Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Leif Mikkelsen. „Versti dagur Irfs míns‘ - sagði Leif Mikkeisen, þjálfari Dana Frá Hauki Lárusi Haukssyni, frétta- ritara DV í Danmörku: „Þetta er versti dagur lífs míns en ég tel Per Fredericsen aðstoðarþjálf- ara ekki eiga neina sök á því hvemig fór,“ sagði þjálfari Dana, Leif Mik- kelsen, hann hann horfði á leikinn frá áhorfendapöllunum þar sem hann varíbanni. „Bæði horna- og línuspil okkar molnaði niður í harðri íslenskri vörn og ótti okkar um líkamlega harða heimsmeistarakeppni varð að veru- leika. Leikmenn mínir eru ekki nógu stórir og sterkir og dómararnir tóku ekki nógu hart á málunum. Þeir áttu t.il að mynda að vísa Kristjáni Ara- syni tvívegis af leikvelli er hann sló Jurgen Glover í sókn íslendinga. Það er ekki hægt að kenna dómurunum um tapið þar sem íslendingarnir léku mun betur 'og verðskulduðu sigur- inn,“ sagði Mikkelsen sem var mjög niðurlútur í búningsherbergi danska liðsinseftirleikinn. -fros Erfitt að pissa „Það gekk mjög eiiiðlega að pissa i glasið. Ég held að allur vökvinn hafi verið farinn úr likamanum,11 sagði fyrirliði landsliðsins, Þorbjörn Jensson í samtali við DV i gærkvöldi en eftir leik íslands og Danmerkur voru hann og Þorbergur Aðalsteins- son kallaðir í lyfjapróf. Eins og fram hefur komið hér í DV er vandlega fylgst með lyfjanotkun leikmanna þeirra liða sem hér leika í Sviss og íslensku leikmennirnir hafa ekki farið varhluta af því. Áður voru þeir Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson boðaðir ti. lyfjaprófs eftir leikinn gegn Tékkum í forkeppninni. -SK. Everton í 6. umferðma Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi: Everton tryggði sér í gærkvöldi rétt í 6. umferð ensku bikarkeppn- innar, þegar liðið sigraði Tottenham, 2-1, í gærkvöldi. Sanngjarn sigur Everton, Englandsmeistaramir réðu lengstum gangi leiksins. Þó slasaðist fyrirliðinn, Kevin Ratcliffe, í fyrri hálfleik. Kendall stjóri beið með það í átta mínútur að setja varamann ínn á. Það gerði hann svo og það var einmitt varamaðurinn, Adrian He- ath, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 50. mín. Á 73. mín. komst Everton í 2-0 með marki Gary Lineker. Mark Falco minnkaði muninn á 79. mín. og lokakaflann reyndi Tottenham mjög að jafna. Það tókst ekki og í 6. umferð leikur Everton á útivelli annað hvort við Arsenal eða Luton. hsím ISLENDINGAR RÚLLUDU DÖNUM UPPÁHM Verður draumurinn um i píuleikunum 1988að \ ísland hefur góða möguleika á að leika um fimmta sætið á HM Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða- manni DV á HM í Sviss: Eftir langstærsta sigur Islands á Danmörku á erlendri grund eru miklir möguleikar á því að íslenska landsliðið leiki hér um 5.-6. sætið og er það vissulega frábær árangur sem fáir hefðu látið sig dreyma um fyrir keppnina svo ekki sé talað um stöðu mála eftir tapið í fyrsta leiknum gegn Suður-Kóreu. Miklir möguleikar eru á að ísland hafi tryggt sér sæti á ólympíuleikunum í Seoul 1988 með þessum sigri. íslenska landsliðið hefur aldrei sýnt eins góðan leik og í gærkvöldi í síðari hálfleik gegn Dönum. íslend- ingar léku handknattleik eins, og hann gerist bestur og Danir vissu hvorki í þennan heim né annan. Eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn skoruðu íslendingar 15 mörk í síðari hálfleik gegn aðeins 6 mörkum Dana og það segir það sem segja þarf. Leikur Islendinga og Dana í gær- kvöldi var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Eins 'og áður sagði er þetta stærsti sigur sem við höfum unnið gegn Dönum á erlendri grundu. Þetta var annar stærsti sig- ur á Dönum frá upphafi og fyrsti sigur okkar á