Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Page 22
22 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Á ekki nógu stóran hatt til að taka ofian fyrir mínu liði“ - sagði Franz Beckenbauer eftir jafntefli V-Þjóðverja og Uruguaymanna, 1-1 „Ég á einungis eitt orð yfir leik minna manna, súperleikur. Ég er í skýjunum yfir leik þeirra og á ekki nægilega stóran hatt til að taka ofan fyrir liðinu,“ sagði Franz Becken- bauer, þjálfari Vcstur-Þjóðveija, í gærkvöldi eftir að Þjóðveijar og Ur- uguaymenn höfðu gert jafntefli, 1-1, í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Leik- ið var i Queretaro að viðstöddum 32 þúsund áhorfendum. „Ég er mjög ánægður með þessi úr- slit því ég held að Uruguay verði í einu af efstu sætunum í þessari keppni. Ég á ekki von á því að Skotar verði jafnsterkir og Uruguaymenn þegar við mætum þeim í næsta leik okkar. Ég get ekki nefnt einn einstakan leik- mann sem skaraði framúr í kvöld því þetta var fyrst og fremst verk liðs- heildarinnar," sagði Beckenbauer. Borras ekki jafnánægður Ommar Borras, þjálfari Uruguay, var ekki jafnhress eftir leikinn og Beckenbauer. Hann sagði: „Þetta var jafn leikur, eins og búist var við fyrir- fram, og jafritefli var sanngjöm úrslit. umnro Ensku liðasettin ENSKA LANDSLIÐIÐ * SKOSKA LANDSLIÐIÐ * BREIÐABLIK * ARSENAL * SHEFIFELD WEDNESDAY og mörg önnur lið leika í umbro <^^>umbro búningar <^> umbro fótboltar C^^umbro markmannshanskar -<^^> umbro íþróttatöskur nSTUDD SPORTVÖRUVERSLUN % * Háaleitisbraut 68 ii i i Austurver Simi 8-42-40 Ég er alls ekki ánægður með dómara leiksins. Hann átti að dæma víta- spymu á Þjóðverja og eins átti hann að taka mun harðar á mörgum ljótum brotum þeirra. Hann gaf mínum mönnum gul spjöld fyrir sams konar bort og Þjóðverjar sluppu með tiltal fyrir." Ruddalegir Uruguaymenn Þeir sem sáu leik Umguay og Vest- ur- Þýskalands í gærkvöldi geta vart verið sammála þessum ummælum Borrasar. Umguaymenn léku mjög grófa knattspymu og áttu að fá mun fleiri spjöld ef eitthvað var. Eftir að Antonio Alzamendi hafði skorað mark Umguay á 5. mínútu lagðist liðið i vöm og leikmenn 'gerðu sér upp meiðsli sí og æ. Þeir reyndu ætíð að tefja leikinn ef á því var nokkur mögu- leiki og oft á tíðum vom þeir eins og naut í flagi í návígi við þýsku leik- mennina. Það er langt frá því að jafhtefli í þessum leik hafi verið sann- gjöm úrslit. Þjóðveijar hefðu með smáheppni átt að vinna stóran sigur. Þeir réðu miðjunni allan leikinn og áttu meðal annars hörkuskot í þverslá. Karl Heinz Rummenigge kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik vegna meiðsla sem hann á við að stríða og við komu hans færðist meiri broddur Þegar mikil óánægja meðframkvæmd HM - Mexíkanar gera mistök sem rista djúpt hjá mörgum Þrátt fyrir að ekki sé liðið langt á úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu er þegar farið að gæta mikillar óánægju margra með fram- kvæmd Mexikana á keppninni. Stjómendum keppninnar hefur þeg- ar tekist að fá megnið af fréttamönn- unum sem starfa í sambandi við keppnina á móti sér vegna þess að mjög erfiðlega hefúr gengið að koma þeim á leikina. Rútur þeirra hafa fest í umferðarhnútum hér og þar og marg- ir hafa misst af leikjunum. „Margir af leikvöllunum sem leikið er á þykja varla boðlegir fyrir lands- leiki vegna þess hve loðnir þeir em og er sérstaklega mikil óánægja með aðalleikvanginn í Mexíkó, Azteka. Mikið hefúr verið kvartað yfir þessu en enn hafa engar úrbætur verið gerð- ar. Þjóðsöngvamir eilíft vandamál Það hefur vafist mjög fyrir Mexíkön- um að finna þjóðsöngva landanna sem leika á HM og leika þá á réttum tíma. í leik Brasilíu og Spánar á sunnudag- inn var þjóðsöngur Brasilíu ekki