Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR 3, APRÍL1986. 15 Fólkvangur í Elliðaárdal Á undanförnum árum hefur áhugi fólks á útivist farið vaxandi. Frí- tími fólks hefur aukist eftir því sem liðið hefur á öldina og fyrir fólk sem vinnur inni allan daginn er mjög mikil þörf á líkamsrækt af einhverju tæi. Efnahagur almenn- ings hefur batnað, sérstaklega þó eftir síðari heimsstyrjöld. Sérstök þörf er á útivistarsvæð- við. Þar er ungt hraun, aðeins um 5000 ára gamalt. í ánum er lax, í Blásteinshólma verpa endur og mófuglar og svona mætti lengi telja. Auk fjölbreytilegrar náttúru mætti svo minna á Árbæjarsafn. Það ætti því vart að þurfa að fara mörgum orðum um mikilvægi Ell- iðaárdals sem útivistarsvæðis. Hann býður upp á flest það sem Kjallarinn a „Formleg friðlýsing mundi tryggja að ^ valdagírugir borgarstjórar gætu ekki eyðilagt þetta meginútivistarsvæði okkar svo óbætanlegt sé.“ INGOLFUR A. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND Verður þá enginn fólkvangur? Erfitt er fyrir venjulegan kjós- anda að skilja hvers vegna Elliða- árdalur hefur ekki formlega verið gerður að fólkvangi. Friðlýsing dalsins er nauðsynleg til að mis- vitrir ráðamenn sveitarfélaganna geti ekki ráðskast með landið án tillits til verndunarsjónarmiða og framtíðarþarfa. Ekki má spilla dalnum með fúski eins og skipu- lagslausri trjáplöntun og fyrir- hyggjulausri stígagerð. Það hefur einfaldlega sýnt sig að samþykktir borgarinnar, m.a. um græn svæði, hafa ekki verið virtar þegar borg- aryfirvöld hafa viljað eitthvað annað. Formleg friðlýsing myndi tryggja að valdagírugir borgar- stjórar gætu ekki eyðilagt þetta meginútivistarsvæði okkar svo að óbætanlegt sé. Er það kannski til- fellið að núverandi borgarstjóri sé á móti friðlýsingu dalsins? Að hann vilji geta ráðskast með dalinn án íhlutunarréttar Náttúruverndar- ráðs? Eða er það vegna þess að ákvörðun um stofnun fólkvangs hafði verið tekin í tíð vinstri meiri- hlutans í borgarstjórn? Tengist þessi tregða e.t.v. áformum um hraðbraut í Fossvogsdal? Sem kjósandi og áhugamaður um náttúruvemd og umhverfisfræðslu er ég sáróánægður með þennan seinagang. Friðlýsing Elliðaárdals er afar brýnt mál sem þarf að leiða til lykta sem fyrst. Ingólfur Á. Jóhannesson um í þéttbýli til að gera umhverfi borgarbúa náttúrulegra og auð- velda aðgang þeirra að náttúrunni. Utivistarsvæðin verða að vera sem allra aðgengilegust fyrir fólk til að þau nýtist eins og til er ætlast. Til að útivistarsvæði verði fjölsótt á hverjum degi er mikilvægt að þangað sé ekki langt að fara. Skipulagsyfirvöld hafa gefið úti- vistarmálum meiri gaum eftir 1980 en áður og má raunar líta á höfuð- borgarsvæðið sem eina heild í þessu efni, t.d. Elliðaárdal, Heið- mörk og Bláfjallafólkvang. Ýmis minni útivistarsvæði eru hér og þar um höfuðborgarsvæðið. Elliðaárdalur Að Elliðaárdal liggja fjölmennar byggðir. I dalnum er íjölbreytilegt gróðurfar. Þar er einhver veður- sælasti blettur landsins, þar hefur t.d. mælst hæsti meðalhiti í júlí- mánuði á tímabilinu 1931-60 sem slík meðaltöl eru yfirleitt miðuð útivistarsvæði þarf að hafa til að geta nýst sem best. Fólkvangur Að lýsa svæði fólkvang er sérstök tegund friðlýsingar að óskum við- komandi sveitarfélaga. Náttúru- verndarráð annast auglýsingu þar um í B-hluta Stjórnartíðinda og