Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
5
Atvinnumál Atvinnumáf Atvinnumál Atvinnumál
Stokkseyringar fylgdu ekki ráðum Danans með „töfratöskuna“:
Gardínutappamir hefðu
getað orðið kveikjarar
Þörungavinnslan:
Fjármálaráðu-
neytið hafnar
tilboði frá
heimamönnum
„Við höfum gert bústjóra þrotabús-
ins grein fyrir því að ijámálaráðuney-
tið geti ekki gengið að tilboði
heimamanna í rekstur Þörungavinnsl-
unnar,“ sagði Sigurður Þórðarson,
skrifstofustjóri hjá fjármálaráöuneyt-
inu.
Félag heimamanria um rekstur Þör-
ungavinnslunnar á Reykhólum gerði
fjármálaráðuneytinu tilboð þar sem
farið er fram á að félag heimamanna
fái nýja varahluti og ný tæki til end-
umýjunar. Einnig er farið fram á
ábyrgð fyrir rekstrarlánum sem yrði
endurgreidd síðar á árinu eða um leið
og afurðalán berast. í staðinn bjóðast
heimamenn til að taka að sér að greiða
allt að þrjár milljónir króna í laun til
starfsmanna meðan á uppsagnarfresti
þeirra stendur.
„Fjármálaráðuneytið mun aldrei
ganga að þessum atriðum. Hins vegar
hefur ráðuneytið fallist á að lána
heimamönnum, án endurgjalds, þær
eignir sem komu í hlut ríkisábyrgða-
sjóðs er búinu var skipt upp,“ sagði
Sigurður. „„
Seatinn laus
„Við fórum fram á aðstoð herlög-
reglu til að fá bílana lausa,“ sagði
Agúst Ragnarsson, markaðsstjóri hjá
Töggi hf„ en fyrirtækið hefur átt í
vandræðum með að fá 50 Seat-Ibisa
bíla lausa úr klóm verkfallsmanna í
Bilbao á Spáni. Ráðgert var að bílam-
ir yrðu fluttir yfir til Bayonne í
Suður-Frakklandi um helgina en þar
bíður ms. Saga sem á að flytja þá til
íslands.
Ágúst sagði að verkfallið á Spáni
hefði skollið á fyrir fimm vikum. Þetta
hefði verið óskaplega flókin deila.
Verkfallinu hefði verið aflýst fyrir
viku en bílamir ekki fengist afhentir
þrátt fyrir það. Loks hefði þó losnað
um hnútana og bílunum komið á
flutningabíla burt úr vörugeymslun-
um í Bilbao. tiu
„í raun og vem töpuðum við fé á
því að selja Stokkseyringum gard-
ínuverksmiðjuna. Með lítils háttar
breytingum á vélabúnaði hefði auð-
veldlega mátt framleiða kveikjara
með þessum vélurn," sagði Knud
Gravad, sölumaður hjá danska ráð-
gjafarfyrirtækinu Scankey. Eins og
kunnugt er af fréttum DV hefur
Gravad ferðast um ísland á undan-
fömum árum og selt sveitarstjómar-
mönnum hugmyndir að nýjum
iðnfyrirtækjum með misjöfrium ár-
angri. Hefur hann fyrir bragðið
gengið undir nafriinu Daninn með
„töfratöskuna".
Knud Gravad er 41 árs og hefur
starfað að iðnráðgjöf í 15 ár víðs
vegar um heim. Hann hefur verið í
Austurlöndum fjær, Afríku og víða í
Evrópu og náð umtalsverðum ár-
angri að eigin sögn.
„Það má ekki gleyma því að við
höfum gert margt gott á íslandi. Mér
reiknast til að fyrirtæki þau er við
höfum komið á laggimar á íslandi
veiti nú á annað hundrað manns at-
vinnu. Það sem skiptir íslendinga
öllu máli í þessu sambandi er að færa
vinnuafl úr fiskiðnaði yfir í aðrar
greinar. Þar kemur smáiðnaður til
sveita inn í dæmið. ísland hefur
ákjósanlega legu með tilliti til mark-
aða, miðja vegu milli meginlands
Evrópu og Ameríku. Við hér hjá
Scankey höfum mikla trú á íslandi.“
- Nógu mikla til að bjóða Siglfírð-
ingum hitabeltisrækju?
„Ég bauð Siglfirðingum aldrei
hitabeltisrækju. Ég varpaði hins
vegar fram hugmyndum um hvort
unnt væri að nýta jarðvarmann til
rækjuræktunar. Það er tóm þvæla í
bæjarstjóranum á Siglufirði að ég
hafi áður verið búinn að selja þá
hugmynd í Guatemala því þangað
hef ég aldrei komið."
- Ertu eins góður sölumaður og af
er látið?
„Ég tel mig ekkert betri en gerist
og gengur en ég er atvinnumaður á
þessu sviði; það er ég,“ sagði Knud
Gravad og bætti þvi við að hann
væri væntanlegur til landsins í byrj-
un júlí. Á Blönduósi bíða menn
spenntir eftir verksmiðju sem fram-
leiðir gúmmímottur. -EIR
Knud Gravad ásamt dóttur sinni:
Við höfum trú á íslandi.
1QOARA
sk&kimöt
í tilefni 100 ára afmælisins efnir Landsbanki íslands til
sögulegs skákmóts í afgreiðslusal Aðalbankans í Austurstræti 11
sunnudaginn 1. júní.
Þar mætast í 12 manna hraðmóti og keppa um 100 þúsund króna
heildarverðlaun fjórir af fremstu skákmönnum íslands á árunum 1955-1960,
þeir Friðrik Olafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Pálmeson
og Ingvar Ásmundsson; fjórir af efnilegustu skákmönnum íslands í dag, þeir
Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason,
Héðinn Steingrímsson og Sigurður Daði Sigfússon;
og fjórir af fremstu skákmönnum Landsbankans, þeir Hilmar Viggósson,
Jóhann Örn Sigurjónsson, Sólmundur Kristjánsson
og Vilhjálmur Þór Pálsson.
Keppendur tefla allir við alla og tímatakmörk
eru 10 mínútur á hvorn keppanda í skák. Skákstjóri er
Ólafur S. Ásgrímsson. Áhorfendur eru
velkomnir í afgreiðslusalinn meðan
húsrúm leyfir,skákin hefst
klukkan 14.00.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna í 100 ár