Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 4
4
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Unglingar luku prófum og brutu rúður:
Austurstrætið
aldrei Ijótara
- segir sjötugur lögregluþjónn
„Ég hef aldrei séð Austurstrætið
ljótara en að morgni laugardagsins.
Ekki einu sinni eftir 17. júní,“ sagði
sjötugur lögregluþjónn í samtali við
DV. „Unglingamir rústuðu hreinlega
miðbæinn."
Rúður voru brotnar á minnst 10
stöðum í miðbæ Reykjavíkur og í
Breiðholti aðfaranótt laugardagsins í
kjölfar loka samræmdra prófa í grunn-
skólum Reykjavíkur. Telja lögreglu-
menn að veðurblíða hafi eirrnig valdið
hér einhverju.
Unglingamir byijuðu að brjóta rúð-
ur í versluninni London í Austur-
stræti. Síðan fengu rúður í pósthúsinu
að fjúka, í versluninni Víði, íkoman-
um, Lugtinni og Kamabæ. Er þá fatt
eitt talið.
Ekki var ástandið betra í Breið-
holtsstrætisvagni er ók unglingum til
síns heima snemma nætur. Svo mikil
var kætin í vagninum að bílrúðumar
hreinlega þrýstust út úr vagninum við
mikil fagnaðarlæti farþeganna en bíl-
stjóranum til armæðu. Er komið var
upp í Breiðholt snem unglingamir sér
að því að brjóta rúður í verslunar-
gluggum þar efra áður en þeir gengu
til náða. -EIR
Akureyri:
Kjöt brennur
betur en fiskur
„Það kemur óskapleg bræla þegar
kjöt brennur á hellu. Hins vegar ger-
ist það aldrei með fisk,“ sagði lög-
reglumaður á Akureyri í samtali við
Dy.
Á laugardaginn var slökkvilið Akur-
eyrarbæjar kvatt að húsi við Heiðar-
lund sem var orðið fullt af reyk.
Reyndist kjöt á pönnu vera orðið
meira en vel steikt. Töluverðar
skemmdir urðu á innbúi vegna reyks.
Skömmu áður hafði slökkviliðið var
kvatt niður á hafriarsvæði Slippstöðv-
arinnar þar sem eldur var í MB
Júpíter. Gekk greiðlega að slökkva
þann eld og brann skipið ekki frekar
en fiskur í potti.
-EIR
Nafnspjöldum
Óprúttinn næturhrafh sá sér leik á
borði og læddist inn í garð við Lista-
safh Einars Jónssonar á Skólavörðu-
holti aðfaranótt laugardagsins. Var
hann vopnaður sknifjámi og tókst að
Einars stolið
fjarlægja 24 nafhspjöld af styttum Ein-
ars á meðan nágrannar sváfu vært.
Óvíst er hver tilgangurinn hefur
verið.
-EIR
Saman á brú
Harður árekstur varð á nýju brúnni brott, gjörónýtan. Fjórir farþegar
á Bú$taðavegi aðfaranótt sunnudags. þeirrar bifreiðar vom fluttir á slysa-
Lentu tveir bílar þar saman af þvílík- deild.
um krafti að draga varð annan á -EIR
Veiðimannaráðstefnan:
Fjölbreytt, froð-
leg og jiörf
„Við verðum að viðurkenna hið
rétta eðli mannsins og fyrir suma er
veiðiskapur mikilvægt tjáningar-
form. Því er ekki hægt að afneita
og ekki hægt að útiloka það, heldur
leiða það inn á jákvæðar og eðlileg-
ar brautir. Ein sterkasta sönnunin
fyrir gildi veiða fyrir löngu liðna
forfeður okkar er sú staðreynd að
elstu listaverk manna, sem máluð
vom á hellisveggina og loftin í Allta-
bíra á Spáni og í Frakklandi, vom
af veiðidýrum og veiði,“ sagði Vil-
hjálmur Lúðvíksson, framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs ríkisins, er
hann talaði um veiðiheimspeki vítt
og breitt á veiðimannaráðstefhu sem
haldin var um helgina.
„Veiðimennskan og veiðigleðin
stendur þannig á gömlum merg, er
rótgróin, jafhvel laxinn heillaði
menn fyrir 20 þúsund árum eins og
steinmyndin, sem ég sýndi ykkur,
sýnir."
