Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Page 24
24
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986.
Iþróttir
litia bikarkeppnin:
Skagamenn
efstir
- FH vann Hauka, 7-0
FH-ingar sigruðu Hauka, 7-0, í litlu
bikarkeppninni um helgina. Ingi Björn og
Pálmi Jónsson skoruðu tvö mörk hvor.
Þeir Kristján Gíslason, Ólafur Hafsteins-
son og Guðmundur Hilmarsson skoruðu
siðan eitt mark hver.
Uppi á Akranesi sigruðu heimamenn
ÍBK 2 -1 og eru Skagamenn nú efstir í
keppninni með 5 stig. Róbert
Benfica varð
bikarmeistari
Benfica varð í gær bikarmeistari Portú-
gal í knattspyrnunni, sigraði Belenenses
2-0 í úrslitaleiknum í Lissabon. Nunes
skoraði fyrra markið á 35. mín., Rui Aguas
það síðara á 69. mín. Áhorfendur voru 45
þúsund. -hsím
Hafsteinn stökk
l, 98 í hástökki
Borgfirðingurinn Hafsteinn Þórisson
stökk 1,98 m i hástökki á innanhússmóti
ÍR i frjálsum íþróttum í siðustu viku. Jó-
hann Ómarsson varð annar með 1,88 m.
Jóhann Jóhannsson, ÍR, sigraði i 50 m
hlaupi á 5,9 sek. Oddný Árnadóttir. ÍR, í
50 m hlaupi kvenna á 6,7 sek. Guðbjörg
Svansdóttir, ÍR, varð önnur á 6,8 sek. og
Eva Heimisdóttir, ÍR, þriðja á 6,9 sek. I
langstökki stökk Guðbjörg 5,14 m, Eva 5,12
m. Þá hljóp Grcttir Hreinsson, ÍR, 50 metra
grindahlaup á 7,4 sek. -hsím
Fundur hjá
tækninefhd HSÍ
Tækninefnd HSÍ heldur fund í íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal á morgun, þriðju-
dag, og hefst hann kl. 20. Stefán Carlsson
læknir flytur erindi um íþróttameiðsl,
Andrés Kristjánsson sjúkraþjálfari um
teipingar og Kristín Guðmundsdóttir
sjúkraþjálfari um teygingar. Tækninefnd-
in hvetur alla, sem áhuga hafa á þessu, til
að mæta, einkum þó þá sem hafa hug á
þjálfun og liðsstjóm.
Chelsea kaupir
Lundúnaliðið Chelsea sigraði í mikilli
keppni margra enskra knattspyrnufélaga
og keypti hinn tvituga Gordon Durie frá
Edinborgarliðinu Hibemian. Durie þykir
hvað efnilegastur yngri leikmanna á
Skotlandi nú. Hann hefur skorað 14 mörk
fyrir Hibs á leiktímabilinu. -hsím
Essen áfram
í efsta sæti
Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í
Vestur-Þýskalandi:
Essen tryggði stöðu sína á toppnum í
v-þýska handboltanum með sigri sínum á
Schwabing í gær. ÍJrslit leiksins urðu 16:
13 eftir að Schwabing hafði verið yfir í
leikhléi, 9:7. Essen jafnaði síðan í byrjun
seinni hálfleiks og komst í 15:11.
Essen sigraði fyrst og fremst á góðum
vamarleik og frábærri markvörslu. Alfreð
Gíslason lék með allan tímann þrátt fyrir
að hafa verið með 39 stiga hita fyrir leik-
inn. Hann stóð sig þokkalega og skoraði
tvö mörk. Fraatz var markahæstur hjá
Essen með átta mörk.
Essen er sem fyrr efst í deildinni með
33 stig. Grosswaldstadt sigraði Gummers-
bach, 25:23, og er í öðru sæti með 32 stig.
Schwabing er í þriðja sæti með 31 stig.
-SMJ
Íþróttír íþróttir Iþróttir Iþróttir
Tómas sigraði tvöfalt
- á íslandsmeistaramótinu í borðtennis um helgina. Sigrún Bjamadottir sigraði þrefalt í kvennaflokki
• Tómas Guðjónsson, KR, sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramótinu í borðtennis um helgina.