skal fólkvangi stjórnað af sam- vinnunefnd sveitarfélaganna í samráði við ráðið. Megintilgangur fólkvanga er útivist en þar eru verulegar hömlur á jarðraski um- fram algerlega ófriðlýst svæði en rýmri möguleikar en t.d. í þjóð- görðum. Tvö sveitarfélög, Reykjavík og Kópavogur, eiga land í Elliðaárdal. Fyrir nokkrum árum höfðu þau komið sér saman um að stofna fólk- vang í dalnum. Auglýst hafði verið, svo sem skylda er, að það stæði til. Svo kom allt í einu babb í bátinn eftir að Reykjavík var orðin Borg Davíðs. „Erfitt er fyrir venjulegan kjósanda að skilja hvers vegna Elliðaárdalur hefur ekki formlega verið gerður að fólkvangi.“ Niðurgreiðslur Kjallarinn Eins og vikið var að í þáttum hér á undan er fólksflóttinn úr strjál- býlinu til höfuðborgarsvæðisins einn af helstu sjúkdómum þjóð- félags okkar og nefnist á fínu máli byggðarröskun. Ástæður flóttans eru nokkrar og ein þeirra er minnkandi innanlandssala afurða hinna hefðbundnu búgreina. En hverjar eru ástæður minnkandi- neyslu afurðanna. Þar sem hér er um að ræða eitt af stærstu atriðum varðandi við- hald byggðar um landið allt, (eða sem mest af því) og það er eitt af aðalmálum stefnu Landssamtaka um jafnrétti milli landshluta, þá verður hér gerð tilraun til að benda á stærsta meinið sem veldur þessari þróun. Framhald á minnkandi neyslu þjóðarinnar á búvörum hefur í för með sér versnandi efna- hagsstöðu þjóðarinnar i heild, enda hlýtur efnahagslegt sjálfstæði að byggjast á því að Islendingar lifi sem mest á því sem landið og fiski- miðin gefa afsér. Mesti áhrifavaldurinn Þótt fleira komi til þá hefur lækkun svonefndra niðurgreiðslna mjólkur- og sauðíjárafurða lang- mest áhrif til að minnka innan- landssölu þeirra vara. Þegar niður- greiðslur minnka í prósentu- eða jafnvel í krónutölu hefur það áhrif á söluna á viðkomandi vörutegund. Verðið verður þá hærra en áður var - miðað við verð á öðrum vör- um og almennt hefur fólk ekki of mikið af peningum til að kaupa fyrir. Staðreynd er að sala á kinda- kjöti hefur minnkað því meir sem dregið hefur verið úr niðurgreiðsl- Á síðustu 10 árum, 1976-1985, voru niðurgreiðslur mestar árin 1979 og 1982 - og voru þá - um- reiknað i verðlag ársins 1984 - rúmlega 1800 milljónir hvort ár. Þær hafa síðan farið snarlækkandi hlutfallslega og voru á sl. ári áætl- aðar um 680 milljónir, sem svarar til 530 milljóna á verðlagi 1984. Samkvæmt þvi hefur lækkun á síðustu þrem árum numið 70%. Samdráttur í sölu kindakjöts var nokkur árið 1983 og mjög mikill árið ’84 en sl. ár er illa saman- burðarhæft vegna útsölu á kinda- kjöti seint á árinu. Salan nam 10.800 tonnum árið 1982. Áður en útsalan skekkti myndina var salan sl. ár áætluð 8500 tonn og hefði þá samdráttur á aðeins 2-3 árum numið sem svarar framleiðslu hundrað bændabýla. Hagstjórnartæki valdhafa Sala kindakjöts á sl. ári með útsölunni nam 10.026.297 kg. Þar af var dilkakjöt 8531 tonn. Að sjálf- sögðu hefur fólk byrgt sig upp með kjöt meðan útsalan stóð yfir og það kemur fram i minni sölu fyrri hluta þessa árs. Hin frjálsa álagning, sem markaðshyggjuöflin (frjálshyggj- an) kom á á sl. ári og átti að vera svo eftirsóknarverð, hefur nú hækkað kjötið gífurlega. 