Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Ef bændum fer að fækka:
Skriða sem
ekki verður
stöðvuð
„Stjómleysi hefur einkennt meðferð
landbúnaðarmála mörg undanfarin ár
og búmarkið, sem komið var á 1980,
hefur ekki verið hagnýtt nægjanlega
til stjómunar framleiðslu eða íjárfest-
ingar í landbúnaði. Innanlandsmark-
aðurinn íyrir landbúnaðarafurðir hef-
ur dregist vemlega saman vegna
minnkandi kaupgetu almennings á
sama tíma og dregið hefur stórlega
úr niðurskurði," segir i ályktun
bændafundar sem haldinn var fyrir
skömmu í Neskaupstað. Ennfremur
segir í ályktuninni: „Sérstaklega for-
dæmir fundurinn þær aðferðir sem
beitt var við setningu fullvirðismarks,
þar sem ekkert tillit er tekið til að-
stæðna á einstökum svæðum en beitt
köldum reikningsaðferðum við niður-
skurð framleiðslunnar."
í Laxárdalshreppi em bændm' einnig
mjög uggandi um sinn hag. „Ef ríkis-
vald og forystumenn bændastéttarinn-
ar gera ekki ákveðrtar hliðarráðstaf-
anir varðandi þessa nýju reglugerð
bendir allt til þess að fullvirðismark
svæðisins reynist hjóm eitt er fram líða
stundir. Ef ekki eru gerðar ráðstafanir
lýsir atvinnumálanefnd hreppsins
fúllri ábyrgð á hendur þessara forystu-
aðila á þeirri landauðn hér um slóðir
sem af því mun leiða. Nefndin varar
við þeim félagslegu afleiðingum sem
fækkun hænda í Dalasýslu hefur í för
með sér.“
„Skil vel sjónarmið
bænda í Norðfirði“
„Norðíjarðarsvæðið kemur illa út í
þessum niðurskurði,.bændur þar hafa
framleitt mikið af mjólk og fengið
undanþágu til þess. En það skiptir
ekki miklu máli íýrir þá hvort það
svæði hefði verið sérstakt svæði eða
hluti af svæði Búnaðarsambands
Austurlands. Þeir hefðu fengið mjög
svipaðan fullvirðisrétt sem sérsvæði
og þeir fá sem hluti af Austurlandi,"
sagði Sigurjón Friðriksson frá Búnað-
Sigurjón Friðriksson frá Búnaðar-
sambandi Austurlands.
arsambandi Austurlands, er DV hitti
hann fyrir á búnaðarþingi 1986 sem
nú stenduryfir.
„Með því mikilvægasta sem er að
gerast á þinginu er sú stefha sem ríkir
að auka stuðning við nýbúgreinar eins
og loðdýrarækt. Það er þó mikið reið-
arslag hversu skinnin hafa fallið í
verði en ég er bjartsýnn á að það
ástand lagist."
Aðspurður sagði Sigurjón að bænd-
ur yrðu að horfast í augu við það að
framleiðslan á mjólk væri of mikil og
það yrði að minnka framleiðsluna. „Af
illri nauðsyn verður að skipta þessari
skerðingu niður og reynt verður að
að skipta fullvirðisréttinum niður á
svæði eins réttlátlega og kostur er.“
Sigurjón vildi ekki kenna milliliða-
kostnaði og yfirbyggingu hjá bænda-
stéttinni mn hátt verff afurðanna og
samdrátt í sölu. „Síðan smásöluálagn-
ing var gefin frjáls hefur verðið stór-
hækkað. Þetta sýnir best að frjálsræð-
ið í þessum efnum getur leitt menn í
ógöngur. Hvað varðar yfirbygginguna
eða skipulagið á samtökum bænda eru
allar hugmyndir um að sameina Sétt-
arsambandið, Framleiðsluráðið og
Búnaðarfélagið í eitt út í bláinn. Hver
stofhun hefur sitt verksvið og allar
sameiningarhugmyndir, sem hafa
komið fram, hafa verið illa grundaðar.
