Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir % • Garth Crooks. Crooksá sölulista -ogeinnig Mickey Thomas „Ég tel það ekki rétt hjá at- vinnumönnum að búa langt frá félagi því sem þeir leika með. Ég hef rætt við leikmennina tvo og beðið þá að flytja hingað. Þeir neituðu og því hef ég sett þá á sölulista," sagði Brian Saunders, stjóri botnliðs WBA, í West Bromwich í gær. Leikmennirnir tveir eru Garth Crooks, sem WBA keypti frá Tottenham fyrr á leiktímabilinu, og Mickey Thomas, landsliðs- maðurinn kunni hjá Wales. Hann býr í Norður-Wales en Crooks í Lundúnaborg. Þeir eru meðal bestu og þekktustu ieikmanna WBA og liðið má illa við að vera án þeirra. Þeir vilja hins vegar ekki flytja til Birmingham eða nágrcnni þessarar annarrar stærstu borgar Englands. West Bromwich útborg Birmingham. Saunders hefur alla tíð verið mjög strangur stjóri og var ekk- ert að hika við að setja leikmenn- ina á sölulista þegar þeir neituðu ósk hans. hsím hsim Heimsmet Austur-þýska sundkonan Sylvia Gerasch setti heimsmet i 200 m bringusundi nýlega í landskeppni við Sovétrikin Leningrad, synti vegalengdina á 2:28,20 mín. Eldra heimsmetið, sem Silke Hörner, A-Þýskalandi, átti, var 2:28,33 mín., sett í Leipzig í júní 1985. hsím Allgottá sprettinum Allgóður árangur náðist í spretthlaupum á IR-móti innan- húss í síðustu viku. Jóhann Jóhannsson hljóp 60 m á 5,9 sek. Þórður Þórðarson og Jón Leó Ríkharðsson komu næstir á 6,0 sek. Þórður sigraði í 50 m grinda- hlaupi á 7,1 sek. Grettir Hreins- son annar á 7,4 sek. I þrístökki sigraði Jóhann Ómarsson, stökk 13,32 m. Jóhann Jóhannsson annar með 13,01 m. í 5o m hlaupi kvenna sigraði Eva Sif Heimis- dóttir á 6,8 sek. Guðbjörg Svans- dóttir önnur á 7,0 sek. og Guðrún Valsdóttir þriðja á 7,1 sek. Haukamir fara í úrslitin gegn UMFN - unnu sigur á Val í þriðja leik liðanna um gærkvöldi 81-76 Haukar tryggðu sér í gærkvöldi réttinn til að leika til úrslita i úrvals- deildinni gegn Njarðvík er liðið vann sigur á Val, 81-76, í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi. í leikhléi hafði Valur eins stig forskot, 42-41. Það var allan tímann mikill hasar í leik liðanna. Valsmenn leiddu oft- ast en annars munaði alltaf mjóu á liðunum, einu stigi munaði í leikhléi eins og áður sagði. Valsmenn juku við forskotið í byrjun síðari hálfleiksins og komst í 48-43 en þá fóru Haukar, með Henn- ing Henningsson í fararbroddi, að sýna sitt rétta andlit. Liðið komstí 54-51 og skömmu síðar náði liðið fimmtán stiga forystu, 68-53, og eftir það voru Haukarnir alltaf í forystu. Undir lokin munaði fjórum stigum í stöðunni 76-72 áður en Haukar juku muninn í 81-74 en lokatölur voru sem áður sagði 81-76. I liði Hauka áttu þeir ívar Webster og Ólafur Rafnsson báðir mjög góðan leik. Henning átti góðan sprett í síðari hálfleiknum er Haukar náðu yfirhöndini en hann var þá mjög skæður í hraðaupphlaupum Hauka. Þá var Kristinn Kristinsson sterkur undir körfunni. Með þessu tapi lendir Valur í 3.