Þau Tómas Guðjónsson, KR, og
Sigrún Bjarnadóttir, UMFB, voru
mjög sigursæl á íslandsmeistaramót-
inu í borðtennis sem fór fram núna
Evropumótin í handknattleik:
IVö spænsk lið í
úrslitaleikjunum
Það verða Evrópumeistarar
Metaloplastika Sabac, Júgóslavíu, og
pólska liðið Wybrese Gdansk sem
leika til úrslita í Evrópubikamum í
handknattleik, keppni meistaraliða.
Sabac sigraði Steaua, Búkarest,
Rúmeníu, 23-17, í síðari leik liðanna
í undanúrslitum. Samanlagt 45-41.
Gdansk sigraði Atletico Madrid,
Spáni, 25-21, i síðari leik liðanna á
heimavelli. Samanlagt 46-45.
í Evrópukeppni bikarhafa komust
meistarar Barcelona auðveldlega í
úrslit, sigruðu Epitök Veszprem,
Rúmeníu, með tíu marka mun í síð-
ari leik liðanna í undanúrslitum,
29-19. Unnu samtals 54-46 eftir að
hafa tapað með tveggja marka mun
í Rúmeníu. í úrslitum leikur Barcel-
ona við Grosswallstad, Vestur-
Þýskalandi. Þýska liðið sigraði Mi-
nauer Baia Mare, Rúmeníu, 25-16, í
síðari leiknum í Þýskalandi en sam-
tals 47-44.
í IHF-keppninni leika Tecnisa
Alicante, Spáni, og Raba Eto Györ,
Ungverjalandi, til úrslita. Tecnisa
sigraði Lugi, Svíþjóð, 53-40. Sigraði
í síðari leiknum í Lundi 29-27. Raba
sigraði Proletar Zrenjanin, Júgó-
slavíu, í undanúrslitum samanlagt
52-44 eftir að hafa tapað síðari leikn-
um í Júgóslavíu 25-22. -hsím
um helgina í Laugardalshöll. Tómas
sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik
karla en varð i öðru sæti í tvenndar-
keppninni. Sigrún bætti um betur þvi
hún sigraði i öllum þeim þrem grein-
um sem hún tók þátt í, einliðaleik
kvenna, tvíliðaleik kvenna og
tvenndarkeppni.
Tómas varði titilinn
Tómas Guðjónsson sigraði Stefán
Konráðsson, Stjömunni, í einliða-
leik karla og varði því titil sinn frá
því í fyrra. Leikur þeirra var mjög
spennandi og þurfti fimm lotur til
að fá fram úrslit. Stefán vann fyrstu
lotuna, 21-16, en Tómas næstu tvær,
21-14. Síðan sigraði Stefán aftur,
21-16, en Tómas vann æsispennandi
úrslitalotu, 22-20. Tómas Sölvason,
KR, varð í þriðja sæti.
í tvíliðaleik karla unnu þeir Tómas
Guðjónsson og Tómas Sölvason, KR,
sigur á Stefáni Konráðssyni og
Gunnari Valssyni, Stjörnunni, 3-0.
Þeir Kristján Jónasson og Kristján
V. Haraldsson, Víkingi, urðu síðan
í þriðja sæti.
Þrefalt hjá Sigrúnu
Sigrún Bjarnadóttir, UMFB, sýndi
miklar framfarir og hafði yfirburði í
kvennakeppninni. Hún sigraði
Kristínu Njálsdóttur, UMSB, ií úr-
slitum einliðakeppninnar. Þar. varð
Elísabet Ólafsdóttir í þriðja sæti. í
tvíliðaleik kvenna sigruðu Sigrún og
Kristín þær Hafdísi Ásgeirsdóttur og
Elisabetu Ólafsdóttur, KR. í þriðja
sæti þar urðu þær Anna Sigurbjörns-
dóttir og Katrín Harðardóttir úr
Stjömunni.
í tvenndarkeppni náði Stefán Kon-
ráðsson að hefna ófara sinna gegn
Tómasi í karlakeppninni. Stefán og
Sigrúnu sigmðu þau Tómas og Elísa-
betu í úrslitaviðureign. Gunnar
Valsson og Anna Sigurbjömsdóttir
urðu í þriðja sæti.
í fyrsta flokki karla sigraði Kjartan
Briem, KR, Bjarni Kristjánsson,
Stjörnunni, varð í öðru sæti og Berg-
ur Konráðsson í þriðja.
