Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 16
16
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986.
Spurningin
Hvernig líst þér á
verðhækkanir á áfengi?
Marteinn Pétursson, hættur störf-
um: Mér líst illa á þær eins og allar
verðhækkanir.
Anna Bergsdóttir, vinnur i Verslun-
arbankanum: Auðvitað líst mér illa
á þær.
Elsa Kristín, starfsmaður ÁTVR:
Mér finnst allt í lagi með þær.
Ingimundur Steindórsson eftirlits-
maður: Mér líst engan veginn á þær,
það er ekki réttlátt að vera að hækka
þetta, það ætti þá allavega að hækka
kaupið samsvarandi, þá þyrfti ekkert
að rífast út af þessu.
Gréta Þ. umsjónarmaður: Það skipt-
ir engu, ef menn vilja lyfta glasi er
allt í lagi að borga fyrir það.
Ólöf Sigmundsdóttir nemi: Ég hef
ekkert athugað þessi mál, því miður.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Sönglandi slagorðið:
Vinnum saman!
Gaggi skrifar:
Mig langar að vekja athygli á við-
tali, sem fram fór í kvöldfréttatíma
útvarpsins þann 14. apríl sl., við Jafet
Ólafsson, forstoðumann fatadeildar
Sambandsins. Tilefnið var kúvending
fyrirtækisins frá áherslu á íslenska
framleiðslu yfir í beinan innflutning á
fatnaði frá Austur- Asíu.
Forstöðumaðurinn segir þar orðrétt:
„Fatnaðurinn frá Asíu, því er ekkert
að neita að hann er oft á tíðum ótrú-
lega ódýr, og gæði þessa fatnaðar hafa
farið mjög batnandi enda láta nú mjög
þekkt fyrirtæki og vöruhús í Evrópu
framleiða fatnað fyrir sig í Hong Kong
og Kóreu. Ég vil undirstrika það, að
þetta er tiltölulega lítill hluti af okkar
heildarinnflutningi en það vill þannig
til að þetta kemur saman við það að
við erum að hætta rekstri fataverk-
smiðjunnar Heklu og erum í fyrsta
skipti að hefja beinan innflutning frá
Austur-Asíu en við höfurn flutt inn
fatnað þaðan i mörg ár.“
Væri nú ekki heillaráð fyrir Sam-
bandið að afla upplýsinga, forkólfúm
sínum til handa, um þau kjör og þær
aðstæður sem það fólk lifir við sem
býr þennan fatnað til ef vera mætti
að það opnaði augu þeirra fyrir því
nútímaþrælahaldi sem þar liggur að
baki?
Kannski hefúr forstöðumaðurinn
einhverja vitneskju um þessa fram-
leiðsluhætti, a.m.k. hljómar það sem
eins konar afeökunartilraun þegar
hann undirstrikar að innflutningur
þessi sé tiltölulega lítill hluti heildar-
innflutnings Sambandsins.
Forstöðumaðurinn segir ennfremur:
„Þegar fataverksmiðjan Hekla hætt-
ir starfsemi í lok þessa mánaðar þá
verður væntanlega á markaðinum
ákveðið gat, ákveðin vöntim, og versl-
anir munu leita eftir þeirri vöru sem
Hekla hefur framleitt núna um árabil.
Og fatadeild Sambandsins hefúr meðal
annars gert ráðstafanir til að skaffa
þennan fatnað eftir öðrum leiðum og
þar á meðal með því að flytja þennan
fatnað inn frá Austur-Asíu.“
Þá ályktun má draga af framan-
sögðu að hinum aukna innflutningi
sé ætlað að koma í staðinn fyrir mark-
aðshlutdeild Heklu.
Hvers vegna svo er farið, skýrist
þegar forstöðumaðurinn er að lokum
spurður hvort veijandi sé fyrir Sam-
bandið að leggja sitt af mörkum til að
stuðla að því að viðhalda því kerfi sem
viðgengst í A-Asíu þar sem bama-
þrælkun er og mjög lág laun.
