Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál - segir Ossur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans - Er það ekki áfall fyrir þig að verða fyrir þessari hörðu gagnrýni frá Dagsbrúnarmönnum með Guð- mund J. í broddi fylkingar? As- mundur Stefánsson, forseti ASI, hefur einnig tekið undir þessa gagnrýni. „Alls ekki. Þetta er óréttmæt gagnrýni. Og þar að auki eðlismun- ur á gagnrýni Ásmundar og gagn- rýni Guðmundar. Guðmundur J. gagnrýnir fréttaskrif blaðsins, sem er enginn fótur fyrir að eitthvað sé að. Ásmundur gagnrýnir hins vegar ritstjórnarskrif blaðsins og það er allt annað.“ - Kemur þér þessi gagnrýni á óvart? „Eftir að hafa verið nokkur ár í Alþýðubandalaginu kemur mér ekkert á óvart.“ Óttast þú ekki að þú hafir nú glatað tiltrú verkalýðshreyfingar- innar? „I sögu Þjóðviljans hefur alltaf verið nokkuð stirt samband á milli verkalýðsforystu og Þjóðviljans. Það kann að vera dapurleg stað- reynd en það er samt satt. Þegar 'ég kom inn sem ritstjóri voru ekki beinlínis heitar ástir með Þjóðvilj- anum og verkalýðsforystunni eftir samningana 1984 sem Þjóðviljinn snerist mjög harkalega gegn. Þessi gagnrýni kemur mér því ekki á óvart og ég sef enn vel á nóttunni." Reyndu verkalýðsforingjarnir að stoppa skrif þín meðan á samn- ingum stóð? „Ekki svo ég yrði verulega var við.“ - En samt eitthvað? „Nei, ég held að það sé hægt að segja að þeir hafi ekki reynt það. Þeir eru hættir svoleiðis." - Það var samt reynt? „Ekki í þessum samningum." - Hefur umfjöllun blaðsins af samningunum vcrið villandi og röng? „Nei, það er bara dclla og fráleitt. Þau dæmi, sem Guðmundur J. rekur í einu dagblaðanna í gær. standast ekki. Ekki eitt einasta þeirra.“ - Þessi umfjöllun hefur þá ekki verið siðlaus eins og Guðmundur J. telur.? „Nei, alls ekki. Og ég tel það afskaplega afleitan málflutning hjá Guðmundi að taka þannig út ein- stakan blaðamann. Hann er raun- verulega ekki að veitast að rit- stjórnarskrifum blaðsins eins og Ásmundur gerir. Hann er að veitast að fréttaskrifum blaðsins og kallar þau siðlaus - röng og segir að við höfum reynt að stinga hlutum undir stól. Þetta er algjörlega rangt og ég er hissa á jafngeð- prúðum manni og Guðmundur er að láta svona frá sér fara." Hefur afstaða þín til samning- anna ekki endurspeglast í fréttum blaðsinsafþeim? „Nei. Ég var ekki með neina fyrirfram gerða skoðun á þessum samningum. Það er ekki fyrr en þeir eru gerðir að afstaða mín verður til. Við höfðum. að mig minnir, tekið 11 sinnum viðtöl við Ásmund Stefánsson áöur en samn- ingar smullu saman og þau flest á forsíðu einnig nokkur við Guðmund J. en því miður neitaði hann að ræða við þann blaðamann okkar. sem var í samningunum. þegar reynt var að hafa við hann viðtal." - Guðmundur J. var efstur á blaði sem stuðningsmaður þinn í nýaf- stöðnu forvali. Óttast þu að þessi stuðningur sé ekki lengur fyrir hendi? „Ég held nú að þetta séii fyrst og fremst samningatimburmenn hjá Guðntundi og þeini í verkalýðs- forystunni. Þeir eru sárir yfir því að við tókum ekki þátt í stríðs- dansinum kringum samningana. En það er rétt að þa.ð hafa verið heitari ástir með okkur Guðmundi heldur en eru núna. Guðmundur og ég höfum átt skap saman. mér YFIRHEYRSLA ARNARPÁLL HAUKSSON þvkir værrt um Guðmund og mér er enn hlýtt til hans. Ég hugsa samt að héðan í frá muni nokkuð kala á milli vina." - Eru þetta kolómögulegir samn- ingar? ..