Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986.
15
Er stutt í jarðarför
Ríkismats sjávarafurða?
Undanfarið heíur mátt lesa í dag-
blöðum hástemmdar yfirlýsingar frá
Ríkismati sjávarafurða. Eitt dag-
blaðið sagði meira að segja í fyrir-
sögn að þama væri um byltingu að
ræða. Slík var fyrirsögnin af þeirri
nýtísku stjómun sem þama væri
verið aðinnleiða.
Við sem starfað höfum lengi við
fiskmat og þekkjum af eigin raun
þau vandamál, sem þar er um að
ræða, erum undrandi yfir þessari
óskiljanlegu skrúðmælgi. Hinn kaldi
raunvemleiki er sá að hjá Ríkismat-
inu hefur undanfarið ekki verið
tekið á neinu af þeim mörgu vanda-
málum er við blasa. Haldi svo fram
þá er stutt í jarðarför stofnunarinn-
ar, enda virðist að því stefnt.
Upphafið
Segja má að þessi óheillaþróun
heflist er núverandi sjávarútvegs-
ráðherra bar fram og fékk samþykkt
á alþingi frumvarp um Ríkismat
sjávaraíúrða og þar með var Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða lagt nið-
ur. Þama byrjaði skrúðmælgin um
að verið væri að leggja gmndvöll
að auknum gæðum sjávarafurða og
að um algjör þáttaskil yrði nú að
ræða í þeim efhum.
Þó var aldrei hægt að fá ráðher-
rann eða samstarfsmenn hans til
þess að benda á neina galla í eldri
lögum né heldur hvað það væri í
nýju lögunum um Ríkismatið sem
stuðlaði að bættu eftirliti og auknum
gæðum.
Margir sögðu að tilgangurinn með
þessum lagabreytingum væri sá einn
að gera ráðherra kleift að losna við
nokkra starfsmenn Framleiðslueftir-
litsins og fá þannig stöður til ráðstöf-
unar.
Hver var niðurstaðan? Heíúr eftir-
lit og skipulag skánað? Nei, þvert á
móti. Ég veit hins vegar um fjóra
starfsmenn Framleiðslueftirlitsins
sem ekki áttu kost á endurráðningu
hjá Ríkismatinu. Þetta vom þeir
fjórir starfsmenn sem vemlega
menntun höfðu, þ.e. efúaverkfræð-
ingur, líffræðingur, matvælafræð-
ingur og matvælatæknifræðingur.
Þetta vom allt hæfir og duglegir
starfsmenn með mikla starfsreynslu.
Þeir gegndu allir yfirmannsstörfum
hjá Framleiðslueftirlitinu.
Hvaða tilgangi það átti að þjóna
hjá sjávarútvegsráðherra að reka
best menntuðu starfsmennina skal
ekki fjallað um hér. Þarna var í
reynd um hreina niðurrifsstarfsemi
að ræða og hefúr fiskeftirlitið ekki
borið sitt barr síðan.
Menntun og reynsla
Ég tel að skilyrði fyrir vel reknu
fiskmati sé m.a. að starfsliðið sé
samsett af vel menntuðum sérfræð-
ingum, ,með góða yfirlitsþekkingu
annars vegar, og starfsmönnum með
langa starfsreynslu við fiskvinnslu
og fiskmat, sem þekkja af eigin raun
starfshætti og vandamál bæði á sjó
og landi, hins vegar. Ef slíkir starfs-
kraftar vinna vel saman skapast öll
skilyrði fyrir góðum árangri. Góður
árangur næst hins vegar ekki þegar
yfirmenn telja sig yfir það hafna að
nýta þekkingu þrautreyndra fisk-
matsmanna, eins og nú á sér stað.
Þá er það athyglisvert hvað menn
hafa enst stutt í forstjórastólnum í
tíð núverandi sjávarútvegsráðherra.
I ágúst sl. réði hann þriðja forstöðu-
manninn frá því að hann ýtti for-
stöðumanni Framleiðslueftirlitsins
fyrst úr stólnum, tveimur árum áður.
Ráðherra réði að þessu sinni náf-
rænda sinn og nafúa, sem að vísu
hafði aldrei komið nálægt fiskmati.
