Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Side 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR HF.-Áskriftarverð á mánuði 450kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Dýr og óþörflyf
Ríkið ver sennilega til lyíja tvöföldu því fjármagni,
sem það leggur í Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Lyfja-
kostnaður ríkisins er líklega svipaður og samanlagður
kostnaður þess af húsnæðislánakerfinu. Lyfin kostuðu
fyrir þremur árum 4% af ríkisútgjöldum.
Síðustu opinberu upplýsingar um lyQakostnað ríkis-
ins eru frá 1983. Þá greiddi Tryggingastofnunin niður
lyf fyrir 493 milljónir og sjúkrahúsin greiddu lyf fyrir
145 milljónir. Samtals voru þetta 638 milljónir eða 4%
af allri veltu ríkisins á því ári, - hrikalegt hlutfall.
Ef lyfjakostnaður verður á þessu ári sama hlutfall
af ríkisútgjöldum og hann var fyrir þremur árum, má
reikna með, að hálfur annar milljarður króna hverfi í
þessa hít. Það er hærri upphæð en svo, að unnt sé að
láta sér hana í léttu rúmi liggja.
Ríkið virðist vera meira eða minna varnarlaust gegn
hóflausri ávísun lækna á lyf af hvers kyns tagi. Sjúkl-
ingarnir sjálfir greiða einungis málamyndaupphæð af
hverju lyfi, sem þeir fá, en ríkið greiðir meginhlutann.
Þetta er óhjákvæmilegt í velferðarþjóðfélagi.
Þar með er ekki sagt, að ríkið þurfi að vera varnar-
laust. Bent hefur verið á ýmislegt, sem betur mætti fara.
Gagnrýnin beinist einkum að fjórum atriðum.
í fyrsta lagi er haldið fram, að tímahrak lækna valdi
því, að þeir láti hraðvirka útgáfu lyfseðla, einkum um
síma, koma í stað erfiðra og langdreginna samtala við
sjúklinga og skoðun þeirra. Héraðslæknirinn í Bolung-
arvík benti nýlega á þetta í samtali við DV.
Hann sagði, að notkun sýklalyfja mætti að skaðlausu
minnka niður í þriðjung af því, sem hún er. Svíar væru
ekki nema hálfdrættingar á við okkur á þessu sviði.
Ef allir læknar ávísuðu eins og hann sjálfur gerði, sagði
hann að mætti spara 50-100 milljónir króna á ári.
í öðru lagi er haldið fram, að notkun fúkalyfja sé svo
óhæfileg hér á landi, að þau reynist í sumum tilvikum
gagnslaus, þegar fólk þarf raunverulega á þeim að
halda. Samkvæmt þessu á ströng takmörkun notkunar
slíkra lyfja að fela í sér raunhæfa heilsuvernd.
í þriðja lagi er haldið fram, að lyf séu ekki rétt valin.
í mörgum tilvikum sé vísað á dýr lyf, þótt ódýr lyf komi
að sama gagni. Þetta kom fram í skýrslu tveggja heilsu-
gæzlulækna í Hafnarfirði og Garðabæ. Henni hefur
verið dreift á vegum heilbrigðisráðuneytisins.
Stundum þurfa sjúklingar raunverulega hin dýrari
lyf. En í öðrum tilvikum koma hin ódýrari að nákvæm-
lega sama gagni. Læknarnir tveir lögðu til, að ábending-
ar til lækna um lyfjaverð og lyfjaval yrðu gefnar út
tvisvar á ári til að ná niður kostnaði hins opinbera.
Þeir tóku dæmi af fimm lyfjategundum, sem þeir
völdu af handahófi. Verðmunur dýrustu og ódýrustu
lyfjanna nam tæpum 40 milljónum króna, þegar miðað
var við ársnotkun þjóðfélagsins. Og þetta voru aðeins
fimm tegundir af hinum mikla fjölda, sem notaður er.
í Qórða lagi er haldið fram, að sumum læknum sé
laus höndin við ávísun á lyf, sem notuð eru sem fíkni-
efni. Raunar hefur verið sagt, þótt ekki sé sannað, að
slík fíkniefnanotkun sé algengari og umfangsmeiri en
notkun smyglaðra efna á borð við hass og maríhúana.
