Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Side 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. Útlönd Utlönd Utlönd Utlönd Afghanistan: STRIÐIÐ ENDALAUSA Styrjöldin í Afghanistan hefur nú staðið í rúmlega fimm ár og virðist engin lausn í sjónmáli á ástandinu þar. Fómarlömb styrjaldarinnar skipta hundruðum þúsunda og yfir fjórar milljónir Afghana hafa hra- kist frá heimalandi sínu og búa nú í útlegð í ýmsum löndum. Stríðið hófst þegar flokkur hlið- hollur Sovétríkjunum komst til valda eftir stjórnarbyltingu í landinu og magnaðist þegar Sovét- menn réðust inn i landið í desember 1979 til að aðstoða stjórnarherinn í baráttunni við skæmliða. En þrátt fyrir mun fjölmennara herlið og betri búnað hefur Sovétmönnum ekki tekist að brjóta andspyrnuna á bak aftur. Barátta gegn sameiginlegum óvini Á sama hátt og afghanska þjóðin samanstendur af mörgum ólíkum þjóðflokkum. sem trúin sameinar, er andspyrnuhreyfingin samsett úr mörgum mismunandi hópum sem standa fyrir mismundandi hug- myndafræði. Hinar ólíku fylkingar hafa kannski ekki sömu markmið eða sömu framtíðarsýn, en það sem sameinar þær er baráttan gegn sameiginlegum óvini og fyrir frjálsu Afghanistan. Þjóðemissinnar eru stærsta og áhrifamesta fylkingin, þá kemur Lýðræðisfylkingin, sem aðhyllist lýðræði að vestrænni fyrirmynd, og vinstri sinnar, sem verið hafa hallir undir Kínverja, eru þriðji stærsti hópurinn. Þeir hafa hins vegar átt í innbyrðis deilum sem hefur veikt stöðu þeirra. Öfgasinnarnir innan andspymu- hreyfingarinnar eru svo bókstafs- trúarmennirnir sem hafa einnig töluverð áhrif og njóta einkum stuðnings Pakistana, en þeir hafa einmitt reynt að láta líta svo út sem hér sé á ferðinni íslömsk trúarbylt- ing. Afghanistan þung byrði á Sovétmönnum Afghanistan er Sovétmönnum þung byrði. Um það bil eitt hundrað og fimmtíu þúsund sovéskir her- menn eru í landinu og ekkert farar- snið á þeim þó styrjöldin hafi kostað Sovétmenn meira en ráð var fyrir gert í upphafi, bæði í mannslífum og peningum, og valdi þeim þungum áhyggjum. Til dæmis talaði Gor- batsjov um Afghanistan sem „blæðandi sár“ á flokksþingi so- véska kommúnistaflokksins í síð- asta mánuði. Samningaviðræður í gangi Óbeinar viðræður hafa verið í gangi frá árínu 1982 milli stjómar- innar í Kabúl og yfirvalda í Pakist- an um brottflntning sovésks herliðs frá Afghanistan, en mjög skiptar skoðanir eru um hversu einlægar þær viðræður eru. Sameinuðu þjóðirnar hafa haft milligöngu um þessar viðræður og segist aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, Diego Cordovez, sem ferðast hefur bæði til Kabúl og Islamabad í Pakistan, vera bjartsýnn á að árangur náist. Stjórnin í Kabúl segist hafa unnið nákvæmar tillögur um brottflutn- ing í samvinnu við Sovétmenn en þær verði ekki gerðar opinberar fyrr en yfirvöld í Pakistan hafi fal- list á formlegar viðræður. Pakistan- ar hafa hins vegar ekki viljað fallast á slíkar viðræður því þeir viður- kenna ekki stjórnina í Kabúl eða Karmal forseta. Skæruliðar fá aðstoð gegnum Pakistan Undanfarið hafa stjórnvöld í Moskvu og Kabúl reynt að auka þrýsting á Pakistanstjórn til að fá hana til að gera friðarsamning um Afghanistan. Slíkur samningur myndi fela í sér annars vegar að Sovétmenn drægju herlið sitt til baka og hins vegar að endi væri bundinn á það sem stjórnin í Kabúl kallar „utanaðkomandi afskipi" af málefnum Afghanistan. Með því er átt við aðstoð við skæruliða sem eru þjálfaðir í búðum í Pakistan og mestur hluti vopna þeirra kemur þaðan. Auk þess fara vopn og vistir fyrir um það bil fimm hundruð milljónir dollara frá Bandaríkjun- um, Kína og nokkrum arabaríkjum í gegnum Pakistan til skæruliða á hveiju ári. Stjórnvöld í Pakistan hafa að vísu aldrei viljað viðurkenna opinber- lega að þau styðji skæruliða, en andspymumenn sjálfir segjast fá bæði vopn og vistir í gegnum herinn í Pakistan. I dag ræður andspyrnu- hreyfingin yfir nægum vopnum til að halda áfram baráttu í