-4. sæti á Islandsmótinu ásamt Keflavík er tapaði viðureignum sínum við Njarðvíkinga. Liðið kom á óvart í þessum leikjum gegn Val með mjög góðri frammistöðu en herslumuninn vantaði. Þeir Tómas Holton og Kristján Ágústsson áttu mjög góðan leik og þá komust þeir Leifur Gúst- afsson og Torfi Magnússon vel frá sínu. úrslitasæti í Stig Hauka: ívar W. 23, Ólafur Rafnsson og Henning Henningsson 15, Pálmar 14, Kristinn Kristinsson 12, Eyþór Árnason 2. Stig Vals: Kristján Ágústsson 20, Tómas Holton 14, Leifur Gústafsson 13, Torfi Magnússon 12, Jóhannes Magnússon 6, Einar Ólafsson 5, Jón Steingrímsson 4, Páll Arnar 2. Þeir Ómar Scheving og Kristbjörn Albertsson dæmdu leikinn ágætlega. -fros adidas" • íslandsmeistarar Fram í 1. deild körfuboltans ásamt aðstoðarmönnum. Liðið mun á næsta hausti taka sæti ÍR í úrvalsdeildinni, DV-mynd S, FER SIGURÐUR BJ. í LANGT KEPPNISBANN? - fyrir að sparka í dómara í æfingaleik ÍBK og Breiðabliks Sigurður Björgvinsson, knatt- spyrnumaður úr Keflavík, verður að öllum líkindum dæmdur í keppnis- bann, jafnvel langt, fyrir að sparka í dómarann, Gunnar Jóhannsson. Atvikið átti sér stað í æfingaleik Breiðabliks og Keflavíkur i Kópavogi um helgina. „í fyrri hálfleik áminnti ég Sigurð Björgvinsson, leikmann í Keflavík, fyrir að mótmæla dómum mínum. I síðari hálfleik heyrðist mér síðan Sigurður hvetja samherja sína til Frá Hauki Lárusi Haukssyni, frétta- ritara DV í Danmörku: Það var allra mál að Dönum hefði tekist að stöðva Kóreumenn með því að klippa hornamenn þeirra út. Samtímis fengu báðir hornamenn Dana, Michael Fenger og Keld Niel- sen, að leika lausum hala hinum þess að sparka í andstæðinga. Bolt- inn var ekki í leik. Þá sneri ég mér til þjálfara IBK en samkomulag hafði verið gert um það við þjálfara beggja liðanna að ef ég sæi ástæðu til að vísa mönnum af velli þá mætti setja nýjan leikmann inr, á í staðinn. Sig- urður var ekki sáttur við þetta og sparkaði fast í mig. í búningsher- bergi eftir leikinn bað hann mig síðan afsökunar." Þessa skýrslu hef- ur Gunnar þegar sent til aganefndar KSÍ og til Ungmennasambands Kjal- arnesþings. megin á vellinum. Þeir tveir skoruðu samtals nítján mörk i leiknum og er það ekki síst að þakka undirbún- ingsvinnu Morten Stig Christensen en hann sýndi sínar sterku hliðar sem stjórnandi spilsins. Leiknum lyktaði með sigri Dana sem kunnugt er, 31-27. -fros Sigurður í langt bann? Það er ekki að efa að Sigurður getur fengið þungan dóm fyrir brot sitt. Svo gæti jafnvel farið að hann fengi ársbann frá knattspyrnu. For- dæmi eru fyrir því, bróðir hans, Björgvin, fékk ársbann fyrir að rota dómara í leik í litlu bikarkeppninni fyrir tveimur árum og Sigurður gæti hæglega fengið sama dóm. Það yrði óneitanlega mikið áfall fyrir Kefla- víkurliðið sem og Sigurð sjálfan sem vitanlega sparkaði í Gunnar í stundaræði. Það verður að teljast lán í óláni að ekki fór verr í þetta sinn því Gunnar hafði nýlega gengist undir aðgerð á fæti. Til allrar lukku var það þó ekki sami fóturinn og Sigurð- ursparkaðií. “Ég tel líklegt að málið verði tekið fyrir á miðvikudaginn í næstu viku í framhaldi af stjórnarfundi. Ég hef ekki náð að kynna mér málið til hlítar og get ekki sagt á þessu stigi málsins hvort málið á heima hjá okkur en við munum alla vega ræða það,“ sagði Garðar Oddgeirsson, formaður aganefndar KSÍ, í samtali í gær. - frös' i Samvinnuferöir , Landsýn • SigurðurBjörgvinsson. Lausnin fundin við leik Kóreu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.