Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 1986. íþróttir lþróttir Iþróttir Iþróttir Iþról Zicohættt á æfingu „Hann vaknaði í gærmorgun og þá virtist ekkert athugavert. Engir verkir í hnénu. Hann fór því á æfinguna með hinum leikmönmun Brasilíu. En eftir aðeins 20 mínút- ur varð hann að hætta - kvalinn í hnénu,“ sagði Neylor Lasmar, læknir brasilísku HM-leikmann- anna, í Guadaljara í gær. Það var Zico, skærasta stjama Brasilíu, sem varð að hætta á æf- ingunni og nú em sáralitlar líkur á að hann leiki gegn Alsír á morg- un, föstudag. Lasmar læknir sagði að meiðsli Zico væru ekki alvarleg en hann vildi ekki láta hann leika gegn AÍsír. Zico var skorinn í hné í fyrra vegna hnémeiðslanna. Hann var varamaður í fyrsta leik Brasilíu - gegn Spáni - en kom ekki inn á. Allar líkur em taldar á að Mull- er verði miðherji gegn Alsír. Hann átti stórgóðan leik þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Spáni. Walter Casagrande mun þá missa stöðu sína. Á æfingunni í gær lék Muller í varaliðinu á móti leikmönnum aðalliðsins. Eftir að- eins 25 mín. var staðan 3-0 fyrir varaliðið. Þá var Muller færður í aðalliðið, Casagrande í varaliðið. •Hann var sár og sagði: „Ég þarf að skora tíu mörk í leik til að halda stöðu minni.“ Varaliðið sigraði 6-4 í æfingaleiknum. hsím jLaudrupfékkj i mikið hrós i I Frá Hauki Lárusi Haukssyni, | 1 blaðamanni DV í Danmörku: . I Danska landsliðið fékk mikið | . hrós í danska sjónvarpinu í gær- ■ I kvöldi og þá sérstaklega Michael I ■ Laudrup. Sérstaklega var tekið | I fram hversu íþróttamannslega ■ ■ Laudrup hefði leikið gegn Skotum. I I Þrátt fyrir að Skotar hefðu hvað I | eftir annað brotið gróflega á hon- * ■ tun hefði hann aldrei skipt skapi I I og iþróttamenn sem tækju slíku * | mótlæti með álíka yfirvegun og I ■ Laudrup væru mikil og góð fyrir-1 I mynd imgu kynslóöarinnar. -SK I I „Fyrrí árangur I j skiptir engu“ j ■ „Fyrri árangur okkar gegn Arg- * I entinu mun ekki skipta neinu máli | i í dag,“ sagði Enzo Bearzot, þjálfari . I ítala, en þessar þjóðir mætast ein- | I mitt í Mexikó í dag. ítalir, núver- ■ I andi heimsmeistarar, hafa unnið I ■ tvær síðustu viðureignir þessara I I þjóða á HM. Þeir unnu Argentínu ■ ■ eins og kunnugt er 1982 og voru I ■ þar að auki eina þjóðin sem sigraði * I Argentínumenn þegar þeir urðu | * heimsmeistarar 1978. -SM<fyj Mark dæmt af írak og Paraguay sigraði - Julio Romero skoraði sigurmarkið „Dómarinn hefði átt að láta markið standa úr þvi að hann flautaði ekki hálfleikinn af áður en hornspyrnan var tekin. Markið var skorað beint upp úr hominu og hefði þvi átt að fá að standa. Ég er ekki sáttur við ákvörðun dómarans, við áttum betra skilið," sagði Evaristo de Macedo, þjálfari Ir- aks, eftir að Irakar höfðu tapað, 1-0, fyrir Paraguay í fyrsta leik þjóðanna á HM. Atvikið, sem Macedo talar um, var þegar dómarinn dæmdi mark af Irökum sem þeir skoruðu rétt fyrir leikhlé. Dómarinn taldi að leiktíminn hefði verið útrunninn og dæmdi þvi markið af. Leikmenn Iraks mótmæltu dómnum ákaft en allt kom fyrir ekki. írakar byrjuðu leikinn af fullum krafti og fengu gott færi strax á fyrstu mínútu. Þeir sýndu góðan leik í upp- hafi og komu vöm Paraguay margoft á óvart með Ieikni sinni og hraða. