Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 36
08 ★78* 58 Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifmg: Sími 27022 Hafiz þú ábendingu eða vitn- eskju um firétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta firéttaskotið í hverzi viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við firéttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblaö FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 Bolungarvikursamning amir ekki framlengdir „Við verðum að finna annað kerfi þar sem tekið er tillit til starfsaldurs og ábyrgðar, annað er ekki réttlátt til lengdar. Bolungarvikursamning- iimir voru gerðir til þess að brjóta upp kerfið en þeir verða ekki fram- lengdir sem slíkir um áramót," segir Valdimar L. Gíslason, bœjarfulltrúi Alþýðuílokksins á Bolungarvík. „Eg beitti mér fyrir þessum samn- ingum og þeir voru hugsaðir til bráðabirgða sem uppbót til starfs- manna bæjarins og til þess að vekja menn ti! umhugsunar um það hve . vitlaus láglaunastefhan er. Með henni skapast svo alls konar auka- greiðslur sem eru meira eða minna faldar og sumir njóta en aðrir ekki. í’að á að borga dagvinnuiaunin hrein og nægilega há til þess að hægt sé að lifa af þeim. Auðvitað á að borga eftirvinnu í samræmi við þau en ekki eftir einhverjum allt öðrum taxta. Á þessu stigi kemur ýmisiegt til greina í staðinn fyrir Bolungarvík- ursíunningana. Samningar Sóknar við Kópavogsbæ gætu vel orðið fyr- irmynd eða grundvöllur að nýju launakerfi. Þessi mál hafa ekki verið til umræðu í viðræðum hér um myndun nýs meirihluta bæjarstjóm- ar enn sem komið er,“ sagði Valdi- mar. Jón Guðbjartsson, bæjarfulltrúi Oháðra, sagði það ljóst að Bolungar- víkursamningamir giltu ekki lengur en til áramóta, ekki fremur en aðrir kjarasamningar. Þá tæki vafalaust aftur við það sem um semdist á hin- um almenna vinnumarkaði. HERB 4 4 \ i 4 5 5 4 A-flokkastjórn á Siglufirði Frá Jóni G. Haukssyni, DV, Akureyri: Samkomulag hefur orðið mill Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags á Siglufirði um að mynda meirihuta í bæjarstjóminni. Málefnasamningur ^liggur fyrir en hefur ekki enn verið undirritaður. Ákveðið hefur verið að ráða nýjan bæjarstjóra og vefður hann ekki af listum þessara flokka. Alþýðuflokkur hefur 3 fulltrúa, vann tvo í kosningun- um. Alþýðubandalag er með tvo full- trúa. Þessir tveir flokkar mynduðu áður meirihluta með Framsóknar- flokki. -APH Ólafsfjorður: Valtýr bæjar- stjóri áfram i Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm Ólafsfjarðar ákvað í gær að endurráða Valtý Sigurbjamarson sem bæjarstjóra. Valtýr var ráðinn af fráfarandi meirihluta vinstri manna. HERB ffren,m*fiane DV-mynd S Mikið umferðarslys varð á mótum Elliðavogs og Kleppsmýrarvegar er vörubíll beygði þar í veg fyrir tvo fólksbíla. Vörubíllinn var á leið suður Elliðavoginn og beygði inn á Klepps- mýrarveg með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumenn beggja fólksbílanna voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. fri Leitin við Eldvatn: Stúlkan ófundin í morgun var stúlkan, sem leitað er að i Eldvatni ófúndin, en leit verður haldið áfram i dag. Aðstæður á því svæði sem leitað er á munu vera mjög erfiðar, botn árinnar á staðnum, sem talið er að bíllinn sé á, er stórgrýttur og því erfitt að greina flakið í honum. I dag mun leitarsvæðið verða stækk- að og leitin færð niður með Eldvatni. -FRI Vjðreisn í Ólafsvík Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í bæjarstjón Ól- afsvíkur í gærkvöldi. Ákveðið hefúr veríð að auglýsa eftir bæjarstjóra. Þessir tveir flokkar hafa tvo fúlltrúa hvor. Guðmundur Tómasson, núver- andi bæjarstjóri, bættir vegna dvalar erlendis. Kristófer Þorleifeson, Sjálfetæðis- flokki, verðiu forseti bæjarstómar og Sveinn Þór Elínbergsson, Alþýðu- flokki, formaður. bæjarráðs. -APH Jón L. ennþá efstur LOKI Þeir vilja sókn Bolvíkingarnir. Veðrið á morgun: Áfram rigning Sannkölluð vætutíð ríkir á landinu um þessar mundir. Á morgun blása áfram suð- og suðaustlægir vindar og rigning verður um mestallt landið. Óvíst er hvenær styttir upp. Hiti á landinu verður víðast hvar 7-8 stig en heitast á Norðurlandi, 12 stig. Jón L. Ámason og sænski stórmeist- arinn Lars Karlsson skildu jafhir í 9. umferð, sem tefld var í gær, á alþjóð- lega skákmótinu í Helsinki. „Mér yfirsást óvæntur biskupsleikur Svíans snemma í miðtaflinu og hélt í 10 mínútur að ég væri steindauður,“ sagði Jón L. Ámason í samtali við DV í morgun. „En mér tókst að þæfa taflið og sennilega stóð ég heldur betur að vígi þegar við sömdum um jafntefli," sagði Jón L. sem unnið hafði sex skákir í röð er hann mætti Karlsson. Jón L. er ennþá efstur á mótinu með 7 vinninga ásamt danska stórmeistar- anum Kurt Hansen sem gerði jafntefli við Sovétmanninn Dorfmann í gær. Jón þarf nú aðeins einn vinning til viðbótar úr tveim síðustu skákunum til þess að ná öðrum áfanga að stór- meistaratitli. í dag keppir hann við Sovétmanninn Timoshenko sem hefur 6 og 1/2 vinning. Síðasta umferð á mótinu verður tefld á laugardaginn. -KB I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.