Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er við kosningabaráttu í föstu starfi en það hafa engar kosningar verið í háa herrans tíð sem ég hef ekki komið nálægt," sagði Sigrún Sturludóttir, sem leiðir kosningabaráttu þeirra framsóknarmanna í Reykjavík. „Ég er búin að vera lengi viðloð- andi pólitík. Ég var formaður kvenfélagsins hér í Reykjavík í mörg ár og líka formaður Landssambands framsóknarkvenna, svo að það er auðvitað ekkert nýtt fyrir mig að vera inni í þessu. En það er náttúrlega tvennt ólíkt að koma þegar maður er búinn í vinnunni og taka þátt í því sem er að gerast, í öllum frístundum, heldur en að vera héma allan daginn frá morgni til kvölds og sjá um að þeir hlutir séu framkvæmdir sem búið er að ákveða að gera. Merkingarnar illa séðar Smalamennskan, eins og það er kallað, er einkum fólgin í því að hringja í okkar stuðningsfólk og hvetja það til starfa og að biðja það að sjá um það fólk sem það er vant að sjá um. Þetta gera sjálfsagt allir flokkar, en við erum ákveðin í því að vera ekki í kjördeildum og merkja við hverjir eru búnir að kjósa. Þetta er illa séð orðið og mér finnst að maður eigi að koma til móts við fólkið og hætta þessu. Fólki er illa við að það sé merkt og svo sé sent út til allra flokka hver sé búinn að kjósa og svona nokkuð. Það eru breyttir tímar að þessu leytinu, en áður var mikil vinna fólg- in í þessu. Og að ná í þetta fólk og sjá um að það kysi nú og auðvitað áttu allir merkt hver á þennan og hver á hinn. En ég finn ekki stóran mun á þeim kosningum sem hafa verið áður, þótt okkar fylgi hafi ve- rið fastara fyrir hér áður og við átt okkar ákveðna kjarna sem við vorum ekki svo mjög hrædd um að færi frá okkur.“ Draga engan á kjörstað - Dragið þið gamalmenni og sjúkl- inga með valdi á kjörstað eða er það rétt að það sé engin harka í smala- mennskunni lengur? Við auglýsum bílasíma og hjálpum fólki á kjörstað, ef það óskar eftir því, en það er enginn sóttur án þess að það sé búið að tala við hann og spyrja hann hvort hann vilji aðstoð- ina. Og ég held að það sé rétt að smalamennskan var harðari hér áð- ur. En svo er líka það að margt fólk, sem er orðið svo lasburða að það kemst ekki á kjörstað, er engu að síður svo fullt af eldmóði fyrir sinn flokk að það bara ætlar að kjósa þótt það sé ekki fært um það. Og þá er auðvitað reynt að koma til móts við það og hjálpa því á kjörstað. Það var kannski meiri hiti í póli- tíkinni hér áður. Ég man eftir sögu sem ég heyrði af Jóni heitnum Kjart- ansyni, fyrrverandi forstjóra Áfeng- isverslunarinnar. Hann var eitt sinn lagður inn á spítala í rannsókn rétt fyrir kosningar. Læknirinn stakk upp í hann spaða og bað hann að segja A. En það gat Jón ekki hugsað sér, enda mikill framsóknarmaður, og spurði hvort hann mætti ekki heldur segja B.“ Flokka fólk ósjálfrátt - Er þetta skemmtilegt starf? Þetta er afskaplega skemmtilegt. Þetta er ákaflega lifandi starf og svo er pólitík mitt hjartans áhugamál. Ég er alin upp á heimili þar sem mikið var rætt um pólitík og frá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á pólitík. Sem krakki fór ég á fram- boðsfundi og ég þekkti alla þá menn sem voru að vasast í pólitíkinni. Maður kynnist óskaplega mörgum í gegnum þetta starf. Og það er mín reynsla að þegar maður fer að vinna með fólki þá finnur maður fljótt svona nokkurn veginn hvar það stendur í pólitík. Maður lærir það í pólitíkinni að hlusta eftir hvernig fólk talar og að staðsetja það eftir því. „Maður lofar sér þvi alltaf að koma aldrei nálægt þessu aftur, en svo koma aftur kosningar. Þetta er ein- hvers konar baktería, flestallir, sem, eru í þessu þeir, lofa sjálfum sér því að koma ekki nálægt þessu aftur, heita við allt sem heilagt er að það skuli þeir aldrei gera, en síðan koma aftur kosningar og þeir eru komnir á kaf áður en þeir hafa hugmynd um það.