Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
15
Menning Menning Menning Menning
Jón Gunnar með eitt verka sinna.
Verk eftir Kristján Guðmundsson er nefnist „Hægt, hratt“ og samanstendur af hraðmulningi og
hægmulningi.
i
auk þess sem Sveaborg stóð fyrir
veislu með hangiketi og íslensku
brennivíni. íslenski bókasaínsvörður-
inn á staðnum, Jón Sævar, stóð
sveittur við að sjóða hangiket.
Jón Gunnar: Það skapaðist þama
góð stemmning, ma’r. Okkur tókst að
þíða Finnana dáldið, þeir eru þungir,
þú veist. A endanum voru þeir famir
að syngja með okkur.
ísi lagður
Bjöm Roth: Ég hef ekki verið þama
áður. Mér fannst skrýtin stemmning
þama á eyjunni. Þetta var í apríl og
sjórinn ísi lagður kringum hana. Við
fórum alltaf á bát á milli miðbæjarins
í Helsinki og Sveaborgar.
Þetta vetrarríki, þunglamalegar
byggingamar í Helsinki og svo allir
þessir dapurlegu Finnar, æ, þetta virk-
aði einkennilega á mig.
Jón Gunnar: Ég hef oftsinnis verið
á Sveaborg, en mér finnst eyjan alltaf
jafnundarleg.
Það er eiginlega stórfurðulegt, að
myndlistarstofnun, sem á að þjónusta
öll Norðurlönd, skuli vera staðsett úti
á eyju í Eystrasalti.
Bjöm Roth: Einkennilegast er nú
samt að það er eins og þessi sýning
hafi alls ekki átt sér stað. Við fengum
enga pressu fyrir sýningu og.svo fór
allt landið í . verkfall þannig að það er
lítil von til þess úr þessu að við fáum
nokkra umgetningu. En þetta var
samt besta skemmtun, það er allt sem
máli skiptir.
Að éta björn
Jón Gunnar: Ætli Sveaborg sjálf
hafi ekki líka verið í verkfalli? Það
mætti segja mér það. Þama er jú fullt
af ríkisstarfsmönnum.
Bjöm Roth (hlær): Við vitum ekkert
í okkar haus. Ætli þetta hafi ekki bara
verið draumur?
Jón Gunnar: Neeei. Við vitum þó
að Dieter kom þeim mjög á óvart með
sínum verkum. Hann sýndi Finnunum
kvikmyndimar sínar frá Feneyjabi-
ennalinum. Þeir vom alveg gáttaðir
að sjá allar þessar kvikmyndavélar í
gangi í einu.
Bjöm Roth: Maður reyndi auðvitað
að sjá eitthvað af Helsinki í leiðinni.
Jón Gunnar: Já, við fórum auðvitað
á Cosmos. Það er fínn staður.
Bjöm Roth: Og ég fór á rússneskan
veitingastað þar sem ég borðaði björn.
Jón Gunnar: Borðaðirðu bjöm,
Björn?
Þar með rann samtalið smátt og
smátt út í sandinn. En meðfylgjandi
myndir segja sína sögu. -ai
BÍLASÝNING AKUREYRI: BÍLASALAN STÓRHOLT
mm
UIEACE
LAUGARDAG 31. MAÍ KL. 10:00-18:00
SUNNUDAG 1. JÚNÍ KL. 10:00-18:00