Þeir eru ekki kolómögulegir. En miðað við þær efnahagslegu for- sendur og það bullandi góðæri. sem þið á DV eruð alltaf að tala um. þá hefði verið sjálfsagt að launa- fólk hefði fengið mun meiri hlut- deild í þjóðartekjum." - Hvernig samning hefðir þú vilj- að? „Ég hefði viljaö sjá samning þar sem kaupmátturinn hefði hækkað miklu meira. Að því leyti finnst mér niðurstaða samninganna vera afleit." - Hefði þá átt að fara út í verk- fallsaðgerðir? „Ég er ekki endilega að hvetja til verkfalla því ég er svo sáttfús að eðlisfari. Það hefði þó verið í lagi að verkalýðshreyfingin hefði skekið makkann með aðeins meiri grimmúð áður en fallist var á þessa niöurstöðu." Þú hefur sagt að þessir samn- ingar staðfesti kjararán ríkis- stjórnarinnar. Er það ekki hörð gagnrýni á verkalýðsforystuna? „Er það rétt eða rangt? Éf ekkert næst til baka þá hefur kjararánið ekki minnkað og þar með er það staðfest." Hvernig ætlar þú að bregðast við þessum afskiptum af skrifum blaðsins? „Ég held áfram að sofa vel á nóttunni. brosa framan í konuna rnína á morgnana og aka glaður til vinnu. Ég get ekkert annað gert." - Hefur þú fengið áminningu frá útgáfustjórninni? „Nei" - Nú hefur gamla flokksforystan ekki verið besti vinur lýðræðiskyn- slóðarinnar sem þú tilheyrir. Er ekki liklegt að hún reyni að koma þér úr ritstjórastólnum? „Ef menn vilja byrja kosninga- baráttuna á þvi að reka úr rit- stjórastóli mann. sem möguíega verður í baráttusæti flokksins í Reykjavík. þá eru þeir pólitískir nefapar. Auk þess hef ég níu líf eins og kötturinn." - Hvernig myndir þú bregðast við því ef nýr ritstjóri yrði ráðinn þér til höfuðs? „Ég á eftir að sjá þaö gerast." - Ef þú vrðir rekinn. fer þá öll ritstjórnin með þér? „Við stöndum saman eða föihmi. Málið snýst ekki bara um mig. Þetta beinist að allri ritstjórninni. Það má ekki heldur gleyma því að þarna er vegið mjög ómaklega að starfsheiðri eins tiltekins blaða- manns sem við höfðuni í þessum samningum. Það er talað um að hann stingi fréttum undir stól. að hann sé óheiðarlegur og að hann stundi ekki starf sitt sem skvldi. Þetta eru allt að því ærumeiðingar að mínu mati. Málið er auðvitað það að þeir eru að ráðast á stefnu blaðsins sem kemur fram í ritstjórnarskrifum. Þeir hafa hins vegar valið þann leiöa kost að ráðast á einn blaða- mann. Það hefur þjappað saman öllum blaðamönnunum á bak við blaðið." - Hvernig ætlið þið þá að bregðast við þessari gagnrýni i garð þessa blaðamanns? „Það hafa verið nefnd ákveðin dænti og við munum svara þeirn. Þessi dæmi eru öll röng." - Er Þjóðviljinn ekki málgagn verkalýðshreyfingar og sósialisma? „Jú. Þióðviljinn er það. Hann er málgagn hins róttæka hluta verka- lýðshreytíngarinnar. Það þvðir þó ekki að við séum eitthvert tölvu- skrímsli. sem hægt er að forrita til að liósta upp fagnaðaróputn eftir pöntun þegar samningar eru gerð- ir. Viö tökum gagnrýnt á málunum. í þetta skipti gerðum við það. \'ið sögðum kost og við sögðunt líka löst á þessum samningum. Þetta þýðir þó ekki að við séurn sérstakir málsvarar manna eins og Biörns Þórhallssonar þó að hann sé ágaet- ur maður og valmenni. Við erum málsvarar róttækrar verkalýðs- stefnu og vilium að fólkið fái mannsæmandi laun. Þeir sem ekki gátu lifað af laununum sinum í fyrra geta það heldur ekki í ár eftir þessa samninga.” - Heldur þú að það verði áfram- hald á þessum árásum? „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er svo með stórlaxa að þeir þreytast fljótt á löngu sundi en við smásilungarnir komumst að lokum á leiðarenda." - Færöu starfsfrið á næstunni? „Ég veit það ekki. Hins vegar get ég sagt það að oft á tiðum reynist mér erfitt að sinna starfi mínu sem ritstjóri vegna þess að maður þarf stöðugt að vera að standa í naggi og nöldri. innan úr flokknum og innan úr verkalýðsforystunni. Og sannast sagna þá er ég orðinn hundleiður á því. Það er eins og enginn maður megi hafa sína eigin skoðun heldur verði að vera til einhver löggilt skoðun á hlutunum. Því miður gengur það ekki í nú- tímaþjóðfelagi." - Það er þá stundum erfitt að vera ritstjóri á Þjóðviljanum? „Já. það er stundum mjög erfitt en samt það skemmtilegasta sem ég hef gert." -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.