Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Einka ólympíu-
mót Hollendinga
Sigrún Harðardóttir, fréttaritari
DV í Amsterdam:
14. ellefu borga-skautahlaup
Fríslendinga var haldið í fögru
vetrarveðri í síðustu viku. Þessar
ellefu borgir eru Leeuwarden, þar
sem keppnin hófst, Sneec, Ijlist,
Sloten, Staveren, Hinderlopen,
Worcum, Bolsward, Harlingen,
Franker, Doccum og til baka til
Leeuwarden 200 km langa leið.
Skautahlaupinu er skipt i tvo
hluta: annars vegar hlaup skauta-
íþróttamanna, sem keppa til vinn-
ings, hins vegar hlaup áhuga-
manna, sem keppa fyrir ánægjuna
og að einhverju leyti við skeið-
klukkuna.
Gamalmenni meðal
þátttakenda
Skráðir þátttakendur voru sautj-
án þúsund, þar af 862 konur.
Þónokkur íjöldi tók þátt í hlaupinu
án þess að hafa tilskilin leyfi. Er-
lendir keppendur voru 115. At-
hyglisvert þótti að 25 karlmenn og
2 konur á aldrinum 80 til 90 ára
voru skráð í hlaupið.
Að þessu sinni voru um 250
skautaíþróttamenn sem kepptu um
fyrsta sætið, en konurnar í þeim
hópi voru tólf.
Hlaupið hófst eldsnemma morg-
uns eða kl. 5.15. Það var tólf stiga
frost og gola. Þátttakendur skokk-
uðu frá Fríslandshaal í Leeuward-
en eins og hálfs km vegalengd að
rasmarkinu.
Keppendur fóru af stað í þúsund
manna hópum með fimmtán mín-
útna millibili. Fór síðasti keppand-
inn út á ísinn klukkan níu.
Hratt farið
Skautaíþróttamenn ná upp undir
sextíu km hraða á klukkustund ef
þeir hafa góðan bakvind. En með-
alhraði er vfirleitt um 35 km/klst.
Að þessu sinni var hann ekki nema
um 27 km/klst.
Frosið skegg, héla í augnhárum
og fingrakul háði sumum keppend-
um. Heldur dró þó úr frostinu er
líða tók á daginn og sólin bræddi
ísdrönglana úrskeggi karlanna.
Fyrstur i mark
ári, Fríslendingurinn Evert Van
Benthem, tuttugu og sjö ára gamall
bóndi, kom fyrstur í mark á sex
klukkustundum fimmtíu og fimm
mínútum og sautján sekúndum.
Annar varð Rein Jonker, þrjátíu
og fimm ára gamall matreiðslu-
maður, á sex klukkustundum
fimmtíu og sex mínútum og tuttugu
og sex sekúndum. Og öllum að
óvörum hafnaði algjörlega óþekkt-
ur skautamaður, arkitektinn Ro-
bert Kampermann, í þriðja sæti,
nokkrum sekúndum á eftir mat-
sveininum.
Fyrsta konan, sem kom í mark,
var Tinece Dijcshoorn frá Suður-
Hollandi. Kom hún í mark tæpri
klukkustund á eftir sigurvegaran-
um.
Óeirðalögreglan kvödd til
Nær þúsund lögreglumenn voru
að störfum og 350 menn úr óeirða-
lögreglunni hjálpuðu þeim. Aðal-
annirnar voru að halda áhorfend-
um og blaðamönnum frá lokamarki
keppninnar. Á blaðamannafundi
daginn fyrir keppnina hafði þó
verið gefið loforð um að blaðamenn
mundu komast að lokamarkinu, en
það virtist eitthvað hafa farið á
milli mála og lenti fréttaritari DV
í ryskingum við óeirðalögregluna
ásamt öðrum blaðamönnum við að
reyna að ná myndum af sigurveg-
urunum.
Um 1450 blaðamenn, ljósmyndar-
ar og sjónvarpsmenn frá ýmsum
löndum fylgdust með hlaupinu.
Hollenska sjónvarpið var með
beina útsendingu frá klukkan fimm
um morguninn til klukkan átta um
kvöldið og er talið að um átta
milljónir manna hafi fylgst með
útsendingunni. Um allt land mátti
sjá hópa fólks saman komna fyrir
utan sýningarglugga sjónvarps-
verslana og allmargir vlðskipta-
vinir kaffihúsa og veitingastaða
fylgdust með hlaupinu af skjánum
á milli þess sem þeir sinntu dagleg-
um störfum.