Eins og ég minntist á hér að fram-
an, þá streymir nú frá fiskmatsstjór-
anum yfirlýsingaflóð, mjög há-
stemmt, um endurskipulagningu og
nýtísku stjórnun. Framkvæmdin er
að þessu sinni í því fólgin að kalla
fyrir sig fiskmatsmenn með langa
starfsreynslu og tilkynna þeim
munnlega að þeir verði reknir. Slíka
fræðslu fengu yfirmatsmenn í
Reykjavík, Vestmannaeyjum, á
Akranesi, Siglufirði og fulltrúi í
Reykjavík.
Framámenn í sjávarútvegi í Vest-
mannaeyjum hrugðu hart við og
kröfðu fiskmatsstjóra skýringa á
uppsögn yfirfiskmatsmannsins.
Eyjamenn skildu ekki skrúðmælg-
ina um nýtísku stjórnun, en fisk-
matsstjóri varð að éta fyrri fullyrð-
ingar ofan i sig, draga uppsögnina
til baka og biðja um gott veður.
í Reykjavík gerðust svipaðir at-
burðir og í Eyjum varðandi yfirfisk-
matsmann þar.
Yfirfiskmatsmaðurinn, sem búsett-
ur er á Siglufirði, er einn hæfasti
saltsíldarsérfræðingur landsins, en
það passar víst ekki inn í nýja kerfið.
Yfirfiskmatsmaðurinn á Akranesi
og fulltrúinn í Reykjavík hafa báðir
fengið skriflegar' uppsagnir. Annar
þeirra hætti með hálfs mánaðar fyr-
irvara. Þeir hafa báðir starfað við
fiskmat í áratugi, og annar þeirra
nær hámarksaldri ríkisstarfsmanna
á næsta ári.
Óskiljanlegt
Ég hef engan mann hitt sem skilur
ástæður þessara uppsagna né þær
hvatir sem að baki búa.
Sagt er að sjávarútvegsráðherra
afsaki sig nú með unggæðingshætti
og reynsluleysi fiskmatsstjórans
þegar hann lendir í vanda út af
þessum málum.
En stafa þessar uppsagnir þá ekki
af því að verið sé að fækka fólki með
bættu skipulagi? Nei, öðru nær.
Á sama tíma og verið er að reka
þrautreynda fiskmatsmenn er aug-
lýst eftir fólki. Það er verið að segja
upp fagmönnum en fjölga á skrifstof-
unni.
Búnar hafa verið til stöður fulltrúa
fiskmatsstjóra. undirskriftastjóra
útflutningspappíra, fjármálastjóra
o.fl. Öllum þessum störfum gegndi
skrifstofustjórinn áður og fór létt
með. Sami maður gegnir enn starfi
skrifstofustjóra.
Fjármálastjórinn er fyrrverandi
yfirkennari og skólastjóri.
Gæti nokkuð verið hæft í því að
maðurinn sé á vegum flokksins?
Þá hefur verið mynduð enn ný
a „Sagt er að sjávarútvegsráðherra af-
^ saki sig með unggæðingshætti og
reynsluleysi fiskmatsstjórans þegar hann
lendir í vanda út af málum þessum.“
PÉTUR H. ÓLAFSSON
FISKMATSMAÐUR
staða, rekstrarstjóri. Rekstrarstjór-
inn á að stjórna og skipuleggja störf
yfirfiskmatsmanna og ferskfiskmats-
manna.
Reynslulaus
Samkvæmt lögum eiga fúlltrúar
að stjórna vfirfiskmatsmönnum og
þeir aftur að stjóma matsmönnum.
Fulltmar og yfirfiskmatsmenn eru
yfir 25 talsins en ferskfiskmatsmenn
um 60. Rekstrarstjórinn hlýtur að
vera ákaflega afkastamikill og hæfur
maður að taka slíkt að sér. Sérstak-
lega þar sem liggur fyrir að hann
hefur enga starfsreynslu eða mennt-
un á sviði sjávarútvegs.
Við hvað starfaði maðurinn áður?
Hann var framkvæmdastjóri
F ramsóknarflokksins.
Ætli stóllinn hafi verið farinn að
gliðna undir honum og flokkurinn
því þurt að útvega honum starf?
Þá hefur það heyrst að nokkrir
framsóknarmenn séu á biðlista eftir
störfum. Ætli það verði því ekki sagt
upp til viðbótar nokkrum revndum
og hæfum fiskmatsmönnum og
þannig fengnar stöður til ráðstöfun-
ar. Jafnframt yrðu birtar hástemmd-
ar lýsingar á því að með þessu væri
verið að stuðla að auknum gæðum
sjávarafurða. bættu skipulagi og
nýtísku stjórnun eftirlitsins.