Svar forstöðumanns er aumt yfirklór
þegar hann segir orðrétt:
„Fatadeild Sambandsins er heildsala
og verður að selja sína vöru aftur til
smásöluverslana og við verðum að
geta boðið bestu verð og bestu vöru á
hveijum tíma. Nú, ef við bjóðum ekki
þessa vöru þá mun einhver annar gera
það, þannig að það er spumingin um
að veita smásöluverslunum og neyt-
endum þá bestu þjónustu sem við
teljum rétt á hveijum tíma.“
Með öðrum orðum, þá vöntun sem
varð er Hekla hvarf af markaðinum
skal brúa með fatnaði unnum af fólki
sem býr nauðugt við geysilega slæm
kjör og réttindaleysi.
Hekla hefur vrið lögð til hvíldar. Á
grafarbakkanum standa útfararstjór-
amh, forkólfar fatadeildar Sambands-
ins ásamt líkmönnunum, austurlensk-
um fatakaupmönnum og
þrælahöldurum. Líkmennimh em að-
flutth og jarðarförin fer fram í kyrr-
þey. Nánustu aðstandendur Heklu,
starfsfólkið sem þar vann, fær minnst
af henni að vita, því það taldi að um
ótímabært fráfall hefði verið að ræða,
lífgunartilraunum hafi verið hætt of
snemma ef þær vom þá nokkum tíma
reyndar.
Þessi skringilegi hópur á grafar-
bakkanum sönglar slagorð það sem
við höfum heyrt í sjónvarpsauglýsing-
um Sambandsins: „Vinnum saman.“
Þú, lesandi góður, skalt dæma um það
sjálfur í hverju samvinna þessara
manna er fólgin, það skaltu gera áður
en þú kaupir næst ódýra flík frá Aust-
ur-Asíu.
„Með öðmm orðum, þá vöntun sem varð er Hekla hvarf af markaðinum skal
brúa með fatnaði unnum af fólki sem býr nauðugt við geysilega slæm kjör og
réttindaleysi.“
FyrgrFerðavmiklir
aðdáendur
María og Rebekka skrifa:
Kæra Ellen! Það gleður okkur að
Bréfritumm þykir fara fullmikið fyrir
aðdáendum jiessa manns á lesenda-
síðu DV.
ennþá skuli fyrirfinnast fólk með viti
í landinu. Auðvitað á ekki að niður-
lægja neinn í íjölmiðlum, en hins vegar
er það ákaflega freistandi þegar fólk
er alltaf að reyna að telja manni trú
um að Herbert sé æðislegasti söngvari
í heimi. Við höfum ekkert á móti Her-
berti Guðmundssyni persónulega,
aðdáendur hans em bara einum of
áberandi hér á lesendasíðunni. Því að
eins og það er óréttlátt að niðurlægja
fólk í fjölmiðlum, þá er líka óþarfi að
auglýsa tónlistarsmekk sinn þar. Það
hefur nefnilega enginn áhuga. Auk
þess, kæra Ellen, langar okkur til þess
að þú vitir að við sluppum út úr 9.
bekk með ágætis einkunnir í ensku.
Svavar réttur maður
á réttum stað
F.Á. skrifar:
Ég var að lesa DV þann 17. apríl,
þegar þessi Áki skrifaði að Svavar
Gests eigi annaðhvort að hætta hjá
rás tvö eða flytja sig yfir á Gufúrásina
út af því að hann blótaði eitthvað
smávegis í þáttum sínum. Ég er algjör-
lega ósammála þessu. Þó að hann blóti
smávegis, hvað gerh það til? Það er
bara fyndið og þættimir hans em líka
skemmtilegh og þú þama, Áki, ég
held að þú ætth ekki að vera svona
væminn. Svavar hefur alveg sinn rétt
á að segja það sem honum sýnist í sín-
um eigin þættir og ég held að þú ætth
að flytja þig sjálfan á þessa Gufúrás
(hvað sem það nú er), og svo er það
enginn fjandans dónaskapur að segja
nokkur blótsyrði sem þú heldur að
hæfi ekki hans þætti. Þú ættir þá bara
sjálfur að hafa þátt þama í rásinni ef
þú heldur að þú geth haft hann eitt>
hvað skárri (sem ég efast nú um að
þú geth). Hugsaðu svo aðeins áður en
þú ferð að skrifa í Dagblaðið-Vísi um
það sem þú veist ekkert um. Og ert
bara eitthvað að væmnast. Og blessað-
ur skrifaðu bara aftur ef þú ert eitt-
hvað ósammála þessu.
