tveirmenní gæsluvaröhaldi Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur lagt hald á 500 grömm af amfetamíni. Er það næststærsta sending amfet- amíns sem lögreglan hefur komið höndum yfir. Tveir menn um þrítugt hafa verið úrskurðaðir i 30 daga gæsluvarðhald vegna málsins. Auk þess hefur lög- reglan handtekið konu annars mannsins og krafist gæsluvarðhalds yfir henni. Allt hefur þetta fólk komið við sögu hjá fíkniefnadeild- inni áður. Mennirnir komu heim frá Hollandi í lok- janúar. Er talið að þeir hafi fest kaup á eitrinu þar og sent það heim eftir öðrum leiðum en þeir komu sjálfir. Ekki er vitað hve stór upphaflega sendingin var því grunur leikur á að eitthvað hafi þegar verið selt. Fleiri hafa verið yfirheyrðir vegna málsins án þess að ástæða þætti til að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim. Á síðasta ári lagði lögreglan í allt hald á 970 grömm amfetamíns. Er þetta því með umfangsmeiri eitur- lyfjamálum sem upp hafa komið síð- ustu misseri. GK T RAUSTIR MENN 25050 senDiBiutsTöom LOKI ÆHI maöur gell fenglð rauð- vín með matnum ð Hafnar- fjarðarhaugunum? Jóhannes Nordal seðlabankastjóri vill reglur um útlán viðskiptabankanna: Lánaþak með lyfti- búnaði „Ég er fylgjandi því að settar verði reglur um hámark lána til einstakra fyrirtækja sem taki mið af eigin fé viðkomandi lánastofnana. Slíkt þak má þó ekki vera óhagganlegt og þá kemur til greina að við taki sérstök meðferð mála og nánara eftirlit með rekstri viðkomandi fyrirtækja,“ segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Síðustu daga hefur mikið verið rætt um þessi mál. Ástæðan er svar Matthíasar Bjarnasonar viðskipta- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi. Þar kom fram að í ríkisbönkunum hafa ein- stök fyrirtæki fengið gríðarlega mikla fyrirgreiðslu. Dæmi eru um tvö fyrirtæki sem hvort um sig fengu meira en nam öllu eigin fé Útvegs- bankans. í umræðunni hefur Þórður Ólafs- son, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans, látið það álit í ljós að æskilegt væri að setja skorður við lánum hverrar lánastofnunar til eins aðila. Hann telur hámarkið eiga að vera 35% af eigin fé lánastofnunar- innar. Jóhannes Nordal segir að menn hafi ekki treyst sér til þess að setja slíkt þak i ný viðskiptabanka- lög. „Þetta var mikið rætt,“ segir Jó- hannes, „en málið er afar vanda- samt. Hér eru stærstu fyrirtæki hlut- fallslega mjög stór og bankarnir aft- ur á móti veikir. Ef miða á við að lánastofnun láni sama aðila að tilte- knu marki kemur margt til álita. Ef þakið er of hátt er lítið gagn að því. Ef það er of lágt hljóta ýmsir aðilar að hrekjast til útlanda eftir lánsfé. Þess vegna verður að finna reglur sem feli í sér lánaþak sem gildi al- mennt í þessum viðskiptum en sé jafnframt sveigjanlegt vegna okkar sérstöku aðstæðna. Þá getur komið til þetta sérstaka eftirlit sem ég minntist á fyrr,“ segir seðlabanka- stjórinn. Hann telur að sameining banka dugi skammt í þessu efni, þótt hún styrki bankakerfið að ýmsu öðru leyti. -HERB Árekstur við Hólmsá: Skullu saman á brúnni Flytja varð tvo ökumenn á slysa- deild eftir harðan árekstur á brúnni yfir Hólmsá eftir hádegið í gær. Áreksturinn varð við fi-amúrakstur á brúnni. Rákust bifreiðarnar saman og köstuðust síðan út í handriðin sitt hvorum megin. Mikil ísing var á veginum og akst- ursskilyrði slæm. Báðar bifreiðamar eru stórskemmdar. Farþegar voru engir í bifreiðunum en ökumennimir hlutu beinbrot án þess þó að meiðsli þeirra gætu talist alvarleg. - GK Matarbakkar í sorpgeymslu hartdeilt í Hafnarfirði „Ég lít ekki á þetta sem mistök. Mér vom fengnir lyklar að sorp- geymslu en ekki matargeymslu. Svo ætla þeir að láta mig borga 75.000 krónur,“ sagði Kristinn Magnússon verktaki sem sér um sorphreinsun fyrir Hafiifirðinga. Honum varð það á að henda 46 sérhönnuðum matarbökkum sem geymdir vom í sorpgeymslu versl- unar Kaupfélags Hafnarfjarðar við Miðvangþaríbæ. Eigandi matarbakkanna var veit- ingahúsið Gaflinn og er tjónið tilfinnanlegt þar sem hver bakki er metinn á 1500 krónur. Kaup- félagið við Miðvang kaupir mat handa starfefólki sínu frá Gaflinum á fóstudögiun þegar unnið er langt frameftir kvöldi. Tómum bökkun- um er síðan staflað upp í sorp- geymslu kaupfélagsins og sóttir af sendibílstjóra á vegum veitnga- hússins. Sá greip hins vegar i tómt síðastliðinn laugardag; sorpbíllinn hafði farið þar hjá á undan. „Þeir geyma beinaúrgang, pappakassa og úrgang úr Köku- bankanum þama í sorpgeymslunni. Hvemig átti ég að búast við matar- bökkum á slíkum stað,“ sagði Kristinn Magnússon sorphreins- unarstjóri. „Þessir kumpánar létu mig gefa skýrslu hjá Almennum tryggingum og ef þær vilja ekki borga þá ætla þeir að skella öllu á mig.“ Að sögn Jóns Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Gaflsins, er slæmt að tapa svo mörgum matarbökkum á einu bretti. Verslunarstjóri kaup- félagsins við Miðvang kannaðist hins vegar ekki við neina matar- bakka - hvað þá að þeir hefðu endað á sorphaugunum í Hafnar- firði. -EIR Sigurfari seldur til Akraness: Sjóðurínn tapar hundrað milljónum Stjóm Fiskveiðasjóðs samþykkti einróma á fundi í gær að selja togarann Sigurfara II SH-105 til Haraldar Böðvarssonar & Co á Akranesi. Skipið var áður gert út frá Gmndarfirði. Kaupverðið er 187,5 milljónir króna. Útborgun, sem er 25 pró- sent, greiðist á þessu og næsta ári. 75 prósent verðsins, 140 milljónir - króna, em lánuð til 18 ára. Sigurfari II var sleginn Fisk- veiðasjóði 24. september fyrir 187 milljónir króna. Sjóðurinn átti þá 289 milljóna króna kröfu í skipið. Krafan var sem sagt meira en 100 milljónum króna hærri en sölu- verðið nú. —sjánánarábls.5 Á fundi Fiskveiðasjóðs í gær var lítillega rætt um sölu togarans Sölva Bjamasonar. „Það mál er enn á viðræðustigi við Útgerðarfé- lag Bílddælinga," sagði Svavar Ármannsson aðstoðarforstjóri. Sagði hann að ýmis atriði væm enn óskýrð en bjóst við að ljóst yrði í næstu viku hvemig málið færi. -KMU Krlstinn Magnússon á sorphaugunum i Hafnarfirði: - Hvar eru matarbakkarnir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.