í lokin segir Vilhjálmur um sið-
ftæðina: „Allar bækur og skrif um
veiðiskap em tilraunir til að koma
orðum yfir veiðitilfinningar sem í
atburðinum speglast. Bókin Ham-
ingjudagar eftir Bjöm J. Blöndal er
kannski besta dæmið sem við íslend-
ingar eigum um bókmenntir af þessu
tagi. Þar er i lifandi og hlýrri frá-
sögn sagt folskvalaust frá lífsvið-
horfi veiðimanns, þar er að finna
prédikanir og formúlulausa en
sterka siðfræði veiðimanns sem veit
hvað er rétt í góðri íþrótt, virðing
og ást á veiðidýrinu, umhyggja og
skilningur á umhverfi og náttúm,
glaðværð, kurteisi og hreinlyndi
gagnvart veiðifélögunum og þeim
mönnum sem veiðin kemur manni í
kynni við. Þetta er kjaminn i sið-
fræði veiðimennskunnar."
Það var margt rætt á veiðimanna-
ráðstefnunni um helgina, svo sem
um veiðiheimspeki, veiðistáði, af
hveiju fiskurinn tekur, ný viðhorf
silungsveiðibóndans til stangaveiði,
nýjar kenningar í fisklíffrseði, varúð
við ár og vötn, veiðibókmenntir og
veiðisögur, veiðitæki og notkun
þeirra.
Veiðimannaráðstefhan var fróðleg
og skemmtileg, veiðimenn hnýttu
flugur, myndbönd um veiði vom
sýnd alla ráðstefhuna og veiðitíma-
rit lágu frammi. Veiðisögur heyrðust
manna á meðal og allir virtust háfa
gaman af. Þess vegna náði ráðstefh-
an tilgangi sínum, veiðitíminn er
ekki langt undan og þetta hleypir
lífi í „veiðifjörkálfana".
Landssamband stangaveiðifélaga
hefur ennþá bryddað upp á nýjum
lið á dagskrá sinni, þökk sé því.
G. Bender.
Tveir frumheijar kastíþróttarinnar á íslandi, Albert Erlingsson og Bjarni
Karlsson, vom heiðraðir á veiðimannaráðstefhunni. Gylfi Pálsson, formaður
LS, óskar Albert til hamingju.
Hér sjást þeir Stefán Jónsson rithöfundur og Jón Sigurðsson, forsljóri Jám-
blendifélagsins, hlýða á erindi Vilhjálms Lúðvíkssonar um veiðiheimspeki.
Stefán talaði um veiðibókmenntir og veiðisögur á sunnudaginn.
DV-myndir G. Bender
Skúli Hauksson, bóndi í Útey, for-
maður silungsveiðibænda, talaði um
ný viðhorf silungsveiðibóndans til
stangaveiði og sýndi í lokin fallega
silunga sem hann hafði fengið í netin
í Apavatni á laugardagsmorguninn.
I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Viðey, vodki og selveiði
Eftir fréttum að dæma virðist hafa
verið nokkur flumbmgangur á al-
þingismönnum á síðustu dögum
þingsins. Ýmist eiga þeir að hafa
samþykkt alls konar vitleysu eða
fellt brýn hagsmunamál milb þess
sem þeir ruku saman út af misskiln-
ingi. Þór þjóðminjavörður er ekki
par hrifinn af þeirri ákvörðun Al-
þingis að gefa Reykjavíkurborg
Viðeyjarstofu. Segir hann að grein-
argerð með frumvarpinu sé bull og
skilur ekki hvemig menn geta sett
svona vitleysu á blað eins og það að
Viðey sé föðurleifð Reykjavikur. En
sannleikurinn er auðvitað sá að
þama sáu þingmenn sér færi á að
losa sig út úr Viðeyjarskömminni,
þar sem húseignir ríkisins hafa verið
að grotna niður vegna þess að litlu
fé hefur verið varið til viðhalds og
endumýjunar. Undir yfirskini höfð-
ingsskapar var því samþykkt að gefa
Reykjavíkurborg eignirnar svo nú
megun við borgarbúar taka upp ve-
skið og borga þann reikning sem
landsmenn allir áttu að greiða. Bul-
lið var sem sagt samþykkt. Annað
mál vakti þó meiri athygli, en það
varðar Hallgrímskirkju eða fram-
kvæmdir við hana. Þá deildu menn
hart um það hvort maður úr bygg-
ingarnefnd kirkjunnar væri sam-
mála því að Alþingi hefði afskipti af
málinu eða ekki. Ámi Eyjajarl, Al-
bert og Ragnhildur vom sannfærð
um að byggingamefnd vildi ekkert
með afskipti Alþingis hafa. Guðrún
Allaballa sagði þetta mgl og vist
vildu kirkjunnar menn fá aðstoð rík-
isins. Fréttir um annað væm sögu-
burður. Albert sté í stól og flutti
hnitmiðaða prédikun um orðið hvik-
sögur. Enginn þingmaður, hvar i
flokki sem hann stæði, bæri hviksög-
ur inn á Alþingi. Guðrún Iét sig
hvergi og svo fór að Ólafur G. Ein-
arsson fór í pontu og gaf Berta og.