„Svavar hefur alveg sinn rétt á að
segja það sem honum sýnist í sínum
eigin þætti.“
Fáránlegir
kjarasamningar
Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar:
Það kom fram i DV fyrh mánuði
að verkalýðshreyfingin hefði farið
illa með fólk sem misst hefði húsið
sitt en fjárfest í bíl til þess að skatt-
amh gerðu ekki alveg út af við það.
Þetta var í lesendabréfi. Ekki tók
þá betra við þvi eldri bílar hríðféllu
í verði svo tapið skipti hvorki meha
né minna en 270 þúsundum króna.
Þetta var greiði við húsbyggjendur
sem ætluðu að rétta við fjárhag sinn
og byrja upp á nýtt. Það er verið að
ráðast á vissa hópa í þjóðfélaginu, í
samningagerð BSRB og Alþýðusam-
bandsins.
Þeh sem ætluðu að græða á nýjum
bílakaupum hafa nú tapað samsvar-
andi á gömlu bílunum sem átti að
koma í verð. Sjaldan hafa kjara-
samningar verið jafnfáránlegh og
nú. Komið hefur upp að Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
hafi fundið upp þetta þjóðráð sem
blindað hefúr marga, maðurinn sem
hefúr þreföld verkamannalaun. Það
var ekkert verið að semja fyrir
lægstlaunaða fólkið og sannast enn
að Alþýðubandalagið er ekki flokk-
ur verkamanna.
Guðrún Helgadótth, þingmaður
Alþýðubandalagsins, segist hafa
alltof lág laun, 40 þúsund krónur á
mánuði þegar búið er að draga frá
flest útgjöld.
Það skal engan undra þó hún
skammist sín að starfa innan veggja
Alþingishússins og það fyrir um-
bjóðendur sína, fátæka fólkið. Allt
það framlag sem lagt er til tiygg-
ingamála ög aldraðs fólks er lítill
stuðningur því fólki sem á því þarf
að halda þar sem þétt er setinn bekk-
urinn fólki sem slægist efth að vinna
innan veggja þessara stofnana og
lifa þar með á því framlagi sem ætl-
að er því fólki sem misst hefur heilsu
eða starfskrafta eða lent í ýmiss
konar erfiðleikum.
Um daginn komu fram tölur um
mikla fjárfúlgu, svo milljörðum
skipth, sem aldrað fólk á í sjóðum
svo efth því eru ekki allir aldraðir
félagsþjónustu þurfi. Mér finnst
þessi frétt sannast sagt ótrúleg en
ef rétt er liggur í augum uppi að
ótrúlegur fjöldi fólks misnotar fé-
lagsþjónustuna löglega og ólöglega.
Félagsþjónustan er því rannsókn-
arefni og sannast þar að hún er ekki
heiðarlegri en margur annar rekstur
og skipulagsleysi er undravert í
menntaþjóðfélagi sem íslendingar
þykjast vera og státa af.
Sjóðakerfið er notað sem vinnu-
miðlun og ætla ég að meira fé fari í
að greiða starfsfólki kaup en það sem
rennur til þeirra sem sjóðimh eru
ætlaðir. Einn lífeyrissjóð fyrir alla.
Margt er ótalið svo sem bamabætur
sem margir þurfa ekki á að halda
svo sem Guðrún Helgadótth og aðr-
h eins hátekjumenn.
„Guðrún Helgadótth, þingmaður
Alþýðubandalagsins, segist hafa allt-
of lág laun, 40 þúsund krónur á
mánuði þegar búið er að draga frá
flest útgjöld.“