„Allt of stuttur aðlögunartími"
„Auðvitað kom þessi stutti aðlögun-
artími bændum á óvart. Hann var allt
of stuttur .og mér lýst ekkert á þessa
takmörkun. Bændur á Norðfjarðar-
svæðinu koma auðvitað verst út úr
þessu, þeir hafa framleitt svo mikið
og verið með óskerta framleiðslu.
En bændur á Austurlandi ptmennt
ætla ekkert að leggja upp laupana,
enda Austurland mikið kjötfram-
ieiðslusvæði. Bændur kvíða því er
niðurskurðurinn kemur á kjötið. Ef
bændum fer hins vegar að fækka fyrir
austan þá óttast ég að það fari af stað
skriða sem ekki verður stöðvuð.
Bændur eru svo háðir hver öðrum
varðandi t.d. fjailskil og fleira,“ sagði
Guttormur V. Þormar frá Búnaðar-
sambandi Austurlands.
Sameining stofnana bændasam
takanna hefur verið rædd
„Þessi niðurskurður kemur illa nið-
ur á okkar litla mjólkursamsölusvæði
fyrir vestan. Við verðum að hafa lág-
marksframleiðslumagn af mjólk til
þess að að hægt sé að halda rekstrin-
um gangandi, sem er nauðsynlegt fyrir
neytendur á þessu svæði. En ég hef(
trú á þvi að okkar mál verði lagfærð
þannig að ekki þurfi að koma til flótti
úr bændastéttinni á Vestfjörðum. Ef
hins vegar verður um flótta að ræða
óttast ég að hann verði meira en lítill.
Það eru ýmsar skyldur sem bændur
verða að sinna sameiginlega, til dæmis
fjallskil og fleira," sagði Össur Guð-
^NAÐAR
«UG
ISLANDS.
Búnaóarsambcnd
Búnaðarþmg
t]órn Búnaðarf,
SfrS"lÆ
ír*t' end«rstö*““;4íír.
m
ín.r^ítéð { & flí* oi
t
li
Guttormur V. Þormar frá Búnaðarsambandi Austurlands.
;T£TTAK^,‘“'
sÖrmeCiÞ,crju >.
Aðalfundur Stétta
UiárUnn úf hverr. sys.
. i
Stiorn,'
Skri
Styrktarsjóður \ rot
StéttarsafnbdndsinsK ful
S}o -lul S trúar
11 ins
Árbók
Össur Guðbjartsson frá Búnaðarsambandi Vestfjarða. DV-myndir PK
bjartsson frá Búnaðarsambandi Vest-
fjarða.
Össur sagði að vafalaust ætti hár
milliliðakostnaður sinn þátt í háu
verði á landbúnaðarafurðum. „En það
er frjáls álagning á t.d. kjötinu og
ekki hefur það skilað sér í lækkuðu
verði til neytenda." Össur sagði að
sameining hinna ýmsu stofnana bæn-
dasamtakanna hefði komið til tals og
verið væri að ræða ýmsa möguleika
til hagræðingar í yfirbyggingunni. „Ég
er þó ekki sannfærður um að hægt, sé
að sameina t.d. Búnaðarfélagið, Fram-
leiðsluráðið og Stéttarsambandið. En
auðvitað verða bændur að nýta sér
þá hagræðingarmöguleika sem fyrir
hendi eru,“ sagði Össur.
-KB
PORTÚGAL
ALGARVE
Nýr, glæsilegur gististaöur í Albufeira Montechoro - ALFONSO III
- ásamt þessum gömlu góðu, VILA MAGNA OG OLIVEIRAS.
Fegurstu strendur Evrópu - öruggt sólskin!
Fríklúbbsverö frá kr. 25.200 í 2 vikur
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
-Austurstræti 17 - Sími 2661L