félögum áminningu. Þá reiddist Al-
bert fyrir alvöru og hundskammaði
Ólaf fyrir að hafa kallað sig ráð-
herra. í þessu máb væri hann nefni-
lega bara þingmaður en ekki
ráðherra. Óli ætti ekkert með að
kalla sig ráðherra og skyldi bara
halda sig á mottunni ef hann vildi
ekki hafa verra af. Örþreyttir og
vansvefta þingmenn hresstust nokk-
uð við þessa rimmu. Samþykktu svo
ríkisábyrgð til handa Amarflugi,
sem Steingrímur sagði að væri að
vísu alveg á mörkunum að gera.
En það fór ekki eins vel með sela-
frumvarpið hans Halldórs sjávarút-
vegs. í þriðja sinn hefur hann lagt
framvarpið fyrir Alþingi og alltaf
hefur því verið komið fyrir kattar-
nef. í þetta sinn vom það víst Egill
Jónsson og Skúli Alexandersson sem
gengu harðast fram í að slátra fmm-
varpinu. Em þó báðir góðir og gegnir
framsóknarmenn þótt þeir að visu
sitji á þingi fyrir aðra flokka. Halldór
er bæði sár og reiður og segist ekki
hafa gert sér neina grein fyrir þvi
fyrirfram að menn hefðu gaman af
því að stoppa fmmvörp sem hann
bæri fram. Ög allt sé þetta íhaldinu
að kenna sem hafi ekki haft neina
stjóm á sínum mönnum í selamál-
inu. Samt hafi verið mikill meirihluti
fyrir málinu á þingi. Sést best á þessu
að það er enginn trygging fyrir fram-
gangi mála á Alþingi að meirihlutinn
sé þeim samþykkur.
Hins vegar náði fjármálaráðherra
betri árangri með sitt óskamál fyrir
þingslit. Það var að koma vodka-
framleiðslu inn í landið. Þetta merka
þjóðþrifamál rann ljúflega gegnum
nefndir og deildir þrátt fyrir and-
stöðu Ólafs Þ. Þórðarsonar og
áfengisvamaráðs, eða var það
kannski þess vegna. Allavega fór
ráðherrann með fullan sigur i því
máli og þykir maður að meiri fyrir
bragðið, allavega hjá hluta frétta-
stofuliðs sjónvarpsins. Mun þetta
vera meisti stuðningur við íslenskan
iðnað sem Alþingi hefur samþykkt i
langan tíma. Næst þurfum við að fá
hingað sígarettufabrikku og fara að
keppa við Reynolds og þá kappa sem
græða stórfé á þessari heilsuvöm.
Jón frá Seglbúðum reyndi allt hvað
af tók að losa sig undan þeirri kvöð
að veita vínveitingaleyfi. Vildi færa
þetta vald til sýslumanna og bæjar-
fógeta. Maður hefði haldið að þetta
vald væri betur komið annars staðar
en í höndum Jóns, en af einhveijum
óskiljanlegum orsökum töldu þing-
menn að ekki bæri að taka þennan
kaleik frá ráðherranum og hann sit-
ur enn uppi með brennivínsleyfin,
sjálfum sér og öðmm til ama og leið-
inda.
Þannig veltust málin sitt á hvað i
sölum Alþingis síðustu daga og næt-
ur fyrir þingslit. Og nú geta þing-
menn slappað af meðan sveitar-
stjórnarmenn undirbúa lokaslaginn
fyrir sínar kosningar.
Dagfari.