Þessi fjórþætta gagnrýni sýnir, að líklega má spara
hundruð milljóna króna árlega og meira að segja bæta
heilsu þjóðarinnar með meiri sjálfsaga lækna við útgáfu
lyfseðla og með meira eftirliti af hálfu ríkisins. Þetta
hlýtur að teljast meðal brýnni verkefna þjóðfélagsins.
Jónas Kristjánsson
Nokkrir hátekjumenn hafa undan-
farið dundað sér við að finna og
skilgreina fátækt á íslandi. Fyrst
héldu þeir ráðstefnu þar sem þeir
bjuggu til fátæktarmörk sem svo
héppilega vildi til að fjórðungur
þjóðarinnar komst undir, síðan var
umræðan breidd út í þjóðfélagið.
Sú útbreiðsla hefur gengið ljóm-
andi vel. Blað þjóðfrelsis, sósíal-
isma og verkalýðsbaráttu hefur
verið í hreinni hugljómun síðan,
enda ekki furða, því þar á bæ voru
menn aðframkomnir úr málefnafá-
tækt. Fátækraþingmaður þjóðar-
innar hóf utandagskrárumræðu í
alþingi, kirkjunnar menn hafa
prédikað að vansælir séu fátækir
. -
««*
_ g«i
„Hvernig væri að þeir færu nú ekki bara í Oxfordstreet næst þegar
þeir fara til Lundúna, heldur suður fyrir Thames-á og bæru sum
hverfanna þar saman við Breiðholtið!“
Fundin fátækt
og ríkisfjölmiðlar hafa vart mátt
vatni halda af skelfingu og
hneykslan yfir þessari voðalegu
fátækt sem allt í einu hefur upp-
götvastáíslandi.
Víst er til fátækt
Nú skal viðurkennt að hér hefur
eilítið galgopalega verið af stað
farið í greinarkorninu. Til þess
liggur vissulega ekki sú ástæða að
fátækt sé gamanmál eða til þess
að hafa í flimtingum. Langt í frá.
Hins vegar hefur sviðsetning þess-
arar umræðu verið með þeim hætti
að hana er varla lengur hægt að
taka alvarlega svo augljós pólitísk-
ur keimur er orðinn af henni. Það
er slæmt því vissulega er hér fitjað
upp á máli sem þörf er að ræða
hleypidómalaust og án þess að
umræðan eigi að verða öðrum til
hagnaðar en þeim sem úrbóta þurfa
við.
Er til fátækt á íslandi? Já, því
miður, hún er til og hefur alltaf
verið til. Það versta er að líklega
verður hún alltaf til. Ekki bara hjá
okkur heldur með öllum þjóðum.
Það verður hins vegar eilíft mats-
atriði hvar draga á fátæktarmörk-
in. Að teija fjórðung íslensku þjóð-
arinnar til fátæklinga er hins vegar
svo yfirþyrmandi vitlaust að til
þess að slíkt gangi í fólk þurfa þrír
fjórðu að vera hálfvitar.
Kannski er skýringin sú að þeir
sem meta vita lítið hvað fátækt er.
Ef til vill teljast það fátæktarmörk
að eiga ekki myndbandstæki og
taka ekki á leigu tíu myndbands-
spólur á viku. Vafalaust brennur
einmitt þetta fráleita atriði á mörg-
um börnum sem eru frá þeim heim-
ilum er eiga ekki þetta tískutæki
en eru í félagsskap með börnum
sem sitja fram yfir miðnætti hverja
nótt og horfa á ofbeldismyndir.
Fráleitt, finnst ykkur vafalaust, en
skoðið málið aðeins nánar.
Þrátt fyrir erfið kjör margra í
þessu þjóðfélagi höfum við býsna
fullkomið tryggingakerfi. Auðvitað
mætti það vera betra. Gallinn við
öll kerfi er bara sá að þau eru ekki
betri en fólkið sem í þeim hrærist.
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
En það er stórkostlegt að heyra
menft, sem eiga að bera ábyrgð á
þessu kerfi að hluta, halda því
blákalt fram að hér sé að finna
svipaða fátækt og í stórborgum
Bretlands og Bandaríkjanna.
