Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Page 35
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. 35 i Reykjavíkurmeistarar Fram 1986: Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Steinsson, fyririiði, Örn Valdimarsson, Viðar Þorkelsson, Jón Sveinsson, Steinn Guðjónsson og Þorsteinn Þorsteins- son. Fremri röð: Þórður Wlarelsson, Guðmundur Torfason, Friðrik Friðriksson, Pétur Ormslev og Kristinn Jónsson. DV-myndir Brynjar Gauti. „Fram-liðið á að koma vel Það þýðir ekkert að örvænta: - segir Marteinn Geirsson, fyrrum fyrirliði Fram Marteinn Geirsson, fyrrum fyrirliði Fram. Góður árangur Ásgeirs með Fram Ásgeir Eliasson, þjálfari Fram- liðsins, hefur náð mjög góðum árangri með liðið síðan hann tók við þvi 1985. Undir stjórn Ásgeirs hafa Framarar orðið Reykjavíkur- meistarar 1985 og 1986, unnið sigur í meistarakeppni KSI bæði þessi ár og orðið bikarmeistarar 1985. Fram hefur því unnið fimm titla af sex mögulegum undir stjórn Ásgeirs. Framliðið stóð sig mjög vel í Evrópukeppni bikarhafa sl. keppn- istímabil. Það varð fyrst til að vinna leiki, bæði í 1. og 2. umferð. Lagði Glentoran að velli, 3-1, og Rapid Vín, 2-1, á Laugardalsvellin- um. Markatala Fram út úr fjórum leikjum var 5-6 sem er mjög góður árangur. Undir stjórn Ásgeirs hefur Fram- liðið leikið skemmtilega sóknar- Ásgeir Eliasson. knattspyrnu sem áhorfendur hafa kunnað að meta. Framarar skor- uðu 37 mörk í 1. deildar kcppninni í fyrra. „Framliðið var ekki nógu sann- færandi í leikjunum gegn Þór og Keflavík. Það er ekki laust við að leikmenn Fram hafi vanmetið Kefl- vikinga sem fóru ekki vel af stað. Það má enginn koma með því hugar- fari til leiks að sigur sé unninn. Því hugarfari verður að breyta þvi að allir leikir í 1. deild eru erfiðir," sagði Marteinn Geirsson, fyrrum fyrirliði Fram-liðsins. Maiteinn sagði að það þýddi ekk- ert fyrir Framara að örvænta. „Strákamir eiga eftir að gera betur. Þeir eiga eftir að koma vel út. Fram- liðið á eftir að verða sterkt á á endasprettinum. Það er reynslu- mikið og leikmenn liðsins hafa lært af keppnistímabilinu 1985 þegar þeir horfðu á eftir meistaratitlinum til Valsmanna í lokin. Framliðið leikur góða knattspyrnu og er vömin mjög sterk. Vamar- menn em þó helst til rólegir, gefa knöttinn seint frá sér og þar með bjóða þeir hættunni heim. Jón Sveinsson, sem staðsetur sig vel, mætti skila knettinum fyrr frá sér. Þórður Marelsson hefur fallið vel inn í leik Fram-liðsins. Hann er skemmtilegur sóknarbakvörður sem er með góðar fyrirgjafir. Þá er hann geysilegur baráttumaður og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana," sagði Marteinn. Pétur og Guðmundur Torfa- son verða að leika á fullu Marteinn sagði að það væri greini- legt að þeir Pétur Ormslev og Guðmundur Torfason yrðu alltaf að leika á fullu í leikjum. Þeir mættu aldrei gefa eftir. Það er þeirra hlut- verk að porra aðra leikmenn liðsins upp, með baráttu og uppörvun. Það hefur sést á leik Fram að Ómar Torfason hefur skilið eftir stórt skarð. Ómar var geysilegur vinnuhestur sem lék Pétur og Krist- in Jónsson uppi í fyrra. Pétur verður að taka hlutverk hans, vinna fyrir liðið. Hann má aldrei gefast upp,“ sagði Marteinn. Mörkin eiga eftir að koma „Já, það er rétt að Framliðið hefur skorað fá mörk. Aðeins tvö í þremur leikjum. Ég held að þetta sé aðeins tímabundið ástand. Mörkin eiga eft- ir að koma á færibandi. Strákarnir verða að nýta færin sín, eins og þeir gerðu í fyrra. Þeir hafa reynslu til þess og eiga ekki að hika við að skjóta þegar þeir komast í færi sem hafa verið mýmörg. Auðvitað getur það orðið sálrænt að nýta ekki færin sín. Leikmenn Fram hafa það mikla reynslu að þeir eiga'ekki að láta það hafa áhrif á sig,“ sagði Marteinn. Marteinn sagði að hann hefði lúmskan grun um að Fram og Valur deildu með sér stigum annað kvöld á Valsvellinum. „Leikir Fram og Vals hafa oftast endað með jafntefli. Mér hefur ekki fundist Valsliðið eins sterkt og það var sl. keppnistímabil, þannig að Framarar ættu að geta knúið fram sigur ef þeir leika með réttu hugarfari." Framtíðin björt „Framtíðin er björt hjá Fram. Lið- ið er hefur mikla reynslu og þá eru margir ungir leikmenn byrjaðir að banka á dymar. Leikmenn eins og Gauti Laxdal og Amljótur Davíðs- son sem stóðu sig mjög vel með liðinu í Reykjavikurmótinu og meistarakeppni KSÍ. Þeir em menn framtíðarinnar. Aðeins tveir af fjöl- mörgum ungum leikmönnum sem frábært unglingastarf hjá Fram hef- ur ávaxtað," sagði Marteinn. -SOS Framarar með Fram Síðan Fram hóf að leika í 1. deildar keppninni 1955, eða þegar deilda- skiptingin var tekin upp, hafa nær undantekningarlaust Framarar þjálfað Framliðið. Aðeins þrír „út- lendingar" hafa komið í herbúðir Fram, þeir Öm Steinsen, KR, Hólm- bert Friðjónsson, Keflavík, og Pólverjinn Andrzej Strejlau. Framaramir, sem hafa séð um þjálfunina, em: Karl Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Jóhannes Atlason, Skúli Nielsen, Reynir Karlsson, Anton Bjamason og Ás- geir Elíasson. í fyrra vom fjórir Framarar þjálf- arar í 1. deild: Ásgeir Elíasson, Fram, Hörður Helgason, Akranesi, Jó- hannes Atlason, Þór, og Marteinn Geirsson, Víði. í ár em tveir Framarar þjálfarar: Ásgeir Elíasson, Fram, og Jón Her- mannsson, Breiðabliki. eftir út

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.