Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 11
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. 11 Húsnæði fyrir alzheimer- sjúklinga Kolbrún Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur er deildarstjóri Hlíðabæjar en trún- aðarlæknir verður Jón G. Snædal öldrunarfræðingur. DV-myndir KAE. Opnuð hefur verið ný hjúkrunar- aðstaða íyrir aldraða að Flókagötu 53. Þar er sérstaklega gert ráð fyrir aðstoð við fólk með heilabilunarein- kenni af völdum alzheimersjúkdóms- ins. Nýja deildin hefur hlotið nafnið Hlíðabær og er hliðarstofnun við Múlabæ þar sem rekin hefur verið dagþjónusta fyrir aldraða og öryrkja frá byrjun ársins 83 á vegum Reykja- víkurdeildar RKÍ, SÍBS og Samtaka aldraðra. Reykjavíkurborg keypti húsnæðið á Flókagötunni og afhenti stjórn Múlabæjar til starfrækslu deildar fyrir heilabilað fólk. Sérhannað húsnæði Lovísa Christiansen arkitekt sá um breytingar á húsnæðinu en sjúklingar með alzheimersjúkdóminn eða önnur heilabilunareinkenni þarf ekki aðeins sérhæfða umönnun heldur líka vern- daðara umhverfi en aldrað fólk al- mennt. Félagar i FAAS - Félagi að- standenda og áhugafólks um alz- heimersjúkdóminn sáu um söfnun notaðra húsmuna og gekk sú söfnun það vel að unnt reyndist að selja talsvert magn húsmuna sem ekki var not fyrir og kaupa fyrir andvirðið hljóðfæri til heimilisins. Helgarþjónusta í sumar Fyrst um sinn mun Hlíðabær starfa fimm daga vikunnar, frá mánudegi til föstudags. Skjólstæðingar geta fengið akstur að heiman og heim á vegum stofnunarinnar. í sumar verður síðan gerð tilraun með helgarþjónustu á grundvelli sólarhringsvistunar. Þannig verður þá boðið upp á þjón- ustu frá mánudegi til föstudags. Markmiðið með starfi er ekki aðeins að veita sjúklingum umönnun og þjálfun við hæfi heldur einnig að koma til móts við þarfir ættingja þeirra að auki því vegna eðlis sjúk- dómsins þurfa sjúklingarnir gifurlega umönnun og eftirlit daga og nætur sem reynir mjög á §ölskyldurnar. Umsóknir til heimilisins skal senda til öldrunarlækningadeildar Land- spítalans, Hátúni 1GB, og stíla þær á Jón G. Snædal, trúnaðarlækni Hlíða- bæjar. -baj Sjúkrasigling Togarinn Stakfell kom nýlega til Akureyrar með Þórshafnarbúa á fer- tugsaldri, sem hafði veikst heiftar- lega. Maðurinn var lagður inn á gjörgæsludeild sjúkrahúss Akur- eyrar. Ekki hafði reynst unnt að fljúga sjúkraflug til Þórshafnar og þyrla LandhelgisgæslnnnnT- komst ekki vegna ísingarhættu. Vegna snjó- þyngsla hefði tekið of langan tíma að flytja manninn landleiðina. Stak- fellið, sem var á Þórshöfn til að landa, lagði af stað til Akureyrar með mann- inn kl. eitt um nótt. DV-mynd -JGH/Akureyri TTfHmTT M.ViMn Hin nýja þjónustudeild Múlabæjar að Flókagötu 53. Þarna verður sérhæfð aðstaða fyrir fólk með alzheimersjúkdóminn. másagnakeppni Lá istahátíðar í R eykjavík AÐEINS VIKA TILSTEFNU Frestur til að skila inn smásögum í keppnina rennur út 10.APRÍL UMTILHÖGUN SAMKEPPNINNAR Yrkisefni I sagnanna skal sótt í íslenskt nútímalíf, en að öðru leyti hafa höfundarfrjálsar hendur. Skilafrestur ! er til 10. apríl 1986. Sögurnar skulu merkt- ar dulnefni en rétt nafn höfundar fylgja I lokuðu umslagi sem er merkt með dulnefninu og sendast í pósthólf Listahá- tlðar, númer 88,121 Reykjavík. Dómnefnd | smásagnasamkeppninnarskipa þau Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókarvörður, Stefán Baldursson leik- hússtjóri og Guðbrandur Gislason bókmenntafrseðingur. ['IlwllBB verða tilkynnt við opnun Listahátíðar 1986 þann 31. maí. Stefnt er að þvl að gefa út bestu sögurnar I bók og er áaetlað að bókin komi út á afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst. Verðlaun eru mjög vegleg og veröa visltölutryggð en þau eru: 1. 2. 3. verölaun verölaun verðlaun 250.000,- 100,000,- 50.000,- Aöeins eín saga hlýtur hver verðlaun. Listahátiö i Reykjavik. Reykjvikurborg Seðiabanki islands ^fcassP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.