Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 8
8 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál Fargjaldafrumskógurinn - blómstrandi ferðabúllur Þeir sem ferðast á eigin vegum er- lendis eða lesa erlend ferðatímarit komast brátt að því að það er engin hægðarleikur að ætla sér að komast í gegnum þann fargjaldafrumskóg sem sífellt verður þykkri og torfærari. fs- lendingur á ferðalagi erlendis veit hreinlega ekki í hvom fótinn hann á að stíga, hvað þá að hann átti sig á, við fyrstu sýn, hvaða fargjöld henta best í hverju tilviki. Það eru þrjár leiðir til að kaupa fars- eðla: hjá flugfélögunum sjálfum, hjá einhverri af þeim fjölmörgu ferðaskrif- stofum sem selja lögboðin fargjöld IATA eða ABTA og í þriðja lagi er hægt að leita uppi einhverja af ferða- búllunum (bueket'-shop), sem sérhæfa sig í að selja lægri fargjöld en lög- boðið er. Nú getur nánast hvaða ferðaskrif- stofa sem er fengið leyfi til að selja fargjöld LATA/ABTA. En þótt breiddin í þessum fargjöldum sé mikil vill stundum brenna við að minni skrif- stofumar haldi dýrari fargjöldum að viðskiptavininum og þarf hann því að vera farinn að rata sæmilega um frum- skóginn áður en hann getur treyst þvi að hafa keypt hagstæðasta fargjaldið hjá slíkum skrifstofúm. Öryggi hjá þeim stóru Stóru ferðaskrifstofumar, eins og Hogg, Robinson, Pickfords, Thomas Cook, Lunn Poly og American Ex- press veita hvað besta þjónustu, því þar getur viðskiptavinum.n séð öll þau fargjöld sem standa til boða á til- tekinni leið og skoðað möguleikana á sjónvarpsskermi og þegið ráðlegging- ar í leiðinni. Stóm skrifstofúmar hafa það einnig framyfir litlu stofumar og ferðabúllumar að öryggið er meira og ef eitthvað fer úrskeiðis er hægt að leita til útibúa skrifstofunnar, sem dreifð em út um allan heim. Ferðabúilur Ferðabúllumar em leyfislausar og óbundnar skrifstofur sem em orðnar mjög sterkt afl í sölu á afsláttarfar- gjöldum. Þessir aðilar kaupa farmiða í stórum upplögum af flugfélögum eða milligönguaðilum og selja síðan með 2) Athugið flugfélagið sem fljúga á með. Hvemig er með tímasetningar og verður millilent á leiðinni. Ef svo er, hvað verður tafið lengi og hver kemur til með að taka á sig kostnað við næturgistingu. 3) Kannið hvort einhverjar takmark- anir em á dvalartíma og með hve löngum fyrirvara bókun þarf að eiga sér stað. Athugið möguleikana á að breyta áætlun eða brottfarartíma og hvað slíkt hefði í fór með sér. Hvað með seinkun, er möguleiki á að skipta um leið ef miklar tafir verða. 4) Kynnið ykkur hvaðan er farið, t.d hvort farið er frá Heathrow eða Gat- wick og þá frá hvaða hliði. Varúðarráðstafanir 1) Greiðið ekki farseðilinn allan fyrr en hann er kominn í hendumar á ykkur. Eðlilegt er að fara fram á að greiða einungis tryggingu þar til búið er að binda alla lausa enda. 2) Borgaðu ekki ódýmstu ferðinar með greiðslukorti, því allt eins líklegt er að fargjaldið hækki eitthvað áður en reikningurinn kemur. Gefið aldrei upp kortanúmer í gegnum síma. 3) Varist að ganga endanlega frá við- skiptunum áður en staðfesting er komin frá flugfélaginu um skráningu í það flug sem um var samið. 