Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Síða 5
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 5 Fréttir Fréttir Fréttir Stjórnmál Dýr farmur kominn til landsins: Milljarðaverðmæti í Picassomálverkum - ríkissjóður gengur í ábyrgð „Verðmæti þessara mynda nemur milljörðum frekar en milljónum," sagði Salvör Nordal, framkvæmda- stjóri Listahátíðar, í samtali við DV. Síðdegis á miðvikudag komu 54 málverk og ein jámmynd eftir Picasso til landsins með Flugleiðavél frá London. Verkin eru hluti af einka- safiii Jaquline Picasso, ekkju lista- mannsins og verða þau sýnd á Kjarvalasstöðum í tvo mánuði í sumar. „Verkin verða í strangri gæslu og ríkissjóður hefur ábyrgst öryggi þeirra," sagði Salvör Nordal. Meðal verka á sýningunni verða málverk sem aldrei hafa verið sýnd áður og því treysti ekkja Picassos sér ekki til að verðleggja sýninguna. Olli það nokkrum vandkvæðum varðandi tryggingar á þeim geysi- legu verðmætum sem hér um ræðir: „Ef eitthvað kemur fyrir myndirn- ar hér á landi mun verða skipuð sérstök matsnefhd þar sem ekkja Picassos á tvo fulltrúa og íslenska ríkið tvo. Nefndarmenn velja sér síð- an oddamann og mun nefhdin meta það tjón sem orðið hefur ef verður,“ sagði Kristinn Hallsson, varafor- maður listahátíðamefhdar. - Hvað verður gert ef verkin fuðra upp í eldi? „Það hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Kristinn Hallsson. „Ætli ís- lenska ríkið yrði ekki gjaldþrota." Picassosýningin verður opnuð á Kjarvalsstöðum á setningardegi Listahátíðar 31. maí. -EIR Listaverkin dýrmætu við komuna til landsins. Vel var gengið frá öllu, enda mikið í húfi. DV-mynd Heiðar Baldursson Okur- málið: Einn ákærður í Þingeyjarsýslum Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Okurmálið, mál Hermanns Björg- vinssonar, teygir anga sína í Þing- eyjarsýslur. Sýslumaðurinn á Húsavík hefúr fengið eitt mál í því til með- ferðar. Hinn ákærði er sakaður um að hafa dregið sér 118 þúsund krónur umfram lögleyfða vexti. „Það er búið að birta ákæruna, það var gert fyrir helgi. Málið verður ekki þingfest fyrr en um miðjan maí,“sagði Halldór ííristinsson, sýslumaður á Húsavík, við DV í gær. Halldór sagð- ist ekki vilja gefa nafh hins ákærða upp á þessu stigi „ enda hef ég ekki tekið ákvörðun um það ennþá hvort réttarhaldið verður opið eða lokað“. Miklar sögusagnir hafa gengið á Akureyri og í Þingeyjarsýslum að undanfómu um að hinn ákærði búi á Svalbarðseyri. Halldór sagði að svo væri ekki. Reyðarfjörður; Óháðir bjóða fram Frá Vigfúsi Ólafssyni, fréttaritara DV ó Reyðarfirði: Birtur hefur verið F-listi, listi óháðra borgara, sem boðirrn verður fram í komandi sveiterstjórnarkosn- ingum á Reyðarfirði. Efstu sjö sætin skipa eftirtaldir: Sigfús Þ. Guðlaugsson rafVeitu- stjóri i 1. sæti, Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri í 2. sæti, Einar Baldursson framkvæmdastjóri í 3. sæti, Ásthildur Jóhannsdóttir hús- móðir í 4. sæti, Bjöm Egilsson bifvélavirki í 5. sæti, Guðný Kjart- ansdóttir verkakona í 6. sæti og Sigurbjöm Marinósson kennari í 7. jSæti. Framboð Sjátf- stæðismanna í Borgamesi Frá Sigutjóni Gunnarssyni, frétta- ritara DV í Borgarnesi: Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Borgamesi fyrir hreppsnefiidar- kosningar 31. maí liggur nú frammi. Sjö efetu sætin skipa: Gísli Kjart- ansson, Jóhann Kjartansson, Sigrún Símonardóttir, Jófríður Sigfúsdóttir, Kristófer Þorgeirsson, María Guð- mundsdóttir og Tómas Þ. Kristjáns- son. Sjálfetæðisflokkurinn á nú tvo fulltrúa í hreppsnef'nd og þeir sitja jafnframt í tveimur efetu sætum list- ans. Listi Alþýðbandalagsins liggur ekki enn fýrir en aðeins á eftir að „fínpússa“ hann betur. COSTADEL SOL Beint leiguflug í sólina íslenskir fararstj órar - Sólarlandaferðir á viðráðanlegu verði Gerið sjálf verðsamanburð. Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæða verð 16. maí 9. okt. 5.juni 26. júni 18. sept. 17. júlí 7. ágúst 28. ágúst Ibúðahótel xxx 2 i íbúð, 3 vikur 24.800 27.900 30.900 Hótel xxx með morgunverði 27.200 30.700 31.900 Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir Ennfremur leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra sólskinsstaða. BENIDORM - MALLORKA - COSTA BRAVA Uppselt í nokkrar ferðir og litið eftir í flestar hinar. FLUCFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661, 15331, 22100. HVAR ENDAR ÞETTA! Þeir kröfuhörðustu velja AUDIOLINE y m ASSOSf fiOMCfcíUl AUWOLINE AUtO.'ÍCAtí/ÍítK JtStMQÍt í bílinn Enn og aftur getur Sj ónvarpsmiðstöðin boðið ótrúlega lágt verð vegna mjög hagstæðra samninga við verksmiðjur. i «53 W 'í>vKl . tTjJ 1 r:. «w..* f- » i ;;i * ?•« <0? > f.í ; •’-O ísetning á staðnum eftir pöntun, unnin af fagmönnum. AT- 44 kr. 3,760.- AL-333 kr. 5,595.- AL-429 kr. 6,490.- SR-608 kr. 7,740.- Sjónvarpsmiðstöðin hf, Slðumúla 2 sími 39090.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.