“ Sá sem þetta mælir heitir Jó- hannes Guðmundsson og hann er kosningastjóri Alþýðuflokksins í Reykjavík. „Starfið er fyrst og fremst fólgið í að skipuleggja fundina með fram- bjóðendum og útgáfu á kynningar- bæklingum sem gefnir eru út fyrir kosningar. Það er mesta vinnan í þessu. Nú og svo að hafa samband við fólk. Það má eiginlega segja að ég hafi byrjað að vera í þessu 1978 fyrir próf- kjörið hjá Vilmundi heitnum Gylfa- syni, ég var kosningastjóri hjá honum. Það var í fyrsta skiptið sem Við sem erum smalar, eins og þið kallið það, erum kannski næmari fyrir þessu heldur en margir aðrir. Osjálfrátt flokkar maður fólk. Ég tel mig vita nokkurn veginn hvernig stór hópur fólks kemur til með að kjósa þótt við séum ekkert að ræða pólitík. Á fullu frá morgni til kvölds Þetta er sólarhringsvinna og það kemst ekkert annað að á meðan. Ég get nefnt sem dæmi að ein dóttir mín var að útskrifast sem stúdent núna um daginn og það var rétt svo að ég mætti vera að því að vera við sjálfa ég tók að mér að skipuleggja kosn- ingabaráttu. Nú, en þetta er náttúrlega ekki verk eins manns. Það er átta manna kosningastjórn sem ákveður hvað er gert og í raun og veru er kosninga- stjóri bara framkvæmdastjóri fyrir kosningastjórnina." Merkingar eru persónunjósn- ir Jóhannes segir ekki rétt að tala um smalamennsku eða kosninga- smala í dag. Það heyri fortíðinni til. „Við hringjum í flokksbundið al- þýðuflokksfólk. Nú, og síðan er hringt í vini og kunningja. En við erum til dæmis ekki með fólk í kjör- deildum á kjördag. Við erum ekkert að forvitnast um fólk þannig. Við hættum merkingum árið 1978, álitum að slíkt flokkaðist undir persónu- njósnir svo að við höfum ekki gert það. Þó flestir viti náttúrlega um kosn- ingarnar þá eru margir sem hafa ánægju af því að það sé haft samband útskriftina. Ég tók mér frí héðan eft- ir hádegið og fór upp í Háskólabíó klukkan tvö. Síðan voru hjá mér gestir og ég komst ekkert meira hingað niður á skrifstofu þennan daginn. En um leið og síðasti gestur- inn var kominn út úr dyrunum hringdi ég á kosningaskrifstofuna til að spyrja frétta. Ég er hér alveg á fullu frá morgni til kvölds. En mér finnst þetta það skemmtilegt að ég geri eiginlega ekkert annað skemmtilegra. Ég væri heldur ekki í þessu nema af því að mér finnst þetta svo skemmtilegt og hef brennandi áhuga.“ -VAJ við þá. Að vísu er það auðvitað gert oftar en bara fyrir kosningarnar, en kosningarnar eru einmitt kærkomið tækifæri til að hafa samband við fólk. Ég held frekar að menn verði fúlir ef það er ekki haft samband við þá, það getur litið þannig út að það sé búið að gleyma þeim. Týndi bilnum Maður hittir mikið af fólki í þessu starfi og vinnan með góðu og áhuga- sömu fólki er yfirleitt það minnis- stæðasta eftir á. Það eru allir mjög bjartsýnir fyrir kosningar, í raun og veru sama í hvaða flokki þeir eru, og fólk vinnur mjög mikið. Þetta er mjög mikil vinna sem fólk leggur á sig. En það er mjög mikið stress í kring- um svona starf. Það þarf allt að gera helst í gær. Allt sem þarf að gera hefði átt að vera búið að gera. Kosn- ingabaráttan núna fór reyndar mjög seint af stað og aðallætin hafa verið síðustu vikuna. Ég man það úr kosningabaráttunni með Vilmundi að í öllum hamagang- inum mundi maður sjaldnast hvar maður hafði lagt bílnum sínum. Það kom oft fyrir að það fannst enginn bíll hvernig sem maður leitaði. Svo fannst hann seinna rétt við nefið á manni. Svona var þá mikill hama- gangur. Þetta hefúr nú ekki ekki gerst í þessari kosningabaráttu. Þetta er allt miklu rólegra núna. Mikill er mátturinn Fjölskyldan er náttúrlega orðin hálfþreytt á manni. Þá loksins maður kemur heim tekur síminn við þannig að maður talar mest lítið við fjöl- skylduna þessa síðustu daga. En hún sættir sig við þetta. Það er bara beð- ið eftir að því að þetta gangi yfir.“ - Að lokum, Jóhannes, kanntu ekki góða sögu að segja úr kosningabar- áttunni? „Nú, ég kann eina góða úr próf- kjörinu hér í Reykjavík. Það var gamall maður í merkingum hjá okk- ur, því það var merkt við alla sem kusu í prófkjörinu. Síðan kemur maður að kjósa og sá gamli krossar í kjörskrána við nafnið sem hann gefur upp. Maðurinn kýs og fer síðan og þá segir sá gamli: Mikill er mátt- urinn. Þetta er nafnið hans Guð- mundar vinar míns sem ég fylgdi til grafar fyrir viku.“ -VAJ LíSiihí * hé. 11 í l?ýt íifp Með naumindum að ég fyndi tima tii að vera viðstödd þegar dóttir mín útskrifaðist sem stúdent, sagði Sigrún oturiudóttir, kosningastjóri Framsókn- arflokksins í Reykjavík. DV-mynd PK Geri ekkert skemmtilegra Jóhannes Guðmundsson, kosningastjóri Alþýðuflokksins: Maður talar mest lítið við fjölskylduna þessa síðustu daga. mynd PK Þetta er baktería

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.