Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Fyrirspum frá sænskum aðilum: Vildu ógeislavirkt grænmeti frá okkur Sölufélagi garðyrkjumanna barst fyrirspurn frá Svíþjóð þar sem farið var fram á kaup á grænmeti héðan. I fyrirspurninni er þess getið að Svíarn- ir vilji kaupa ógeislavirkt grænmeti og beðið er um upplýsingar um verð og magn. „Við svöruðum þegar þessari fyrir- spum og sendum umbeðnar upplýs- ingar til Svíþjóðar, “ sagði Níels Marteinsson, sölustjóri Sölufélags garðyrkjumanna, í samtali við DV. „Það grænmeti sem við hefðum get- að selt þeim var fyrst og fremst tómatar og gúrkur auk salats, stein- selju og grænnar papriku. Svíar svöruðu okkur síðdegis í gær og töldu verð okkar helmingi of hátt þannig að ekki verður af þessum við- skiptum." -FRI Lömb fæðast moikin á Mosfelli: Kettir geta verið hættulegir - segir dýralæknir í Húnavatnssýslu „Hættan er mest í desember og fram í mars í fjárhúsum og hlöðum þar sem aldrei hafa verið kettir. Fyrra smit virkar sem bólusetning," sagði Sigurður H. Pétursson, héraðs- dýralæknir á Blönduósi, í samtali við DV. „Annaðhvort er að vera með marga ketti eða enga.“ Eins og sagt var frá í frétt DV í gær hafa tæplega 300 lömb fæðst dauð á bænum Mosfelli í Austur-. Húnavatnssýslu að undafómu. Sum hafa verið morkin og önnur, er lifa, hreinir aumingjar, eins og Einar Höskuldsson, bóndi á Mosfelli, komst að orði. Með blóðrannsóknum hafa dýralæknar komist að því að rekja megi fárið til katta. Á Mos- felli varð vart við svartflekkóttan aðkomukött í vetur og er ljóst varð hvílíkum usla í fjárstofni bóndans hann hafði valdið var hann skotinn í túnfætinum. „Ungir kettir, á fyrsta ári, smita mest,“ sagði Sigurður H. Pétursson. „Kettir geta verið hættulegir “ Sýkillinn, er veldur lambadauðan- um, nefnist toxaplasma og er al- þekktur þótt tiltölulega skammt sé síðan feknar greindu hann. Lamba- dauðinn á Mosfelli er ekkert eins- dæmi í Húnavatnssýslu. Sjúkdóms- ins hefur orðið vart á fjórum öðrum bæjum og er, að sögn Sigurðar H. Péturssopnar, algeng orsök fyrir lambadauða. -EIR i af skútunum leggur í’ann út Eyjafjörðinn. DV-mynd JCin Fýrstir a segl- brettum yffir heimskautsbaug Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Þrír Akureyringar ætla fyrstir ís- lendinga að sigla á seglbrettum yfir norðurheimskautsbaug í dag. Siglt verður yfir bauginn út af Grímsey. Ætlunin er að mennimir haldi þar úr höfn, sigli norður fyrir eyjuna og síðan aftur til hafnar. Fimm menn á tveim seglskútum, um 25 feta, verða í fylgd með seglbretta- mönnunum. Hópurinn lagði af stað i fyrrakvöld til Dalvíkur, en í gærkvöldi átti að leggja í ’ann til Grímseyjar. Mikill seglbrettaáhugi er á Akureyri um þessar mundir. Seglbrettamenn- imir þrír em allir í siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri. Veðurspáin fyrir helgina er sæmileg, norðanátt og lík- legast góður vindur. Guðmundur Einarsson alþingismaður: Krefst úttektar a tveim „í ljósi skýrslu bankaeftirlitsins um Útvegsbankann þar sem fram kemur að stórvægilegar athugasemdir hafa verið gerðar við stjómun bankans allt frá 1975 vaknar spuming um hina rík- isbankana. Ég ætla að krefja við- skiptaráðherra um sams konar úttekt eða skýrslu um Landsbankann og Búnaðarbankann," sagði Guðmundur Einarsson alþingismaður í samtali við DV. Fyrir skömmu skrifaði Guðmundur bönkum viðskiptaráðherra bréf, bæði sem for- maður Bandalags jafnaðarmanna og alþingismaður, og krafðist tafarlausra aðgerða í málefhum Útvegsbankans. Honum hefúr ekki borist svar við þessu bréfi. Samkvæmt heimildum DV munu liggja fyrir skýrslur bankaeftir- litsins um Landsbanka og Búnaðar- banka. Þær hafa hins vegar ekki verið birtar opinberlega með sama hætti og skýrslan um Útvegsbankann, sem lögð var fyrir Alþingi. HERB Helsinkimótið: Kurt Hansen efstur Danski stórmeistarinn Kurt Hansen hefúr náð forystunni að loknum 3 umferðum á alþjóðlega