Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986.
31
Sandkorn Sandkorn
Eysteinn Helgason
Íhaldið hjá
Sambandinu
Það er ótrúlegt en satt að
allmargir íhaldsmenn hafa
komist til valda og metorða
innan Framsóknarvígisins
Samvinnuhreyfingarinnar.
Þetta kemur fram í ítar-
legri grein í tímaritinu
Þjóðlífi sem lítur dagsins
ljós í lok vikunnar. Þar er
gerð ítarleg úttekt á SÍS og
stjórnendum þess, t.a.m.
bakgrunni þeirra. Og þar
kemur ýmislegt sérkenni-
legt í ljós.
Það er langt frá því að
allir frammámenn í SIS séu
bornir og barnfæddir í
hreyfingunni. Til dæmis
eru nefnd dæmi um Eggert
Á. Sveinsson, fram-
kvæmdastjóra fjárlaga-
deildar SÍS. Hann var áður
hjá Hagvangi og er fyrrver-
andi stjórnarmaður í
Heimdalli. Eysteinn Helga-
son, verðandi fram-
kvæmdastjóri hjá Seafood
Corporation, var vel virkur
í Vöku i Háskólanum.
Auglýsingastjóri Sam-
bandsins, Guðmundur
Jónsson, er í stjórn fulltrú-
aráðs sjálfstæðisfélaganna
i Reykjavík. Hann var
blaðafulltrúi hjá banda-
ríska hernum í „den“. Og
María Ingvadóttir, formað-
ur Hvatar, er nýlega byrjuð
að starfa hjá hagdeild SÍS.
María er viðskiptafræðing-
ur að mennt og á sjálfsagt
eftir að klifra upp stigann.
Merkilegt - ekki satt.
Kjaftfor krakki
Að þessu sinni er það
austfirska blaðið Þingmúli
sem léttir okkur lifið:
Margir hafa munninn
fyrir neðan nefið, þótt ekki
séu þeir háir í loftinu. I
skóla einum átti kennari í
erfiðleikum með að kenna
snáða nokkrum margföld-
unartöfluna. Þráspurði
hann drenginn hvað 2x6
væri mikið. Eitthvað mun
stráksi hafa verið orðinn
leiður á þrasinu í kennar-
anum því hann þeysti út úr
sér: „120 - ef þú bætir sjálf-
um þér aftan við útkom-
una.“
Útvilek
Það getur stundum verið
giftu fólki þraut og pína vilj i
það fara út að skemmta sér
þegar betri helmingurinn
kýs að vera heima. Svona
tilfelli koma víst alltaf upp
öðru hveiju. Þau leysast
yfirleitt þannig að báðir
helmingarnir hanga heima.
En sumir eru ráðabetri
en aðrir. Sú var raunin með
ungu konuna sem langaði
þessi ósköp að fara út að
skemmta sér eina helgi
fyrir stuttu. En kallinn
sagði nei! Kvöldið skyldi
tekið rólega og punktum og
basta.
Eiginkonan hafði ekki
mörg orð um málið. En
með kvöldkaffinu bar hún
bónda sínum samloku með
dýrindis salati. Hann hám-
aði þetta í sig og féll i fasta-
svefn skömmu síðar. Kon-
an dreif sig aftur á móti í
sparigallann og skellti sér á
ball. Þar dansaði hún
áhyggjulaus fram á nótt,
enda hafði hún mulið góðan
slurk af svefntöflum og sett
saman við salatið í brauði
eiginmannsins. Hann, aftur
á móti, svaf svefni hinna
réttlátu langt fram á næsta
dag.
Gljúfrasteinn
á listanum
Listi Alþýðubandalagsins
í Mosfellssveit fyrir kom-
andi sveitarstjórnarkosn-
ingar hefur nú verið skip-
aður. Ekki verður annað
sagt en að Gljúfrasteinn
setji svip sinn á hann að
þessu sinni. í öðru sæti list-
ans er Sigríður Halldórs-
dóttir Laxness. Heiðurssæti
hans skipar svo Auður
Sveinsdóttir Laxness á
Gljúfrasteini.
Auður Laxness
Næturlífíð lokkar.
Skreið inn á
húsfreyju
Og enn höldum við okkur
við sögurnar úr næturlif-
inu. Áð þessu sinni er
komið við í Sandgerði:
Að sögn Víkurfrétta fékk
húsfreyja nokkur óvenju-
lega heimsókn á dögunum.
Konan, sem býr ein með
dóttur sinni á jarðhæð,
varð vör við það að maður
stóð yfir henni þegar hún
vaknaði rétt fyrir klukkan
sex um morguninn. Kon-
unni brá að vonum og hafði
maðurinn sig þá hið skjót-
asta í burtu.
