Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 31
Vestmannaeyjaliðið 1986. Aftari röð frá vinstri: Omar Jóhannsson, Kári Þorleifsson, Lúðvík Bergvinsson, Jón Bragi Arnarson, Þorsteinn Viktorsson röð: Jóhann Georgsson, Elias Friðriksson, Þorsteinn Gunnarsson, Páll Hallgrímsson og Viðar Elíasson, fyrirliði. og Bergur Ágústsson. Fremri DV-mynd: S Ómar Jóhannsson, einn af máttarstólpum Eyjaliðsins. LEIKMENN: Þorsteinn Gunnarsson, 20 ára Hörður Pálsson, 20 ára Varnarmenn: Elías Friðriksson, 19 ára Þorsteinn Viktorsson, 23 ára Viðar Elíasson, 29 ára Þórður Hallgrímsson Jón B. Arnarson, 24 ára Heimir Hallgrímsson, 19 ára Ólafur Árnason, 20 ára Gylfi Guðlaugsson, 23 ára Miðvallarspilarar. Jóhann Georgsson, 27 ára Páll Hallgrímsson, 19 ára Lúðvík Bergvinsson, 22 ára Karl Sveinsson Sóknarleikmenn Ómar Jóhannsson, 26 ára Bergur Ágústsson, 23 ára Samúel Grytvík, 23 ára Kári Þorleifsson, 23 ára Ingi Sigurðsson, 23 ára Tómas I. Tómasson, 17 ára Jón Ólafur Daviðsson, 19 ára Þorsteinn handarbrotnaði Þorsteinn Gunnarsson, mark- vörður Eyjamanna, varð fyrir því óhappi að handarbrotna í leik gegn KR. Stöðu hans tók Hörður Pálsson, sonur hins gamalkunna markvarðar úr Eyjum, Páls Pálmasonar, sem varði mark Eyjamanna í mörg ár með glæsi- brag. „Eifiður róður fram undan hjá okkur“ - segir Ómar Jóhannsson „Við erum með blöndu af eldri og ungum leikmönnum en það verður að segjast eins og satt er að hópur- inn hjó okkur er ekki nægilega stór. Við æfum 18-19 leikmenn en það má ekkert út af bregða til að við séum u.þ.b. 15 á æfingu. Það er ekki nægilega gott,“ sagði Ómar Jó- hannsson, leikmaður Vestmanna- eyjaliðsins. Ómar sagði að það hefði styrkt lið- ið mikið að fá Þórð Hallgrímsson í slaginn á ný og einnig Viðar Elías- son, en þeir voru ákveðnir að hætta. „Þá er Karl Sveinsson byrjaður að æfa á fullu. Hann verður okkur góð- ur liðsstyrkur. Það er aftur ó móti mikil eftirsjá í Tómasi Pálssjmi, okk- ar mesta markaskorara. Tommi skoraði u.þ.b. 15 mörk á keppnis- tímabili. Okkur hefur gengið illa að skora að undanfömu. Menn verða að hafa fyrir þvi ef þeir ætla sér að skora mörk í eins erfiðri keppni og 1. deildarkeppnin er, sagði Ómar. „Þetta verður ströggl.“ „Við gerum okkur fyllilega ljóst að við munum lenda í ströggli í sum- ar og jafhvel harðri fallbaráttu, ásamt Víði og að öllum líkindum Breiðabliki. Blikamir eru ekki eins sterkir og staða þeirra ó stigatöfl- unni segir til um. Þeir hafa aðeins náð að skora eitt mark í leik og hafa hlotið sjö stig,“ sagði Ómar. Ómar sagði að pólski þjálfarinn hjá Eyjaliðinu væri mjög góður og það væri gaman að vinna undir hans stjóm. „Það er stígandi í leik okkar. Það sást í leiknum gegn Breiða- bliki. Við eigum eftir að næla okkur í mörg stig á heimavelli þar sem vel er stutt við bakið á okkur. Takmark- ið er að halda sæti okkar í 1. deild. Það verður erfitt, en ekki ómög- legt,“ sagði Ómar. Eyjamenn leika gegn Keflvíking- um í Keflavík í kvöld. Ómar sagði að það yrði mjög þýðingarmikill leikur. „Við leikum upp á líf og dauða.“ -SOS í næstu viku: Valur, Akranes og Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.