Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. Fréttir Fréttir Fréttir Aðstandendur Fréttaútvarpsins dæmdir í Sakadómi: FRÉTTAÚTVARPIÐ 25 ÞÚSUND KRÓNAVIRDI segir Ellert B. Schram „Þessi dómur kemur ekki á óvart, enda búið að dæma áður í tveim hliðstæðum málum. En dómnum verður að sjálfsögðu áftýjað," sagði Ellert B. Schram ritstjóri, er upp hafði verið kveðinn dómur yfir að- standendum Fréttaútvarpsins er rekið var í verkfalli BSRB í október 1984. Ákærðir voru stjómarformað- ur, útgáfústjóri og ritstjórar DV og þeim gefið að sök að hafa brotið lög um einkarétt Ríkisútvarpsins til úrvarpssendinga með starfrækslu Fréttaútvarpsins. í Sakadómi voru hinir ákærðu sakfelldir og hverjum gert að greiða 25 þúsund króna sekt. Þá var tækja- búnaður Fréttaútvarpsins gerður upptækur og hinum dæmdu gert að greiða verjanda sínum, Þórði S. Gunnarssyni hrl., málsvarnarlaun að upphæð 60 þúsund krónur. „Hitt er svo annað að það er ekki erfiður biti að kyngja að greiða 25 þúsund krónur fyrir að stunda frjálsa fréttamennsku. Öll mann- réttindi eru dým verði keypt,“ sagði Ellert B. Schram. „En þessi dómur er tímaskekkja. Fréttaútvarpið réð úrslitum um það að nú er búið að afhema einokun Ríkisútvarpsins og samþykkja ný lög um frjálst útvarp. Fréttaútvarpið var svo sannarlega 25 þúsund króna virði.“ -EIR Erient sjón- varpá Patreksfirði Skermur til móttöku sjónvarpsefnis frá Eutelsat-gervihnettinum hefur verið settur upp á Vestfjörðum í fyrsta sinn. Þrjátíu íbúðaeigendur í rað- húsum á Patreksfirði hafa sameinast um kaup á búnaðinum. Með vinnu fyrir uppsetningu greiða þeir samtals 174 þúsund krónur eða 5.800 krónur á íbúð. „Myndin næst mjög vel, alveg tipp- topp. Þetta er jafnskýrt og í Reykja- vík,“ sagði Ari Þór Jóhannesson raf- eindavirki sem setti diskinn upp á Patreksfirði. „Vestfirðingar voru taldir verst sett-. ir til að ná geislanum. Nú er komið í ljós að þetta er allt í lagi. Þeir eru ekki út úr heiminum," sagði Ari Þór. Patreksfirðingamir fengu takmark- að leyfi til að prófa búnaðinn. Næst ætla þeir að fá leyfi til að horfa á bresku stöðina Sky Channel. -KMU Sementsverksmiðjumenn í BSRB: Treystaá Kristjánog Guðlaug Við lá að samningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fjármála- ráðuneytisins strönduðu á fostudags- kvöldið vegna deilu um kaupauka til BSRB-manna í Sementsverksmiðju ríkisins. Fjármálaráðherra treysti sér ekki til þess að lofa kaupaukanum. En yfirlýsing Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB, og Guðlaugs Þor- valdssonar sáttasemjara um að þeir myndu beita sér í málinu varð til þess að kaupaukamálinu var ýtt í þeirra hendur. „Ég hlýt að treysta því að þessir menn komi vitinu fyrir fjármálaráð- herra," segir Einar Ólafsson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. í Sementsverksmiðjunni er greiddur kaupauki til ASÍ-manna en ekki BSRB-manna. í Áburðarverksmiðj- unni fá hins vegar allir kaupauka. Kaupaukinn er sagður 10-20% eftir árstímum og álagi. I samningunum í síðustu viku var beðið um samræm- ingu fyrir BSRB-mennina í sementinu. „Um hádegi síðasta samningadaginn fengum við hins vegar bréf frá launa- deild fjármálaráðuneytisins með neit- un. Þessi afstaða kom á viðkvæmum tíma og við hlutum að setja það á oddinn að fá þessu breytt," segir Einar. „En Kristján og Guðlaugur hjuggu á hnútinn á síðustu stundu og okkar menn í Sementsverksmiðjunni treysta auðvitað á þá. Það er rétt að þetta komi skýrt fram vegna þess að missagt hefur verið að fjármálaráðherra hafi lofað úrbótum, hann lofaði ekki öðru en að athuga málið. En það nægir okkur bara ekki.“ HERB Vitni vaittar Vitni vantar að árekstri sem varð á Talið er að fólk í bifreið á leið austur mótum Hringbrautar og Vatnsmýrar- Hringbrautina hafi orðið vitni að vegar þann 8. febrúar. Þar lentu sam- árekstrinum. Er þess vænst að það eða anbifhjól á leið austur Hringbraut og aðrir sem kunna að hafa verið nær- bifreið sem ekið var Vatnsmýrarveg- staddir gefi sig fram við lögregluna svo inn. Töluverðar skemmdir urðu á unt verði að skera úr um hvor var í báðum ökutækjunum. rétti þegar áreksturinn varð. Hafliði Hallgrímsson tekur hér á móti tónskáldaverðlaunum Norðurlandaráðs úr hendi Anker Jörgensens forsetaráðsins. Símamynd: Nordfoto. Hafliða og Róa afhentverðlaunin Tónlistar- og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru afhent í gær- kvöldi við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Forseti Norðurlandaráðs, Anker Jörgensen, afhenti verðlaunahöfun- um, Hafliða Hallgrímssyni tónskáldi og sellóleikara, og Róa Paturssyni, ljóðskáldi frá Færeyjum, verðlaun sín fyrir fullu húsi gesta. Olof Palme, föllnum forsætisráð- herra Svía, var minnst í byrjun athafnarinnar og minntist Bent Nebelong, forseti borgarstjómar Kaupmannahafnar, forsætisráð- herrans. Ulla Britt Edberg tónlistargagn- rýnandi skýrði þá ákvörðun ráðsins að veita Hafliða og Róa verðlaunin að þessu sinni og fjallaði í ræðu sinni um stöðu tónlistar á íslandi og í Færeyjum. Anker Jörgensen kvað það í ræðu sinni skemmtilega tilviljun að þegar verðlaununum var úthlutað síðast í ráðhúsi Kaupmannahafnar hefðu þau einnig fallið íslendingi í skaut, Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi. Anker Jörgensen afhendir Roa Patursson bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í gærkvöldi. Símamynd: Nordfoto.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.