Lögreglunni var að sjálf-
sögðu tilkynnt um atburð-
inn. Er hún kom á staðinn
voru augljós verksum-
merki eftir manninn. Hann
hafði spennt um læsingar-
járnið á glugganum til þess
að geta skriðið inn. Slíkur
var hugurinn.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir__________Kvikmyndir
REGNBOGINN - MADUR OG KONA HVERFA
Draumur um veruleika?
★ ★★
Charlotte Rampling og Michel Piccoli í hlutvcerkum sínum.
Maður og kona hverla (Viva la vie).
Leikstjóri: Claude Lelouch.
Aðalleikarar: Charlotte Rampiing, Michel
Piccoli, Jean-Louis Trintignant og Charles
Aznavour.
Það má með sanni segja að Claude
Lelouch komi á óvart með tuttug-
ustu og sjöttu kvikmynd sinni,
Maður og kona hverfa. 1 tæpan
aldarfjórðung hefur hann verið boð-
beri rómantikurinnar í frönskum
kvikmyndum og hefur árangurinn í
heild satt að segja verið misjafn. I
flestum mynda sinna hefur Lelouch
yfirkeyrt með sykursætri tónlist og
fagurri en leiðigjamri myndatöku.
Nokkrar hafa samt vakið athygli og
sú frægasta er vafalaust þriðja mynd
hans, Maður og kona (Un homme
et une femme), sem hann gerði 1966.
Sú mynd hlaut almennar vinsældir
og ýmis verðlaun að verðleikum,
þótt ekki geti ég neitað að mér fannst
aldurinn hafa farið nokkuð illa með
hana þegar ég.sá hana í sjónvarpinu
fyrir stuttu. Allar götur síðan hefur
Claude Lelouch verið einn vinsæl-
asti leikstjórinn í Frakklandi.
Nú, í Maður og kona hverfa tekst
Lelouch á við viðfangsefni sem erfitt
er að úskýra svo vel fari. I byrjun
myndarinnar hverfur þekktur mað-
ur i París. A sama tíma hverfur ung
og efnileg leikkona. Engin skýring
er á hvarfi þeirra og í fyrstu eru þau
ekki tcngd saman. Bæði koma þau
aftur fram á sjónarsyiðið eftir tvo
daga og geta ekki gefið skýringar á
hvarfi sínu. Þau hverfa jafnharðan
aftur. Hér er komið, að því er virðist,
efni í sakamálamynd. Svo einfalt er
það nú ekki. Þau birtast aftur, þá
bæði með höfuðumbúðir og geta sem
fyrr ekki gefið skýringu á hvarfi
sínu.
Málið vekur þjóðarathygli og ekki
minnkar spenningurinn þegar þau
fara að gefa út yfirlýsingar um tor-
tímingu jarðarinnar. Erum við hér
komin í vísindaskáldskap með boð-
skap? Kannski á yfirborðinu, en það
eru jarðbundnar skýringar sem
koma upp á yfirborðið þegar liður á
myndina, þótt langsóttar séu. Og
þegar áhorfandinn heldur að hann
sé búinn að fá botn í málið kollsteyp-
ist söguþráðurinn og áhorfandinn
situr uppi með ósköp venjulega
skýringu, eða hvað...?
Það má með sanni segja að Claude
Lelouch sé alltaf að koma áhorfand-
anum á óvart í Maður og kona
hverfa. Hann byrjar með því að
koma fram sjálfur í byrjun myndar-
innar og gefa áhorfendum smáágrip
af þvi hvað muni gerast en eftir það
verður áhorfandinn að treysta á
eigin dómgreind og athygli.
Maður og kona hverfa er um margt
merkileg kvikmynd þótt ég telji
Lelouch hafa færst of nukið í fang.
Boðskapurinn er margþættur og
sjálfsagt eru ekki allir sammála imi
gildi hans. Myndin er i heild helj-
armikið púsluspil sem erfitt er að
koma saman. Claude Lelouch hefúr
þó gert kvikmynd sem ekki gleymist
svo létt.
Hilmar Karlsson.
★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
Skrifstofuhúsnæði óskast
Skrifstofuhúsnæði óskast strax eða sem fyrst í Reykja-
vik. Þarf að vera 60-80 fermetrar.
Upplýsingar í síma 651182.
Markús Jóhannesson
VÉLRITUN
KVÖLDNÁMSKEIÐ
Námskeiðið hefst mánudaginn 10. mars og stendur
yfir í 5 vikur.
Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum frá kl. 19.10-20.30. Samtals 30
kennslustundir.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna blind-
skrift og undirstöðuatriði í vélritunartækni.
Þátttaka tilkynnist í síma 688400,
Verzlunarskóli Íslands,
Ofanleiti 1,
Reykjavík.
Ath. Starfsmenntunarsjóðir ríkisins, Reykjavíkurborg-
ar og VR styrkja félagsmenn sína til þátttöku á nám-
skeiðinu.
ffiTA
TiMrA
fttTA
TTA
Nýtt símanúmer
frá 1. mars 1986
O
JÓHANN ÚLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588