Framsókn sér um sína.
Pétur H. ÓLafsson
„Blíð trú“ og raunsæ
Kjallarinn
EÐVARÐT.
JÓNSSON
I greinum, sem birst hafa í banda-
rísku tímaritunum Time og News-
week um ofsóknimar á hendur
Bahá’íum í íran, hefur Bahá’í trúin
stundum verið kölluð „blíð trúar-
brögð“ („a gentle Faith“). Þama er
sennilega höfð í huga sú staðreynd
að írönsku Bahá’íarnir gerðu ekki
tilraun til að verja sig þegar bylting-
arverðir komu eftir þeim á heimili
þeirra og vinnustaði og sýndu mikla
rósemi og jafnvel vingjarnleik gagn-
vart ofsækjendum sínum í þeim rétt-
arhöldum, sem sýnd vom í sjónvarpi
og vestrænir fréttamenn höfðu að-
gang að. Sjálfsagt em líka hafðar í
huga meginreglur Bahá’í trúarinnar,
sem kenna einingu og gagnkvæma
virðingu allra mannsins bama, jafn-
rétti, róttláta skiptingu lífsgæða og
banna um leið stranglega hvers
konar ofbeldi, yfirgang og sundmng.
En að kalla Bahá’í trúna „blíða trú“
segir þó aðeins hálfa söguna. Alda-
gamalt misrétti, arðrán, styrjaldir
og fordómar hafa kallað skelfilegar
hörmungar yfir mikinn meirihluta
mannkynsins. Blíðskapur má sín þvf
miður lítils gegn þessu hryggilega
böli. Til að fyrirbyggja atlan mis-
skilning skal strax tekið fram að
Baahá’í trúin tilheyrir ekki þeim
trúfélögum sem bíða eftir yfimáttúr-
legri íhlutun f jarðnesk málefni, alls-
herjarkraftaverki sem á að frelsa
heiminn frá þjáningum hans. Hafi
maðurinn brotið niður og eyðilagt
verður maðurinn sjálfur að byggja
upp og bæta.
Ávarp til þjóða heimsins
I tilefúi árs friðarins, sem nú stend-
ur yfir, sendi Allsherjarhús réttvís-
innar f Haifa (æðsta stjórnstofnun
Bahá’í trúarinnar) frá sér ávarp til
allra þjóða heimsins sem sýnir vel
„hina hliðina" á þessari trú, þ.e.
raunsætt viðhorf hennar til þess
ógnþmngna vanda sem steðjar að
heimsbyggðinni og öllum íbúmn
hennar, og um leið em settar fram
raunhæfar lausnir á þessum vanda.
A síðustu mánuðum hefur verið
unnið að því að dreifa þessp bréfi,
persónulega eða á annan hátt, til
allra veraldlegra og andlegra leið-
toga sem vilja á annað borð veita
því viðtöku og til allra annarra sem
vilja kynna sér innihald þess.
Hvað stendur svo í þessu ávarpi?
f fyrsta lagi greinir það ríkjandi
klofning í málefnum manns og heims
og sú greining er um leið framúr-
skarandi skilmerkileg og snjöll
menningarsöguleg úttekt á orsökum
núverandi kreppuástands, andlegs
og efhahagslegs, í lífi einstaklinga
og þjóða og í alþjóðlegum samskipt-
um. í öðm lagi eru gefin skýr og
ótvíræð svör við spurningunni um
hvert heimurinn stefnir og svarið
kemur kannske mörgum á óvart:
hann stefnir, þrátt fyrir allt, í átt til
einingar og aukins samræmis. Segja
má í stuttu máli að ávarpið fjalli um
markmið mannlegrar þróunar. um
öflin sem vinna með þessari þróun
og öflin sem vinna gegn henni og
það svarar spumingunni um hvað
mun að endingu leiða mennina til
þessa markmiðs og hverjir það verða
sem njóta munu góðs af því.
Hér er ætlunin að fjalla stuttlega
um þann hluta friðarávarpsins sem
lýtur að einingu þjóða heimsins. Þar
er nefnilega fúllyrt að þetta sé mark-
mið sem maðurinn sem tegund hafi
stefnt að leynt og ljóst frá upphafi
vega, óaðskiljanlegt mannlegri við-
leitni og mannlegri reynslu, gnmn-
stefið i trúarbrögðum mannkynsins.
