Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þrig&ja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir, þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum. nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningu»- orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hveijum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávÖxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtávextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til . einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á -10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01.-10.06. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÓRUM sjA sérlista iliillililllilii INNLÁN úverðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10,25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12mán.uppsögn 14.0 14,9 14,0 11,0 12.6 9.0 12,0 9.0 SPARNAÐUR - LANSREHUR Sparað 3-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 10.0 Sp.Bmán.ogm. 13.0 13,0 9.0 11.0 10.0 3.0 10.0 3.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar Hlaupareikningar 6.0 4,0 6.0 3.0 2.5 2.5 3.0 3.0 4.0 4.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 3,0 INNLÁN VERÐTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 6 mán. uppsögn 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 2,5 1.0 2.5 1.0 3.5 1.0 2.5 1.0 3.0 1.0 3.0 1.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7,0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.0 10.0 10.0 11,5 9.5 Vestur-þýsk mörk Oanskar krónur 4.0 7.5 4.0 7.5 3.5 7.0 3.5 7,0 3.5 6.0 3.5 7.5 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 7,0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15,25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15,5 15,5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 VIÐSKIPTASKULOABRÉF 3) kge 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge 9.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 óri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4>0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTIÁNTILFRAMLEIÐSUJ sjAnedanmAlsd 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- íngs, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Vi Norsk rækja er á 407 krónur kílóið í New York. íslenski hörpuskelfiskurinn er einnig í háu verði þar, 380 kronur kiloió. Rækjan dýr í New York Reykjavík Afli báta í Reykjavík í maí var 1132 tonn í 239 róðrum. 26. maí landaði bv. Jón Baldvinsson 118 tonnum, að heild- arverðmæti kr. 1.933.105, skiptaverð 1.353.173,88. Bv. Ásþór kom bilaður og landaði 6,4 tonnum 26. maí, afla- verðmæti 46.977,28 kr. Bv. Ottó N. Þorláksson landaði 27. maí 188 tonn- um, heildarverðmæti kr. 2.590.201. Bv. Hjörleifur landaði 3. júní 150 tonnum, þar af 60 tonn þorskur. Bv. Ásgeir landaði einnig sama dag 181 tonni, þar af 54 tonn þorskur, 16 tonn ufsi og 6 tonn ýsa, annar fiskur var grálúða. Bv. Vigri landaði 3. júní ca 330 tonn- um, mest af aflanum var grálúða. Grimsby Bv. Hákon Magnússon landaði 28. maí í Grimsby 56 tonnum fyrir kr. 3.128.869,05, meðalverð kr. 55/77 kílóið. Ms. Sveinn Valdimarsson landaði 29. maí 76 tonnum, verð alls kr. 4.218.271,53, meðalverð kr. 55/33. Mb. Börkur landaði 3. júní 140 tonnum fyrir 8,5 millj., meðalverð kr. 61,05. Hull Ms. Hrungnir landaði í Hull 28. maí alls 106 tonnum, aflaverðmæti kr. 4,5 millj. New York Verð á rækju helst nokkuð hátt, að mati fisksala, og draga þeir heldur við sig öll stórinnkaup af þeim sökum. Verðið á norskri rækju, 250 til 300 stykki í kílóið, hefur verið kr. 407. Einnig hefur verð á íslenskum hörpu- skelfiski verið gott, eins og undanfarið, kr. 380 kílóið. Verð á þorski _kr. 140 fyrir stóran og góðan fisk. Ýsa kr. 130, ufsi og karfi kr. 60-65 kílóið. Sala á norskum laxi gengur fremur illa, en mikið hefur verið selt að und- anfömu af Kyrrahafslaxi og kílóið af Fiskmarkaðirnir Ingólfur Stefánsson honum hefur kostað i kringum kr. 150. í Boston hefúr verðið verið um 20 kr. hærra kílóið. London Billingate Samtök fiskkaupmanna vom með 60 milljarða króna umsetningu árið 1985. 1980 til 1984 var aukning í fisk- sölu orðin 30% en verðhækkun um 33%, er það aðeins minna en menn höfðu vænst. Á tímabilinu 1980 til 1984 jókst aðallega sala á freðfiski og var aukningin mest í skelfiski. Nú hafa orðið þáttaskil þar sem búist er við að ferskfiskur haldi velli í markaðs- hlutdeildinni í framtíðinni. Eitt af því sem olli minni sölu á ferskum fiski var að ungir fiskkaupmenn felldu sig ekki við að handfjatla nýja fiskinn. Nú hafa stóm heildsölufyrirtækin hafist handa um að kenna ungum kaup- mönnum meðferð á nýjum fiski. Árið 1985 var mun meiri sala á ferskum fiski í Englandi en verið haföi síðustu árin og búist er við að svo verði fram til 1990. í framtíðinni verður lagt kapp á að kynna hollustu þess að eta fisk. Stór- markaðir eins og Prestokeðjan eru aðeins með 15 kæliborð í öllum sínum verslimum og stærsta verslunarfyrir- tæki í matvælum í Englandi, Seins- burry, er aðeins með 25 kæliborð í öllum sínum verslunum; stórmörkuð- unum þykir dýrt að halda úti fersk- fisksölunni og leggja ekki mikið upp úr henni. Billinggate Verð á stórum þorski hefur verið um 130 kr. kílóið, verð á skarkola kr. 60- 70 og verðið á síld um 40 kr. kílóið. Ekki hefir verið mikil eftirspum eftir laxi og verðið fremur lágt eða um 300 kr. kílóið. Hamborg Lítið framboð hefur verið á þorski og ýsu á þýska markaðnum að undan- fömu. En búist er við að á markaðinn í Þýskalandi berist nokkuð af blönd- uðum fiski nú á næstunni. Engin íslensk skip hafa selt í Þýskalandi sið- ustu dagana. Verð á stórum þorski hefur verið um kr. 80 kílóið, ýsa kr. 70-80 og grálúða kr. 50 kílóið. Mikið af þeim ufsa, sema borist hefur á þýska markaðinn, hefur verið smátt eða mest undir 1,5 kíló. Vöruflutningar til vamarliðsins Ný leið Schulz er gömul hugmynd „Ég veit ekki hvort þessi leið sem Schulz lagði til muni leiða málið aftur til dómstóla. Ég held ekki. Sendiráðið í Washington mun fylgjast náið með framgangi málsins,“ sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra um hina nýju leið sem Schulz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lagði til við Matthías að farin yrði til þess að leysa deiluna um vöruflutninga til vamar - liðsins. - En hvað felst í þessari nýju leið? „Schulz ætlaði að snúa sér til vam- armálaráðuneytisins og reyna að fá fram nýjar reglur um flutninga til vamarliðsins, okkur til hagsbóta," sagði Matthías. - Hefur sú leið komið til tals áður? „Já, þessi leið kom einhvem tímann fram sem hugmynd, eftir að Banda- ríkjamenn fengu einokunaraðstöðu á vöruflutningunum," sagði Matthías. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.