Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Qupperneq 14
I)V. MÁSíUDAGUR 28.APRÍL 1986. 14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Bjartara framundan Bjartara er framundan í efnahagsmálum en verið hefur um langt skeið. Þetta kemur vel fram í nýútgef- inni spá Þjóðhagsstofnunar. Auðvitað verður að halda vel utan um þennan árangur, því að nokkur hættu- merki eru á veginum. Spáð er svipaðri aukningu framleiðslu og verið hefur að undanförnu. En tekjur þjóðarinnar jukust meira á síðasta ári en framleiðslan. A þessu ári er spáð mjög miklu meiri aukningu þjóðartekna eða rúmlega fimm prósent. Þar kemur einkum fram stórfelld lækkun á olíuverði og nokkur hækkun fiskverðs erlendis að und- anförnu. Reiknað er með áframhaldandi lækkun vaxta á erlendum fjármagnsmarkaði. Þá eru þessar spár byggðar á því, að gengi Bandaríkjadollars lækki ekki til muna frá því, sem nú er. Auðvitað er erfitt að spá fyrir um gengi dollars, sem gæti gert þessa spá vara- sama. En að samanlögðu fær Þjóðhagsstofnun út, að þjóðartekjur á hvern mann í landinu eigi í ár að verða svipaðar og árin 1980-1981. Með því næst aftur það stig þjóðartekna, sem var fyrir afturkippinn árin 1982 og 1983. Allir vita, að horfur eru miklu betri en verið hefur í verðlagsmálum. Nú er spáð um eða innan við tíu pró- sent verðbólgu frá upphafi til loka ársins, sem yrði minnsta verðbólga síðan 1971. Tekjur heimilanna virðast í fyrra hafa hækkað meira en áður var gert ráð fyrir, eða um 40 prósent á mann. Kaupmáttur launafólks jókst í fyrra um 5-6 prósent á mann, sé miðað við atvinnutekjur. En kaupmáttur kauptaxtanna stóð í stað. í þessu felst því talsvert launa- skrið, launahækkanir umfram taxta, og aukin vinna. í ár eru horfur á áframhaldandi aukningu kaupmáttar, sem gæti numið 4-5 prósentum á mann. Þar með hefði sá merkilegi hlutur gerzt, að rýrnun kaupmáttarins 1982 og 1983 væri að langmestu unnin upp. Þessi frásögn sýnir, að á flestum sviðum eru nú horf- ur á, að upp vinnist það, sem tapazt hefur í lífskjörum á undanförnum árum. Aðalorsökin er auðvitað, að það, sem stundum eru kallaðar ytri aðstæður, hefur stór- batnað, með lækkun olíunnar og hækkun fiskverðs. En líkurnar til þess, að okkur takist að halda þessu, hafa stóraukizt við raunhæfa kjarasamninga. Hættur eru enn á ferð. Til dæmis verður áfram halli á viðskiptajöfnuði við útlönd, sem gæti numið 3,5 mill- jörðum króna eða tveimur og hálfu prósenti af fram- leiðslu í landinu. Erlenda skuldabyrðin á að léttast í ár. Því valda vaxandi þjóðartekjur og lækkun á gengi dollars. En sem fyrr fer um fimmta hver króna af út- flutningstekjum okkar í vexti og afborganir af erlendum lánum. Þarna er enn mikil hætta á ferð. Ekki sízt ber þó að staldra við hallann á ríkisrekstrinum. Rekstrar- halli ríkissjóðs varð 2,4 milljarðar króna í fyrra eða rúmlega tvö prósent af framleiðslu í landinu. Þetta var þrefalt meira en fjárlög í fyrra gerðu ráð fyrir. Þá er enn í ár fyrirsjáanlegur mikill halli á ríkisrekstrinum, eða hálfur annar milljarður króna. Ríkið mun í ár reyna að mæta hallanum með innlend- um lántökum, keppa við aðra um fjármagnið og keyra upp raunvexti. Mikla áherzlu verður að leggja á, að ríkið geri sitt, eins og aðrir aðilar hafa gert, og minnki mjög ríkisútgjöld. Haukur Helgason. Ferskur fiskur eða fiystur? Flestar þjóðir kjósa að borða fersk- an mat. íslendingar hafa í þessu efhi nokkra sérstöðu, en það er tiltölu- lega stutt síðan farið var að selja ófrosið lambakjöt í verslunum og þótti til tíðinda. Langmestur hluti kjöts er frystur strax eftir slátrun og frysting er gerð að skilyrði við slátmn sumra dýra, a.m.k. skrifar Jónas um það leiðara reglulega að bannað sé að selja ófryst kjúklinga- kjöt. Fisk hefur hins vegar verið hægt að kaupa nýjan. Og sums staðar er ekki hægt að kaupa nema nýjan fisk - frystur fiskur er einfaldlega ekki til, vegna þess að hann er orðinn eign SH eða SÍS þegar við frystingu. En íslendingar vilja líka frekar nýj- an fisk en frystan, sbr. þegar þeir fóru að borða á Hótel Borg, Einar ríki Sigurðsson og Einar K. Guð- HARALDUR BLÖNDAL draga bein úr sjó þarf skip og þessi skip verður að reka með hagnaði. Og þeir sem stunda sjómennsku verða að hafa góð laun sem byggjast á hinum hörðu kröfum um gæði aflans og veiðisæld skipstjórans. . Og ekki nóg með það. Sjómenn hafa tekið við hluta af starfi fisk- vinnslufólksins á frystitogurunum og sá fiskur, sem þar er unninn, skil- ar eigendum aflans meiri hagnaði en með