Við verðlaunaafhendingu í Frís-
landshaal um kvöldið skapaðist
neyðarástand hjá áhorfendum
vegna ölvunar og troðnings. Þurfti
til að koma aðstoð hersins til þess
að bera burt meðvitundarlaust fólk
er í þrengslunum hafði fallið í
öngvit eða troðist undir.
Karnival-andrúmsloft
Rúmlega ein milljón manna var
komin til Fríslands til þess að fylgj-
ast með hlaupinu og fjöldi lúðra-
sveita lék meðfram hlaupaleiðinni
við góðar undirtektir áhorfenda.
Þegar kvöldið fyrir keppnina var
mikill manníjöldi samansafnaður í
Leeuwarden og var þar sannkölluð
karnival-stemmning á götum borg-
arinnar alla nóttina. Mikið var að
gera hjá lögreglunni vegna ölvaðra
skautadýrkenda.
Síðasta lestin frá Leeuwarden til
Amsterdam lagði af stað hálfri
stundu eftir miðnætti á keppnis-
daginn og var mikill glaumur og
gleði í lestinni á leiðinni. Illa gekk
að ná áfangastað og seinkaði lest-
inni um rúma klukkustund vegna
misnotkunar á neyðarhemlunum,
en sökudólgarnir fundust að sjálf-
sögðu ekki.
Ellefu borga-skautahlaup
Það er gömul hefð hjá Hollend-
ingum að fara á milli á skautum,
jafnvel milli borga, ef sikin eru lögð
ísi. Fyrsta ellefu borga-skauta-
hlaupið á Fríslandi, sem vitað er
um, átti sér stað 1763. Þetta var
öðru hvoru endurtekið allt til árs-
ins 1909 að fyrsta allsherjarskauta-
hlaup og keppni var formlega hald-
ið. Síðastliðinn vetur var skauta-
hlaupið haldið í þrettánda sinn
eftir tuttugu og tveggja ára hlé.
Þykir alveg einstakt að það skyldi
vera mögulegt að halda keppnina
aftur í ár.
Þjóðaríþrótt Hollendinga
Frá fjögurra eða fimm ára aldri
nota Hollendingar hvert tækifæri
til þess að binda á sig skautana og
er ísinn oft varasamur þó að þeir
hætti sér út á hann, því að þeir
eiga bágt með að neita sér um að
skauta. Þegar skautafæri er færist
leikfimikennsla skólanna úr leik-
fimisölunum og út á skautaísinn,
þar sem nemendur eru blátt áfram
þjálfaðir á skautum og gefnar ein-
kunnir eftir árangri.
Þetta skýrir þá athygli og um-
fjöllun sem frísneska skautahlaup-
ið vekur. Eru þetta nokkurs konar
einka-ólympíuleikar Hollendinga.
13.500 luku keppni
Veðurskilyrði til keppni voru að
þessu sinni mjög góð. Isinn var
misjafn og síðasta hluta leiðarinn-
ar, 11 /2 km, var hann mjög ójafn
og erfiður yfirferðar. Á sautján
stöðum á leiðinni urðu keppendur
ýmist að hlaupa eftir Rayon-braut-
um eða þar til gerðum timburbrúm
til þess að sneiða hjá hættusvæðum
og var lengsta Rayonbrautin 300
metrar.
Er skautahlaupinu var formlega
lokið klukkan 22 höfðu sextán
þúsund og fimm hundruð manns
íokið keppni. Fimmtán mínútum
fyrir keppnislok kom krónprins
Hollendinga, Willem Alexander, í
mark eftir tæpar sextán klukku-
stundir. Hann var í fylgd ríkislög-
reglumanns þessa 200 km og keppti
undir dulnefni. Notaði hann eftir-
nafn ömmu sinnar, W.A. Van Bur-
en.
Sigurvegari keppninnar frá fyrra
Áhugamenn í skautahlaupi, á leið um eitt síkið, koma undan einni af
fjölmörgum brúm á leiðinni.
hann er kominn í mark og keppnin á enda.
Texti og myndir: Sigrún Harðardóttir