6am- kvæmt könnun, sem gerð var, er álagningin 79,63%. Þessi hækkun vörunnar virkar eins og lækkun niðurgreiðslna og kemur fram í samdrætti í sölu kindakjöts og óbeinni kjaraskerðiiigu launafólks (almennings). Samdrátturinn kem- pr svo fyrr eða síðar niður á bænd- um og stuðlar sterklega að eyðingu byggðar ídreifbýlinu. Niðurgreiðslur á kindakjöt eru nú 6-7% en voru fyrir fáum árum 30-40% af útsöluverði. Hafa þær verið við lýði í áratugi og sífellt verið að hækka og lækka eftir duttlungum stjórnvalda. Stjórn- niðri vísitölu kaupgjalds. Þær eru miklu fremur ákveðnar til hags- bóta fyrir neytendur en bændur. Neytendur fá vörurnar á niður- borguðu verði og það virkar sem kjarabót og jöfnun lífskjara. a „Útbreiddur misskilningur meðal ™ almennings er að niðurgreiðslurnar séu beinir styrkir til bænda og fundnir upp fyrir þá. Hafa sum dagblöðin í höfuð- borginni mjög alið á þessari trú.“ völd hafa notað niðurgreiðslur landbúnaðarvara sem hagstjórnar- tæki. Þau hafa ekkert skeytt um þótt sveiflurnar upp og niður komi illa við bændur þrátt fyrir að bændur hafa sífellt beðið um að niðurgreiðslunum væri haldið í sem jöfnustu hlutfalli af vöruverð- inu. í rauninni hefur niður- greiðslupólitík stjórnvalda verið - og er svo ósvífm að engu tali tekur. Ekki styrkir til bænda Útbreiddur misskilningur meðal almennings er að niðurgreiðslurn- ar séu beinir styrkir til bænda og fundnar upp fyrir þá. Hafa sum dagblöðin i höfuðborginni alið mjög á þessari trú. Þetta er mikil rangfærsla. Hvenær hafa bændur beðið um auknar niðurgreiðslur? Hvaða niðurgreiðslur eru ákveðn- ar vegna bænda? Niðurgreiðslur á verði landbúnaðarvara hafa verið spil stjórnvalda með vísitölu fram- færslukostnaðar til þess að h'aldá Hækkun þeirra er reyndar betri kjarabót en kauphækkun um ein- hverja prósentu, - kauphækkun, sem verðbólgan étur strax upp frá láglaunafólki, eins og svo mörg dæmi eru um. Vegið aftan frá Segja má að niðurgreiðslur hafi verið hagkvæmar bændum fyrst eftir hækkanir þeirra, en bakslögin hafa verið slæm. Nú, þegar þessar greiðslur ríkisins lækka stórlega ár frá ári, kemur það illa við bænd- ur og það á miklum erfiðleikatím- um af öðrum ástæðum. Þarna er komið aftan að bæði bændum og neytendum og það á lævísan og ófyrirleitinn hátt. Niðurgreiðslur á vöruverði er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur er þessi aðferð viðhöfð meðal ann- arra þjóða og áhrifin frá því ná til okkar. T.d. eru fluttar hingað til lands fóðurvörur á verði sem er íægra en framleiðslukostnaður í RÓSMUNDUR G. INGVARSSON BÓNDI, HÓLI, TUNGUSVEIT, SKAGAFJARÐARSÝSLU. heimalandinu. Jafnvel eru dæmi um að bílar séu seldir úr landi, þaðan sem þeir eru framleiddir, á niðurgreiddu verði. Sjálfsagt þykir hagkvæmt að láta önnur ríki þorga niður vörumar sem við kaupum, en vafasamt er að gera sig háðan slíku því bakslagið verður slæmt þegar viðkomandi ríkisstjómir taka upp á að lækka niðurgreiðsl- urnar eða fella þær niður. Hagsmunir fara saman Sum þeirra atriða sem hér að framan er íjallað um eru hags- munamál neytenda á suðvestur- horninu ekki síður en bænda og annars landsbyggðarfólks. Stór- lækkun niðurgreiðslna er veruleg kjaraskerðing. - Stórhækkun smá- söluálagningar á kjötvörur er líka kjaraskerðing á almenning. Hvort tveggja kemur verst við þá sem hafa lág laun. Hvar eru nú ney tendasamtökin? Rósmundur G. Ingvarsson. ■ -r 5 • - V. ■" '' ' f' T ■ ■’T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.