þvl að frysta hann í landi. Og það má spyija, til hvers á að vera með fiystihús í landi, ef hægt er að frysta allan aflann um borð. Útflutningsfrelsi Ég hélt því fram á síðasta lands-, fundi Sjálfstæðisflokksins, þegar verið var að ræða útflutningsfrelsi, að sá tími væri skammt undan að hagsmunir útgerðarmanna og fisk- verkenda færu verulega að stangast á - að sá tími væri að renna sitt skeið að hagsmunaaðilar sjávarút- vegs stæðu saman í einni fylkingu. Þessu var harðlega mótmælt af for- ustumönnum í sjávarútvegi. En það er ekki hðið árið og spá mín reynd- ist rétt. Fiskverkendur safna nú liði og predika að þeir geti ekki keypt fiskinn á því verði sem sjómenn geta LÖGFRÆÐINGUR a „Hvaða rök hníga til þess, að fisk- ^ vinnslan eigi að fá forgang að íslensk- um sjávarafla, ef hún skilar minni verðmætum í þjóðarbúið en með beinni sölu?“ „Jafnframt hefur komið í ljós, að útflutningur í gámum er hagkvæmari en að skipin sigli sjálf, enda eru sölutúramir jafnframt hugsaðir sem innkaupaferðir fyrir áhöfnina." finnsson eldri í Bolungarvík og voru á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað- fiystihúsanna. Þeir fengu sér fisk og Einar ríki hafði ekki nema rétt stungið upp í sig frysta bitanum, þegar hann nærri missti hann út úr sér á diskinn og sagði: „Heyrðu, nafni, - þetta er frosinn andsko ú!“ Fiskþjóðir hafa svipaða skoðun á fiski og Einar ríkí. Þess vegna er nýr fiskur í hærra verði en frystur - einfaldlega vegna þess að menn telja hann betri. Menn frysta því ekki fisk í hagnaðarskyni heldur út úr neyð - til þess að bjarga verðmæt- um þegar of mikið berst að og til þess að jafria eftirspum. Mismunandi mikil eyðilegging Ásgeir Jakobsson orðaði þetta einu sinni svo að fiskur væri bestur nýr. Öll svokölluð fúllvinnsla sjávar- afla væri ekki annað en misrnunandi mikil eyðilegging á aflanum. Útflutningur á ferskum fiski hefur aukist mjög mikið undanfarin miss- eri og með því að frjálsræði ríkir í þessari grein útflutnings hefur verð- lag verið hagstætt, því að fiskkaup- menn reyna að finna fiskinum bestu markaðina og beina þangað fiskin- um sem best verð fæst fyrir hann. Jafhframt hefur komið í ljós að út- flutningur í gámum er hagkvæmari en að skipin sigli sjálf, enda eru sö- lutúramir jafnframt hugsaðir sem innkaupaferðir fyrir áhöfhina. Slíkt skipti miklu máli áður fyrr þegar landsfeður höfðu vit fyrir fólki í inn- kaupum og allt það sem fólk vildi kaupa fékkst aðeins í útlöndum. Þá vom nælonsokkar og gallabuxur helsti smyglvamingur sjómanna. Það gefiir augaleið að útflutningur á ferskum fiski hefur í for með sér, að fiskvinnslustöðvamar fá minni afla. Af þessu hafa eigendur þeirra rekið upp ramakvein og heimta nú, að frjáls útflutningur á ferskum fiski verði bannaður. Og eins og vanalega er talað um skipulagsleysi i útflutn- ingum og skiptir ekki máli þótt í hlut eigi víðkunnir einokunarsinnar eða menn sem hafa háskólapróf í viðskiptafræðum og þekkja kenn- inguna um hina ósýnilegu hönd markaðarins. Hagsmunir fisk- vinnslufólks verða vitinu yfirsterk- ari. Sjómenn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Mörg skip, sem voru að sökkva í óveðrum vaxta og fj árfstingarkostnaðar, em nú að komast á lygnan sjó með þvi að taka mið af útflutningshagnaði af fersk- um fiski. Sjómennimir og útgerðar- mennimir vita vel að til þess að fengið fyrir hann erlendis, og því verði að koma á höftum og bönnum - afhenda „hagsmunaaðiljum sjáv- arútvegsins allt vald um útflutning“. Ég spyr hins vegar: Hvaða rök hníga til þess að sjómaður eigi að selja fisk sinn á öðm verði en því hæsta? Hvaða rök hníga til þess að fiskvinnslan eigi að fá forgang að íslenskum sjávarafla ef hún skilar minni verðmætum í þjóðarbúið en með beinni sölu? Hvað ætlar fiskvinnslan að gera ef og þegar neysluvenjur Banda- ríkjamanna breytast og þeir vilja frekar ferskan fisk? Ætla þeir að sigla sömu leið og forustumerm ís- lenskra bænda, sem sögðu lygi, lygi, þegar þeim var bent á að neysluvenj- ur íslendinga væm að breytast og neysla á kjúklingum og nautakjöti myndi aukast en neysla lambakjöts minnka að sama skapi? Er ekki skynsamlegast að hlýða bendingum hinnar ósýnilegu handar markaðarins og efla hinn frjálsa út- flutning á ferskum fiski, en hvetja menn í fiskiðnaði að leita nýrra verkefha sem gefa jafhmikið í aðra hönd - og jafhframt afhema verðá- kvarðanir á fiski en láta framboð og eftirspum ráða - einnig hér innan- lands? Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.