í fyrsta flokki kvenna sigraði Anna
Sigurbjörnsdóttir, Stjömunni, Katr-
ín Harðardóttir, Stjörnunni, varð í
öðru sæti og María Hrafnsdóttir,
Víkingi, í þriðja.
í öðmm flokki karla sigraði Óskar
Ólafsson, Víkingi, Halldór Björns-
son, Stjörnunni, varð annar en
Stefán Garðarsson, KR, þriðji.
-SMJ
22. titill Juventus
Torino-liðið Juventus vann sinn 22.
meistaratitil í ítölsku knattspyrn-
unni í gær, þegar liðið sigraði Lecce
3-2 á útivelli í lokaumferðinni. Á
sama tima tapaði Roma fyrir Como
og Juventus sigraði því með fjögurra
stiga mun. Roma komst fyrir þremur
vikum í efsta sætið en tapaði tveimur
síðustu leikjum sínum.
Það var ekki skorað mark í leikn-
um í Lecce fyrr en á 70. mín. Þá braut
Juventus ísinn, kantmaðurinn Mas-
simo Mauro skoraði með spymu írá
vítateigslínunni. 'Fögnuður Juvent-
us-leikmannanna stóð ekki lengi því
fimm mín. síðar jafnaði Carmelo
Miceli fyrir Leccje. Juventus svaraði
með tveimur mörkum. Fyrst skoraði
vamarmaðurinn Cabrini eftir auka-
spymu Mauro, síðan miðheijinn
Serena eftir snjallan samleik við
Danann Laudrup. Alberto di Chiara
skoraði síðara mark Lecce rétt í lok-
in. Þeir Cabrini og Serena áttu
frábæran leik fyrir Juventus og þess-
ir ítölsku landsliðsmenn eru komnir
í toppþjálfun á réttum tíma fyrir HM
í Mexíkó. Þjálfari Juventus síðustu
tíu árin, Giovanni Trapattoni,
stjórnaði þarna sínum síðasta leik
með Juventus. Hann verður nú þjálf-
ari í Milano. Á þessum tíu árum sem
Trapattoni var við stjórnvölinn varð
Juventus sex sinnum ítalskur meist-
ari og Evrópumeistari í fyrravor.
Svíinn Dan Corneliusson skoraði
fyrir Como á fyrstu mínútunni gegn
Roma og fleiri urðu ekki mörkin í
leiknum, þrátt fyrir góð færi. Meira
að segja Roberto Pruzzo tókst ekki
að skora fyrir Roma. Hann var
markahæstur í 1. deildinni með 19
mörk. Vestur-þýski landsliðsmaður-
inn Karl-Heinz Rummenigge hjá
Inter Milano kom næstur með 13
mörk.
Pisa, sem tapaði í gær fyrir Fior-
entína, 1-2, í Pisa, féll niður í 2. deild
ásamt Lecce og Bari. í gær gerði
Bari jafntefli, 2-2, á útivelli við Udi-
nese. Ekki er enn ljóst hvaða lið úr
2. deild taka sæti þeirra næsta
keppnistímabil. Keppni í 2. deild lýk-
ur ekki fyrr en eftir sjö vikur.
Fyrirliði argentínska landsliðsins,
Daniel Passarella, skoraði bæði
mörk Fiorentina í Pisa, annar Arg-
entínumaður, Giovanni Francini,
skoraði bæði mörk Torino í 2-1 sigri
á Verona í gær. Þessir sigrar liðanna
þýddu UEFA-sæti næsta keppnis-
timabil ásamt Roma og Napoli.
Milano-liðin misstu af þeim. AC
Milano gerði jafntefli, 1-1, við Atal-
anta og Inter náði heldur ekki nema
jafntefli, 0-0, við Sampdoria í Genúa.
Það gæti þó breyst. Roma, Fiorent-
ina og Torino eru enn í bikarkeppn-
inni. Þá má geta þess að Napoli
sigraði Avellino 0-1 á útivelli í gær.
Juventus hlaut 45 stig í 1. deild-
inni, Roma 41, Napoli 39, Fiorentina
og Torino 33, Inter 32, AC Milano
31, Atalanta og Como 29 stig.
-hsím
■nMHflBB