Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur j í i i ) 1 t i i í i I i i ! i 1 i Ættu íslenskir ráðamenn að fá sér lífvörð? Einar Ágústsson rafvirki: Það getur verið nauðsynlegt í dag að hafa líf- vörð, en mér finnst það samt eigin- lega alveg ótækt hér á íslandi. Gunnar Eyjólfsson leikari: Nei, ef þeir gefa kost á sér, þá verða þeir að sætta sig við og gera sér grein fyrir að allt getur gerst. Það má ekki gefast upp fyrir ofbeldinu. Ágústa H. Pálsdót.tir husmóðir: Nei, og þrátt fyrir morðið ó Palme, nei! Kolbrún Gunnarsdóttir húsmóðir: Tvímælalaust forseti og forsætisráð- herra. Mér finnst það eftir að Palme var myrtur, en það er alveg nóg að þessir tveir fái lífvörð. Úlfur Guðjónsson húsgagnabólstr- ari: Mér finnst það eiginlega ómögu- legt, það er óhugsandi að fara að gæta allra. Það er of langt frá okkur Islendingum að gera svoleiðis, hér eru hlutirnír öðruvísi. Sigurður Sigurbjörnsson: Nei, morð- ið á Palme breytir engu um þá skoð- ur míná. ontm lífWð'- Maðurinn að sunnan... Jóna Þorsteinsdóttir skrifar: Hver er tilgangur blaðamanns (að sunnan) sem að eigin sögn sýnir þá dirfsku og hetjudáð að rífa sig burt úr reykvískri menningu og stefna norður á Langanes ?????? Er hann sá að sýna menningárvit- um í Reykjavík hvemig dreifbýlis- fólkið lifir í raun og vem eða er hann kominn í þeim tilgangi (og hefði þá betur heima setið) að draga dár að byggðinni og fólkinu sem þar á heima, bera saman fábreytt og friðsælt mannlíf landsbyggðarinnar og allsnægta, uppskrúfaðan reyk- vískan (allt til alls) lífsstíl?... Við, sem byggjum einn af útkjálk- um þessa lands og vantar nánast allt sem fólkinu á suðvesturhomi landsins þykir sjálfsagt og nauðsyn- legt, kunnum illa þeim skrifum er birtust í DV helgarblaði 22. febrúar sl. Við skiljum að staðir eins og Þórs- höfn kunni að koma kuldalega fyrir, við fyrstu sýn, þó sérlega um hávetur í froststormi og leiðindaveðri. En hverjum þykir sinn fugl fagur og vissulega erum við sem hér búum tengd staðnum að fleira leyti en í atvinnulegu tilliti eins og haldið er fram í áðumefndri blaðagrein DV. Það læðist að mér sá gmnur að áðumefndur blaðamaður hefði getað skrifað þetta greinarkom af meiri sanngirni eða látið vera að gefa í skyn að lítið eða illa upplýstir þorps- búar hyrfu bak gluggatjalda er ókunnugur maður, með myndavél og hatt, fer um götu þorpsins. Sannleikurinn er sá að við erum ekki með hnjáliðamýkt né heldur hroka við hið reykvíska, allt til alls, en við viljum að þegar mennimir að sunnan koma til að skrifa um stað- inn að það jákvæða sé líka dregið fram og að um okkur sé skrifað af þekkingu en ekki einhverju sem blaðamaður kann að hafa á tilfinn- ingunni. Alþingismenn orðnirplága í sjónvarpsþáttum Sjónvarpsáhorfandi skrifar: þjófabálk þegar tveir þingmenn úr hafa frá litlu að segja nema sjálfum Þeir eru umdeilaniegir þessir Suðurlandskjördæmi vorufengnirtil sér. Undantekning var þó með þá' beinu sjónvarpsþættir sem nefnast Á að koma fram. Karvel, sem svaraði mjög skilmerki- líðandi stundu. Margt er gott í þátt- Þessir menn komu manni fyrir lega jjeim spumingum