Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRIL1986. 31 Sandkorn Sandkorn Ecm SPRENGISAND Óvenjuleg auglýsing Það er víða hart barist um þessar mundir en þó líklega hvergi eins og í veit- ingahúsabransanum. Sam- keppnin milli þeirra hefur aldrei verið eins hörð og nú enda slást margir staðir um fáar sálir og blankar. Og þá er um að gera að auglýsa svo eftir sé tekið. Meðfylgjandi auglýsingu frá veitingastaðnum Sprengisandi rákumst við á í kratablaði sem dreift var um heimsbyggðina fyrir páskahátíðina. Auglýsing- in sú arna lætur ekki mikið yfir sér en vekur líklega meiri athygli en heil síða í lit. Lesandinn fer nefnilega að velta fyrir sér hvern fj... þetta þýði eiginlega. Og rétt svar er auðvitað: „Ég „fíla“ Sprengisand." Svo hefur heyrst að staðurinn veiti gestum sínum fílakara- mellur í ábæti út þennan mánuð. En það er önnur saga... Ema næsti stöðvarstjóri? Eins og alþjóð veit hefur staða stöðvarstjóra Ríkis- útvarpsins á Akureyri verið auglýst laus til umsóknar. Henni hefur gegnt Jónas Jónasson, sem bráðlega tekur við starfi dagskrár- gerðarmanns hjá móður- stöðinni í Reykjavík. Því starfi gegndi Jónas áður en hann hélt norður svo hann veit áreiðanlega að hveiju hann gengur. Ekki er vitað hversu margir hafa sótt um stöðv- arstjórastarfið. En meðal þeirra sem heyrst hafa nefndir í þvi sambandi eru Helgi Pétursson, fyrrver- andi NT-ritstjóri, og Erna Indriðadóttir fréttamaður. Erna hefur sem kunnugt er starfað að undanförnu hjá Rúvak. Hún sagði raunar upp á dögunum, en dró svo uppsögn sína til baka, út- vai-pshlustendum til mikill- ar ánægju. Erna þykir nefnilega góður og líflegur fréttamaður. Því veðja margir á hana í þetta starf, sækihún um. En við sjáum bara til. Greiðslu- örðugleikar Mörg fyrirtæki munu nú eiga í greiðsluörðugleikum. Eitt skýrasta dæmið þar um er komið frá ísafirði og segir Bæjarins besta nú frá: „Til marks um greiðslu- erfiðleikana má geta þess að fyrirtæki eitt greiddi inn á skuld sína með gamalli Peugeot-bifreið. Sá sem fékk bílinn greiddi síðan með honum inn á aðra skuld. Þriðji aðilinn sem hreppti bílinn hafði ekkert við hann að gera svo hann skipti á honum og ritvél. Haft er fyrir satt að göm- ul Peugeot-bifreið sé nú til sölu í bænum. Hins vegar er allt á huldu með framtíð ritvélarinnar." Friðar- þrettándi '87 Allóvenjuleg samþykkt var gerð á fundi sem JC efndi til á Selfossi nýlega. Þar var sumsé samþykkt að skora á alla bæjarbúa að taka höndum saman og halda friðarþrettánda 1987. Þarna er ekki um að ræða innlegg í baráttuna fyrir heimsfriði, eins og virst gæti í fyrstu. Það hefur nefnilega viljað loða við Selfoss að þar færu menn með ólátum á þrettándan- um. Svo rammt hefur kveð- ið að þessu að í fyrra urðu fimm lögreglumenn fyrir meiðslum og klofnaði meira að segja hjálmur einnar löggunnar í ólátun- um. Og nú hafa Selfossbúar sumsé ákveðið að byrgja brunninn löngu áður en barnið dettur ofan í hann næst. Verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til með friðar- þrettándann hjá þeim. Videoþættir um eiturlyf Borgaryfirvöld hafa ákveðið að gerðir skulu videoþættir um ávana- og fíkniefni, sem notaðir verði til fræðslu í grunnskólum landsins. Það mun vera fjölmiðlaþjónustan Tákn sf„ með þá Önund Björns- son og Guðmund Árna Stefánsson í fararbroddi, sem sér um gerð þáttanna. Eftir því sem næst verður komist er fyrirhugað að videoþættirnir verði fimm talsins. Verði þeir sýndir i grunnskólunum. Hlutverk A W Önundur Björnsson. þeirra verði í grófustu dráttum að vekja skóla- börn til umhugsunar um hættuna sem skapast af neyslu þessara efna, þannig að þau geri sér grein fyrir henni, áður en skaðinn er skeður. Með spólunum er svo fyrirhugað að gefa út itarefni sem kennarar vinna með börnunum. Vissulega er þarna á ferð- inni þarft framtak og raun- ar furða að því skyldi ekki hafa verið hleypt af stokk- unúm fyrr. En betra er seint en aldrei, eins og þar stendur. Guðmundur Árni Stefánsson. Umsjón: JóhannaS. Sigþórsdóttir Ofbeldisdýrkun Víkingasveitin (The Delta Force) Leikstjóri: Menahem Golan. Handrit: Menahem Golan og James Brun- er. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalleikarar: Chuck Norris. Lee Marvin, Martin Balsham, Hanna Schygulla og Joey Bishop. Það ætti engum að koma á óvart þegar þeir Cannon-bræður, Mena- hem Golan og Yoram Globus, eiga hlut að því að málstaður gyðinga er hafmn upp yfir alla gagnrýni. Þeir hafa á undanförnum árum verið duglegir við að koma boðskap gyðinga á framfæri á kostnað araba. Samt held ég nú að flestum hugs- andi mönnum ætti að vera ljóst að vel er skotið yfir markið í Víkinga- sveitinni. Myndin, sem er dýrðaróður til hinna svokölluðu víkingasveita, sem frægar eru orðnar, er að hluta til byggð á sönnum atburðum. Og ekki er hægt að neita að á meðan stuðst er við staðreyndir er margt vel gert. í júli í fyrra átti sér stað eitthvert frægasta flugrán sögunnar þegar fiugvél frá TWA var rænt og gíslum haldið svo dögum skipti. Var hluta þeirra smyglað í land svo erfiðara væri um vik fyrirbjörgunarmenn. Á þessu fiugráni byggir myndin. Og í fyrri hluta hennar er, að því er virðist, farið nokkuð nálægt sann- leikanum. Það er svo í seinni hlut- anum, þegar Chuck Norris og félag- ar fá að njóta sín, að sögunni er breytt Víkingasveitinni í hag og ofbeldisdýrkunin verður algjör. Lee Marvin leikur yfirforingja Víkingasveitarinnar. En hann og aðrir veynast alveg getulausir nema Chuck Norris komi þeim til aðstoð- ar og hefur Lee Marvin meira að segja forsetaskipun upp á vasann svo öruggt sé nú að kappinn mæti í hasarinn. Nú, og þegar upp er staðið hefúr Víkingasveitin að sjálfsögðu frelsað alla gislana og i valnum liggja nokkur hundruð arabar og tveir Bandaríkjamenn. Með hverjum ætli samúð áhorfandans sé þegar upp er staðið, blóðþyrstum bandariskum víkingasveitarhermönnum eða þj óðernissi n nuðum flugræningj um sem að vísu eru einnig dýrkendur ofbeldis? Sjálft flugránið i byrjun myndar- innar er vel gert og býr yfir góðri spennu. Myndin fer fyrst að verða vandræðaleg þegar farið er að níð- ast á þeim fáu gyðingasálum sem eru um borð. Þá er allt reynt til að ðn£r samúð áhorfandans með væmnum uppákomum. Eftir þetta hrakar myndinni og í lokin varð maður þoirri stundu fegnastur þeg- ar ljósin voru kveikt. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum ef það hefði írést þá að Lee Marvin, Hanna Schygulla, Robert Vaughn, George Kennedy og fleiri álíka þekktir leik- arar lékju aukahlutverk í nýrri Chuck Norris mynd. En slíkur hefur vegur þessa B-leikara verið undan- farið að manni kæmi ekki á óvart þótt hann birtist með 'Clint East- wood í næstu mynd sinni. En ef einhver skyldi halda að leikhæfi- leikar hans hefðu tekið stakka- skiptum þá er það misskilningur. Skástur er hann þegar hann þarf ekki að opna munninn. Og það litla sem hann segir á best heima í teiknimyndablöðum. Eins og fram hefur komið höfðar Víkingasveitin ekki til þeirra sem vilja góðar kvikmyndir en fyrir þá sem unna ofbeldisfullum stríðs- myndum er hún veisla fyrir augað. Hilmar Karlsson. MONO-SKIÐIFRA LOOK Tt Ahyggjur af aukakílóum? • V Kvikmyndir Kvikmyndir AUSTURBÆJARBÍÓ - VÍKINGASVEITIN ★ ★★★★Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Ný námskeið: í areobic heíjast 3. apríl. ☆ Sér salur. ☆ Músikleikfimi: n j námskeið heíjast 7. apríl. ☆Sér salurrfc tií. Tækjasalur — eimguta Sérstaklega góðir ljósabekkir Heilsubar — katlistofa Leiðbeinendur OPNUNARTÍMI: mánud. — fimmtud. kl. 07-22 föstudaga kl. 07-20 laugardag. —sunnud. kl. 10-18. RŒKTIN Ánanaustum 15, Reykjavík, sími 12815 sf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.