Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 22
22 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Nl. ER OÉR Hingað til hefur ekki verið á allra færi að fjárfesta á þann hátt sem hagkvæmastur hefur verið á hverjum tíma. Til að koma til móts við almenning hefur KAUPÞING HF. hafið sölu svonefndra EININGABRÉFA sem ALLIR ráða við. Við kaup á EININGABRÉFUM nýtur þú HÁMARKS ÁVÖXTUNAR, tekur LÁGMARKS ÁHÆTTU og ert með ÓBUNDIÐ FÉ. Einfaldara getur það ekki verið. — HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? Þú verður ásamt fjölmörgum öðrum einstaklingum þátttakandi í stórum sjóði sem kaupir verðbréf með hæstu mögulegri ávöxtun — verðbréf sem að öðrum kosti væru einuncjis innan seilingar mjög fjársterkra aðila. MARGT SMATT GERIR EITT STÓRT. í þessum sjóði vegur þitt fé jafn þungt og þeirra sem meira hafa handa á milli. Að baki ÉININGABRÉFUNUM standa örugg veð eða aðrar jafngildar tryggingar. Hringdu í síma 686988 og fáðu nánari upplýsingar. NAFNVEXTIR HELSTU SPARNAÐARFORMA: Sparnaöarform Nafnvextir Raunvextir • Almennir sparisjóösreikninpar 8,0—9,0% • Sérreikningar banka 12,0—13,0% • 6 mán. verötryggöir reikningar 15,4—15,9%* 3,0—3,5% • 18 mán. verótryggöir reikningar —X CD 00 I ro o V * 7,0—7,5% • Sparisklrteini rlkissjóös 19,8—22,1%* 7,0—9,0% • Bankatryggö skuldabréf 23,2—24,3%* 10,0—11,0% ■ EININGABRÉF 31,0%* nú 17% Miöaö vió 12% árlega veröbólgu. e^ðVíSaN KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar @68 69 88 iþróttir Iþróttir Nicklaus í græna jakkann • Bandaríski golfleikarinn Jack Nicklaus vann, sem frægt er orðið, U.S. Masters keppnina i Bandaríkunum nú nýverið og kom sigur hans mjög á óvart. Blöð í Bandaríkjunum höfðu sagt að Nicklaus, sem er 46 ára gamall, væri orðinn of gamall til að vinna stórmót sem U.S. Masters. Sigurvegarinn hverju sinni fær tugi milljóna króna í sinn hlut auk hins mikla heiðurs sem sigrinum fylgir. Og svo er það græni jakkinn frægi sem sigurvegari er klæddur í eftir keppnina. Á þessari mynd er verið að klæða Nicklaus í græna jak- kann. Þetta var sjötti sigur hans á U.S. Masters og því í sjötta skipti sem hann fór frá Augusta golfvellinum í jakkanum eftirsótta. Beckenbauer í vandræðum Þjálfari vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu, Franz Beckenbauer, á enn í vandræðum með að finna end- anlegan hóp fyrir HM. í nýlegu viðtali sagði hann að þó hann hefði verið að reyna fyrir sér í rúmlega eitt ár vissi hann ekki enn hvemig hann ætti að stilla liðinu upp. Hann yrði líklega að stunda tilraunastarf- semi með liðið fram á siðustu stundu. Beckenbauer sagði að aðalvanda- málið væri skortur á hæfum leik- stjómanda á miðjunni. Þar hefur Felix Magath hjá Hamborg verið lík- legastur en leikur hans að undan- förnu hefur valdið vonbrigðum. Hinn nítján ára gamli Olaf Thon hjá Schalke, sem er talinn líklegasti arf- takinn á miðjunni, þykir ekki nógu reyndur ennþá. Bernd Schiister hjá Barcelona er auðvitað maðurinn sem Þjóðverjar þurfa á miðjuna en hið sérkennilega skapferli hans verður sjálfsagt til þess að hann verður ekki með. Hins vegar segist Beckenbauer ekki geta verið annað en bjartsýnn svo framarlega sem leikmenn eins og Toni Schumacher, Karl Heinz Föster, Andreas Brehme, Hans- • Franz Beckenbauer. Peter Briegel, Lothar Matthaeus, Karl-Heinz Rummenigge, Pierre Littbarski og Rudi Völler eru heilir. -SMJ Armenningar sigurvegarar - í svigi á 20. Mullersmótinu 20. Miillersmótið i svigi og göngu fór fram nýverið við skiðaskála Fram., Keppt var í sveitakeppni í svigi. í hverri sveit voru sex keppend- ur en árangur fjögurra bestu taldi. Fjórar sveitir mættu til leiks og sigr- aði sveit Ármanns og fékk hún samanlagðan tima 240,8 sekúndur. Sveitina skipuðu Tryggvi Þorsteins- son, Einar Ulfsson, Arni Sæmunds- son og Hafliði Bárðarson. Sveit IR varð í öðru sæti á 249,5 sek. og í þriðja sæti varð sveit Víkings á 264,7 sek. Restina lak sveit Fram á 269,6 sek. í sveitakeppni í göngu (tveggja manna sveitum) sigruðu bræðurnir Eirikur og Guðni Stefánssynir, SR, oggengu þeir 10 km á 36,45 mínútum. 1 5 km göngu öldunga sigraði Matt- hías Sveinsson, SR, á 18,30 mín. Annar varð Páll Guðbjartsson, Fram, á 18,46 mín. og þriðji Tryggvi Þór Halldórsson, SR, á 19,47 mín. Fjórði varð Pálmi Guðmundsson, SR, á 23,01 mín. en hann var mótsstjóri bæði í göngunni og svigkeppninni. í 5 km göngu kvenna sigraði Lilja Þorleifsdóttir, SR, á 24,23 mín. og önnur varð Svanhildur Árnadóttir, SR, á 26,26 mín. 1 5 km göngu drengja sigraði Einar Guðmundsson, SR, og gekk hann á 27,11 mín. _gj{ Bmgge-liðin í úrslit Það verða Brugge-liðin sem leika til úrslita í belgísku bikarkeppninni. í gær voru síðari leikirnir í undanúr- slitum háðir. Þá lék Club Brugge við Francs Borains og sigraði 5-0. Vann samanlagt 7-0 í báðum leikjunum og þar með lauk hinni óvenjulegu sigur- göngu þriðju deildar liðsins i bikar- keppninni. Cercle Brugge sigraði Mechelen 3-0 og vann samanlagt 3-2. Úrslitaleikurinn verður um næstu helgi en á miðvikudag leikur Club fyrri leikinn við Anderlecht um belg- íska meistaratitilinn. Liðin voru efst og jöfn í 1. deildinni. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.