Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Síða 17
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Gömul kona rænd Gömul kona skrifar: Það voru drengir sem réðust á gamla konu þann tuttugusta og þriðja mars síðastliðinn, pálma- sunnudag, og stálu af henni vesk- inu. í því voru húslyklar og nokk- uð mikið af peningum. Þetta voru ungir drengir. Ef foreldrar eða fólk finnur að drengimir þeirra hafa meiri peninga en þeir mega eru þeir foreldrar vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita. Samanburður við Bubba er engum íslenskum poppara í hag. Óhagstæður samanburð- urvið þannbesta Rokkunnandi skrifar: Þrír krakkar skrifa bréf í DV 24.3. Þar segja þeir að Bubbi sé venjulegur raulari en Hebbi sé betri!! Séu þessir krakkar raunvemlegir aðdáendur Hebba skal þeim bent á að samanburður við Bubba er engum íslenskum poppara í hag, hvorki Hebba né öðrum. Þó er Hebbi bæði þokkalegur söngvari og músíkant. Gagnrýnendur gefa plötum hans 2-3 stjörnur (af 5) og skv. nýlegri könnun eins dagblaðanna telur almenningur Hebba vera 5. besta söngvara lands- ins og 8. besta textasmiðinn. Plötur hans seljast í rúmlega 1000 eintökum. Hebbi og aðdáendur hans geta því vel við unað. En samanburður við Bubba er auðvitað eins og að bera saman Datsun og Benz. Gagnrýnend- ur gefa plötum Bubba ætíð 4-5 stjörn- ur (af 5) og almenningur hefur kosið Bubba besta söngvara landsins, númer 1, í mörg ár. Plötur hans seljast í 5 -6000 eintökum. Þegar við bætist að Bubbi er þrælgóður gítarleikari og skapandi músíkant þá geta allir sem hafa einhvern snefil af viti á músík tekið undir orð Gunnars Þórð- arsonar í nýjustu Vikunni. Hann segir eitthvað á þá leið að Bubbi standi upp úr. Dónaskapur árástvö Á.F. skrifar: Mig langar að bera fram þá spurn- ingu hvort stjórnendur þátta í útvarp- inu þurfi ekki að kunna lágmarks- mannasiði. Ég er mikill aðdáandi rásar 2 og sérstaklega finnst mér Inger Anna alveg frábær með þáttinn Út um hvippinn og hvappinn. En einn er sá maður sem að mínum dómi er ekki hægt að hlusta á. Það er Svavar Gests með Laugardag til lukku, enda hef ég undanfarið sleppt því að hlusta á þennan þátt vegna dónaskapar stjórnanda. En heppnin var ekki með mér laugardaginn 22. mars sl. því þá heyrði ég símagetraun Svavars og ég get ekki orða bundist. Þegar rétta svarið kom sagði Svavar: „Loksins hringir einhver sem ekki er löggiltur fáviti! Hvernig væri að þú slepptir því að koma í útvarpið ef þú getur ekki tekið dónaskap frá öðrum eins og aðrir eiga að taka dónaskap frá þér eins og ekkert sé eðlilegra? Því spvr ég þig, Svavar, hvað er lóg- giltur fáviti? 1» Hvernig væri að þú slepptir því að koma í útvarpið ef þú getur ekki tekið dónaskap frá öðrum ? EGSKILÞETTAEKKI, ÉGSEMVARSVO FEIMIN Viðtal við Bryndísi Schram GAMALT EINBÝLIS HÚSINÝJU HLUTVERKI Innlit í húsnæði Reykvískrar endur-^ tryggingar ij DANSAROSUM á næsta blaðsölustað Hvers vegna dönsum við?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.