Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. 9 Útlönd Útlönd Smygluðu 200 grömmum af heróíni í plasthylkjum Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Eftir fjölda salernisheimsókna hjá fíkniefnalögreglunni í Kaupmanna- höfn hafa tveir enskir. herramenn verið sakaðir um að smygla að minnsta kosti tvö hundruð grömm- um af heróíni til landsins. Höfðu þeir gleypt fjölda smáhylkja úr sýru- heldu plasti svo ekki væri hætta á að eitrið kæmist út í meltingarveg- inn. Englendingarnir vöktu athygli fíkniefnalögreglunnar þar sem þeir sáust spóka sig í Istedgade og ná- grenni. Voru þeir í jakkafötum og með bindi og reyndu að kaupa svo- kölluð fixtæki af eiturlyfjaþrælunum þar. Þar sem þeir pössuðu engan veginn inn í götumyndina voru þeir eltir að hótelinu sem þeir bjuggu á. Stormaði lögreglan síðan inn í her- bergi þeirra og við leit fundust .tvö plasthylki sem bersýnilega höfðu átt leið um endaþarma. Auk þess fannst gjaldeyrir að verðmæti fimm hundr- uð þúsund íslenskra króna. .Eftir yfirheyrslurnar voru Eng- léndingarnir röntgenmyndaðir og kom þá í ljós að þeir höfðu íjölda hylkja innanborðs. Urðu þeir að tæma sig á sjúkradeild Vestrefang- elsisins og við það litu tvö hundruð grömm af heróíni dagsins ljós. Að sögn dönsku fíkniefnalögregl- unnar gerist það æ oftar að eiturlyfj- um sé smyglað með þessum hætti Eitt hylkjanna úr maga Eng- lendinganna. þrátt fyrir hættuna á skjótum dauða ef eitthvert hylkið brestur. Fara smyglararnir oftast á salernið í flugvélunum rétt fyrir lendingu og gleypa hylkin. Þannig stytta þeir tímann sem hylkin eru í meltingar- veginum. Englendingarnir tveir komu frá lndlandi með viðkomu í Moskvu. KurtWaldheím SAKAÐUR UM TENGSLVIÐ NASISTA- FLOKKINN Kurt Waldheim, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur verið sakaður um að hafa verið félagi í stormsveitum nasista á stríðsárun- um. Waldheim hefur harðlega neitað þessum ásökunum. Tímaritið Profil í Vín, scm birti þessar ásakanir á Waldheim, segist hafa undir höndum gögn sem sýni að hann hafi gengið í stormsveitirnar og stúdentasamtök nasista eftir að Hitler innlimaði Austurríki í Þýska- land árið 1938. Hinn sextíu og sjö ára gamli Kurt Waldheim, sem er í framboði til for- seta í Austurríki í kosningunum sem fram fara 4. maí, hefur gefið út yfir- lýsingu þar sem segir að hann hafi aldrei verið félagi í nasistaflokknum né nokkrum samtökum tengdum honum. Segir Waldheim að á náms- árum sínum á fjórða áratugnum hafi hann stundum riðið út með fólki sem kunni að hafa verið meðlimir í stormsveitunum og að einhverjir gætu þess vegna hafa ályktað að hann væri það einnig. En þetta var eingöngu íþróttaiðkun án nokkurra pólitískra tengsla, segir í yfirlýsingu Waldheims. Mótframbjóðendur Waldheims í forsetakosningunum segjast ekki ætla að gera þetta að kosningamáli. En jafnframt var sagt ljóst að Wald- heim yrði litinn öðrum augum kæmi í Ijós að hann hefði leynt fortíð sinni í áratugi. Þáttaskil Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til fund- ar um nýgerða kjarasamninga og horfur í efnahagsmálum í sjálfstæðishúsinu Valhöll fimmtudaginn 6. mars nk. kl. 20.30. Frum- mælandi verður Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna. Vörður, Hvöt, Heimdallur, Óðinn. <— Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta farrými —^ VSSSSJYJWW, •yjrsj'ss - ‘srjyj’sj’ssrj'j wsssjwj'J_ Kanaríeyjav -ódýrar páskaferðir Orugg sólskinsparadís - Brottför 18. mars, 2 eða 3 vikur TENERIFE Verð frá kr. 29.980 - fögur sólskinsparadís. íbúðir og hótel á ensku ströndinni eða í Puerto Del Cruz. GRANKANARÍ íbúðir og hótel á ensku ströndinni og Las Palmas. íslenskir fararstjórar á báðum stöðum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Sumaráætlunin komin: FLUGFEROIR =SGLHRFLUG Vesturgötu 17. Simar 10661, 15331 og 22100. ■$3|Í ■ - - —«3 ;■ ■ A ' Mallorka, Costa Brava, Malta, Costa del Sol o.fl. Kynnið ykkur okkar verð skih íun og handnð 1000 möguleikar í uppröðun Sérhönnuð fyrir hvern við- skiptavin og henta þvi við flestar aðstæður. Við komum, mælum og gerum verðtilboð. - Hringið í sima 84630 eða 28600. Sendum myndalista Landsþjónusta. Fmi BYGGlNGAVOBPBl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.