skákmótinu í Helsinki. Hann hefur unnið allar sínar skákir. í 2-3 sæti eru Svíinn Wieden- keller og Tisdall, Noregi. Skák Jóns L. Ámasonar og finnska stórmeistar- ans Westerinen fór í bið í annað skiptið í gær. Að sögn Jóns er staðan jafnteflisleg. -KB Doris Lessing rithöfundur. DV-mynd PK Ætla að tala máli skáldsógunnar - sagði Doris Lessing við komuna til Reykjavíkur „Þegar ég sá það úr lofti, hélt ég að landslagið væri lungamjúkt. En á leið- inni til Reykjavíkur komst ég auðvitað að hinu sanna," sagði breski rithöf- undurinn Doris Lessing, þegar blaða- maður DV hitti hana að máli á Hótel Sögu í gær. í bókum sínum er hún skeleggur talsmaður jafúréttis og bræðralags, en sjálf er hún hlédræg, lágmælt og brosmild, og lágvaxnari en ljósmyndir af henni gefa til kynna. Doris Lessing bætti við: „Ég gæti vel hugsað mér að nota íslenska hraunið í næstu vísindaskáldsögu." En eins og margir vita, hefúr hún skrifað mikinn bálk sagna, sem allar gerast í framtíðinni og á öðrum stjöm- um, og ætlar hún sér að auka við hann. Aðspurð um fyrirlesturinn, sem hún heldur í Iðnó á morgun, sunnudag, sagði hún: „Ég ætla að ræða eilítið um skáldsöguna. Mér finnst eins og hún sé ekki metin að verðleikum. Mig langar að tala máli hennar. Annars hef ég þann háttinn á, þegar ég flyt erindi, að ég beini spumingum til áheyrenda, reyni að fá þá til að taka þátt í umræðunni." Blm. DV hélt að íslendingar væru heldur málstirðir á slíkum fúndum. Doris Lessing brosti þá og sagði að hún hefði fengið Japani til að ræða við sig á umræðufundi, sem væri tals- vert afrek, því í Japan væri það talin ókurteisi að spyrja útlenda gesti spuminga. „Því hlýt ég að geta fengið íslend- inga til að spjalla við mig.“ Hún lét síðan í ljós ánægju yfir því að tvær skáldsögur hennar, Minning- ar einnar sem eftir lifði (Memoirs of a Survivor) og Grasið syngur (The Grass is Singing) hefðu verið þýddar á ís- lensku. „Ég vona að einhver taki sig til og þýði smásögumar mínar. Ég held að margar þeirra eigi erindi til Islendinga.” Doris Lessing sagðist ánægð með þær viðtökur sem nýjasta skáldsaga hennar,Hryðjuverkamaðurinn góði (The Good Terrorist), fékk. Hún var tilnefnd til Booker verðlaunanna sem eru þekktustu bókmenntaverðlaun Breta. Blm. DV spurði hana að lokum, hvort hún fylgdist grannt með því sem gerðist í heimahögum hennar, þ.e. í Zimbabwe og Suður-Afríku, og kom þá fjarrænt blik í augu hennar. „Jú, það reyni ég að gera. Ég get ekki annað. Þar eru rætur mínar.” Simply Red kemur í stað Stranglers „Það er ákveðið að hljómsveitin Simply Red komi í stað Stranglers. Það er búið að ganga frá öllum samningum vegna komu hennar og panta farmiða. Einnig er búið að ganga frá greiðslum til hljóm- sveitarinnar,” sagði Steinar Berg {sleifsson, sem séð hefúr um útveg- un erlendra popphljómsveita á Listahátíð. „Hljómsveitin Simply Red kemur sama dag og hljómleikamir verða fluttir, eða 16. júní. Þetta verður allt mjög strembið, hljómsveitin kemur seinni hluta dagsins og þá er lítill tími til stefiiu. En vonandi heppnast allt,“ sagði Steinar Berg. Simply Red er þekkt hljómsveit frá Bretlandi og vinsæl um þessar muridir. Lag hljómsveitarinnar, HolJing Back the Years, er á upp- leið í Bretlandi og er nú í 5. sæti á vinsældalistanum þar. Það sama má segja um nýjustu plötu henn- ar, Picture Book. -KB Þrír hestar drápust Þrir hestar og ein ær drápust á Snæfellsnesi á fimmtudaginn þeg- ar rafmagnsstaur féll og dró rafmagnslínu niður. Hestamir þrír drápust eftir að þeir höfðu snusað utan í línuna. Þegar ærin snerti hana fór rafmagnið af og upp- götvaðist þá siysið. -SOS BHvelta á Egilsstöðum Ökumaður jeppabifreiðar, sem valt út af veginum á Egilsstaða- nesi í gœrdag, var fluttur í sjúkra- flugvél til Ákureyrar. Maðurinn kastaðist út úr bifreiðinni, sem var með blæju. Hann hlaut opið fót- brot. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.