Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verðkönnun á kindakjöti Að undanfömu hefur talsvert verið rætt um þróun smásöluálagningar á kindakjöti. í þeirri umfjöllun kom fram að smásöluálagning á einstökum hlutum kindakjöts heíur á undan- fömum árum hækkað um allt að 589% á föstu verðlagi auk þess sem íullyrt hefur verið að kaupmenn fái sambæri- legt verð fyrir skrokkinn og bændur. Nú hefúr Verðlagsstofnun gert stóra verðkönnun og athugun á þróun álagningar á kindakjöti undanfarin ár og leiða niðurstöður þessara at- hugana í ljós að fyrri upplýsingar hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Helstu niðurstöður úr athugun Verð- lagsstofhunar sýna að álagning á kindakjöti var sem hér segir í septemb- er 1982 og í febrúar 1986: Heilir skrokkar 11,2% 10,2% Súpukjöt 24,3% 17,0% Hryggur 6,8% 16,8% Læri 6,8% 16,80/? Eins og þessar upplýsingar bera með, sér hefur átagning á hrygg og læri hækkað úr 6,8% í 16,8% en álagning á skrokkum og súpukjöti hefur lækk- að. í þessu sambandi ber að athuga að álagning er frjáls og er því mismun- andi eftir verslunum og breytist frá einum tíma til annars. Meðalálagning á einstökum hlutum kindakjöts, sem er sundurhlutað og pakkað, reyndist vera 15,8%-18,2%. Verð á kindakjöti er að jafnaði hærra í Reykjavík en á stöðum sem athugaðir vom utan höfuðborgar- svæðisins. Var verðið um 5% hærra en á Akureyri, um 20% hærra en á Sauðárkróki, 6% hærra en á Isafirði og Bolungarvík og 12% hærra en á Austurlandi. í meðfylgjandi töflu sjást niðurstöður Verðlagsstofhunar á verði á kindakjöti í ýmsum verslunum í Reykjavík annars vegar og verðið á höfuðborgarsvæðinu miðað við annars staðar á landinu hins vegar. -S.Konn. Verð á kindakjöti á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 1986, kr/kg. Meðal Hæsta Lægsta Mism. í % hæsta og lægsta Meðal smásölu- smásöluv. smásöluv. smásöluv. verði álagn. Heilir skrokkar sagaðir 223 237 174 36% 10,2% Læri heil 356 503 255 97% 16,8% Lærisneiðar úr miðlæri 463 549 316 74% 17,1% Lærisn. aðrar 342 395 209 89% 16,5% Hrvggir heilir 345 503 225 124% 16,8% Kótilettur 353 388 225 72% 16,2% Frampartar 233 320 149 115% 15,8 Slög 58 98 25 292% 18,2% Súpukjöt valið 250 346 210 65% 17,0% Súpukjöt annað 192 252 140 80% 16,8% Meðal smásöluverð á kindakjöti í febrúar, kr/kg. Höfuðb.sv. Akureyri Sauðárkr. Ísafj/Bol. Austurl. Heilir skrokkar sagaðir 223 220 203 218 227 Læri heil 356 359 281 354 314 Lærisneiðar úr miðlæri 463 443 329 380 378 Lærisn. aðrar 342 324 356 324 Hrvggir heilir 345 315 278 306 304 Kótilettur 353 332 300 348 332 Frampartar 233 248 193 204 186 Slög 58 55 52 72 68 Súpukjöt valið 250 281 233 269 252 Súpukjöt annað 192 166 208 231 221 Gott verð- fyrirmyndar merking Það heyrir til undantekninga að krydd sé merkt með islenskum áletrunum. Neytendur ættu að sýna að þeir meti þetta með því að kaupa slikar vörur. DV- mynd PK Verð á kryddi er afar mismunandi eins og neytendur hafa tekið eftir. Því datt okkur i hug að benda á þetta krydd sem við rákumst á í Hagkaupi á dögun- um. Þetta er hið góða og alhliða krydd season all, 250 g og kostar 52,60 kr. Þetta krydd er framleitt af Tindavöllum hf. á Akureyri og er með íslenskum merkingum og neytendaupplýsingum. Alveg til fyrirmyndar.