4) Athugið, ef farið er í langa ferð með mörgum viðkomustöðum, að búið sé að ganga frá öllum hlutum ferðarinnar og að flugnúmer og nafn ykkar sé rétt og ömgglega skráð hjá flugfélögunum. Ef við gerum ráð fyrir að miðinn sé keyptur í Englandi, þá sjáið til þess að hann sé merktur með „OK/NK“ eða „KK“ í reitina við hverja flugleið. Hvað varðar hin hefðbundnu afslátt- arfargjöld em þau venjulega ekki seld á leiðum innanlands, en fremur á löng- um leiðum og þá sérstaklega til Asíu, Mið-Austurlanda, Austurlanda fjær, Ástralíu, Afríku og Suður-Ameríku. Einnig ber að athuga að afsláttarfar- gjöld em ekki alltaf mikið ódýrari, þau fela einnig í sér sérstaka skilmála þannig að hægt er að bóka með litlum fyrirvara eða komast hjá takmörkun- um á dvalartíma. -S.Konn. Ferðabúllurnar hafa veitt flugfélögunum og ferðaskrifstofunum mikið aðhald með því að selja farseðla á verði sem er langt undir lögboðnu verði. Oft er því hægt aö gera góð kaup, en inn á milli leynast menn sem hafa það eitt í huga að pretta trúgjarna viðskiptavini. Verið því á varðbergi ef þið komið til með að eiga viðskipti við einhverja af hinum óleyfilegu afsláttarsölustofum. miklum afelætti til einstakra við- skiptavina. Það getur verið nokkuð erfitt að finna þessar afeláttarstofur, því einn þátturinn í því að halda miða- verði niðri er að halda öllum kostnaði í lágmarki. Þær er því ekki að finna á jarðhæðum við fjölfamar götur, en eru gjaman staðsettar á annari hæð í stórum skrifetofubyggingum. Þótt ferðabúllur séu á mörkum þess að vera löglegar biýtur ferðamaðurinn sjaldn- ast nokkur lög þótt hann versli við slíka söluskrifetofú. Vegna þess að viðskipti við slíkar skrifetoíúr geta Mynd.PK verið vafasöm em nokkur atriði sem ber að hafa í huga áður en ákveðið er að taka einhveiju kostaboði: 1) Farið sjálf á skrifetofuna. Gerið engin viðskipti í gegnum síma því þannig eykst hættan á að verða svik- inn. Hvað hentar hverjum? - algengustu fargjöld á Evrópuleiðum Ef þú ertu einn af þeim huguðu, sem ferðast á eigin vegum erlendis, em nokkur atriði sem er algjörlega nauðsynlegt að vita varðandi þau fjöldamörgu fargjöld sem í gangi em á hverjum tíma. Þú getur sparað þér urntalsverðar fjárhæðir ef þú aðeins gefur þér tíma til að spá í hagstæð- ustu kjörin. Hér á eftir fer því stutt kynning á algengustu fargjöldum sem em í boði hjá helstu flugfélögum erlendis. Concord Þetta fargjald er boðið frá London til Washington, New York og Miami með British Airways og einnig frá París til New York með Air France. Þetta er flug í hraðfleygum vélum, en rýmið fyrir hvem farþega er í minna lagi. Boðið er upp á ókeypis veitingar á flugleiðinni. Fyrsta farrými Þessi fargjöld em merkt með F. Þetta þýðir að fyrsta farrými er að- skilið frá öðm og meira rými er fyrir hvem farþega. Á lengri leiðum er oft boðið upp á „svefnsæti". Matseð- illinn er yfirleitt vandaður og drykkir ókeypis, boðið er upp á ein- hvers konar dægrastyttingu á leið- inni og farþegar á fyrsta farrými mega hafa með sér meiri farangur en aðrir og njóta oft forgangs við brottför og afgreiðslu. Viðskiptafarrými „Buissness class“ er einkennt með C eða J eftir flugfélögum. Sum félög nota orð eins og „klúbbfarrými" eða „súper-klúbbur“. Þegar ferðast er á þessum fargjöldum em athafha- mennimir aðskildir frá öðrum farþegum vélaimnar, fá meira rými og mega taka með sér meiri farangur en hinir. Þeir tilkynna sig á sérstök- um stað, hafa sérhannaðan matseðil og ókeypis diykki auk einhvers kon- ar skemmtunar á leiðinni. Það gerist nú algengara að farþegar á viðskip- tafarrými fái afnot af sérstakri aðstöðu á flugvöllum. Hagsýnisfargjald Þetta fargjald er einkennt með Y. Sum flugfélög bjóða farþegum á þessu fanými upp á ókeupis drykki