Dönum í heimsmeist- arakeppni og öðrum álíka stórmót- Og það leyndi sér ekki að íslenska landsliðið hafði unnið snilldarafrek í gærkvöldi þegar flautan gall til merkis um leikslok. í annað sinn í þessari keppisferð sturluðust allir Islendingar sem í Almend Festhallen STEFÁN H W KRISTJÁNSSON , *** _ • mMlm BLAÐAMAÐUR I | DV SKRIFAR FRÁHM í SVISS * & í Luzern voru. Fjölmargir Islending- ar fylgdust með leiknum og hávaðinn og hvatningaróp þeirra jöfnuðust fyllilega á við stemmninguna í Laug- Þegar betri arangur en reiknað var með raunhæft að ætla að Island leiki um 5.-6. sætið „Fyrir heimsmeistarakeppnina var stefnt að sæti á næstu ólympíuleikum og eftir sigurinn í kvöld er ekki hægt annað en vera bjartsýnn á að það takist,” sagði Jón Hjal- talín Magnússon, formaður HSl, eftir leik- inn gegn Dönum. „Þetta var fráhær leikur hjá íslenska liðinu, vörnin var mjög góð svo og markvarslan og svo var mjög gaman að sjá Þorgils Ottar í slagnum á ný,” sagði Jón Hjaltalín. fram og við ætlum okkur til Seoul á næstu ólympíuleika," sagði Þorgils óttar Mathiesen. „Gaman að þessu” „Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur og þessi sigur þjappar okkur enn betur saman fyrir leikinn gegn Svíum. Árangur okkar hér er þegar orðinn betri en búist var við fyrir- ISLAND LEIKUR UM VERDLAUNASÆTI - segír Erik Veje Rasmussen „Þessi stórgóði leikur íslenska liðsins kom okkur í opna skjöldu og þá sér- staklega leikur liðsins í síðari hálf- leik,” sagði Erik Veje Rasmussen, stórskyttan i liði Dana sem leikur með Vfl Gummersbach í Vestur- Þýskalandi, eftir leikinn í gærkvöldi. „Það er mikið áfall fyrir danskan handknattleik að við skulum þurfa að leika i næstu b-keppni eins og allt bendir til. Við höfum leikið mjög illa í þessari keppni og vissulega eru það mikil vonbrigði en ég vil ekki segja að þessi úrslit gegn jslandi í kvöld þýði nánast dauða fyrir danskan handknattleik. Hitt er ljóst að íslenska liðið lék geysilega vel og það var engin skömm að tapa fyrir því. Ég spái því að ísland vinni Sví- þjóð og lendi í því að leika um verð- launasæti hér í Sviss,” sagði Erik Veje. -SK „Raunhæft aö tala um 5.-6. sæti” „Eftir þennan rosalega sigur er raunhæft að tala um að íslenska liðið lendi í 5. eða 6. sæti þegar upp verður staðið. Síðari hálfleikurinn er það langbesta sem ég hef séð til landsliðsins frá upphafi," sagði Gunnar Kjartansson dóm- „Þetta var ævintýralegur sigur og ég verð að segja eins og er að ég bjóst aldrei við svona stórkostlegum sigri íslenska liðsins. Við eigum stóran möguleika gegn Svíum og ég spái því að við vinnum tveggja marka sigur. Eftir þessi úrslit yrði draumaendir að lenda í 5. eða 6. sæti," sagði Rögnvald Erlingsdómari. Bogdan erfrábær „Það er greinilegt að íslenska landsliðið er í mjög góðri æfingu og það er einnig ljóst að það er 100% rétt sem Bogdan landsliðsþjálfari hefur verið að gera. Ef við vinnum Svía leikum við um bronsverðlaunin en ef við töpum og Ung- verjar vinna Suður-Kóreu þá er öruggt að.við leikum um 5. 6. sætið,” sagði Þórður Sigurðs- son í farastjórn HSÍ. „Það var hugsanlega mjög sálrænt fyrir okkur að fá Þorgils Óttar í liðið á ný. Við vorum mjög óheppnir í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik náðum við áð teygja vel á vörn Danaima. Michael Fenger tók mig mjög stíft í horninu og við það losnaði vel um Atla sem blómstraði í síðari hálfleik eins og Einar Þorvarðarson,” sagði Guðmundur Guðmundsson. -SK „Átta ára vera Dana á toppnum á enda - skrifaði danska blaðið Aktuelt Frá Hauki Lárusi Haukssyni, frétta- ritara DV í Danmörku: „Átta ára vera Dana á handknatt- leikstoppnum er á enda,“ sagði danska blaðið