Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggjá stjömu reiknirigar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óvcrðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. /' Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðUm trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjunj ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán ffá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársQórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01. -10.06. 1986 INNLAN með sérkjörum i t c j c sjA sérusta il Ji II ii íi íi £Í !i li Ú INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJÖOSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12 mán. uppsöqn 14.0 14.9 14,0 11.0 12.6 SPARNAÐUR - LANSRÉHUR Sparað 3-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6 mán. og m. 13.0 13.0 9.0 11.0 10,0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6,0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 7.0 6.25 Sterlingspund 11.5 11.5 9.5 9.0 9.0 10.0 10.0 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4,0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Oanskar krónur 7.5 7.5 7,0 7,0 6.0 7,5 7.0 7.0 7.0 ÚTLAN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) ks« 19,5 kge 19.5 kge kg. ke« kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9,0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 árí 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4j0 4.0 4.0 Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SjANEÐANMAm) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, x SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þríðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá (xeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Skreiðarsalan gengur illa: Allir reyna að selja sömu skreiðina Um þessar mundir eru flestir skreiðar- útflytjendur landsins að reyna að selja Nígeríumönnum skreið. Miklar birgð- ir eru nú til í landinu, í kringum 8 þúsund tonn, og ekki nema 3 vikur þar til innflutningsleyfið rennur út í Nígeríu. Svo virðist sem um söluna ríki lítil samvinna, menn reyna sitt í hvoru lagi að reyna að selja sömu skreiðina. Reynt að selja í London Ólafúr Bjömsson, stjómarformaður Samlags skreiðarframleiðenda, var í London í síðustu viku að reyna að selja allar skreiðarbirgðir lands- manna. Árangurinn liggur ekki fyrir. Bjami V. Magnússon, framkvæmda- stjóri sameinaðra framleiðenda, er nú staddur i London og reynir að selja skreiðina. Endanlegt magn sölu liggur ekki fyrir en í næstu viku er von á skipi sem flytja mun 25 þúsund pakka af skreiðarhausum til Nígeríu. Hjá Sjávarafurðadeild SÍS fengust þær upplýsingar að reynt væri með fúllum þunga að selja skreiðina en engin sala væri fastákveðin ennþá. „Ég gæti verið búinn að selja allar skreiðarbirgðir landsmanna fyrir löngu, segir Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Sjávarvara hf. Samningur Péturs Pétur E'narsson, sem staðið hefúr í skreiðarsölu undanfarin ár, fúllyrðir að hann hefði getað verið búinn að selja allar skreiðarbirgðir landsmanna fyrir löngu. Hann hefði ásamt Bjama V. Magnxissyni, framkvæmdastjóra sameinaðra framleiðenda, undirritað í London samning um sölu á allri skreið í febrúar síðastliðnum, eins og kom fram í DV á þeim tíma. „Samkvæmt samningnum áttu að fást um 2 milljarðar fyrir skreiðina í gjaldeyri. Skreiðina átti í raun að selja til Nígeríu í gegnum breskt fyrirtæki. í staðinn fyrir skreiðina var gert ráð fyrir að Islendingar keyptu vörur frá Nígeríu. Ég var búinn að ganga frá endursölu á þessum vörum. En Bjarni V. Magnússon hætti við og hóf að selja sömu skreiðina öðium aðilum í Nígeríu,“ sagði Pétur. Samningur Péturs hundsaður Að sögn Péturs hafi auk þess aðrir skreiðarútflytjendur hundsað þennan samning og því hafi hann ekki fengið skreið til þess að selja. Aðrir skreiðarútflytjendur, sem blaðið leitaði til, töldu það margt í þessum samningi óklárt og óljóst að varla væri hægt að framkvæma hann. Samningurinn væri opinn í báða enda, ekki væri ljóst hvaða vörur ættu að koma frá Nígeríu í staðinn, hvort þær stæðust gæðakröfúr og hvort þær væru á raunhæfú verði. „Það er enginn vandi að gera sölu- samning. En hvort hægt er að fram- kvæma hann er annað mál. Það er ólíklegt að hægt verði að framkvæma þennan samning," sagði Bjami V. Magnússon. Samningurinn ennþá i gildi „Þessi samningur Péturs var skoðaður af ýmsum, mörgum fannst hugmyndin góð en það virtist vera of mikið af lausum endum í kringum samninginn. En það er sjálfsagt að skoða hann betur ef ekkert gengur að selja skreið- ina. Það er hugsanlegt að hugmyndin um vöruskipti sé framkvæmanleg," sagði Ragnar Sigurjónsson sölustjóri skreiðaideildar SÍS. „Samningurinn er ennþá í gildi, ég hef haldið þessum aðilum volgum frá því í febrúar og þess vegna væri hægt að láta reyna á hann strax á morgun. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofriunar, var því meðmæltur á sínum tíma að kannað yrði til þrautar hvort hægt væri að framkvæma þennan samning. Einnig hef ég fengið góðar viðtökur hjá ráðherrum varðandi þennan samning," sagði Pétur. -KB Jt Allir helstu skreiðarútflytjendur landsins vinna nú að því, hver í sinu horni, að selja skreiðarbirgðir landsmanna. Arang- ur er lítill og alls óvíst hvort tekst að losna við birgðimar áður en innflutningsbann skellur á í Nigeriu 1. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.