og einhvers konar skemmtum um borð, þegar aðrir farþegar verða að greiða aukalega fyrir slíkt. „Eourobudget“ Þessi fargjöld em boðin á flestum leiðum innan Evrópu. Sætin em, á þessu venjulega farrými, oft aftar- lega í vélunum. Matseðillinn er með hefðbundnu sniði og er yfirleitt inn- ifalinn í fargjaldinu. „Excursion“fargjald Þessi fargjöld em tiltæk á mörgum leiðum og þeim fer fjcilgandi. Þau em ódýrari en hagsýnisfargjaldið, en fela í sér að dvalartími er tak- markaður. Apex Á mörgum leiðum er Apex ódýr- asta fargjaldið og þekkja Islendingar þetta fargjald vel. Bókun verður að eiga sér stað frá 14 dögum og allt að mánuði áður en ferðalagið hefet, en þessar takmarkanir em misjafnar eftir leiðum. Apex felur einig í sér takmarkanir á dvalartíma. Pex og Super-pex Þessi fargjöld em boðin á ákveðn- um leiðum og em ódýr. Hægt er að bóka sig í flug með mjög Iitlum fyrir- vara, en mjög strangar takmarkanir em í gildi um lengd ferðalagsins. Þetta er einungis lítill hluti þeirra fjölbreyttu fargjalda sem boðinn er á leiðum innan Evrópu og í milli- landaflugi þaðan. Ofangreind far- gjöld em samt þau algengustu á þessum leiðum, enda spanna þau mjög breitt svið, bæði í verði og ferðaskilmálum. Fargjöld í milli- landaflugi í Bandaríkjunum em aftur heill kapituli út af fyrir sig og verða tekin fyrir síðar. -S.Konn. Eddumar að komast í gang - opnunartímar og gistikostnaður Nú líður að því að fyrstu Edduhótel- in, sem aðeins em starfrækt að sumrinu, verði opnuð. Hótel Edda í Valhöll á Þingvöllum hefur þegar ver- ið opnuð og um mánaðamótin bætist Hótel Edda, Flókalundi í hópinn. Hótel Edda á Laugum í Sælingsdal tekur til starfa 6. júní en síðan verða hótelin opnuð koll af kolli og 20. júní geta ferðamenn nýtt sér þjónustu 20 Eddu hótela víðs vegar um landið. Hér á eftir fer listi yfir Edduhótelin og opnunartima: 1) 30. maí: Hótel Edda, Flókalundi 2) 6. júní: Hótel Edda, Laugum, Sæl. 3) 8. júní: Hótel Edda, Reykholti 4) 9. Júní: Hótel Edda, Skógum 5) 11. júní: Hótel Edda, Hrafnagili Hótel Edda, húsmæðras. Laugarvatni 6) 12. júní: Hótel Edda, menntas. Laug- arvatni Hótel Edda, Nesjaskóla 7) 13. júní: Hótel Edda, Stóm-Tjömum Hótel Edda, Eiðum, Hótel Edda, Reykjum 8) 14. júní: Hótel Edda, Hallormsstað 9) 15. júní: Hótel Edda, Húnavöllum 10) 16.júní: Hótel Edda, Akureyri 11) 20.júní: Hótel Edda, Laugarbakka Auk þess em Edduhótel starfrækt á hótelum sem opin em allt árið, Hótel ísafirði, Hótel Borgamesi, Hótel Hvol- svelli og Hótel Edda, Kirkjubæjar- klaustri. Gistikostnaður Á Edduhótelunum er hægt að velja um gistingu í svefhpokaplássi, her- bergi sem deilt er með einum eða fleiri og svo sér herbergi. Sérherbergi með handlaug: 1.150 kr. fyrir nóttina. Sérherbergi með baði: 1.500 kr. fyrir nóttina. Tveggja manna með handlaug: 1.500 kr. fyrir nóttina. Tveggja manna með baði: 1.950 kr. fyrir nóttina. Þriggja manna með handlaug: 1.800 kr. fyrir nóttina. Svefhpokapláss í herbergi án hand- laugar: 310 kr. fyrir nóttina. Svefnpokapláss í herbergi með hand- laug: 450 kr. fyrir nóttina. Svefnpokapláss í skólastofú: 250 kr. fyrir nóttina. Uppbúið aukarúm: 300 kr. Morgunverður: 250 kr. í þessu sambandi ber að athuga að einungis 4 Edduhótel em með her- bergi ásamt sérbaði og víða er einungis boðið upp á morgunverð. Þar sem boðið er upp á hádegisverð og kvöld- verð ræðst verðið af matseðlinum í hvert skipti. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.