sem til hans unum, kd. það sem sýnt er sem inn- sjónir eins og eitthvað vantaði í þá. var beint, og Halldór Ásgrímsson, skot utan aflandsbyggóinni, einkum Ánnar hló bara er hunn var spurður sem virðist vera mjög einlægur úr óbyggðum og frá einangruðum og „kannaðist aldrei við neitt“. maður og hlédrægur en þó fastur byggðum. Hinn, sá á smókingfötunum, var fyrir °S þurfti hvorki að syngja eóa Eitt er jwð sem fer óskaplega í heldur ekki upp á marga fiska nema fara í trúðgervið til að láta bera á taugamar á mér og sennilega fleir- til að segja klúrar sögur, aðaliega sér. Það var hins vegar aðstandend- umþvíéghefheyrtþað víðaertalið „brjóstasögur'1, meira að segja af um þáttarins til minnkunar að reyna berstað{>ess\imsjónvarpsþáttum. einum umsjónarmanna þáttarins! að ófrægja hans hlut persónulega í Þetta er ásóknin í að hafa ávallt Kannski hefur hann verið beðinn þættinum. Hann sneri því þó sjálfur einhvem þingmann til að „grípa f“ umjjettasérstaklega. Þettaerekkert á þann veg að hafa sóma af. í þessum þáttum. Það eru langflestir fyndið og samræmist ekki sem atriði Það er óskandi að alþingismenn landsmenn búnir að fá leið á þing- í svona })áttum sem eiga að vera verði látnir hvíla sig í framtíðinni mönnum og þeirra hlutverki í þjóð- fyriralla fjölskylduna. frá því að koma fram í almennum félaginu. Annars eru þessir þingmenn ekk- fræðslu- eða afþreyingarþáttum sem Þó tók síðasti þáttur út yfir allan ert til að prýða sjónvarpsþætti. Þeir eiga að stytta fólki stundir. „Þessi sýning fmnst mér afburðagóð." Frábært leikrit Skarphéðinn skrifar: Ég hef séð það á síðunni hér að stundum er verið að þakka það sem vel er gert. Y firleitt er samt verið að kvarta. Ég ætla að skipa mér í fyrri flokkinn og þakka Alþýðuleikhúsinu fyrir óviðjafnanlega sýningu á Tom og Viv. Það er ekki ofsögum sagt að Alþýðuleikhúsið sé langbesta leikhús á Islandi í dag. Það er svo mikill metnaður í fólkinu, sem vinnur þar, að það leynir sér ekki á sýningum að markið er sett hátt. Ég hef farið tals- vert í leikhús að undanfömu og séð ýmislegt ágætt en þessi sýning finnst mér afburðagóð, með virðingu fyrir því sem vel er gert annars staðar. Ég vil hvetja alla sem geta að sjá Tom og Viv því það er leikrit sem gleymist aldrei. Láglauna- fólk Lúðvik Eggertsson skrifar: Ifögreglumenn kvarta yfir lágum launum. Það gera reyndar allir opin- berir starfsmenn. Hins vegar ætti að vera unnt að leysa vanda lögreglu- mannanna á tiltölulega auðveldan hátt. Reykjavík er einhver friðsæl- asta borg í heimi. Þó renna Iögreglu- bílar allan daginn um allar götur. Einhveijum Tíma-manni þótti það minna á lögregluríki hér í fásinninu. Þetta hlýtur að vera hvimleið iðja fyrir aumingja mennina, sem hafa lítið annað til að drepa tímann en að horfa á kvenmannspils og forvitn- ast um náungann. Fróðlegt væri að fá upplýst hve mánaðarlegur bensín- reikningur lögreglunnar er hár. Mín tillaga er sú að lögreglumönn- um verði fækkað um 'A, en laun hinna, sem eftir eru, hækkuð 50%. Þar með væru tvær flugur slegnar í einu höggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.