Hvernig væri að þeir færu nú ekki
bara í Oxfordstreet næst þegar þeir
fara til Lundúna, heldur suður fyrir
Thames-á og bæru sum hverfanna
þar saman við Breiðholtið!
Hver er ástæðan?
En hver er ástæða þess að fátækt
fyrirfinnst á íslandi? Auðvitað er
meginástæðan misskipting auðs-
ins. Það eru margir sem prédika
að honum eigi að skipta jafnar. En
því miður eru færri sem vilja láta
neitt af sínu. Það kvað hafa slegið
ógurlegri þögn á eina vitsmunaráð-
stefnuna um fátækt hér um daginn
þegar forseti ASl talaði þar og
minntist á tilraunir til þess að jafna
laun í kjarasamningunum. Hann á
að hafa Iitið yfir hálaunaða gáfu-
mannahópinn, sem sat andaktugur
af hneykslan yfir fátæktinni, og
spurt: „Hvar voruð þið þá?“ Það
hefur nefnilega aldrei gerst í kjara-
samningum hér að neinn hafi viljað
gefa neitt eftir af sínu til þess að
aðrir nytu.
Kannski erum við einmitt komin
þama að kjarna málsins. Það er til
fátækt á íslandi vegna þess að við
hin höfum aldrei viljað láta neitt
af hendi rakna til þess að útrýma
henni. Þetta á við okkur hérumbil
öll upp til hópa. Okkur finnst ótækt
að fátækt sé til og við viljum að
aðrir láti eitthvað af sínu til þess
að útrýma henni - bara ekki við
sjálf, okkur veitir sko ekki af okkar
til þess að borga af lánunum vegna
hússins, bílsins, vídeósins, frysti-
kistunnar eða hvað það nú er. Og
svo þurfum við náttúrlega að geta
borgað fyrir spólur því annars er
fjárfestingin óarðbær, samkvæmt
útreikningi heimilistölvunnar.
Feimnismálin
Það eru ýmis feimnismál sem
ekki hefur verið bryddað upp á í
umræðunni um fátæktina. Þau eru
ekki nógu fín til þess að tala um
þau. Þó örlaði aðeins á einu þeirra
þegar talað var um fátæktarnót-
urnar í Reykjavík. En menn létu
sér nægja að hneykslast, enginn
spurði: „Hvers vegna?“ Vegna þess
að menn ótt.uðust að fá svar?
Ekki dettur mér í hug að bótmæla
fátæktarnótum þeim sem þar bar á
góma. En þorir virkilega enginn
nema ég að segja það að þær séu
til komnar svo fjárstyrkurinn fari
ekki til áfengiskaupa? Mér hefur
ekki verið sagt það. Ég bara veit
það. Ekki þar fyrir að allir, sem
fengu úttektarnóturnar, hafi verið
óreglufólk, vissulega gjalda þar
margir saklausir annarra.
En er það ekki makalaust að
ábyrgir aðilar í félags- og trúarmál-
um skuli geta rætt þessi mál án
þess að minnast á neyslu vímu-
gjafa, löglegra sem ólöglegra?
Hvað halda menn að mörg heimili
á Islandi séu fátæk og verði það
alltaf, hve mikið sem menn fá í
laun, af þessum sökum? Það væri
fróðlegt að gáfumenn gæfu út ein-
hverja tölfræði um það.
Talað er um sjálfsvíg vegna fá-
tæktar. Vissulega hafa menn gefist
upp vegna fjárhagsvandræða, án
þess að óregla hafi komið til. En
hvað skyldi stór hópur sjálfsvíga
eiga beina rót að rekja til neyslu
vímuefna? Ég la§ fyrir nokkru
átakanlegt viðtal við unga stúlku
sem hafði reynt að snúa við af braut
vímuefnaneyslu. Stór hluti vina-
hóps hennar hafði horfið yfir móð-
una miklu vegna hennar. Margir
þeirra frömdu sjálfsvíg.
En kannski vita hvorki félags-
málafrömuðir, fjölmiðlahaukar né
guðsmenn um neitt slíkt.
Magnús Bjarnfreðsson.
a „Ekki dettur mér í hug að bótmæla
* fátæktarnótum þeim sem þar bar á
góma, en þorir virkilega enginn nema ég
að segja það að þær séu til komnar svo
fjárstyrkurinn fari ekki til áfengiskaupa?“