Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 40
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1 986. Hvort hækkar lánskjaravísitalan um 10% eða 16% á árinu? Mvarleg deila um ávöxtun sparifjár EinarBenedlktsson sendiherra rtlar utanríkisráöherra bréf Vararvið frekari barna- , flutningi Einar Benediktsson, sendiherra íslands í Lundúnum, hefur sent Matthíasi Á. Mathiesen utanrík- isráðherra bréf þar sem hann varar við innflutningi og ættleið- ingu bama frá löndum þriðja heimsins. Matthías Á. Mathiesen viður- kenndi í samtali við DV að hafa fengið þetta bréf en vildi ekki ræða efni þess og sagðist ekki vita til að i vændum væru breytingar - J á reglum vun innflutning bama. Ingvi S. Ingvarsson ráðuneytis- stjóri sagði að -bréfið hefði inni að halda „óbendingar til innan- hússathugunar í ráðuneytinu'1 en vildi ekki ræða nónar hverjar þær væru. Hann sagði einnig að búast mætti við að innfiutningur bama færi minnkandi vegna hertra reglna í löndunum sem börnin hafa aðallega verið sótt til. Þegar DV ræddi við Einar Benediktsson neitaði hann ekki að hafa sent bréf þessa efnis en vildi ekki ræða innihald þess frek- ar. „Ég hef ekkert við aðra að tala um mín bréf til utanríkisrað- herra en hann sjálfan,“ sagði Einar. Jafnframt setunni í Lundúnum gegnir Einar störfum sendiherra lslands í Hollandi þar sem flest börn, sem íslenskir foreldrar hafa ættleitt, hafa farið um. -GK Geriö uerösamanburö og pantiö úr Simi: 52866 LOKI Það má alltaf setja tolla á börnin. W____________ Vemleg óeining ríkir í mati sér- fræðinga á þróun verðlags og þar með lánskjaravísitölunnar á þessu ári. Spárnar hljóða upp á allt frá 10-11% hækkun þessarar vísitölu, að mati Þjóðhagsstofnunar, og allt að 15-16% hækkun, að mati Kaupþings og ein- staka banka. Það getur gert gæfu- muninn fyrir peningalegan sparnað hver hækkun lánskjaravísitöluhnar verður í rauninni. Sparnaður á peningum í bönkum og sparisjóðum hefur farið tiltölulega ört vaxandi á annað ár. Eins og DV skýrði frá í gær hefur skyndilega dregið úr aukningunni eða hún stöðv- ast. Bankamenn benda á að mikið kaupæði standi nú yfir síðan bílaút- salan hófst og heimilistæki og fleira lækkaði í verði. Jafnframt verður þess vart að sífellt hringl með vexti rýrir traust fólks á peningasparnaði. Nú bætist það ofan á að sérfræðing- ar deila um eina meginforsendu þessa spamaðar, lánskjaravísitöluna, og greinir jafhhastarlega á um hana og raun ber vitni. Þróun þessarar vísi- tölu skiptir öllu þegar meta á raun- vexti og ávöxtun á óverðtryggðu sparifé. Seðlabankinn reiknar með 10,9% hækkun lánskjaiavísitölu milli óramóta og við þær horfur var miðað þegar vextir vom lækkaðir 1. apríl. Ef hins vegar rætast spár Kaup- þings, sem áætlar hækkun lánskjara- vísitölu á árinu 15%, og spár þeirra banka sem áætla 15-16% hækkun verður engin ávöxtun á flestum óverðtryggðum reikningum, þvert á móti rýrnar það fé sem á þeim liggur. Þannig eru sparifjáreigendur staddir í verulegri óvissu um afdrif sparnaðar í þessu formi. Raunvextir og ávöxtun á verðtryggðum, almennum innláns- reikningum eru á hinn bóginn mjög lágir, 1-3,5%, og fást aðeins með bind- ingu í 3-6 mánuði. HERB Húsnæðiskaupendur: Föstu vext- irnir lækkaðir í 15,5%? Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að kanna hvort mögulegt sé að lækka vexti á samnings- bundnum vöxtum á eldri skulda- bréfum í fasteignaviðskiptum. Undanfarin ár hefur verið al- gengast að semja um 20% fasta vexti á eftirstöðvalánum í sam- bandi við húsnæðiskaup. Eftir vaxtalækkun Seðlabankans á óverðtryggðum skuldabréfum niður í 15,5% er óvíst hvort þessir samningsbundnu vextir lækki í samræmi við þessa lækkun. Sumir húsnæðiskaupendttr hafa þó verið forsjálir og samið um að vextir þessara bréfa verði aldrei hærri en lögboðnir vextir Seðla- bankans. -APH Þyrlasótti slasaðan grænlenskan sjómann Þyrla frá Vamarliðinu kom í morgun með slasaðan grænlen- skan sjómann til Reykjavíkur. I nótt kom beiðni til Varnarliðsins frá Grænlandi, um að Varnarliðið sendi þyrlu til að sækja slasaðan sjómann. sem var ó grænlenskum rækjubáti djúpt út af VestfjÖrðum. Varnarliðið hafði samband við SVFÍ og síðan hélt þyrla frá Keflavíukurflugvelli á stað í samfylgd Herkúlesþotu, sem sá þyrlunni fyrir bensíni. Ferðin gekk mjög vel og náðist sjómaðurinn fljótt upp úr sækju- bótnum. Komið var með manninn til Reykjavíkur laust eftir kl. 9 í morgun. Hann liggur nú á Borg- arspítalanum. -sos 0 v' VAXTATAFLA FRA 1/4 86 ALM. SPARISJÓÐSBÆKUR 8 % 3 MAN. SPARIR. M. UPPSÖGN 6 M'AN. SPARIR. M, 12 M'AN. SPARIR. M. LÍFEYRISBÓK SERBÓK 10 ♦ 3x2 3 M'AN.VERÐTRYGGÐIRR. 6 M 'A N. VEROTRYGGÐIR R. STJORNUREIKNINGUR 3JA STJÖRNUREIKNINGUR LAUNAREIKNINGUR I VELTUREIKNINGUR 10 o/o 12JS °/o 14 °/o 15 ®/o 1 °/o 2,5 % 8 °/o 9 °/o 6 % 3 % Nýjasta vaxtataflan hengd upp í Alþýðubankanum. í þeim banka varð hlutfallslega mest aukning innlána í fyrra. Þar, eins og i öðrum bönkum og sparisjóðum, verða menn nú varir við óhrif kaupæðis og breytinga á sparnaðar- þróuninni. DV-mynd: GVA. Veðrið á morgun: Hlýindi og rigning Veður á morgun verður talsvert frábrugðið því sem það hefur verið undanfama daga og vikur. Helsta breytingin er sú að nú mun hlýna verulega og hitastigið mun verða á bilinu 5-7 stiga hiti á öllu landinu. Bjartviðrið, sem verið hefur um landið, verður ekki lengur í bili því alskýjað verður um allt land utan Norðausturlands. Auk þess má búast við rigningu á öllu landinu utan Norðausturlands þar sem veður verður hálfskýjað og þurrt. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.