leikinn á réttum tíma. Hins vegar þeg- ar leikmenn Brasilíu voru búnir að stilla sér upp fyrir myndatöku tók þjóðsöngurinn að hljóma í hátalara- kerfinu og dómari leiksins rak alla leikmennina á fætur. Eins og skýrt var frá í DV í gær kom upp svipað hneyksli á leik Mexíkó og Belgíu í fyrradag en þá var það belg- íski þjóðsöngurinn sem týndist. í gærkvöldi, á leik Uruguay og Vest> ur-Þýskalands, var byrjað á því að leika þjóðsöng Uruguay. Sjónvarps- tökumennimir mexíkönsku héldu þá að verið væri að leika þýska þjóðsöng- inn og á skjánum birtust eingöngu myndir af þýsku leikmönnunum. Þá hafa sjónvarpsútsendingar frá Mexíkó verið í molum en sem betur fer höfum við hér á landi sloppið þokkalega þar til á leik Uruguay og V-Þýskalands í gærkvöldi er miklar truflanir urðu í síðari hálfleik. Það er fúrðulegt að Mexíkanar virð- ast misstíga sig við framkvæmd á einföldum atriðum en einmitt þeim atriðum sem kannski grafa sig dýpst í hjörtu þeirra sem hlut eiga að máli. Þeir verða að taka sig á ef ekki á eft- ir að minnast þessarar heimsmeistara- keppni sem „keppni mistakanna“.SK í sóknarleik þýskra sem endaði með jöfnunarmarki Klaus Allofs rétt fyrir leikslok. Dómgæsla fyrir neðan allar hellur Tékkinn Vojtech Christov dæmdi leikinn og hafði engin tök á honum. Leyfði hann alltof mikla hörku og var mjög ragur við að gefa ruddalegum leikmönnum Uruguay gul spjöld og jafnvel rauð. Þá tók hann alls ekki á því þegar leikmenn Uruguay voru að tefja leikinn, sparkandi boltanum í burtu í aukaspymum og tefjandi fram- kvæmd þeirra. í heild hefur dómgæsl- an á HM í Mexíkó komið á óvart. Dómarar hafa leyft mun meiri hörku en búist var við og það er ekki þeim að þakka að fjöldi leikmanna sé ekki nú þegar stórslasaður. Litlir meistarataktar Lið Uruguay olli miklum vonbrigð- um í þessum leik. Menn hafa verið að tala um að þetta sé eitt besta lið í heiminum en samt lögðu þeir ekki í annað en stífan vamarleik gegn Vest- ur-Þjóðverjum í gærkvöldi sem skýrir nú best styrkleika þýskra. Og lið sem leikur slíka knattspymu sem Umguay í gær, ruddalegan vamarleik, á alls ekki skilið að verða í efetu sætunum í Mexíkó. Slíkt yrði áfall fyrir knatt- spymuna. Aftur á móti léku Þjóðverjar glymr- andi knattspymu og greinilegt að þeir verða ofarlega nema eitthvað óvænt komi upp. Að öðrum ólöstuðum var Berthold bestur í liði þeirra en Hans Peter Briegel lék einnig mjög vel sem og restin af liðinu. Lið Vestur-Þýskalands var þannig skip- að: Schumacher, Briegel, Berthold, Först- er, Augenthaier, Eder, Matthaeus, Magath, Brehme, Völler, Allofs. Littbarski kom inn á í leikhléi og Rummenigge þegar nokkuð var liðið á síðari hálfieik. • Þrir leikmenn Uruguay fengu gult spjald í leiknum og kann það að reynast Jœim dýrkeypt og ekki síst ef þeir leika álíka ruddalega í næstu leikjum sínum og í gærkvöldi. -SK I Breskt I ! met hjá j j Christie j ■ Coe vann 800 m | * Breski spretthlauparinn, Linford | I Christie, sem er núverandi Evr- . ■ ópumeistari í 200 metra hlaupi | I innanhúss, setti i gærkvöldi nýtt ■ | breskt met í 100 metra hlaupi á I ■ alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í I I Madrid á Spáni. ■ Christie hljóp á frábæmm tíma, | J 10,04 sek., en eldra metið átti ■ I ólympíumeistarinn frægi, Alan I * Wells en það var 10,07 sek. Christie ■ I sigraði i hlaupinu. Thomas Jeffer-1 - son, sem varð þriðji í 100 metra ■ I hlaupi á síðustu ólympíuleikum, I ■ varð annar á 10,17 sek. ■ • Bretinn Sebastian Coe sigraði I | í gærkvöldi í 800 metra hlaupi á ■ ■ 1:45,66 min. Annar varð Rod I I Dmppers frá Hollandi á 1:47,76 min. * I og Spánveijinn Andres Vera þriðji | * á 1:48,42 min.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.