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Julio Romero skoraði fyrir Paraguay á 35. mínútu. Hann fékk þá • Julio Romero skoraði sigurmark Paraguay. góða sendingu inn í vítateig og sendi knöttinn yfir markvörð Iraks sem reyndi að bjarga með úthlaupi. írakar skomðu síðan þetta umdeilda mark á síðustu sekúndum fyrri hálf- leiks. Atvikið setti þá algerlega út af laginu og seinni hálfleikur var mjög daufur. Það var helst að Paraguay- menn næðu að sækja eitthvað án þess þó að bæta við fleiri mörkum. „Öll liðin jöfn“ „Að mínum dómi em liðin í þessum riðli öll mjög jöfri að getu. Leikmenn fraks spiluðu þennan leik mjög vel og það var erfitt að spila gegn þeim sagði Cayetano Re, þjálfari Paraguay, eftir leikinn. Hann sagði að leikurinn sýndi að það væri ekkert eitt lið sterk- ara en önnur í B-riðli. Paraguaymenn og Mexíkanar em nú efetir í riðlinum en bæði liðin unnu sína leiki. Paragu- ay mætir Mexíkó á Azteca vellinum á laugardaginn. -SMJ „Of snemmt að líkja okkurvið Hollendinga“ - segir Nikita Simonian, aðstoðarþjálfari Sovétmanna „Hollenska liðsins verður minnst í sögunni sem eins skemmtilegasta knattspyrnuliðs sem uppi hefur verið. Ég held að það sé of snemmt að vera að líkja okkur við það lið. Það er ekki hægt að dæma lið út frá einum leik,“ sagði sovéski aðstoðarþjálfarinn Nik- ita Simonian en athyglin beinist nú mjög að Sovétmönnum eftir hinn stóra sigur á Ungveijum. Sovéska liðið þótti leika frábærlega þá og margir líkja því við hollenska liðið eins og það lék 1974. Frakkar mæta Sovétmönnum í dag í C-riðli og em miklar vangaveltur nú uppi um það hvemig þeim gangi að eiga við hið frábæra spil Sovétmanna. Þeir þykja leika mjög skemmtilega og árangursríka knattspymu en Frakkar þóttu hins vegar sýna lítið í fyrsta leik sínum þegar þeir unnu Kanadamenn naumlega. íslenskir sjónvarpsáhorf- endur fengu að sjá forsmekkinn af þvi hvemig Sovétmennimir leika þegar Dynamo Kiev sigraði Atletico Madrid auðveldlega í úrslitaleik um Evrópu- bikarinn. Átta af leikmönnum sovéska liðsins koma einmitt frá Ilynamo Kiev og þjálfarinn, Valery Lobanovsky, er einnig þaðan. „Erum búnir að gleyma Ung- verjaleiknum" „Leikmennimir em þegar búnir að gleyma Ungverjaleiknum og munu einbeita sér að leiknum við Frakka í dag. Sú knattspyma, sem Ungveijam- ir spiluðu, hentaði okkur mjög vel. Hvort við leikum eins á móti Frökkum fer eftir því hvort þeir leyfa okkur að gera það sama og við fengum að gera í Ungverjaleiknum," sagði Simonian þegar hann var spurður hvemig Sov- étmenn ætluðu að spila gegn Frökk- um. Frakkar hræddir Franski þjálfarinn Henri Michel hefur mikla áhyggjur af leiknum við Sovétmenn í dag. Hann óttast mjög að frönsku leikmennimir verði hrædd- ir við sovésku vélina og það komi niður á leik þeirráj Talið er líklegt að hann geri a.m.k. þijár breytingar á liði sínu. Yvon Le Roux kemur trúlega inn fyrir Patrick Battiston. William Ayache kemur inn sem bakvörður en hann er orðinn góður af meiðslum. Þá er líklegt að Yannick Stopyra byiji í staðinn fyrir Dominique Rocheteau í sókninni. -SMJ „Slappur leikur“ - sagði danska sjónvarpið Frá Hauki Lárusi Haukssyni, blaða- manni DV í Danmörku: „Ég get ekki neitað þ vi að mér fannst þetta slappur leikur," sagði aðah'þróttafréttaritari danska sjón- varpsins sem talaði með beinu útsend- ingunni frá Mexikó frá leik Dana og Skota í gærkvöldi. Gleðin yfir sigrinum leyndi sér þó ekki í málróm hans og hann sagði síð- ar að Danir hefðu unnið verðskuldað- an sigur þrátt fyrir að danska liðið hefði leikið illa í fyrri hálfleik. Sjónvarpsmaðurinn sagði einnig að Frank Amesen hefði verið besti maður Dana í leiknum og frískleiki hans og útsjónarsemi hefði lagt grunninn að mörgum laglegum sóknarlotum danska liðsins í leiknum. Þá hældi hann einnig fyrirliða liðsins, Morten Olsen, á hvert reipi ásamt vamar- manninum Sören Busk og sagði að þeir félagar hefðu haft skosku sóknar- leikmennina í vasanum. Þá tók íþróttafréttamaður sjón- varpsins fram að innáskiptingar þjálf- arans, Sepp Pionteks, hefðu verið hnitmiðaðar og greinilega vel hugsað- ar. -SK Þjálfar Gunnar KR-inga? - Bandaríkjamaður til Vals? Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV eru mjög miklar likur á því að Gunnar Gunnarsson verði á næstu dögum ráðinn þjálfari meistaraflokks KR í körfuknattleik. Gunnar er mjög reyndur þjálfari og þjálfaði meðal annars unglingalands- íið íslands í körfu fyrir nokkrum árum. Við höfum einnig áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að leikmenn úrvalsdeild- arliðs KR hafi farið fram á það við stjóm körfuknattleiksdeildar KR að hún ráði Gunnar sem þjálfara en ekki Jón Sigurðsson sem þjálfað hefur liðið undanfarin tvö ár í úrvalsdeildinni. Nokkrar líkur em taldar á því að Bandaríkjamaður þjálfi úrvalsdeildar- lið Vals á næsta keppnistímabili en Torfi Magnússon þjálfaði liðið á síð- asta keppnistímabili. Valsmenn hafa ekki enn ráðið þjálfara en munu ganga frá þeim málum á næstunni. -SK I Plata danska j landsliðsins ■ lýkur út ■ Frá Hauki Lárusi Haukssyni, blaðamanni ■ DV í Danmörku: ■ Ekki er talað um annað en heimsmeist- ® arakeppnina í knattspymu hér í Danmörku flj þessa dagana. Og eftir sigurleikinn í gær- _ kvöldi má segja að allir, sem á annað borð | höfðu heilsu og krafta til, hafi sleppt fram 3m af sér beislinu. Og við liggur að Danir hafi ■ eignast nýjan þjóðsöng í kjölfar heimsmeist- ■ arakeppninnar í Mexikó. I Danska landsliðið tók sig til fyrir keppnina " og söng inn á litla plötu og ekkert er til í H Danmörku sem selst betur þessa dagana en _ einmitt plata landsliðsins sem ber nafiiið | „Reseppten“. Efvel er að gáð sést á nafhinu ■ að nafn landsliðsþjálfarans er i miðju heiti ■ plötunnar. Þessi plata heíur þegai- selst i ■ milljónum eintaka og er ekkert lát á söl- ■ unni. Aðallag plötunnar þykir mjög gott og jf er talið víst að það þjóti upp alla vinsælda- lista í Danmörku. Er það í allt öðmm stíl I en lögin sem önnur landslið hafa sent frá m sér fyrir stórmót í íþróttum og kórsöngur | til dæmis ekki til í laginu. Landsliðsmaður- ■ inn Frank Amesen, sem leikur með PSV ■ Eindhoven í Hollandi, er forsöngvari á plöt- ■ imni og þykir ekki lakari söngvari en ■ knattspymumaður. -SK. 1 Allt vitlausf i i „Köben“ g Frá Hauki Lámsi Haukssyni, blaðamanni _ DV í Danmörku: B Talið er að rúmlega fjórar milljónir Dana, ■ rúmlega 80% dönsku þjóðarinnar, hafi horft ■ á leik danska landsliðsins og þess skoska í ■ gærkvöldi í sjónvarpi hér í Danmörku. ® í Tívoliinu í Kaupmannahöfti var komið I fyrir risasjónvarpsskermi og þar vom á fimmta þúsund manns sem horfðu á leikinn B undir beram himni. Eftir leikinn fylltist ráð- _ hústorgið og segja má að öll Kaupmanna- B höfn hafi farið á hvolf eftir að dómarinn ■ blés til leiksloka. B Fólk réð sér ekki fyrir kæti og dansað var B á götum úti og var fögnuðurinn jafhvel enn ■ meiri cn eftir frækna frammistöðu danska B landsliðsins i síðustu Evrópukeppni. Engu ? var likara en að Danir hefðu orðið heims- B meistarar í gærkvöldi og það verður svo _ sannarlega fróðlegt að sjá hvað skeður ef B þeir halda áfram að sigra í leikjum sinum í . Mexikó. -SK LeikiráHMídag Þrír leikir fara fram á HM í dag. 1 A- riðli leika ítalir og Argentína í Pueblo og hefet leikur þeirra kl. 18.00. Þá mætast Búlgarir og S-Kóreumenn einnig í A-riðli. Leikur þeirra hefet kl. 22.00. í C-riðli mætast Frakkar og Sovétmenn í Leon og hefet leikur þeirra kl. 18.00. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.