-A.Bj, Mikill verðmunur á jarðhnetum Neytandi hringdi: Eg keypti mér jarðhnetur í Heilsu- markaðinum í Hafnarstræti á dögun- um. Þær kostuðu 296 kr. kg með hýði. Nokkrum dögum seinna átti ég leið í Hagkaup og þar kostuðu nákvæmlega samskonar jarðhnetur 167 kr. Mér finnst full ástæða til þess að þakka þeim Hagkaupsmönnum fyrir hve dyggilega þeir hafa gengið á undan öðrum á þeirri braut að hafa á boðstólum ódýrar vörur." -A.Bj. Verðbreytingar og hækkun á landbúnaðarvörum Kílóið af 1. flokks smjöri lækkar úr 410 kr. í 275 kr. Þessi verðlækkun stendur þar til búið er að selja 1100 tonn. Nú síðastliðinn mánudag tóku gildi verðbreytingar á landbúnaðar- afurðum. Aiúrðaverð til bænda hækkaði um 5,6% og gerir það að verkum að nokkur hluti landbúnað- arvara hækkar um 5-6%. Kindakjöt og mjólk munu þó ekki hækka vegna aukaniðurgreiðslna sem koma annars vegar úr ríkissjóði og hins vegar frá bændum. Nauta- kjöt hækkar hins vegar um rúm 5% og sömuleiðis skyr, rjómi og aðrar mjólkurafurðir. Vara Áður Nú Rjómi 'A 1 108,20 113,60 Rjómi 'A 1 54,60 57,40 Þeytirjómi 62,70 65,80 Kaffirjómi 35,70 37,40 Skyr 500 g 30,10 31,70 Skyr 200 g 12,00 ' 12,70 Ostur 26% 330,50 kg 346,80 kg Osturl7% 275,80 kg 289,90 kg Smjörið hefur aftur á móti lækkað verulega í verði en meginástæðan fyrir þeirri lækkun er mikil birgða- söfhun sem hefur átt sér stað undan- fíirið. Verðlækkunin er þó tíma- hundin eða þar til búið er að selja 1100 tonn af smjörljallinu. Smjör áður nú 1. fl. kg.verð 410,- 275,- 2. Ð. kg.verð 386,40 248,80 Verðhækkanirnar koma óhjá- kvæmilega frekar illa við heimilin þar sem mjólkurafurðir eru nokkuð stór þáttur af mataræði ílestra. en á móti kemur þessi mikla verðlækkun á smjöri og niðurgreiðslur á kinda- kjöti ogmjólk. Þessarniðurgreiðslur verða til þess að framfærsluvísitalan hækkar ekki eins mikið og búast hefði mátt við og er munurinn um 0.2%. -S.Konn. MARS heftið er komið Á blaðsölustöðum NÚN A Tímarit fyrir alla 3.HEFTI 45. ÁR MARS 1986 VERÐKR.160 lúmskur STÚKDÓMUR- leggst ÁKONUR Bls.77 Marilyn'- töfrarhennar DEY]A ALDREI Bls. 12 hk<>p ................................... I .íkanúnn, guos ......... v t skálkum <>tí skurkum ■••••...... Marilvn: Tofrar hcnn-.tr dcvja aUlrci .................... ! idstu miarliruyT kcims: 1 lincluisminn ..........;............... I lugsun.í orDunt .................. \lcf> Iv.tturskvcDju frá Russlandi ...... Ú r hcimi kcknav ísindanna .............. ’l'vcir á ísflögu .................... CrvalsljóD .......;.................. 1 .ionano: riórkia ltaliu .............. '9 Ótrúlcgt cn satt: Maóurinn scm myrtt torsctann \'ina-þáttur ................. 6o 6 "7 Bls.93 heimsókn í hemskjallarann Bls. 86 1 .úmskur sjúkcióntur ú konur ......... Nú cr cg klumsaí ............ I lcimsókn í hcimskjallarann • | h aó lciiTir saman karl og komh 77 91

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.