Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Síða 7
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Rússarnir höfnuðu síldinni:
Ekkert plast, takk fyrir
Sfldarútvegsnefnd sendi á dögun-
um síldarflök í plasttunnum til
Rússlands.
Rússamir brugðust illa við þessu,
vildu fá gömlu trétunnumar, og því
varð skipið Keflavík að koma aftur
heim með síldina sem var í plast-
tunnunum. Skipið fór með tœplega
20 þúsund tunnur af síld í umræddri
ferð og þar af voru 9 hundmð plast-
tunnur.
Þegar skipið kom heim með síldina
vom flökin sett í trétunnur og siðan
sigldi Goðafoss með síldina aftur til
Rússlands.
Samkvæmt upplýsingum frá Síld-
arútvegsnefnd var gert ráð fyrir,
samkvæmt samningi, að afgreiða
mætti 15% af allri seldri sfld til
Rússlands í plasttunnum, með fyrir-
vara um leyfi frá viðkomandi
ráðuneyti í Moskvu. Það leyfi lá
ekki afdráttarlaust fyrir en talið var
óhætt að senda 9 hundmð tunnur
núna þar sem Rússar tóku við allri
saltsíld frá Kanada i haust og vetur
i plasttunnum.
En greinilega var þetta ekki
áhættulaust og Rússar höfnuðu síld-
inni. Hjá Síldarútvegsnefhd vita
menn ekki hvers vegna Rússar
kaupa síldina í plasttunnum af Kan-
adamönnum en ekki af okkur íslend-
ingum.
Um þessar mundir virðist það vera
hagkvæmara að salta síld í plast-
tunnur en trétunnur þar sem verðið
á þeim hefur lækkað í kjölfar lækk-
unar olíuverðs.
Þetta mun þó ekki vera aðalástæð-
an fyrir að umrædd síld fór í plast.
„Við áttum ekki trétunnur og sölt-
uðum því í plast,“ sagði einn starfs-
maður Norðursíldar hf. á Seyðisfirði,
en hluti af sfldinni var frá þeirri
söltunarstöð.
-KB
MALLORKA
Unaðsreíturínn
í suðri
Brottfarardagur 6. maí. 8 sæti laus.
Brottfarardagur 25. maí. Uppselt.
Brottfarardagur 15. júní. 12 sæti laus.
Brottfarardagur 2. júlí. Laus sæti.
Brottfarardagur 23. júlí. Laus sæti.
Brottfarardagur 13. ágúst Uppselt.
Brottfarardagur 3. september Laus sæti.
Brottfarardagur 24. september. 18 sæti laus.
Brottfarardagur 22. október. Vikuferð, laus sæti.
nTtMtK
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og 28580
Kaffipokinn
sem heldur ekki vatni
Danski KÆFFE FILTER-pokinn er
sá sterkasti á markaðinum. Pú
þarft hvorki að bretta upp á
kantana svo hann rifni ekki,
né nota tvo poka, til að uppáhell-
ingin heppnist vel KAFFE
FÍLTER rifnar ekki, en heldur
samt ekki vatni.
KAFFE FlLTER-pokunum er
pakkað í látlausar umbúðir, sem
gera það að verkum að verðið er
NOTAÐU STERKASTA OG ÓDÝRASTA
KAFFIPOKANN Á MARKAÐINUM.