að minnsta kosti ár í viðbót þó að landamærum Pakistan og Afghanistan yrði lok- að. Efast um friðarvilja Sovét- manna Margir vestrænir diplómatar hafa látið í ljós efasemdir um einlægni þessara viðræðna um brottflutning sovéska hersins frá Afghanistan og segjast ekki hafa mikla trú á að Sovétmenn ætli að hætta stuðningi við kommúnistaflokk Karmal for- seta. Telja menn tilboð um brott- flutning vera sett fram til að styrkja áróðursstöðu Sovétmanna. Erind- reki í Pakistan sagði tilganginn greinilega að hafa áhrif á almenn- ing í Pakistan sem er orðinn lang- þreyttur á styrjöldinni. Hann sagði einnig hugsanlegt að Sovétmenn myndu gera einhvers konar sam- komulag án þess að ætla sér að halda það að fullu, vitandi hversu eyðileggjandi áhrif slíkt samkomu- lag myndi hafa á andrúmsloftið innan andspymuhreyfingarinnar og tengsl hennar við Pakistan. Afghanskir skæruliðar að lokinni hernaðarþjálfun í Pakistan, reiðubúnir til að snúa heim og beijast við Sovétmenn. Milljónir Afghana hafa flúið land vegna styrjaldarinnar og hafast við í flóttamannabúðum i ýmsum löndum, langflestir í Pakistan. Byltingin ekki sósíalísk? Embættismenn í utanríkisráðu- neytinu í Pakistan hafa ekki viljað taka undir þessi viðhorf. Þeir segj- ast sannfærðir um að Sovétmönnum sé alvara með að vilja draga sig út úr Afghanistan. Þeir benda á að Afghanistan sé þungur baggi á Sovétríkjunum, bæði efnahagslega og pólitískt. Þá hafa menn tekið eftir því að yfirvöld í Moskvu tala ekki lengur um stjómarbyltinguna í Afghanistan sem sósíalíska bylt- ingu og telja ýmsir að með því sé verið að gefa í skyn að Bresnéf- kenningin eigi ekki endilega við um Kabúl, en samkvæmt þeirri kenn- ingu skuldbinda Sovétmenn sig til að koma öðrum kommúnistastjórn- um til hjálpar þegar þurfa þykir. Vel sé hugsanlegt að Sovétmenn geti sætt sig við að stjómin í Kabúl deili völdum með öðrum en kom- múnistum, þó slíkt væri óhugsandi í Austur-Evrópuríkjum. Karmal forseti hefur hins vegar allt aðrar hugmyndir um pólitíska framtíð Afghanistan þegar og ef stríðinu lýkur. Hann hefur sagt að flokkur hans muni aldrei gefa eftir forystu sína og að ekki komi til mála að veita skæruliðum neina hlutdeild í völdum. Andspyrnu- hreyfingin hefur einnig lýst því yfir að hún muni aldrei sætta sig við stjómina i Kabúl. Af þeim sökum hafa vestrænir diplómatar sagt að jafnvel þó samkomulag tækist milli Pakistan annars vegar og Sovét- manna og stjórnarinnar í Kabúl hins vegar sé hæpið að slíkt myndi binda enda á stríðið. Sýndarmennska á báða bóga Fyrir nokkru var á ferð hér á landi Afghani að nafni Mustamandi til þess að leita stuðnings við and- spymuhreyfinguna í Afghanistan. Hann sagði á fundi með blaðamönn- um að andspyrnuhreyfingin teldi að viðræðurnar endurspegluðu sýndarmennsku á báða bóga. Sagði hann Sovétmenn vera að byggja ný hernaðarmannvirki og ný vopn væru á leiðinni, þannig að á þeim væri ekkert fararsnið. Pakistan rambaði á barmi borgarastyrjaldar og Sovétmenn hefðu mikinn hug á að notfæra sér það ástand. Viðræð- urnar væm því einungis áróðurs- bragð. Zia ul Haq, forseti Pakistan, hefði einnig hagsmuni af því að halda viðræðum gangandi, því hann væri umdeildur maður og þyrfti að reyna að treysta sig í sessi með öllum til- tækum ráðum og eins og áður sagði er almenningur í Pakistan orðinn langþreyttur á ástandinu sem styrj- öldin hefur skapað. Að öðru leyti kemur stríðið í Afghanistan sér ágætlega fyrir Zia, sem notar það til að skýra allt sem miður fer í Pakistan. Gildir þá einu hvort út- skýra þarf af hverju ekki er efnt til kosninga eða af hverju farsótt geis- ar í landinu, allt er það ástandinu í Afghanistan að kenna. Og á meðan viljann skortir hjá flestum aðilum eru litlar líkur á að endi verði bundinn á styrjöldina. Almenningur í Afghanistan og Pakistan mun því þurfa að búa við hörmungarnar um langa hríð enn. Umsjón: Hannes Heimisson ogValgerðurA. Jóhannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.