Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1986
Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 19,5% og ársávöxtun 19,5%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
14% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 21,55% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18%
nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 19% nafnvöxtum og.
19,9% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15,6%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
18% nafnvöxtum og 18,8‘X, ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Afhverri úttekt dragast 1%
í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggö-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7.25*,’ó
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg.
fyrst 12*X), eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14*%,.
4 mánuði 15%, 5 mánuði 16%, og eftir 6
mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18.6'%, og eftir
18 mánuði 19%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 15,56%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vcxtir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnurn gilda almennir sjjari-
sjóðsvextir, 12%,• þann mánuð. Sé ekki tekið
út allt árið greiðist 10% álag á verðbætur og
vexti.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. I>á ársíjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í hankanum. Nú er ái'sávöxtun
annaðhvort 16,42*%, eða eins og á verðtryggð-
um 6 mánaða reikningum með 2,5% nafn-
vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al-
mennir sparisjóðsvextir. 12,5%, og eins á alla
innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar
tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Inn-
legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft
næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum
sinnurrv á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir
eru alltaf lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða rfeikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 16,5%, með
17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 12%. Vextirfærastmisserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
I>au eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur.
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
I>au eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi. yeni. þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8.5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. I>au eru almennt trvggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtrvggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. I>au
eru seld með afíöllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins. F-lán. nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna. 2-4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum. 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum. 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum. G-lán. nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fvrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings.
annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskvlda
fær mest 497 þúsund til fvrstu kaupa. annars
mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða
stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa.
annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtrvggð með láns-
kjaravísitölu og með 3.5% nafnvöxtum.
Fvrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól.
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt. lánsupp-
hæðir. vexti og lánstíma. Stvsti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum. starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8'X, vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22*X,.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22‘X,
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. I>á er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónurogársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,9167%.
Visitölur
Lánskjaravísitala í mars 1986 er 1428 stig
en var 1396 stig í janúar. Miðað er við grunn-
inn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01 -10.03. 1986
INNLÁN IVIEÐ SÉRKJÖRUIV sjAsérlista ll sj || íf H ií Ji II íhi
INNLAN 0VERDTRYGGD
SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 13.0 13,0 12.5 12.0 13.0 12.0 12.0 12.0 12.5 12.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 14,0 14.5 14.0 13.0 13.5 14.0 13.0 12.5 14.0 13.0
6 mán.uppsogn 17,0 17.7 17.0 14.0 15,0 17.0 13.0 15.5 14,0
12 mán.uppsogn 18,5 19.4 18,5 15.0 15.0
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTURSparað 3 5 mán 17.0 17.0 13.5 14.0 12.0 12.5 14.0 13.0
Sp. 6mán. ogm. 17.0 17.0 14.0 15,0 13.0 14,0
TÉKKAREIKNINGAR Ávísanarf ikningar 11.0 11.0 4.0 5.0 5.0 4.0 4.0 5.0 4.0
Hiaupareiluiingar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 4.0 5.0 4.0
innlAn VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.5 1.3 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán. uppsogn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 2,5 3.0
innlAn GENGISTRYGGO
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5
Sterlingspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 4.0 4.0 3.5 4.5 4.5 4.5 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 7.0 9.0 9.0 10.0 8.0
útlAn úverðtryggð
ALMENNIR VÍXLAR (forvextir) 19.5 19.5 19.5 19.5 19,5 19.5 19.5 19.5 19.5
VIÐSKIPTAVÍXLAR 2) (forvextir) kge 24.0 kge 24.0 kge kge kge kge
ALMENN SKULDABRÉF 3) 20,0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF2) kge 24.5 kge 24,5 kge kge kge kge
HLAUPAREIKNINGAR VFIRDRATTUR 19.5 19.5 19,5 19.5 19.5 19.5 19.5 19,5 19.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF3) Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU
SJANEÐANMALSI) ?■
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10,0%,
í BandaríkjadoUurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,0%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og vi öski púLsk ulda bréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu
sparisjóðunum. 3)Vaxtaalag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði
á vefðttyggð og ó.yerðtoSK4!áp.... ■ ■
Flytjum fiskinn
aftur frá Ameríku
• Grandi hf. gerir tilraunir með sölu fiskrétta frá Coldwater
Nú þýðir ekki lengur að hrópa „hand-
ritin heim“, þau eru öll komin, sem
við fáum á annað borð. í staðinn erum
við byrjuð að flytja „fiskinn heim“ og
étum nú íslenskan fisk, brasaðan í
Bandaríkjunum, sem fæst í verslunum
hérlendis.