Þar er einnig fullyrt að einingar-
hvötin sé manninum ásköpuð - hann
leiti einingar af sömu knýjandi þörf
og þvrstur maður vatns. Á okkar
dögum birtist þessi hneigð skýrast f
stofnun alls konar samtaka og
bandalaga, sem hafa það að mark-
miði að gæta innbyrðis hagsmuna
aðildarríkjanna. Sem dæmi eru
nefnd ASEAN-löndin, CARICOM,
COMICON. OAU og OAS og banda-
lag landa f Suður-Kyrrahafi („South
Pacific Forum"). Margir hafa orðið
til að neita því að einingarhvöt sé
ásköpuð mannlegri viðleitni þrátt
fyrir vitnisburð sögunnar um þróun-
ina frá smæstu þjóðfélagseiningun-
um. fjölskyldu. ættbálk. borgríki. til
nútíma þjóðveldis. Þessi hugmynd
um einingarhvötina sem rauðan
þráð í þroska mannsins sem tegund-
ar veldur þó líklega engum erfiðleik-
imi nema þeim sem draga i efa tilvist
fyrirbrigða eins og ..mannseðlis".
..sögulegrar þróunar" o.s.fi'v.. og þeir
eru revndar ófáir. Það hafa meira
að segja verið færð fram vitsmunaleg
rök fyrir því að ekki sé til neitt
mannkyn. Væntanlega gefst tæki-
færi til þess síðar að skýra sjónarmið
Bahá’í trúarinnar á þessum málum.
En þeim sem efast um að mannkvnið
stefni núna. eða hafi nokkru sinni
stefnt. f átt til einingar má benda á
reynslu þjóðanna á meginlandi
Evrópu. Fyrir frönsku stjórnarbylt-
inguna voru í Evrópu um 330 sjálf-
stæð rfk og landsvæði. Eftir seinni
heimsstyrjöldina voru ríki utan
áhrifasvæðis Sovétríkjanna 18 tals-
ins. Á síðustu áratugum hafa hinar
stærstu og voldugustu meðal þessara
þjóða stefnt að efhahagslegri sam-
einingu V-Evrópu og það er sögð
vera aðeins bvrjunin á því sem koma
skal: Bandaríkjum V-Evrópu.
Samruni þjóðanna
Þótt nálega öll eining sé af hinu
góða er sammni þjóðanna í mörg
hagsmunasamtök ekki sú eining sem
átt er við i friðarávarpi Allsherjar-
húss‘ réttvisinnar. heldur er þar átt
við einingu þar sem ekki lengur er
neitt svigi-úm fyrir hagsmunaágrein-
ing af neinu tagi - þar sem í stuttu
máli hagsmunir einnar þjóðar eru
hagsmunir allra þjóða. Efnahags-
bandalag Evrópu stefnir að sam-
ræmingu allra þeirra hagnýtu þátta
sem geta auðveldað samskipti milli
bandalagsrfkjanna. Eitt vegabréf og
einn gjaldmiðill á t.d. að gilda yfir
öll bandalagsríkin. Norræn nefnd
sérfiæðinga í atvinnumálum. með
forstjóra Volvo í forsæti, hefur lagt
til að sams konar tilhögun verði
tekin upp fyrir Norðurlöndin - þau
verði gerð að einu þjóðlandi hvað
snertir lýðréttindi og efnahag. Hve-
nær beinum við augum okkar að
heiminum sem heild? Við erum,
þegar allt kemur til alls, ekki annað
en ein Qölskylda, sundruð af stétta-
og hagsmunaágreiningi, trúar- og
þjóðernisfordómum. Stærsti hluti
þessarar fjölskyldu hefúr engin
mannréttindi, lifir á mörkum hung-
urdauðans, hefur hvorki tækifæri til
atvinnu né frumstæðustu skóla-
göngu og eygir, undir núverandi
kringumstæðum, enga von til betri
og réttlátari lffskjara. Á meðan víg-
girða ríkar þjóðir Vesturlanda sig
innan bandalaga, sem í raun hafa
ekkert annað markmið en viðhalda
óbreyttu ástandi.
Það er m.a. að þessum málum sem
friðarávarp Allsherjarhúss réttvís-
innar biður þjóðir heimsins, menn
og konur, unga og gamla, góðfúslega
að beina augum sínum.
Eðvarð T. Jónsson.
a „En þeim sem efast um að mannkynið
^ stefni núna, eða hafi nokkru sinni
stefnt, í átt til einingar, má benda á reynslu
þjóðanna á meginlandi Evrópu.“