Aktuelt eftir sigur ís- lendinga á Dönum í gærkvöldi. Blaðið segir: „Vonlaus síðari hálf- leikur þar sem liðsheildin brotnaði algjörlega gegn baráttuglöðum ís- lendingum orsakaði stóran skell gegn Islandi eftir að Danir höfðu leikið ágætlega í fyrri hálfleik. Blað- ið sér ekki ástæðu til þess að hrósa nema tveimur leikmönnum Dana fyrir frammistöðuna, þeim Morten Stig Christiansen og Michael Fen- ger. Grófir íslendingar Það heyrir til undantekninga að Danir kvarti ek’ki undan grófum Is- lendingum og blaðið segir að sóknar- leikmenn Dana hafi hreinlega kvarnast í íslensku vörninni. Einna harðorðastur er Jens Eric Roepstoerf er sagði: „Þegar maður keyrði inn í íslensku vörnina var maður bara sleginn. Þeir reyna ekki að halda manni. Þeir bara slá.“ Þrátt fyrir neikvæðan tón Dana mátti sjá það fyrir leikinn að þeir voru við hinu versta búnir. Mikið var skrifað um stórskytturnar Kristj- án Arason, Atla Hilmarsson og Sig- urð Gunnarsson og danska sjón- varpið sýndi fyrir leikinn í gær syrp- ur með þeim þremenningum auk þess sem sýnt var frá markvörslu Einars Þorvarðarsonar. Þá hættu Danir við að sýna leikinn beint eins og til stóð, sýndu þess í stað aðeins kafla frá leiknum. Dæminu snúið við Sjónvarpsþulurinn danski sagði í lok útsendingarinnar að nú væri dæminu snúið við. - Nú gætu Danir farið að læra af Islendingum. Þeir væru ekki bara baráttuglaðir eins og alltaf. Þeir væru virkilega farnir að leika góðan handknattleik. Þess má í lokin geta að tapið kemur að öllum líkindum til með að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Dani. Flestallt bendir til þess að liðið þurfi að leika í næstu b-keppni og taka þátt í undankeppninni fyrir ólymp- íuleikanaíSeoul. -fros ardalshöllinni þegar hún er sem best. Það var eins og íslenska liðið væri að leika á heimavelli og ekki heyrðist stuna né hósti frá þeim Dönum sem í höllinni voru. Gleðin í lokin var hreint ólýsanleg og það er ekki laust við að maður verði hálfklökkur þegar hugsað er til þess möguleika að íslenska landsliðið leiki um verð- launasæti í þessari heimsmeistara- keppni. En það má ekki gleyma því að leikurinn gegn Svíum er eftir og hann skiptir okkur öllu máli. Stórkostlegur árangur Nú þegar hefur íslenska landsliðið' náð hreint frábærum árangri hér í. Sviss. Liðið hefur sýnt það svo ekki. verður um villst að það er í feikna- ■" lega góðri æfingu og í betri æfingu; en mörg lið sem hér leika. Það komí á daginn, sem margir sögðu fyriri þennan leik, að Danirnir höfðu ekki; úthald í nema rúmlega einn hálfleik; Lístvel Gummc -segirKristj „Jú, það er rétt að forráðamenn Gummersbach ætla að ræða við mig en það er of snemmt að segja til um hvort ég fer til liðsins. Það verður Fimmtán | Þrátt fyrir að rúmlega 900 áhorf- endur hefðu verið í Almend Fest- halle í Luzern í gærkvöldi yfir- gnæfðu hvatningaróp íslensku áhorfendanna öll önnur hróp og Leikurin Árangur íslensku leikmannanna gegn Dönum í gær var frábær í sókn og vörn. Markavarsla Einars Þor- varðarson glæsileg í siðari hálfleik. ísland átti 43 sóknir og skoraði 25 mörk eða 58% sóknarnýting. Árang- ur einstakra leikmanna. • Atli Hilmarsson skoraði átta mörk í 11 skottilraunum. Átti tvær línusendingarsem gáfu mörk. Tapaði knetti einu sinni. • Kristján Arason skoraði sex mörk úr 12 skottilraunum. Eitt úr víta- kasti, misnotaði annað. Glataði knetti einu sinni. • Páll Ólafsson skoraði 4 mörk úr 6 tilraunum. Fiskaði eitt víti, tappði knetti einu sjnni. • Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 2 mörk úr 2 tilraunum. • Bjarni Guðmundsson skoraði 2 mörk úr 3 tilraunum. Fiskaði eitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.