„Þetta er tilraun með svona 10
tonn,“ segir Svavar Svavarsson, fram-
leiðslustjóri Granda hf„ sem flytur
fiskréttina inn. „Þama er um að ræða
karfa og ufsa, aðallega, sem unninn
hefúr verið bæði í brauðdeig og brauð-
mylsnu, liklega 4-5 mismunandi.teg-
undir alls. Við erum að gera tilraun.
Ætlunin er að sjá hvort fólk hér vill
svona fisk. Það borgar sig ekki að
setja upp tæki til þess að vinna hann
nema víst sé að hann seljist."
Svavar segir að kynning á þessum
fiskréttum hafi ekki farið hátt. Þeir
hafa verið boðnir í verslunum og
mötuneytum. Þessa fyrstu sendingu á
að selja upp áður en ákveðið verður
um framhaldið. „Það kemur vel til
greina að flytja meira inn, bæði af
þessum fiski og öðrum tegundum, á
meðan við erum að þreifa okkur áfram
með markaðinn.
Grandi hf. er, með nokkrum fleiri
fyrirtækjum víða á landinu, með sér-
stakt útflutningsátak. Að sögn Svav-
ars er verið að kanna þá neytenda-
markaði sem helst koma til greina.
Hann telur líklegast að fyrir valinu
verði fá lönd, en fyrirhugað er að selja
þangað fiskrétti, eitthvað í líkingu við
þá sem Grandi flytur nú inn frá
Bandaríkjunum. Það er því sannköll-
uð æfing.
íslenski fiskurinn frá Bandaríkjun-
um er ekki dýr þótt hann hafi hlotið
verulega meðhöndlun og verið fluttur
fram og til baka um langa leið. Meira
að segja varð að borga af honum toll
við heimkomuna. Þeir sem reynt hafa
■þennan fisk finna flestir lítið fiskbragð
að honum. „Þetta er spuming um
smekk og kröfur," segir Svavar Svav-
arsson, „yngri kynslóðunum virðist
líka þetta betur en þeim eldri, eins og
til dæmis að borða fiskpylsur í brauði."
HERB
Einkabanki
starfsmanna
Miklagarðs
Starfsmenn stórverslunarinnar
Miklagarðs þurftu ekki að skreppa
frá í banka þegar launin voru borguð
út á mánudag. Bankinn kom nefni-
lega til þeirra.
Alþýðubankinn hafði opna sérstaka
bankaafgreiðslu í Miklagarði milli
klukkan 10 og 12. Verður svo fram-
vegis á útborgunardögum.
„Þessi þjónusta er eingöngu fyrir
starfsfólk Miklagarðs. Meirihluti þess
er í launareikningi hjá okkur," sagði
Indriði Jónsson, aðalféhirðir hjá Al-
þýðubankanum. í afgreiðslunni í
Miklagarði var ásamt honum Valdís
Vilhjálmsdóttir deildarstjóri.
„Það er mikil ánægja með þetta.
Starfsmennimir þurftu ekki að nota
allan matartímann sinn til að koma
til okkar,“ sagði Indriði.
Um leið létti bankaafgreiðslan í
Miklagarði á útibúi Alþýðubankans
við Suðurlandsbraut. Það munar um
að geta afgreitt 200 starfsmenn um
morguninn í stað þess að fá stóran
hluta þeirra í bankann í hádeginu.
-KMU
Kjartan Stefánsson, hinn nýi rit-
stjóri Frjálsrar verslunar.
GamallVísis-
maðurritstjóri
Frjálsrar
verslunar
Ritstjóraskipti hafa orðið á Fijálsri
verslun. Sighvatur Blöndahl, sem
verið hefur ritstjóri i tvö ár, hefur látið
af störfum og Kjartan Stefánsson tekið
við.
Kjartan er 35 ára, fæddur og uppal-
inn á Siglufirði. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1972.
Hann hóf störf við blaðamennsku hjá
Vísi 1977 og starfaði þar til ársloka
1979 er hann tók við ritstjórn Sjávar-
frétta. Kjartan var blaðafulltrúi Versl-
unarráðs Islands frá 1981 þar til hann
varð ritstjóri Frjálsrar verslunar fyrir
skonunu. ’ ; - -KR
út Invinirvog gj'eitt-relkBÍiigaá útborgunardegUjipphafi-hvei'ainánaðar.